Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
Fréttir
Telur steypustöð sina sniðgengna:
Pólitískt steypustríð
geisar í Grundarf irði
- framsóknarmenn tóku möl í skjóli myrkurs
Upp er komið nokkurs konar póli-
tískt steypustríð í Grundarfiröi milli
sveitarstjórnarmanna þar. Meiri-
hluta stjómarinnar skipa Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokkur en
Alþýðubandalagið er í minnihluta.
Oddviti Alþýöubandalagsins er Ólaf-
ur Guðmundsson sem á og rekur
steypustöðina og hellusteypuna
Styrk hf. en hún er sú eina sinnar
tegundar í Grundarfiröi.
Ólafur staðfestí í samtali við DV
að hann væri ósáttur við vinnubrögð
meirihlutamanna við ýmis steypu-
verkefni sem fallið hafa til í bænum
frá kosningunum. Ólafur vildi þó
undirstrika að þessi mál tengdust
ekki verkefnum sveitarfélagsins
heldur verkefnum sem einstakhngar
innan meirihluta sveitarstjórnarinn-
ar tengdust með beinum eða óbein-
um hætti.
Ólafur nefnir fyrst til sögunnar það
mál sem hann er ósáttastur við. Það
er frágangur á símstöðvarlóð Pósts
og síma í Grundarflrði sem fylgdi
nokkur steypu- og hellulagningar-
vinna. Ekkert útboð fór fram á því
verki heldur var samið viö trésmið
úr Grundarfirði sem síðan keypti
alla steypuna frá Helhssandi. Þess
má geta að trésmiðurinn er fyrsti
varamaður Sjálfstæðisflokksins í
hreppsnefnd og símstöðvarstjórinn
annar varamaður flokksins í nefnd-
inni.
„Mér finnst það meira en lítið vafa-
samt að opinbert fyrirtæki skuli ekki
einu sinni gefa manni kost á því að
vera þó með hærra tilboð. Þetta er
ekkert annað en einkavinavæðing,"
sagði Ólafur.
Annaö atvik nefnir Ólafur sem
hann segir vera dæmi um „siöferðis-
brest meirihlutamanna". Á dögun-
um var verið að steypa plötu í hús-
grunni með aöstoð oddvita hrepps-
nefndarinnar sem er gröfumaður og
jafnframt oddvití framsóknarmanna
í Grundarfirði.
„Þegar ég kem heim hringir í mig
maöur seint um kvöld og segir að það
sé verið að taka efni frá mér á steypu-
stöðinni. Ég trúði þessu varla en síð-
an kom í ljós að oddvitinn var þama
að verki ásamt öðram framsóknar-
manni. Hann viðurkenndi að hafa
tekið möl frá mér og sagði örlítíð
hafa vantað upp á hjá þeim tíl að
klára steypuvinnuna. Hann bauðst
til að bæta mér þetta en ég neitaði
og féll frá kæru. Ég sagði honum að
þetta snerist ekki um peninga heldur
siðferði," sagöi Ólafur og bætti við
að hann hefði aðeins eina skýringu
áþessuatviki: „Þeir erujúallirfram-
sóknarmenn."
Enginn pólitískur áróður
Friðgeir Hjaltalín er oddvití fram-
sóknarmanna í Grundarfirði og tók
mölina frá Ólafi. Hann sagði við DV
að hann hefði ekki tekið hana í leyfis-
leysi. Jafnframt kannaðist Friðgeir
ekki við að meirihlutamenn í sveitar-
stjórninni væru að sniðganga
steypustöö Ólafs.
„Það eru ýmsar hliðar á þessu með
mölina. Málið er að Ólafur harpaði
þetta efni fyrir mig í sumar. Það var
samið um að ég keyrði fyrir hann
upp í þessa mölun. Ég tók þama efni
en það var ekki í skjóli myrkurs. Við
höfum rætt þetta okkar á milli og
komist aö niðurstöðu. Það er fjarri
því aö einhver pólitískur áróður sé í
gangi til að loka menn úti. Við þurf-
um á öllum okkar fyrirtækjum að
halda hér,“ sagði Friðgeir.
Tæknideild Pósts og síma i Reykja-
vík sá um framkvæmdina við sím-
stöðina, sem kostaöi um 3 milljónir.
