Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
31
Sviðsljós
Veiðimenn eru byrjaðir að æfa fluguköst þó stutt sé síðan þeir lögðu stöng-
unum upp í hillu. Þetta er svo gaman. DV-mynd G.Bender
Fluguköstin byrjuð á fullu
„Þaö hefur verið fullt hjá okkur
upp á síðkastið en Landsvirkjun var
með sína starfsmenn í fuguköstum
og það gekk vel,“ sagði Kolbeinn Ing-
ólfsson, einn af kennurum hjá Ár-
mönnum í fluguköstum, í íþróttahúsi
Kennaraskólans í vikunni. En í
Laugardalshöllinni er Kastklúbbur
Reykjavikur með kastæfingar.
„Veiðimenn sitja ekki auðum
höndum þó svo vetur sé genginn í
garð og þeir sem ekki æfa köst hnýta
flugur og segja veiðisögur. Það stytt-
ir biðina," sagði Kolbeinn í lokin.
Síma-
klefi í
pósthúsi
í nýja pósthúsinu á Selfossi stendur
sívalur turn á miðju gólfi afgreiðsl-
unnar sem starfsmenn hafa kallað
„Yngingarvélina". Hrefna Kristins-
dóttir, starfsmaður P&S, er í klefan-
um en þar verður settur sími fyrir
viðskiptavini.
DV-mynd Kristján Einarsson, Sel-
fossi.
S Bílartilsölu
____________Menning
Framhald
á himnum
Fyrir tveim árum gaf Kristín Steinsdóttir út bók sem
hét Draugar vilja ekki dósagos og var um draug sem
ekki komst til himna af því að beinin hans voru týnd
og hann varð að hanga í meira en heila öld í Hafnar-
firði. En beinin fundust í lok þeirrar bókar, og þegar
nýja bókin um Móra, Draugur í sjöunda himni, hefst
er hann kominn í langþráða himnaríkisvist. En himna-
ríki er ekki eins og hann hélt, þar er ekki sæla og
frelsi fljúgandi englaskara heldur hanga allir í fárán-
legum reglum og skyldum. Til dæmis verða allir nýir
englar að læra urmul af sálmum á neðstu hæöinni
áöur en þeir fá leyfi til að flytja á efri hæðir, og Móri
á alveg hrikalega erfift með að læra. Auk þess vilja
himneskir embættismenn endilega vita hvað hann
Bókmenntir
Silja Aöalsteinsdóttir
heitir og það man Móri ekki. Þá var nú munur að búa
í Hafnarfirði hjá Elsu sem hafði reynst honum svo
vel. Himnaríki sögunnar er mikið sköpunarverk á sjö
hæðum og nær yfir óþrjótandi himinflæmi. Neðsta
hæðin er eins konar bernska; við komum inn um hlið-
ið sem Lyklapétur vaktar og forum beint í þjálfunar-
búðir fyrir nýja engla. Enginn fær starf fyrr en hann
hefur lokið námi! En þegar englar flytjast á efri hæðir
geta þeir sinnt sínum áhugamálum, jarðyrkju, íþrótt-
um og þvíumlíku. Þó er heldur ekki allt fullkomið
þar, því englar hafa kosti og galla eins og mannfólkið
og víða skortir á eftirlit og viðhald í þessu mikla ríki
(einkum almenningsfarartækja). Meira að segja rignir
í himnaríki, og þar eru bæði áfengisvandamál og ýmis
persónuleikapróblem!
Móri fer mörg söguleg ferðalög í sögunni, út í ýmsa
kima himnaríkis og aftur til Hafnarfjarðar, en aðalæ-
vintýrið í sögunni er ferð hans upp í sjöunda himin
til að ræða vanda sinn við Guð sjálfan, hundeltur af
regluóðum eftirlitsengli af neðstu hæð. Á leiðinni eign-
ast hann töfragripi sem bjarga honum áleiðis; hann
er ekki einn í ráðum, karl karl. Eftir því sem ofar
dregur verður umhverfiö meira gamaldags, og Sigur-
hæðir eru ímynd sæluríkis í augum Móra: reisulegur
torfbær í undursamlegu umhverfi. Hér byggir höfund-
ur á rammíslenskum hugmyndum úr „Sálinni hans
Jóns míns“ og „Gullna hliðinu" en lagar þær að sögu-
hetju sinni. Meira að segja Guð almáttugur er lagaöur
að hugmynd Móra um gott og viturt fólk.
