Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Side 18
18 íþróttir NorðmaðurtilStoke Gisli Gudmundsson, DV, Engtondi: Stoke City hefur boöiö norska fraraherjanum Trond Egil Soltvedt frá SK Brann aö koma til liðsins. Hann hefur sex vikur til aö sýna hvað í honum hýr. Þorvaldur Örlygsson lék með Stoke í 3-0 sigri liðsins á Grimsby í ensku 1. deildinni á laugardag. Unitedívandræðum Manchester United, sem leikur gegn Gautaborg í Evrópukeppn- inni nk. miðvikudag, á i miklum erfiðleikum vegna meiðsla leik- manna. Peter Schmeichel mark- vörður, semmeiddist um helgina, bættist í hóp þeírra Pauls Par- kers, Lees Sharps, Ryans Giggs, Roys Keanes og Garys Walsh, varamarkmanns liðsins. United verður að vinna leikinn ef liðið á að eiga möguleika á að komast áfram. Sheringhamkyrr Orðrómur um að enski lands- iiðsmaðurinn Teddy Shering- ham, leíkmaður Tottenham, sé á förum til Manchester United er ekki á rökum reistur. Gary Francis, stjóri Tottenham, segir að ef hann fái einhverju ráðið sé Sheringham ekki á förum og veröi um kyrrt. Francis hefur hins vegar sagt að hann fái enga peninga til að kaupa nýja leik- menn nema hann selji einhverja fyrst. Wolvesaðkaupa Graham Taylor, framkvæmda- stjóri Wolves, hefur boðið .600 þúsund pund i Ron Jonsen, 24 ára leikmann norska Uðsins Lyn og landsliösins. Wolves hefur einnig keypt Paul Stewart frá Liveriiool fyrir eina milljón punda en hann hefur verið í iáni hjá féiaginu í þijá mánuöi. -■ ■" ” ' / ' Það mátti reyna Forráðamenn verðbankans Wilham Hill greindu frá því að einn maður hefði veðjaö fimm pundum á aö Bruce Grobbelaar, markvörður Southampton, skor- aði sjálfsmark í leik liðsins gegn Arsenal á laugardaginn, Hefði spá mannsins gengið eftir væri hann nú 1.250 pundum ríkari. Swindon rekur stjóra Enn einn framkvæmdastjórinn í ensku knattspyrnunni hefur nú fengið reisupassann. John Gor- man, stjóra Swindon, var vikið frá störfum í gær. Hann tók viö liðinu i júni 1993 og stjórnaði þvi í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni i fyrra. Þar hafnaöi Swindon í neðsta sæti. Á þessari leiktíð hef- ur liðinu gengið brösuglega og er sem stendur í 15. sæti eftir 3-2 tap gegn Bristol City, einu af botnlið- unum, um helgina. 9 9*17*00 Verö aöeins 39,90 mín. í±\ Fótbolti 2 j Handbolti [3| Körfubolti 4 j Enski boltinn : 5 j ítalski boltinn 6 j Þýski boltinn 7 j Önnur úrslit [8 1 NBA-deildin ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 Landsliðið í handknattleik: Rúmenar koma ekki - líkur á að Slóvakar leiki hér milli jóla og nýárs „Rúmenar hafa sent okkur þau skilaboð að þeir treysti sér ekki til að koma til íslands og leíka gegn okkur á milli jóla og nýárs. Við höf- um sett okkur í samband við Slóvaka og erum bjartsýnir á að þeir komi í staðinn," sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landshðsþjálfari í hand- knattleik, í samtali við DV í gær- kvöldi. Næsta undirbúningstímabil lands- liðsins hefst þann 17. desember og stendur óslitið til 9. janúar. Væntan- lega verður leikið tvívegis gegn Sló- vökum á fyrrgreindum tima. Strax um áramótin heldur landsliðið út til Svíþjóðar á Norðurlandamótið en það fer fram dagana 2.M. janúar. Fljótlega eftir heimkomu liðsins taka við tveir leikir hér á landi gegn Þjóð- verjum, 7. og 8. janúar. Leikið heima og heiman í Evrópukeppninni? Handknattleikssamband íslands fór þess á leit á dögunum við Rússa, Rúmena og Pólverja að þjóðirnar lékju báða leikina gegn íslendingum hér á landi. Svör hafa borist þar sem þessum óskum íslendinga er hafnað og eins og staðan er í dag bendir aht til þess að íslendingar leiki heima og heiman gegn þessum þjóðum næsta haust í Evrópukeppni landshða. Fjarri góðu gamni Ljóst er að íslendingar geta ekki teflt fram sínu sterkasta hði í landsleikj- unum milli jóla og nýárs og eins á Norðurlandamótinu og gegn Þjóð- verjum. Héðinn Ghsson var skorinn upp í gærkvöldi vegna meiðsla á fæti. Þýskir sérfræðingar töldu að Héðinn væri meiddur á hásin en hér heima kom í ljós að beinvöxtur í hæl hefur haft áhrif á hásin Héðins og verður hann frá næstu vikurnar. Þá verða þeir Júhus Jónasson, Ólafur Stefáns- son og Einar Gunnar Sigurðsson ekki með vegna meiðsla. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og í raun eru meiðsh þessara leikmanna mjög alvarlegt mál fyrir okkur og okkar undirbúning," sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson i gærkvöldi. Einar Gunnar eru -segirE „Það er komið í ljós að liðþófi í hnénu er rifinn og ég fer í uppskurð næsta mánudag. Ég veit ekki hve lengi ég verð frá æfmgum og keppni en það verða örugglega einhverjar vikur,“ sagði Einar Gunnar Sigurðsson, leikmaður Selfoss og landshðsmaður í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi. Óheppni Selfyssinga og Einars Gunn- ars virðist engan enda ætla að taka. Liö- ið hefur misst mjög marga leikmenn undanfarnar vikur vegna meiðsla og Einar Gunnar er ekki sáttur við lífið þessa dagana: „Ég er orðinn mjög þreytt- ur á þessum endalausu meiðslum og skil reyndar ekkert í þessu. Þessi síðustu meiðsli voru kannski sérstaklega svekkjandi vegna þess að þetta var góða hnéð,“ sagði Einar Gunnar, en hann meiddist í síðasta leik Selfyssinga gegn KR og lék aðeins með í 3 mínútur. „Enginn sáttur við að verma bekkinn“ Einar Gunnar hefur ekki frekar en aörir lykilmenn Selfossliðsins farið varhluta af óvenjulegum innáskiptingum þjálfara Selfossliösins. Þjálfarinn hefur látið Ein- Kristján Helgason tryggði sér sigur í sínum riðli á HM i Jóhannesarborg í gærkvöldi. HM áhugamanna 1 snóker: Kristján líka í úrslitin Kristján Helgason tryggði sér í gær sigur í sínum riðli á heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker sem nú stend- ur yfir í Suður-Afríku. Kristján vann auðveldan sigur á Mohammed frá Pakistan, 4-0, og lauk því keppni í riðlin- um með 8 sigra og eitt tap. Heimsmeistarinn undir 21-árs, Quinterhann frá Ástralíu, varð jafn Kristjáni en með lak- ari útkomu. Jóhannes R. Jóhannesson, sem þegar hafði unnið sinn riðil, lagði Ho Hon Kee frá Hong Kong í lokaleiknum í gær, 4-0, og vann því alla 7 leikina í riðlinum. Kristján og Jóhannes eru fyrstu íslendingarnir sem komast í 16-manna úrslit á heimsmeistaramótinu en ís- lenskir snókermenn hafa tekið þátt í því undanfarin átta ár. Ágúst f ór til Brann í gær Ágúst Gylfason, knattspyrnumað- ur úr Val, hélt í gærmorgun til Nor- egs en hann er þar að líta á aðstæður hjá úrvalsdeildarliðinu Brann. Hann mun æfa með liðinu og ræða við for- ráðamenn félagsins og kemur aftur til íslands á fimmtudaginn. Það var Bjarni Sigurðsson, fyrrum markvörður Vals og landsliðsins, sem benti forráðamönnum Brann á Ágúst en Bjarni lék í marki norska liðsins á síðasta keppnistímabili. Stjórnarmenn hjá Val, sem DV ræddi við í gær, sögðu að forráða- menn Brann hefðu verið áhugasamir um að ræða við Ágúst og hefðu boðið honum út en að allt væri á byrjunar- stigi hvað varðar samningstilboð. Grobbelaar fær að sjá gögnin Breska lögreglan samþykkti í gær að afhenda gögn varðandi meintar mútugreiðslur til knattspymumark- varðarins Bruce Grobbelaar. Hún hafði neitað lögfræðingi Grobbelaars um aðgang að þeim en hann þrýsti mjög á um að fá að sjá þau til að geta undirbúið vörn Grobbelaars og lögreglan gaf eftir þegar hún haíði rætt málið við enska knattspyrnu- sambandið. Grobbelaar þarf að vera búinn aö skila greinargerð um málið fyrir næstu helgi og reiknað er með aö það verði tekiö fyrir hjá knatt- spyrnusambandinu íljótlega eftir mánaðamótin. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Stjarnan jj Valur 2] Jafntefll jj r 9 i FÓLKSINS 99-16-00 Hvernig fer handboltaleikur Stjörnunnar og Vals á miðvikudaginn? Aftelns þelr sem eru í stafræna kerflnu og eru me6 ténvalssíma geta teklð þátt. James Robinson, leikmaður Portland, sendir boltann fram hjá varnarmönnum De- troit, Lindsay Hunter og Mark West, i NBA-leik liðanna í fyrrinótt. Símamynd Reuter 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.