Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
15
Viðbúnaður við
mengunaróhöppum
Hinn 19. október síöastliöinn
skrifaði Kristín Halidórsdóttir
nokkra ádrepu í blaðið varðandi
viðbrögð við óhappinu þegar kúb-
anska flutningaskipið Carvik tók
niðri við Valhúsabauju undan
Álftanesi. Af greininni má ráða að
mikilvægt sé að upplýsa almenning
með hvaða hætti brugðist er við
mengunaróhöppum hér á landi.
Þessi grundvaÚaratriði verða að
hggja ljós fyrir áður en hægt er að
svara gagnrýni Kristínar nánar og
verður þaö gert síðar.
Viðbrögð við mengunar-
óhöppum
Samkvæmt gildandi lögum eiga
hafnaryfirvöld að bregðast við
mengunaróhöppum sem verða inn-
an hafnarsvæða en Siglingamála-
stofnun, í samráði við Landhelgis-
gæslu og Hafnamálastofnun, utan
KjáUaiinn
Davíð Egilson
deildarstjóri Mengunardeildar
Siglingamálastofnunar
„Samkvæmt gildandi lögum eiga hafn-
aryfirvöld aö bregöast viö mengunar-
óhöppum sem verða innan hafnar-
svæða en Siglingamálastofnun, í sam-
ráði við Landhelgisgæslu og Hafna-
málastofnun, utan hafnarsvæða.“
hafnarsvæða. Meginhugmyndin að
baki þessari skiptingu er að
ábyrgðin á viðbrögðum sé eins
nærri vettvangi og nokkur kostur
er. Það ber að hafa í huga að fyrstu
viðbrögð skipta yfirleitt mestu máh
við að hefta útbreiðslu oUumeng-
unar í sjó og minnka áhrif af völd-
um mengunar. Hafi hafnirnar tU
þess búnað og þekkingu er því virk-
asta leiðin til árangurs að þær sjálf-
ar bregðist við minni háttar óhöpp-
um.
Það hefur alloft verið nefnt að
þegar Ueiri en einn aðUi bera
ábyrgð á ákvörðunum bjóði það
heim hættunni á ágreiningi um
ábyrgðarskiptingu. Undirritaður
getur að sumu leyti falUst á þá
gagnrýni.
Uppbygging
búnaðar í höfnum
Til skamms tíma var nánast eng-
inn búnaður tU í höfnum landsins
nema á höfuðborgarsvæðinu. Aug-
ljóst er að meðan búnaður var ein-
göngu staðsettur þar hlaut að vera
mikUl kostnaður samfara því að
flytja hann langa vegalengd að
mengunarstað. Þetta leiddi tU þess
að mun minna var reynt að bregð-
Mengunarvamabúnaður
á íslandi
SVÆÐI 2
'
SVÆÐI 3
><}
PatféksfjöröúU'
ÓlafsvíK
m:
0 ' *
, Sauöárkrókur
T
Akureyrl
ÐI4
Seyöisfjöröu
' ReyðarfjörðurB J
U ét C . ■ ' ■ r c -
} ' / ' •' v'
SVÆÐI
Vestmannaeyjar
Svæbishöfn
Höfubstööv
fyrlr landlð
Búní'
SiasaU
j—j Búnaður varnar
Mengunarvarnabúnaður á íslandi.
ast við ohumengun sjávar en æski-
legt var.
Fyrir tUstiUi umhverfisráðuneyt-
isins fengust fjárveitingar árin 1992
og 1993 til að koma upp mengunar-
búnaði í helstu höfnum landsins
og er því verki nú lokið. Sá kostur
var vaUnn að koma meginbúnaði
upp í stærstu höfn í hverjum lands-
hluta og minni búnaði í hafnir þar
sem rík ástæöa væri tU vegna legu
eða umferðar. Þar sem búnaður er
kominn í hvern landshluta hefur
verið stofnað sérstakt svæðisráð
meðal hafnanna sem hefur yfirum-
sjón með rekstri búnaðarins (sjá
mynd).
Tilkoma þeirra dregur úr aug-
ljósri hættu á óskýrri verkaskipt-
ingu mUU ríkis og hafna. Svæðis-
ráðin sjá um að búnaður í hverjum
landshluta sé viðunandi og þau sjá
einnig um að þjálfa mannafla
heima fyrir. Miðað er við að þessi
svæðisráð sjái um óhöpp sem verða
í höfnum. Þegar stærri óhöpp verða
sem fyrirséð er að hafnimar ráða
ekki við, og eins við óhöpp utan
hafnarsvæða, koma sérfræðingar
Sighngamálastofnunar til og stýra
verkum.