Hver skapar sér sjöunda himin eftir sínum eigin
hugmyndum, segir sagan, og Móri ætlar að nota þær
hugmyndir líka á neðri hæðum. Þar á framvegis ekki
að banna neitt og engan skal þvinga til að gera meira
en hann getur. Fyrir höndum er bylting í ríki út-
valdra! Þessi saga var eiginlega pöntuð. Ungur lesandi
fyrri bókarinnar kom fram í bókmenntaþætti í sjón-
varpi og bað um framhald af henni sem gerðist á himn-
um. Hann og aðrir aðdáendur Móra fá hér einstaklega
frumlega og óvænta barnabók sem gefur ótal tilefni
til umræðna - um trú, reglur og frelsi og margt fleira.
Kristin Steinsdóttir: Draugur i sjöunda himni
142 bls. Vaka-Helgafell 1994
1
Bronco ‘91, (79 grind), plastboddí, 351
w, sjálfsk., læstur framan/aftan + 4,88,
lengdur á milli hjóla, allt nýtt. Toppbíll.
S. 91-672277/93-11418 e.kl. 17.
Subaru Justy, árgerö ‘91, ekinn 73 þús.,
skoðaóur ‘96, ný nagladekk fylgja, gott
staðgreiósluverð. Upplýsingar í síma
98-23214 eftir kl. 20.
Pallbílar
Ford 4x4 pickup, árg. ‘84,250 dísil, 6,91,
skoóaður ‘95. Upplýsingar í síma
98-75922 eftir kl. 16.
Blíðlátur
fuglasöngur
Nýlega kom út á vegum BlS-útgáfunnar í Svíþjóð
geislaplata með leik Manuelu Wiesler flautuleikara
þar sem hún leikur verk sem eiga það sameiginlegt
að vera að einhveiju leyti innbiásin af fuglasöng. Plat-
an ber heitið Oiseaux tendres, en það er einmitt titill
fyrsta verksins, eftir Frakkann Jean Rivier. Verkið er
frá 1948 og er ágætlega skrifuð flaututónlist, þótt ekki
beri hún beinlínis sterk höfundareinkenni.
Konsert fyrir flautu, strengi og fylgirödd eftir Vi-
valdi, sá í D-dúr, op. 10 no. 3 „II Cardellino" frá árinu
Tónlist
Áskell Másson
1728 hljómar næst og leikur kammersveitin Musica
Vitae ásamt Ulf Söderberg semballeikara með Manu-
elu í því verki. Verkið er hér vel leikið af þessum frá-
bæru listamönnum og enda þótt margir hefðu kannski
kosið að heyra það leikið á „upprunaleg" hljóðfæri,
þá er vera þess hér hluti af þeim fjölbreytileik sem
greinilega var stefnt að með þessari útgáfu.
Einleiksverkið Laconisme de l’aile frá 1982 eftir
finnska tónskáldið Kaiju Saariaho kemur næst og er
það sannarlega snilldarlega leikið hjá Manuelu. Síðan
er Nightingale Serenade op. 447 (já, 447...) fyrir flautu
og pianó og er meðleikari Manuelu þar Mats Widlund.
Þetta er fremur bragðdauft verk, þótt vel sé það leik-
ið, en öðru máh gegnir um Le Merle noir eftir Olivier
Messiaen, sem að dómi undirritaðs er sterkasta verkið
á þessari plötu. Flutningurinn er og frábær.
Konsert fyrir flautu og strengi eftir Adinu Izarra frá
Venesúela er síðasta verkið á þessari plötu. Þótt í þessu
verki, sem er frá árinu 1987, séu vissulega fallegar
stemningar, hljómar þaö fremur laust í reipunum.
Manuela leikur það geysivel og spilar „af fingrum
fram“ skemmtilega kadensu, en kammersveitin
Musica Vitae leikur með.
Þetta er ansi sundurleitur samsetningur í heildina,
en frábærlega leikinn og eru bæði upptakan og frá-
gangur umslags lýtalaus.
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN
jÍifkBns
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64 21 41
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 a( 5 0 4.445.453
2.^'s5? wn 89.819
3. 4af 5 ' 105 7.378
4. 3 al 5 3.851 469
Heildarvinningsupphæð: 7.475.357
J & W
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR