Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Síða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
Menning
Fróðlegar frásagnir
sex „eldrí borgara“
Úrslit í prófkosningum stjómmálaflokkanna vekja
upp þá spurningu hvort viö íslendingar berum minni
virðingu fyrir lífsreynslu hinna eldri borgara en við-
ast hvar erlendis. Illt væri ef rétt reyndist. En sé það
svo er mikilvægi bóka sem þessarar enn meira en ella
því að hér er það lífsreynt fólk sem talar og hefur af
miklu að miðla okkur sem yngri erum.
Þetta er þriðja bók Þóris S. Guðbergssonar á jafn-
mörgum árum. Allar bera þær titilinn Lífsgleði og
hafa að geyma viðtöl og frásagnir nokkurra eldri borg-
ara þessa lands. Ég hef lesið þær allar mér til mikillar
ánægju. Að þessu sinni eru það þrír karlar og þrjár
konur sem segja frá.
Áslaug María Friðriksdóttir, móðir Friðriks Sophus-
sonar fjármálaráðherra, segir skemmtilega frá æsku
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
sinni og uppeldi en lengst af starfaði hún að skólamál-
um. Það er því eðlilegt að frásögn hennar snúist tals-
vert um þau mál. Skólastarf hennar átti upphaflega
aðeins að verða fjórir mánuðir en varð 40 ár. í mikil-
vægu starfi hennar á þeim vettvangi gætir mjög krist-
inna áhrifa og áhrifa úr skátahreyfingunni.
Ásta Erlingsdóttir á þeirrar lifsreynslu að minnast
að hafa séð heimili sitt brenna til kaldra kola. Nýbúin
að missa mann sinn stóð hún ein á götunni með þrjú
börn á skólaaldri. Hún flytur þann boðskap að ham-
ingjan sé í því fólgin að hjálpa öðrum.
Saga Guðmundu Elíasdóttur hefur áður verið skráð
ítarlega og bera laustengd minningabrot hennar hér
þess nokkur merki. Hún segir að fari hún ekki í kirkju
flnnist henni að hana vanti förunaut sér til trausts og
halds.
Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður, er aðeins sex-
tugur að aidri en er engu að síður hér í hópi hinna
eldri. Lífsstarf hans hefur mjög mótast af því að hann
er einlægur sósíalisti en mjög trúaður um leið. Hvort
tveggja tók hann að arfi í íoðurgarði.
Frásögn Helga Sæmundssonar sker sig nokkuð úr
þar sem hann fjallar ekki um lífsferil sinn heldur póli-
tisk viðhorf sín nú um stundir. Hann segir okkur ís-
lendinga ekki vera ræktunarmenn heldur ófyrirleitnar
veiðiklær og er örugglega mikið til í þeim áfellisdómi.
Loks er hér að finna mjög læsilega frásögn Þóris
Kr. Þórðarsonar prófessors sem varð sjötugur í júní
síðastliðnum og kom þá út afmælisrit honum til heið-
urs sem bar heitið Trú og þjóðfélag. Hér segir hann
líka að allt hans líf haíi snúist um samspil kristindóms-
ins og þjóðlífsins. Frásögn hans hér er bundin við fyrri
hluta ævi hans eða til ársins 1959 er hann kemur heim
frá Chicago eftir að hafa lokið þar doktorsprófi. Er
þessi frásögn Þóris mjög ánægjuleg viðbót við afmælis-
rit hans þar sem einkum var fjallað um starf hans hér
á landi og langvarandi námsdvöl hans erlendis hefur
því verið minna kunn þar til nú. Hann kemur víða
við og skrifar á fjörmikinn hátt. Lokaorð hans eru
eftirtektarverð: „Þá fyrst er grundvöllur til að berjast
gegn illskunni er menn hafa tekið hið illa alvarlega.
Og þá verður það markmið lífsins að efla góðleikann
og réttlætið."
