Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 3 Fréttir Starfsmaður Rannsóknarstofu i lyfjafræði skoðar sýni. Hægt er að sjá með nokkuri vissu allt að nokkrum vikum aftur i tímann hvort um er að ræða eiturlyfjaneyslu hjá þeim sem sýnið er frá. DV-mynd GVA Lyfjapróf Lindu Pétursdóttur: Hægt að sjá kanna- bisef ni nokkrar vikur aftur í tímann - segir Jakob Kristinsson „Við getum sagt til um þaö hvort um er að ræöa einhver tiltekin ávana- og fíkniefni, lyf eða áfengi í þessum sýnum. Það er hægt að sjá jafnvel nokkrar vikur aftur í tímann ef um er að ræða kannabisefni. Það er samt háð þvi hvað neyslan er mik- il. Varöandi amfetamím og kókaín er tíminn skemmri; sólarhringur eða nokkrir sólarhringar. Það er ekki hægt að gefa neina almenna reglu um það,“ segir Jakob Kristinsson, deildarstjóri réttarefnafræðideildar Rannsóknarstofu í lyfjafræði. Linda Pétursdóttir hefur sent sýni til rannsóknar til Rannsóknarstofu í lyfjafræði til að fá úr því skorið hvort eitthvað finnist sem bendir til lyija- notkunar af hennar hálfu en í lög- regluskýrslu og kæru á hendur henni kemur fram að hún hafi við handtöku verið undir annarlegum áhrifum. Niðurstöðu lyfjarannsókn- ar er að vænta um miðja vikuna. Jakob Kristinsson vildi taka skýrt fram að hann gæfi ekki upplýsingar um einstakar prufur sem bærust inn til rannsóknar. Hraðakstur og innbrot Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann á 122 kílómetra hraða á Breiðholtsbraut í nótt. Ökumaður- inn var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum enda ók hann á tvöfoldum leyfilegum hámarks- hraða. Einnig var brotist inn í hljóm- tækjaverslun við Ármúla í nótt og stolið tveimur hátölurum. Þjófarnir voru á brott þegar lögregla og nætur- verðir komu á vettvang. Þá var brotist inn í söluturn í Graf- arvogi í fyrrinótt og stohð tóbaki fyr- ir á annað hundrað þúsund krónur. Sveit Tryggingamiöstöövarinnar, bikarmeistari i bridge 1994. Frá vinstri eru Bragi Hauksson, Sigurður Sverrisson, Sigtryggur Sigurðsson og Hrólfur Hjaltason en Val Sigurðsson vantar á myndina. DV-mynd Sveinn Bikarkeppni í bridge: Sannfærandi sigur Trygg- ingamiðstöðvarinnar Um síðustu helgi fóru fram undan- úrsht og úrslit í bikarkeppni Bridge- sambands íslands. í undanúrshtum áttust við sveitir Tryggingamið- stöðvarinnar og Ghtnis annars vegar og S. Ármanns Magnússonar og Ragnars T. Jónassonar hins vegar. Sveit TM vann sigur á Glitni 121-92 og sveit Ragnars náði, nokkuð óvænt, að vinna sigur á sveit S. Ár- manns með 105 impum gegn 103. í úrshtum áttust því við sveitir TM og Ragnars og þar var nánast um ein- stefnu að ræða. Eftir 48 spil af 64 var staðan orðin 163-50, TM í hag og þá sáu spilarar í sveit Ragnars sér þann kost vænstan að gefa leikinn. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar er því bikarmeistari í bridge árið 1994 og spilarar í sveitinni eru Bragi Hauks- son, Siguröur Sverrisson, Sigtryggur Sigurðsson, Hrólfur Hjaltason og Valur Sigurðsson. Kristján Hauks- son var keppnisstjóri í úrslitum. Samsung SP-R914S Þráðlaus sími með 10 númera minni, innanhúss-samtali, auka-rafhlöðu, endur- vali á síðasta númeri, 20 tíma ending á rafhlöðu o.m.fl. 0 ko^ir ! Panasonic EU2000 Handhœgurog nettur GSM- farsími til að taka með sér hvert sem 59.900,- Samsung SP-R915S Þráðlaus sími með 10 númera minni, innanhúss- samtali, auka-rafhlöðu, endurvali á síðasta númeri, 20 tíma ending á rafhlöðu o.m.fl. /////////////////////////niiijiifiííiiin Samsung SF-40 er faxtœki með síma, hágœðaupplausn, tengjan- legt við símsvara,10 nr. minni o.fl. ^ ....... .0). Af j 31900,: mm wmm m BJÓDUM ÖRVALS-TÆKIÁ SÉRLE6A HA6STÆDU VERDI06 c MUNALÁN 6REIDSLUKJ0R VID ALLRA H/EFI! Siemens S-3 plus Sérlega nettur GSM-farsími, '95 línan og fœst aðeins hjá okkur! Hraðþjónusta við landsbyggðina: Grœnt númer: 996 886 (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar santdœgurs) igi 11 Sími: 886 886 Fax: 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.