Kunnátta til að bregðast viö í
fyrstu er þar af leiðandi til staðar
heima fyrir, og það sem skiptir
ekki síður máli; þjálfun tU að meta
aðstæður er þar einnig fyrir hendi.
Lokið er gerð viðbragðsáætlana
fyrir Norðurland sem unnar hafa
verið af Siglingmálastofnun og
svæðisráði Norðurlands. Ætla má
að þegar þeim verður lokið sé við-
búnaður til að mæta mengunar-
óhöppum orðinn sænúlega viðun-
andi í ljósi þeirrar áhættu sem staf-
ar af sigUngu stórra skipa með
hættulegan vaming.
Davíð Egilson
Verð á matvörum
Verkalýðshreyfmgin vinnur að
því þessar vikurnar að undirbúa
kröfugerð sína fyrir næstu kjara-
samninga. Morgunblaðið hefur eft-
ir einum verkalýösforingjanum,
HrafnkatU A. Jónssyni, þann 6.
nóvember sl. að nú sé komið að því
að krefjast þess að verð á landbún-
aðarafurðum lækki. Þess vegna
beri að leyfa innflutning landbún-
aðarvara og tryggja þannig hag
neytenda á kostnað 3000-5000 fram-
leiðenda - eða svo stendur í grein-
inni.
Ekki skal gert Utið úr þeim vanda
sem verkalýðshreyfingin stendur
frammi fyrir nú þegar semja skal
um kaup og kjör fjölmargra lág-
launastétta og vissulega hcifa áður
heyrst raddir sem vilja fóma
bændum. Hins vegar er óvenjulegt
að heyra slíkt frá manni sem ætti
að þekkja vel til atvinnumála á
landsbyggðinni.
Verðlækkun
Samdrátturinn sem orðinn er í
landbúnaði hefur haft víðtækar af-
leiðingar, ekki aðeins í sveitum,
heldur einnig á þéttbýhsstöðunum
hringinn í kringum landið og þar
á enn eftir að þrengja að.
Fyrir Uggur að innflutningur
landbúnaðarvara mun aukast á
kerfisbundinn hátt þegar nýi Gatt-
samningurinn tekur gUdi, líklega
um mitt næsta ár. í þeim samningi
KjaUaiinn
Sigurður Þráinsson
garðyrkjubóndi
era ákvæði um stiglækkandi toUa-
ígUdi sem færa munu verðlag í átt
tíl heimsmarkaösverðs.
Það er eðlUegt að lágtekjufólk og
umbjóðendur þess beini sjónum
sínum að matvælaverði, ekki síst
þegar harðnar á dalnum. En sann-
gimi er þörf. Það ætti t.d. ekki að
hafa farið fram hjá neinum hve
hörð samkeppnin á kjötmarkaðn-
um hefur verið undanfarin ár og
sama gUdir vissulega um græn-
meti, kartöflur og margar Ueiri ís-
lenskar afurðir.
Besti mælikvarðinn
Að flestra dómi er framfærslu-
vísitalan skásti kvarðinn ef mæla
skal áhrif einstakra vöruflokka á
afkomu heimUanna. Sé máhð skoð-
að með þeim hætti kemur í ljós að
matvörur hafa lækkað um helming
á 30 ára bih og ef Utið er á árin
1988-94 þá sést að fatnaður, skór,
rafmagn, hiti, húsgögn, heimUis-
búnaður, rekstur bifreiðar o.s.frv.
vega stöðugt meira í framfærslunni
miðað við matvörurnar.
Raunar hafa sumar matvörur
hækkað talsvert en landbúnaðar-
vörumar vega það upp og meira
tíl. Hlutur matvæla sem % í fram-
færslu er svipaður ef vestræn lönd
em borin saman. Nokkur dæmi
tekin frá Eurostat (tölfræðiupplýs-
ingar frá Evrópusambandinu) sýna
að í Belgíu vega matvörur 16,5% í
framfærslunni, í Lúxemborg 18,4%
og í Bandaríkjunum 15,1%. Sam-
bærUeg tala hjá okkur er sam-
kvæmt Hagstofu íslands 16,1%.
Framtíðin
Staða landbúnaðarins er óljós um
þessar mundir. Sumar greinar
standa sæmUega, aðrar mjög veikt.