Þórir S. Guðbergsson
Lífsgleði III
Viðtöl og frásagnir
Hörpuútgáfan 1994 (192 bls.)
Gleðin yf ir að skapa
„Að mínu viti er hin sanna heimspeki lífsafstaða, jákvætt og opið hug-
arfar. Að elska er að lifa.“ Þannig kemst heimspekingurinn Gunnar Dal
að orði í læsilegri samstalsbók sinni og Hans Kristjáns Ámasonar.
Eftir Gunnar Dal Uggja 48 bækur á jafnmörgum árum. Það er því ekki
ofmælt að hann hafi mjög leitast við að bæta úr þeirri brýnu þörf „að
koma íslendingum í kynni við þær hugmyndir, sem skapað hafa heims-
menninguna". Við lestur bókarinnar kemur manni óneitanlega fyrst í
hug orðið fjölfræði en heimspeki er betra hugtak sé heimspekin skil-
greind á þann hátt að hún sé „öll skipulögð hugsun sem nær til allra
fræðigreina". Annars skilgreinir Gunnar heimspekina einfaldlega þannig
aö hún sé „ást á þekkingu og skilningi".
Það er skemmst frá því að segja að ég hafði mikla ánægju af lestri þess-
arar bókar. Hún skiptist í hvorki meira né minna en 200 kafla en sumir
þeirra eru raunar aðeins fáeinar línur. Höfundarnir koma afskaplega
víða við. Þannig er íjallað um jafn óskyld efni og óravíddir himingeims-
ins, um hvernig rækta megi upp eyðimerkur jarðarinnar, kenninguna
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
um að íslendingar séu afkomendur þeirrar kynkvíslar Gyðinga sem kennd
er við Benjamín en einnig um sveskjugraut hinnar hagsýnu húsmóður!
Hér er því engan veginn um að ræða endurminningabók af því tagi sem
svo áberandi eru á jólabókamarkaðinum. Á stöku stað er þó að finna
minningabrot úr fjölbreytilegum æviferli Gunnars, svo sem af jarðskjálft-
unum miklu í Svarfaðardai 1934 og af kynnum hans af „skóla þagnarinn-
ar“ á Indlandi. Skrásetjari bókarinnar lætur yflrleitt mjög lítið fyrir sér
fara, en á vissulega sinn þátt í að vel hefur tekist til því framsetningin
er aldrei þurr heldur miklu fremur í stíl við lifandi samtal.
Þá segir Gunnar einnig áht sittá ýmsum mönnum. Jón Baldvin Hannib-
alsson fær mikið hrós frá honum og raunar Ólafur Ragnar Grímsson
einnig og er það væntanlega kærkomin tilbreyting fyrir þessa litríku
stjórnmálamenn okkar. Þá hefur Gunnar mikið álit á Kristmanni Guð-
mundssyni rithöfundi sem „fékk bækur sínar þýddar á 36 tungumál" en
„var lagður í rúst hér á landi". Heimspekingurinn víðfrægi Bertrand
Russell fær hins vegar þann dóm að hann „stjórnaðist undarlega oft af
hvatvísi og ofstæki".
Það leynir sér ekki að Gunnar Dal unir vel því hlutskipti sínu að vera
rithöfundur og heimspekingur, sbr. þessi orð hans: „Sannleikurinn er sá
að ég hef alltaf verið á hæstu skáldalaunum sem þessi heimur getur
greitt, gleðinni yfir að skapa.“
En i hveiju skyldi hamingjan svo vera fólgin að skilningi manns sem
varið hefur starfsævi sinni í að hugsa um margar af dýpstu spurningum
lífsins. „Við skulum öll reyna aö rækta vináttu og hlýhug, í því er ham-
ingja okkar fólgin," hljóðar svar hans við þeirri spurningu. Hann játar
kristna trú og setur fram trúaijátningu sína í formi ljóðs en segir jafn-
framt að aðeins sé til eitt fyrsta flokks ljóð og það sé Faðirvorið.
