Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Arafat er leppur Yasser Arafat er lítið annað en leppur ísraelsstjómar í Palestínu. Hann hefur sáralítið fengið í hlut Palestínu- manna í samningum við ísraelsstjóm. Þess vegna verður hann sífellt óvinsælli á herteknu svæðunum og enn óvin- sælh á heimastjómarsvæðunum í Gaza og Jeríkó. Leppstjórn Arafats hefur misheppnazt. Hann hefur lítið reynt að fá hæft fólk til starfa fyrir stjómina og ein- göngu notað trygga stuðningsmenn úr þrengsta hópi Arafatista í Frelsissamtökum Palestínumanna. Aíleiðing- in er hreint ráð- og getuleysi í heimastjórninni. Það er almenn þjóðfélagsregla, að tryggustu stuðnings- mennimir em einmitt þeir, sem ekki geta unnið fyrir sér með öðmm hætti en þeim að vera tryggir stuðnings- menn. Þeir, sem eitthvað geta, hafa ætíð einhverja sjálf- stæðistilburði, sem falla einræðissinnum illa í geð. Jámenn Arafats kunna ekki til verka og því fer flest í handaskolum á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna. Nú em lögreglumenn hans meira að segja famir að drepa Palestínumenn í hrönnum í uppþotum. Það sýnir vel, að Arafat og hirð hans hafa misst tökin. Grundvöllur vandræðanna er, að ísraelsstjórn not- færði sér veikleika Arafats út í yztu æsar og valtaði yfir hann í friðarsamningum. Græðgi og yfirgangur ísraels- stjómar hefur grafið undan viðsemjanda hennar og gert hann að fyrirlitlegum leppi í augum Palestínumanna. ísraelsstjóm hefur haldið áfram að leyfa bygginga- framkvæmdir landnema á herteknu svæðunum. Hún hefur haldið áfram að leyfa landnemum að bera vopn og ógna vopnlausum Palestínumönnum. ísraelsmenn hafa haldið áfram að vera „Herrenvolk“ í Palestínu. ísraelsstjóm hefur hert kröfur um, að lögreglumenn og hermenn hennar beiti pyndingum gegn handteknum Palestínumönnum, svo sem Amnesty Internatonal hefur upplýst. ísraelsstjórn heldur áfram margvíslegri iðju, er alþjóðlega flokkast sem glæpir gegn mannkyni. Baráttan við Palestínumenn hefur smám saman verið að krumpa ísraela og breyta þeim í hryðjuverkaþjóð með hryðjuverkastjóm. Þetta hefur gerzt í skjóh Bandaríkj- anna, sem hafa fjármagnað ísrael og verndað ríkið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra. Ástandið hefur versnað síðan Chnton varð forseti Bandaríkjanna. Hann er eins og tuska í höndum ísraels- stjómar. Þetta hefur aukið áræði hennar og komið í veg fyrir, að hún sýndi nægan sveigjanleika gagnvart lepp- stjóm Arafats, svo að hún nyti fylgis Palestínumanna. Hrokinn og hefnigimin hefna sín með þeim hætti, að friðarsamningur ísraels og Palestínu verður marklítih. Raunverulegur friður næst ekki á svæðinu nema tekið sér eitthvert thht th óska og vona Palestínumanna, sem lengi hafa verið kúgaðir af ísrael og Arafat. Friður milh ísraelsstjómar og Husseins Jórdaníukon- ungs breytir heldur ekki miklu, af því að Hussein er jafn veikur og Arafat. Hann gerði sömu mistök og Arafat, þegar hann studdi Saddam Hussein íraksforseta í Persa- flóastríðinu og er enn að súpa seyðið af þvi. Arafat og Hussein em fúsir th að skrifa undir hitt og þetta, af því að þeir em að reyna að vinna sig aftur í áht á Vesturlöndum. Arafat er auk þess að reyna ná persónu- legum völdum á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna á kostnað keppinauta sinna meðal landa sinna. Vegna ahs þess komast Hamas og aðrir róttækir hóp- ar að hjörtum Palestínumanna og em að verða hinir raunveruleg umboðsmenn drauma þeirra um eigið ríki. Jónas Kristjánsson Fyrir nokkru birtist niöurstaöa skoðanakönnunar sem sýndi aö 80% þjóðarinnar vilja heldur að útgjöld hins opinbera séu minnkuð en að skattar séu hækkaðir. Það eru svo sem engin ný sannindi að fólk tali svona og sjálfsagt höfðu margir spáð þessu. Það er nefnilega æði langt síðan menn tóku að býsn- ast yfir vexti ríkisútgjalda, út- þenslu „kerfisins" sem kallað er. „Kerflð“ hefur þó bólgnað og þrútnað án afláts í marga áratugi, stundum meira, en stundum minna. Orsakir kerfisbólgu Ástæður fyrir bólgu kerfisins eru margar: Þjónustugeirinn vex hrað- ast af öllum atvinnugreinum. Sí- fellt flóknara stjórnsýslukerfi. Vaxandi fjöldi menntamanna. Auknar kröfur um alls konar þjón- ustu. „... ekki mikil dómgreind að heimta skattlagningu sparifjár en krefjast svo vaxtalækkunar i bankakerfinu á sama tíma,“ segir m.a. i greininni. Samdráttur í ríkisútgjöldum Samsteypustjómir og tíð stjórn- arskipti. Hefð er fyrir því að ungir hægri- menn agnúist út í vöxt ríkisum- svifa meðan eldri vinstrimenn telja það af hinu góða. Þar er þó ekki allt sem sýnist. Vinstrimenn virð- ast ekkert viljugri til að borga háa skatta til að standa undir