Ekkert liggur fyrir um það hvort
eða hvemig bændum tekst að
standast aukna samkeppni. Þar
ræður miklu hvort óeðlUegir við-
skiptahættir verða brotnir niður í
heimsversluninni, hvernig verð-
jöfnunarheimUdir í Gatt verða
nýttar og sitthvað endurskoðað í
verðmyndun og viðskiptum með
landbúnaðarvörur hér heima.
Aðalatriðið er þó að íslendingar
standi vörð um sínar undirstöðuat-
vinnugreinar og nýti þá möguleika
til framfara sem þar em ótvírætt
til staðar.
í því felst framtíðin fyrir okkur
öU.
Sigurður Þráinsson
„Fyrir liggur aö innflutningur land-
búnaðarvara mun aukast á kerfisbund-
inn hátt þegar nýi GATT-samningur-
inn tekur gildi, líklega um mitt næsta
A-v 66
Kvóti nauðsyn-
„Ohefl sókn
myndi fljót-
lega leiöa tU
þess að afli á
togtima
minnkaði og
veíðarnar
yrðu þá óarð-
bærar. Með
því að stjórna
veiðunum ;
gerum við
veiðamar arðbærar og höldun
uppi góðum afla á togtima. Kvóti
á þessar veiðar er nauösynlegur
vegna þess að takmarkalaus sókn
myndi enda með ósköpum. Af-
kastageta flotans er orðin svo
mikU og tæknibúnaðurinn svo
fullkominn aö fyrr eða síðar
myndi það leiða af sér hrun. Ef
við væmm með sama skipastól
og var hér fyrir tuttugu árum þá
þyrfti engar aflatakmarkanir á
rækju. Þegar þessu nýju öflugu
stóm skip, samanber nýja Guð-
björgin, em komin á þessar veiö-
ar þá þolir enginn stofn það álag
sem því fylgir. Varðandi það
hvemig Norömenn haga sér við
þessar veiðar þá er ástæða til að
benda á það að aðstæður í Bar-
entshafmu eru að mörgu leyti
óUkar því sem hér gerist. Þar eru
meiii sveiflur í bæði þorski og
öðrum dýrum sem lifa á rækju. í
okkar ráðgjöf tökum við tUlit tU
þess hver fæðuþörf þorsksins er,
eigi síður eru rækjuveiöarnar
verulegur hluti þess sem tekiö er
úr stofninum. Við verðum auðvit-
að að gæta þess að nýta stofhinn
á þann hátt að þess verði gætt að
rækjan verði eðlUegur hluti í
vistkerfmu, og þá m.a. lUutí af
fæðu þorsksins."
Grundvallar-
spurning
„Gmndvall-
arspummgin
i þessu máli
er sú hvort
yfirleitt þarf
að vera heild-
arkvóti á
rækjuveiöar.
í Noregi, þar
sem starfa
fiskifræðing- Halldor Jónsson utflerfl-
ar sem era ars*i°ri.
menntaðir á svipaðan hátt og
okkar fiskifræðingar, er ekki tal-
in þörf á nemum kvóta á þessar
veiðar heldur er veiðura ein-
göngu stjómað með skyndUokun-
rnn ef seiðagengd er of mikU.
Ástæðan er sú aö veiðamar eru
það lítUl hluti af heUdardánartölu
rækjustofnsins. Ekki hafa fengist
viðhlítandi svör við því hvers
vegna íslendingar þurfa að haga
sér ööruvísi við veiðarnar en
Norömenn. Það er eftirtektarvert
að það skuli þurfa að pina stjórn-
völd tíl þess aö láta endurreikna
stöðu þess fiskistofns sem hvað
mestan arð géfur af sér við
vinnslu. Ef ekki hefði komið til
þrýstingur frá hagsmunaaðUum
þá erulitlar líkur tU þess að kvót-
inn hefði verið aukinn og íslenskt
þjöðárbu þvi tapað nokkrum
mUIjörðum króna. Skyldi ástand-
ið vera svipað varðandi aðra
fiskistofna? Dapurlegasta stað-
reyndin í þessu máli er sú að
stjómun veiða viö ísland miðast
ekki við það að hánmrka afrakst-
ur einstakra fisldstofna, heldur
hitt að gæta eingöngu hagsmuna
þeirra sem fengið liafa yfirráð
yfir kvótanum. Hvað skyldu
landsmeim sætta sig við það
lengi?“