Þar fengust þau svör að almenn regla
væri hjá stofnuninni að bjóða ekki
út verk undir 5 milljónum. í þessu
tilviki hefði verið leitað til tveggja
aðila á Snæfellsnesi til að fá þeirra
kostnaðarhugmyndir. Tæknideildin
hafði fengið þær upplýsingar frá
heimamönnum aö eingöngu þessir
tveir aðilar gætu framkvæmt verkið.
Amgrímur Jóhannsson hjá Atlanta um samninginn við FÍA:
Þrengir rekstrarumhverf i okkar
/ N
- útilokar ekki að starfsemin fari úr landi
„Við erum að kanna málin hjá
okkur eftír að samningar tókust við
FÍA. Þetta er í heildarendurskoðun.
• Uppsagnimar verða dregnar til
baka, að minnsta kosti einhverjar
þeirra," sagði Arngrímur Jóhanns-
son, forstjóri Atlanta, í samtah við
DV, en vildi ekki greina nákvæmlega
frá þvi hversu margir af þeim 82
starfsmönnum flugfélagsins sem
fengu uppsagnarbréf í síðustu viku
fengju vinnu áfram. Amgrímur
sagðist ekki vera hættur að hugsa
um að flytja starfsemina úr landi
þótt samningar hefðu tekist við Félag
íslenskra atvinnuflugmanna.
Aðspurður hvort hann væri sáttur
við samninginn sagði Arngrímur:
„Þetta er á svipuðum nótum og viö
lögðum fram daginn eftír að Félags-
dómur úrskurðaði í málinu. Það var
því dregið mjög lengi að komast að
niöurstöðu. Eg get í sjálfu sér vel við
unað að vera kominn aftur í frið.
Samningurinn þrengir allt okkar
rekstrarumhverfi. Okkar tilvera hef-
ur byggst á sveigjanleika og skjótum
viðbrögðum. Flugfélög hafa hringt
og tveimur dögum seinna erum við
komin af staö. Nú þarf að ráða fólk
eftír kjarasamningum í stað þess að
hafa verið í sambandi við áhafnaleig-
ur áður.“
Eins og kom fram í DV á laugardag
hefur Atlanta þegar misst eitt verk-
efni vegna verkfallsumræðunnar.
Um var að ræða flug í Grikklandi
fyrir þýskt flugfélag sem átti að hefj-
ast í byrjun næsta mánaðar. Arn-
grímur sagði að fleiri verkefni væru
ekki úr sögunni en verkfallið hefði
haft lamandi áhrif á starfsemina.
„Við erum með allar dyr opnar um
hvað við eigum að gera næst,“ sagði
Aragrímur en hann útilokar ekki aö
starfsemi Atlanta flytjist úr landi í
framtíðinni. Arngrímur var staddur
á erlendri grund í síðustu viku, um
það leytí sem sáttahljóð kom í deil-
una við FÍA. Hann sagöist einmitt
hafa verið að undirbúa flutning fé-
lagsins úr landi en vildi ekki gefa upp
á hvaða slóðum hann var. „Við erum
komin með alla nauðsynlega pappíra
og eigum þá ef við stígum skrefið til
fulls.“
í dag mælir Dagfari
Frúin í Hamborg
Til er gamall og skemmtilegur
orðaleikur fyrir börn sem heitír
Frúin í Hamborg. Leikurinn geng-
ur út á þaö að spyrja margra spurn-
inga en ekki má svara með já eða
nei og ekki heldur segja svart eða
hvítt.
Þessi leikur hefur smám saman
verið að gleymast og týnast en nú
getur Dagfari ekki betur séð en
Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að
taka þennan leik upp á arma sína
í nýrri útfærslu. Formaður flokks-
ins hefur haft forystu í þessum leik.
Hann er frúin í Hamborg.
Leikurinn hjá sjálfstæðismönn-
um gengur út á það að það má fara
í kosningabaráttu í vetur og í vor
með einu skilyrði: það má ekki
segja Evrópa og alls ekki Evrópu-
samband. ESB er bannorð í kosn-
ingabaráttunni og ef einhverjum
verður á að segja ESB þegar minnst
er á kosningar, þá hefur hann tap-
að, þá er hann úr leik. Þá er hann
örugglega ekki lengur góður og
gildur í Sjálfstæðisflokknum.