Það segir sig sjálft að í riti sem þessu er lesandinn ósammála mörgu
en gildi ritsins felst í því að það vekur til umhugsunar um mikilvæg mál
og gerir það á hressandi og áhugaverðan hátt.
Að eiska er að lifa
Hans Kristján Árnason ræðir við Gunnar Dal
HKÁ 1994 (473 bls.)
Heillandi og skemmtileg
Ljóst var af fyrra bindi Sögu Akureyrar, sem út kom
haustið 1990, að höfundur setti markið hátt og hugðist
gera efninu rækileg skil. Með útgáfu annars bindisins
sannar hann það og meira til. Þetta er þegar orðið
stórverk og eru þó tvö bindi eftir „að minnsta kosti“
eftir því sem höfundur segir að í stefni. Annað bindið,
sem ber undirtitilinn Kaupstaðurinn við Polhnn, fjall-
ar um tímabilið frá 1863, þegar tólf Akureyringar kusu
bæjarstjóm í fyrsta sinn, til ársins 1905.
Hér er sögð saga rúmlega fjögurra fyrstu áratuga
Akureyrar sem kaupstaðar en í reyhd miklu stærri
saga. Það víkkar og stækkar þetta verk og gefur því
almennt gildi aö þetta er, ef að er gáð, jafnframt ís-
landssaga; saga svo mikilla þjóölífsbreytinga að bylt-
ingu má kalla. Höfundur hefur greinilega skilning á
þessu tvöfalda hlutverki verksins og metnað og getu
til að rækja það. En Akureyrarsagan líður ekki fyrir
það. Hún verður löng fyrir vikið en langdregin er hún
ekki. Svo er fyrir að þakka frásagnarhæfileika höfund-
ar og leikni í að blanda staðreyndum saman við
skemmtilegan fróðleik og eigin hugleiðingar.
Þessi bók verðskuldar ítarlega umfjöllun og fræði-
lega gagnrýni sem hér er ekki á dagskrá. í örstuttri
blaðaumsögn er vandi á höndum aö gefa hugmynd
um hið mikla efni hennar. Samruni innbæjarins, Ak-
ureyrar, og Oddeyrinnar er e.t.v. kjami sögunnar og
tengist allflestu sem fjallað er um. Varðar þaö versl-
un, útgerð, búskap og upphaf iönaðar svo eitthvað sé
nefnt. Þetta voru miklar breytingar og umdeildar
margar. Er átökum um þær prýðilega lýst. Dæmi þar
um er ákvörðun bæjarstjórnar um aö úthluta Kaupfé-
lagi Eyfirðinga athafnasvæði á Torfunefi þvert á vilja
kaupmanna sem þar vom fyrir, einkum Jakobs V.
Havsteens konsúls sem m.a. fékk ekki framlengdan
lóðarsamning er hann hafði. Má mikið vera ef þar er
ekki að finna upphaf langrar sögu um samspil stjóm-
mála og athafnalífs á Akureyri.
En það sem gerir þessa Akureyrarsögu svo heillandi
og skemmtilega sem raun ber vitni er mannlífið sem
sögumaður lýsir afbragðs vel. Höfðingjar - og þeir
voru margir á Akureyri - stíga ljóslifandi fram á svið-
ið og alþýðumönnum eru ekki síður gerð góð skil.
Frásögnin af Áma wæna, (þannig ritað) dugnaðar-
forki og aflakló, sem hljóp frá eigin hjónavígslu af því
Bókmenntir
Magnús Óskarsson
að selur sást á Pollinum, og alltaf var til viötals um
sálfræði fiskanna, er t.d. hrein perla.
