Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 25 Fréttir Réttarhöld heflast á morgun í stóru ofbeldismáli á hendur fimm 15-17 ára piltum: Grímuklæddir með hnífa og tannbrutu með meitli - fimm ognvekjandi og gróf ofbeldismál sem höföu í för meö sér miklar líkamsmeiðingar Tveggja daga réttarhöld hefjast á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fimm 15-17 ára piltar munu svara til saka fyrir ákæru á hendur þeim fyrir samtals fimm gróf ofbeld- isverk fyrr á árinu. Málið er um- fangsmikið og ógnvekjandi fyrir þær sakir að brotin eru gróf og framin af ungum piltum. Tveir af piltunum eru ákærðir fyr- ir að hafa brotist inn í söluturninn Straumnes í Breiðholti í mars og stol- ið þar sígarettum. Þegar þeir forðuðu sér frá innbrotsstaðnum á hlaupum ásamt þriðja piltinum veitti rúmlega þrítugur vegfarandi þeim eftirför. Stöðvaði hann og handsamaði þann síðastnefnda en þá réðust hinir tveir að honum. Þeim er gefið að sök að hafa slegiö hann hnefahögg og spark- að í síðu hans með þeim afleiðingum að maðurinn kinnbeinsbrotnaði, rif- beinsbrotnaði og vinstra nýrað rifn- aði. Einn af framangreindum þremenn- ingum er einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann og brotið fram- handlegg hans í slagsmálum sem áttu sér stað skammt frá mótum Smiðjustígs og Hverfisgötu í apríl. Vegna sömu átaka er fjórði aðilinn, sem þá var 16 ára, ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á 27 ára karl- mann sem var í félagi með þeim sem framhandleggsbrotnaði með því að hafa slegið hann í andlitið með 30 sentímetra löngum meitli með þeim afleiðingum að 13 tennur í honum brotnuðu. Tveir af piltunum sem brutust inn í Straumnes og réðust síðan á vegfar- andann eru einnig ákærðir fyrir grófa ránstilraun að kvöldi 16. sept- ember ásamt fimmta aðilanum í þessu máh. Þeim er gefið að sök að hafa í félagi ruðst grimuklæddir inn í söluturn að Seljabraut 54, tekið í handlegg afgreiðslustúlku, ógnað henni með hnífi, ýtt viö vörugrind þannig að hún féll yfir stúlkuna og síðan leitað peninga. Þeir hurfu á brott um kvöldið án þess að finna fjármuni. Allir framangreindir piltar, að undanskildum þeim sem tannbraut mann með meitíinum, eru auk þessa ákærðir fyrir rán og einn þeirra fyr- ir að hafa ógnað 18 ára afgreiöslu- stúlku með hnífi í Nóatúni í Kleifar- seh fjórum dögum eftir árásina á Seljabraut samkvæmt fyrirfram- gerðri áætlun. Á staðnum var einnig piltur við afgreiðslu með stúlkunni. Einn af piltunum greip í stúlkuna og skipaði henni að opna afgreiöslu- kassa á meðan annar ógnaði með hnífi. Piltunum tókst að ræna 113 þúsund krónum en mest af þeim íjár- munum komst til skila. Sverrir Einarsson, héraðsdómari í Reykjavík, mun dæma í máli fimm- menninganna. Ólafsflörður: Aka ölvaðir þegar lögregluvakt lýkur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfum það á tilfinningunni að það sé fylgst með því hvenær við hættum störfum þegar við erum á næturvöktum um helgar og grunur okkar er sá að þá fari menn af stað og aki ölvaðir. Það er a.m.k. hálfein- kennilegt að í þeim tilfellum þegar við höfum verið kallaðir út eftir að vaktinni er lokið skulum við vera að tína upp ölvaða ökumenn," segir Jón Konráðsson, yfirlögregluþjónn á Ól- afsfiröi. Svo virðist sem ölvaðir menn á Ólafsfirði, sem hyggjast aka bílum sínum, bíði með það þangað til lög- reglumenn eru farnir heiin að vakt- inni og segir Jón að grunur um þetta byggist m.a. á því að hringt sé heim til vakthafandi lögreglumanns og þegar hringingunni er svarað sé lagt á. Það sé eins og verið sé að athuga hvort lögreglumaðurinn sé ekki ör- ugglega heima og óhætt sé að fara af stað. Jón segir þetta einungis vera grun en hann segir það furðulegt að þegar lögreglan sé á vakt og ástand ökumanna sé kannað virðist aht vera í lagi en ef lögreglan þurfi að fara í útkall eftir að vakt lýkur rekist hún á ölvaða.menn í umferðinni. Á undanfórnum árum hefur yfir- vinnukvóti hjá lögreglunni á. Ólafs- firði verið skorinn niður um þriöjung eins og víða annars staðar og því ekki hægt aö hafa menn á vakt og á aukavöktum lengur en raun ber vitni, eða þar til opinberu samkomu- haldi lýkur um helgar. Lögreglu- menn á Ólafsfirði og Dalvík, sem hafa mikla samvinnu sín á milh, hafa rætt hvað hægt sé aö gera til að ráða bót á þessu ástandi sem m.a. lýsir sér í stórhættulegum ölvuna- rakstri í jarðgöngunum í Ólafsfjarð- armúla sem hvenær sem er getur leitt til stórslyss. Niðurstaðan er hins vegar sú að óhægt sé um vik vegna lítils yfirvinnukvóta og að einungis sé einn maður á vakt eða á bakvakt á hvorum stað hverju sinni. Tekist á um eyðijörð í Jökuldalshreppi: Hreppurinn vill ógildingu á eignar- rétti dánarbúsins Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hreppsnefnd Jökuldalshrepps í N- MúlaSýslu hefur ákveðið að höfða riftunarmál á hendur dánarbúi Ein- ar Eiríkssonar, fyrrum bónda á Laugavöllum, en hreppnum var ekki boðinn forkaupsréttur aö jörðinni þegar Einar féh frá. Jörðin fór í eyði skömmu eftir aldamót en við andlát Einars um 1940 var hún þinglýst eign dánarbúsins. Við afgreiðslu málsins í hreppsnefndinni var þremur af fimm hreppsnefndarmönnum gert að víkja vegna skyldleika eða tengsla við eigendur dánarbúsins. Vilhjálmur Snædal, bóndi á Skjöld- ólfsstöðum, er einn hreppsnefndar- mannanna þriggja sem gert var að víkja við afgreiðslu málsins og sagði hann í samtali við DV að þremenn- ingarnir hefðu verið taldir vanhæfir að taka þátt í afgreiðslu málsins í hreppsnefndinni. Samkvæmt upp- lýsingum Vilhjálms eru liðnir ára- tugir síðan jörðin var þinglýst eign dánarbúsins og athugasemdir við þinglýsinguna hafa ekki verið gerðar fyrr en nú. Jörðin er ekki talin verðmæt eins og sakir standa en verðmæti hennar er talið verða allnokkurt ákveði stjórnvöld að ráðast í byggingu Kára- hnjúkavirkjunar á Brúaröræfum sem jörðin á land að. Samþykkt hreppsnefndarinnar miðar að því að fá þinglýsingu eignaraðildar dánar- búsins ógilda og mun hreppurinn í framhaldi af því hugsanlega ætla að nýta sér forkaupsrétt að jörðinni sem hann er talinn hafa haft rétt á á sín- um tíma. Unnið við grjótvörn hafnarinnar á Hofsósi. DV-mynd Örn Hafnarframkvæmdir á Hofsósi: Grjótvörnin styrkt og fjárhagsáætlun stóðst Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: í haust og vetur hefur verið unnið við lagfæringar á grjótvöm hafnar- innar á Hofsósi. Varnargarðar um- hverfis höfnina voru styrktir og end- urbættir og í þá ekið 5000 tonnum af gijóti og öðru fyllingarefni. Segja má að þarna hafi bæði verið um end- urbætur og lokafrágang að ræða. Ekki var lokið við varnargarðana þegar síðast var unnið við þá og því hefur hafrót náð að skola nokkru efni úr þeim. Að sögn Jóns Guömundssonar, sveitarstjóra Hofshrepps, tókst verk- ið vel og var haldið innan íjárhags- áætlunar sem var 9 millj. króna. Hofshreppur greiðsir 10% en ríkis- sjóður og hafnabótasjóður afgang- inn. Aðalverktaki var Rögnvaldur Árnason á Sauðárkróki og efniö að mestu sótt upp í Hjaltadal. Jón sveitarstjóri segir þessa fram- kvæmd bæta höfnina verulega. Hún sé þó enn opin fyrir suðvestanátt. Til að bæta úr því þarf frekari fram- kvæmdir en þær eru ekki komnar enn á fjárhagsáætlun þess opinbera. Hagvagnar: Skulda leigu fyrir vagnana Samningar vegna kaupa Hag- vagna hf. á tíu vögnum úr eigu SVK og síðar Hagvirkis-Kletts eru á lokastigi og er hugsanlegt að þeir verði undirritaðir í lok vikunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi kreíjast þess að fá 19 milljónir króna greiddar með vaxtalausu verðbréfi eða skuldabréfi með vöxtum fyrir vagnana en það er sama upphæð og Hagvirki-Klettur átti eftir að greiða þegar fyrirtækið varð gjald- þrota í haust. „Ég á ekki von á því að bærinn tapi neinum peningum því að full- trúar Kópavogsbæjar og Hagvagna eru að ræða saman. Þegar strætis- vagnamir vom boðnir út á sínum tíma var Hagvirki-Klettur lægst- bjóðandi. Að kröfu Almennings- vagna var fyrirtækið Hagvagnar stofnað. Við kröfðumst þess að nýja fyrirtækiö keypti vagnana en Hag- virki-KÍettur vildi fá aö vinna upp í kaupverðið og þess vegna létum við undan,“ segir Gunnar I. Birgis- son, formaður bæjarráðs í Kópa- vogi. Samkvæmt heimildum DV skulda Hagvagnar þrotabúi Hag- virkis-Kletts um fimm milljónir króna í leigu fyrir vagnana. Það jafngildir því að Hagvagnar hafi ekki greidd Hagvirki-Kletti neina leigu á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.