Fyrir utan skemmtunina sem
formaöur flokksins hefur af þess-
um leik, liggja líka sterk og póhtísk
rök að baki þessum orðaleik for-
mannsins og flokksins. Hann segir
að Evrópa verði ekki á dagskrá fyrr
en í fyrsta lagi á næstu öld. Evrópu-
sambandið er eitthvað sem íslend-
ingum kemur ekki við og það er
alveg sama hversu mikið fólkið
suður í Evrópu talar um Evrópu
og það er alveg sama hvað Norður-
landabúar greiöa oft atkvæði um
Evrópusambandiö. Evrópusam-
bandið er ekki á dagskrá á íslandi.
Flestir flokkar hér á landi hafa
tekið þetta alvarlega og minnast
ekki einu orði á Evrópusambandið.
Enda eru þeir ahir á biðilsbuxun-
um hjá íhaldinu og vonast til að
komast í eina sæng með Davið eftir
kosningar. Framsókn segir ekki
Evrópa, ahabahar minnast ekki
einu oröi á Evrópusambandið og
hjá Kvennahstanum er Evrópu-
sambandiö algjört tabú, eins og
reyndar flest það sem snertir út-
lönd. Sjálfstæðismenn hafa verið
trúir þesum fyrirmælum frá for-
manni sínum og neita að tala um
Evrópusambandið nema í laumi.
Ungir sjálfstæðismenn ætluðu að
fara að tala um Evrópusambandið
nýlega á þingi hjá sér og þá kom
formaðurinn og gaf þeim gula
spjaldið og varaöi þá við að nefna
Evrópusambandið á nafn. At-
vinnurekendur 1 Sjálfstæðis-
flokknum munu hafa haldið leyni-
fund fyrir austan íjall fyrir
skömmu til að ræða Evrópusam-
bandiö og fengu bágt fyrir. Enda
þorir ekki nokkur maður að kann-
ast viö að hafa verið á þessum
fundi.
Frúin í Hamborg ræður sem sagt
ríkjum í Sjálfstæðisflokknum. For-
maðurinn hefur ljáð máls á því að
fala megi hugsanlega um Evrópu-
sambandið eftir tvö ár, en alls ekki
fyrr og ahs ekki í kosningunum í
vor. Sjálfstæðismenn veröa strang-
lega að vara sig á því.
Alþýðuflokkurinn hefur einn
flokka vogað sér að tala um Evr-
ópusambandið, enda er Jón Bald-
vin ódæll og erfiður í samskiptum
og frúin í Hamborg hefur í raun-
inni sett hann út af sakramentinu
og það er nánast formsatriði að
ljúka kjörtímabilinu. Það er ekki
púkkandi upp á krata lengur sem
tönglast á Evrópusambandinu,
þvert gegn fyrirmælum frúarinnar
í Hamborg. Kratarnir eru að tala
um eitthvað sem ekki má. Þeir
brjóta leikreglurnar.
Þetta er í sjálfu sér ekki spuming
um það hvort Evrópa er að samein-
ast eða hvort íslendingar eða aðrar
þjóðir hafa hagsmuni af því að
ganga til samstarfs við ESB. Þetta
er ekki spurning um póhtík eða
afstöðu íslendinga til þeirra viö-
horfa sem efst eru á baugi í útlönd-
um eöa þá hér heima. Þetta er
spurning um að gegna formannin-
um sem tekið hefur að sér að vera
frúin í Hamborg.
Formaðurinn er margbúinn að
segja íslenskum kjósendum og ís-
lenskum stjórnmálaflokkum frá
því að hann telji Evrópusambandið
ekki vera á dagskrá fyrr en eftir
aldamótin í fyrsta lagi (vonandi eru
það næstu aldamót en ekki þau þar
næstu) og það er hann sem er frúin
í Hamborg og ræður leikreglunun
og ræöur því hvað íslendingar tala
um í kosningabaráttu. Þess vegna
eiga alhr að gegna formanninum.
Annars eru þeir ekki með í leikn-
um og verða stikkfrí í kosningun-
um. I kosningunum má bara tala
um það sem frúin í Hamborg
ákveður.
Dagfari