vaxandi kerfi og til em líka hægrimenn sem eru hvað háværastir í kröfum sín- um á kerfið. í orði kveðnu þykjast allir hafa áhyggjur af skuldum rík- issjóðs sem velta muni yfir á af- komenduma. En þegar spara á ein- hvers staðar þá segja allir í einum kór: Ekki benda á mig. Tvískinnungurinn sem birtist í kjarasamningum er grátbroslegur. Állir aðilar hins fijálsa vinnu- markaðar sameinast um það að krefja ríkið um útgjöld í sambandi við kjarasamninga. í öðra orðinu æpa svo atvinnurekendur: Niður með ríkisútgjöld og skatta. Tals- menn launþega segja hins vegar: Hækkum skattleysismörk og lækk- um þannig tekjur ríkissjóðs. Þetta á hvort tveggja að gerast um leiö og útgjöld ríkisins skulu aukast vegna kjarasamninganna. Það er með ólíkindum að þessir menn þykist hafa áhyggjur af skulda- byrði barna sinna og bamabama. Skattheimta og skattsvik Alltaf er til nóg af spekingum sem í alls konar „þjóðarsálum" benda á hitt og þetta sem þeirra vegna megi spara. Það lýsir ekki mikilli dóm- greind að heimta skattlagningu sparifiár en krefiast svo vaxta- lækkunar í bankakerfinu á sama tíma. Ósköp er það líka hlálegt að fár- ast yfir fiölda ríkisstarfsmanna, KjaUarinn . Björn Dagbjartsson framkvæmdastjóri launum þeirra og ferðakostnaði og gera svo kröfur um að allt sé sett í fullan gang og það með hraði til að undirbúa inngöngu í Evrópu- sambandið. Eða þegar starfsmenn ríkisins eru sjálfir að heimta skattalækkanir á sama tíma og þeir krefiast hærri launa og fiölgunar samstarfsmanna. Hátekjuskattur er vinsælt slag- orð. Hjón sem hafa 250-300 þús. kr. tekjur á mánuði, þ.á m. ungt fólk sem vinnur eins og skepnur fyrir eigin húsnæði, munu greiða há- tekjuskattinn og sjómenn sem meira að segja þiggja sjómannaaf- slátt af sköttum nú. Samt sem áður halda pólitíkusar landsmála og launþegasamtaka áfram að glamra um breyttan og bættan hátekju- skatt. Og svo eru það skattsvikin, þjóð- aríþróttin, sem mönnum verður tíðrætt um. Hversu margir skyldu þeir íslendingar vera sem aldrei hafa „gleymt" að telja fram þeginn eða veittan greiða fyrir smáborgun, húsa- eða bílaviðgerðir, vinnu- eða vöruskipti, ýmis lítilfiörleg hlunn- indi eða fríðindi? Hvernig yrði mönnum við ef þeir fengju ströng- ustu viðurlög við slíkri gleymsku? Tvíþrepa virðisaukaskattur lækkar matarkostnað heimilanna, en mikið skelfing hlýtur að vera erfitt að koma í veg fyrir „mistök" í merkingum og skilagreinum. Hert skattaeftirlit er gott og blessað, en halda menn að tugir milljarða, sem verkalýðspólitikusar og aðrir lýðskrumarar hafa búið sér til hjá skattsvikurum, komi í kassann um leið og nokkrir nýir eftirlitsmenn fara af stað? Björn Dagbjartsson „Tviskinnungurinn sem birtist í kjara- samningum er grátbroslegur. Allir aö- ilar hins frjálsa vinnumarkaðar sam- einast um það að krefja ríkið um út- gjöld 1 sambandi við kjarasamninga.“ Skoðanir annarra Umfang og heildarsýn „ísland er afar óhentugt í laginu fyrir þjóðina sem þaö byggir.... Við áætlanagerð af flestu tagi er reikn- að út frá þeirri forsendu að hér búi einhverjar millj- ónir manna þótt Hagstofan telji að landsmenn séu ekki fleiri en 265 þúsund. ... Þar sem íslendingar gera sér aldrei grein fyrir hve fáir þeir eru er varla von til aö þeir hafi nokkra heildarsýn yfir umfang landsins sem þeir þrjóskast við að byggja.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 19. nóv. Kostnaðarsöm dönskukennsla „Dýr er dönskukennslan sjálf, en innrætingin sem henni fylgir er e.t.v. öllu kostnaðarsamari. Þessi angurværð okkar hefur t.d. haldið Danmörku í efstu sætum yfir viðskiptalönd íslands ár eftir ár, nema hvað þau viðskipti era mest á annan veginn. Það eru ótrúlegustu hlutir sem fluttir era inn frá Danmörku, af gömlum vana, m.a.s. varahlutir í ameríska bfla. Líklega hafa danskir kaupmenn hagnast meir á ís- landsversluninni lýðveldisárin 50 en á nokkru öðru tímabili í sögunni. Það er því ekki aö undra að þeir vilji kosta nokkra til að viðhalda dönskukennslu hér.“ > Þórður Örn Sigurðsson framkvstj. í Mbl. 20. nóv. Þarfasta verk Guðmundar Árna „Með réttu má segja að með afsögn sinni hafi Guð- mundur Árni unnið eitt þarfasta verk sitt í stjórn- málum hérlendis fyrr og síðar því þar hefur hann skapað fordæmi sem hægt er að styðjast við í framtíð- inni. Ráðherrar munu hér eftir hugsa sig tvisvar um áður en þeir lenda í sömu gryfiu og Guðmundur Ámi og það hefur væntanlega þær afleiðingar að sá hluti stómsýslunnar sem hefur veriö fastur í fari klikn og kunningsskapar flyst úr því fari og inn á eðlilegribrautir." Friðrik Indriðason í Fjarðarpóstinum 17. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.