Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 13 dv Fréttir Framboðsmál á Norðurlandi vestra: Sótt að Vilhjálmi og Höllustaðabóndamim? •. Páll Pétursson. Margir telja aö Vilhjálmur Egilsson. Andstæðing- hann geti ekki gengió aö 1. sætinu arnir segja hann „þingmann i sem vísu. hlutastarfi“. Mikil óvissa er varöandi framboös- málin í Noröurlandskjördæmi vestra vegna kosninganna til Al- þingis í vor. Frambjóðendur sem voru í „öruggum“ sætum fyrir kosningarnar 1991 geta ekki verið öruggir meö sæti sín á listunum nú og á þetta ekki síst við um Pál Pétursson og Vilhjálm Egilsson. Lítiö hefur heyrst um væntanlegt framboð Kvennahstans í kjördæm- inu, en konurnar fara væntanlega að vinna að framboðsmálum eftir ákvörðun landsfundar þeirra að bjóða fram í öllum kjördæmum. Páll Pétursson, oddviti framsókn- armanna í kjördæminu, virðist ekki öruggur með sæti sitt. Vitað er að í Skagaíirði, á „heimavelli" Stefáns Guðmundssonar, er ekki mikið fylgi við hann og heimafylgið í Húnavatnssýslum þykir hafa minnkað. Margir segja að PáU sé mun minna heima við en áður og sinni kjósendum ekki eins vel og áður. Það verður heldur ekki til að auövelda Páli róðurinn að Elín Líndal úr Húnavatnssýslu stefnir á annað af tveimur efstu sætunum. Útkoman gæti orðiö sú að Stefán Guðmundsson hreppti 1. sætið og Páll yrði að gera sér 2. sætið að góðu. Framsóknarmenn hafa ekki tekið ákvörðun um hvernig þeir standa að röðun á Usta, hvort þeir efna tU prófkjörs eöa viðhafa upp- . stiUingu á vegum kjörnefndar, en prófkjörsleiðin er talin koma sér Ula fyrir Pál. Spenna hjá íhaldinu Þá er spennan ekki minni meðal Sjálfstæðismanna eftir að Pálmi Jónsson, oddviti flokksins í kjör- dæminu, ákvað að hætta í pólitík í vor. Vilhjálmur Egilsson sem var í 2. sæti 1991 og feUdi Jón Sæmund Sigurjónsson krata út af þingi, sækist ákveðið eftir 1. sætinu, og það gerir einnig Hjálmar Jónsson varaþingmaður sem var í 3. sæti síðast. Báðir eru þeir taldir vera þing- menn Skagfirðinga og þá sérstak- lega Sauðárkróks, og flokksmenn annars staðar í kjördæminu una því illa þess vegna aö þeir skipi tvö efstu sætin. Siglflrðingar hafa ákveðið að tefla fram Runólfi Birg- issyni sem „sínum" frambjóðanda í annað efstu sætanna. Þá vilja Húnvetningar örugglega hafa eitt- hvað um það að segja hver taki sæti Pálma á listanum og er nafn Ágústs Sigurðssonar, bónda á Geitaskarði, aðallega nefnt í því sambandi. Talið er að Hjálmar hafi sterkara fylgi utan Skagafjarðar en Vil- hjálmur, m.a. í Húnavatnssýslum, en þar þjónaði Hjálmar sem prest- ur áður en hann fluttist til Sauðár- króks. Þá er það tahð spiUa fyrir Vilhjálmi að hann sé „þingmaður í hlutastarfi" eins og einn viðmæ- landi DV orðaði það, og sinni kjör- dæminu ekki nógu vel. Sjálfstæðis- menn efna tU prófkjörs 26. nóvemb- er næstkomandi. Ragnar í eitt ár? Ekki verður hróflað við Ragnari Arnalds í 1. sæti hjá Alþýðubanda- laginu. Slagurinn verður hins veg- ar um 2. sæti Ustans, ekki síst vegna þess að fuUyrt er að Ragnar ætU sér aðeins að sitja á þingi í eitt ár, hann hafi ætlað að hætta nú í lok kjörtímabUsins en falUst á að gefa kost á sér að nýju tíl aö koma í veg fyrir átök um efstu sætin. Þau sem aðallega eru orðuð við 2. sætið eru Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, og Sigurður Hlöðversson, bæjar- tæknifræðingur á Siglufirði. Upp- stillingarnefnd mun að öllum lík- indum gera tiUögu um skipun list- ans. Barátta hjá krötum Alþýöuflokkurinn tapaði þing- manni sínum í kjördæminu í kosn- ingunum 1991 mjög naumlega. Jón Sæmundur Sigurjónsson skipaði þá 1. sæti á lista kratanna og hann var orðaður við það sæti nú. Þó þóttust menn sjá einhver merki Fréttaljós Gylfi Kristjánsson þess að hann væri e.t.v. ekki ákveð- inn í að sækjast eftir sætinu því hann mætti ekki á kjördæmisþing flokksins á dögunum og nú hefur hann tilkynnt að hann hafi gengið fil Uðs við framboð Jóhönnu Sig- urðardóttur. Kristján Möller, forseti bæjar- Ragnar Arnalds. Hættir hann eftir eitt ár? stjórnar á Siglufirði, sækist eftir 1. sætinu og Jón Hjartarson, skóla- meistari á Sauðárkróki, mun einn- ig vilja það sæti. Þá hefur nafn Björns Sigurbjörnssonar, skóla- stjóra og bæjarfuUtrúa á Sauðár- króki, einnig verið nefnt en minni lýkur eru þó taldar á að hann fari fram. Kjördæmisráð flokksins á eftir að ákveða hvort efnt verður tU prófkjörs eða hvort stillt verður upp á Ustann á annan hátt. Spennandi uppgjör Það hefur oft reynst erfitt að Kristján Möller sækist eftir 1. sæti á lista kratanna. sætta sjónarmiö í flokkunum á Norðurlandi vestra þegar setja hef- ur átt saman framboðslista. Veldur því aðaUega að nokkuð skörp skil eru milli Húnvetninga, Skagfirð- inga og Siglfirðinga en þessir aðilar hafa oft eldað grátt silfur saman pólitík er annars vegar og vilja veg „sinna frambjóðenda“ sem mestan. Ekki er sjáanleg nein breyting á þvi nú og þess vegna er óhætt að segja að spennandi uppgjör sé framundan á Noröurlandi vestra. Island Sækjum þaö heim! Ferðaáskriftargetraun DV hefur þegar veitt mörgum áskrifendum nýja og skemmtilega reynslu af þeim ferðamöguleikum sem landið hefur upp á að bjóða. Áfram munum við draga út ferðavinning í viku hverri, íslandsferð fyrir 2 að verðmæti 60.000 kr. 30. nóvember kemur síðan rúsínan í pylsuendanum: Óskablanda af ævintýraferð um ísland fyrir 2, að verðmæti 150.000 kr.! Vinningshafinn (e.t.v. einmitt þú) raðar einfaldlega saman því sem honum líst best á af þeim ferða- vinningum sem í boði hafa verið frá því í vor! Þannig má sameina jökla- ferðir, siglingar, afslöppun, golf, veiði og gönguferðir - eða eitthvað allt annað eftir því sem hugurinn girnist. Þuattenn möguleika á glæsilegum íefðavinningi! Ferðaáskriftargetraun D V lýkur 30. nóvember. ÞAðeta.}T ^eð ?sk»fðd Áskriftarsfminn er 63 27 00 • Grænt númer er 99-6270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.