Stórmerkur þáttur þessa rits er hinn mikli fjöldi
mynda sem þar er að finna, bæði nýrra og þó einkum
gamalla. Þær em hvorki fleiri né færri en 338. Þetta
er fjársjóður og ekki spillir hversu vel myndirnar eru
skýrðar. Langflestar em 4)ær frá Akureyri, en aðrar
falla yfirleitt vel að efninu, með þeirri undantekningu
þó að brennivínsmyndinni af Kristjáni Fjallaskáldi
hefði mátt sleppa.
Fremst í bókinni er annáU þar sem stiklað er á stóra
um atburði sögutímabUsins og aftast er heimildar-
skrá, skrá yfir mannanöfn í meginmáh, skrá yfir
mannanöfn í myndatextum og myndaskrá. Skipulag
ritsins virðist þaulhugsað og vel útfært. Er þá eftir að
geta þess, sem ekki er minnst um vert, að höfundur
ritar lipurt og gott íslenskt mál, svo einfalt og hnökra-
laust að þaö hverfur yfirleitt fyrir efninu sem kemst
ótruflað til skfla. Ekki var gerð lúsaleit að prentviUum
en ef þær finnast hljóta þær að vera fáar.
Þessi bók er veisla; höfundi og útgefanda til mikUlar
sæmdar. Tilhlökkunarefni er að eiga von á meim.
Saga Akureyrar II. blndl
Höfundur: Jón Hjaltason
Útgefandl: Akureyrarbær 1994
358 bls. I stóru broti
Bridge
Bridgekvöld byrjenda
Þriöjudaginn 15. nóvember var bridgekvöld byrjenda og var spUaöur
eins kvölds tvimenningur að vanda. Hæstu skor í NS náðu eftirtaUn pör:
1. Georg Isaksson-Sigurður Jónsson 163
2. Amar Eyþórsson-Björk Lind Óskarsdóttir 145
3. Loftur Ingi Sveinsson Gísli Jónsson 135
- og hæsta skor í AV:
1. Alfheiður Jónsdóttir-Pálmi Gunnarsson 145
2. Finnbogi Gunnarsson-Unnar Jóhannesson 134
3. Hrannar Jónsson-Gísli Gíslason 128
Á hverjum þriðjudegi klukkan 19.30 gengst Bridgesamband íslands fyrir
spUakvöldi sem ætíað er byrjendum og spflurum sem hafa ekki neina
keppnisfeynslu að ráði. ÁvaUt er spilaður eins kvölds tvimenningur og
framvegis verður spilað í nýju húsnæði BSÍ að Þönglabakka 11 Mjóddinni.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 14. nóvember hófst sveitakeppni félagsins og mættu 10
sveitir til Ieiks. SpUaður er einn 32ja spila leikur á kvöldi og staðan eftir
fyrstu umferð er þessi:
1. Vinir Konna 25
1. Dröfn Guðmundsdóttir 25
3. Erla Sigurjónsdóttir 16
Bridgeféiag Breiðfiröinga
Nú er lokið 10 umferöum af 11 í aöalsveítakeppni félagsins og spennan
er mikU á toppnum. Þtjár sveitir eiga góðan möguleika á að verða í fyrsta
sæti fyrir lokaumferðina, sveitir Jóns Stefánsson, Ragnlieiðar Nielsen og
Sveins R. Eirfkssonar. Staða efstu sveita er nú þannig:
1. Jón Stefiánsson 193
2. Ragnheiður Nielsen 188
3. Sveinn R. Eiríksson 187
4. Guölaugur Sveinsson 174
5. Bjöm Jónsson 151
6. Guölaugur Nielsen 134
Síöasta umferðin veröur spiluð í nýju húsnæöi Bridgesambandsins að
Þönglabakka l og að lokinni síðustu umferð veröur boðið upp á Mitc-
heU- tvímenning, síöari hluta kvöldsins. Næstu keppnir félagsins em eins
kvölds jólasveinatvímenningar og taka efstu pörin heim með sér jóla-
glaðning.