Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Fréttir Skoðanakönnun DV á vinsældum stjómmálamanna: Davíð skákar Jóhönnu Jón Baldvin er enn óvinsælastur allra stjómmálamanna Davíð Oddsson forsætisráðherra hef- ur endurheimt sæti sitt sem vinsæl- asti stjórnmálamaður landsins, en það sæti hefur hann ekki vermt síðan í janúar 1993. Þetta komfram í skoð- anakönnun á vinsældum og óvin- sældum stjómmálamanna sem DV framkvæmdi um helgina. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, er sem fyrr óvinsælasti stjómmálamaður lands- ins en það hefur hann verið síðan í ársbyrjun í fyrra. Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem í undanfomum könnun- um hefur mælst vinsælust stjórn- málamanna, hafnaði nú í öðra sæt- inu á vinsældalistanum. Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, vermir þriðja sætið. Samkvæmt könnun DV er lítiil munur á vinsældum þeirra stjóm- málamanna sem skipa þrjú efstu sætin á vinsældalistanum, þeirra Davíðs, Jóhönnu og Halldórs. A hinn bóginn er mikill munur á þeim sem fylgja Jóni Baldvin eftir á listanum yfir óvinsælustu stjórnmnálamenn- ina. í öðru sætinu er Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, og í því þriðja er Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi félags- málaráðherra. Verulega hefur dregið úr óvinsældum Guðmundar Áma miðað við síðustu könnun DV í okt- óber en á hinn bóginn hafa óvinsæld- ir Ólafs Ragnars aukist. Þrátt fyrir að lítillega hafi dregið úr óvinsældum Jóns Baldvins frá síðustu könnun hafa vinsældir hans ekki aukist að sama skapi. Nú verm- ir hann áttunda til níunda sæti vin- sældalistans en var í því sjöunda í október. Þessu er öfugt farið með Ólaf Ragnar því þó óvinsældir hans hafl aukist hefur þeim kjósendum fjölgað sem hafa mest álit á honum. í skoðanakönnun DV var úrtakið 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mest álit um þessar mundir?" og „Á hvaða stjómmálamanni hefur þú minnst áht um þessar mundir?" Vinsældir í könnuninni tóku 70 prósent að- spurðra afstöðu til spumingarinnar Vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir 20% 10 -10 4 -20 Friðrik Sophusson Haildór Blöndal Jóhanna Sigurðardóttir Davið Oddsson Ólafur Ragnar Grímsson -30 -40 Svavar Gestsson Bomar eru saman vinsældir tíu vinsælustu stjómmálamannanna samkv. skoðanak. DV. Einnig em sýndar óvinsældir sömu manna. Grænu súlumar sýna niðurstöður síðustu skoðanak. DV sem var í október síðastliðnum. Skcíanakönnun um vinsælasta stjórnmálamanninn. Tilnefhdir voru 31 stjórnmálamaður, þar af 19 með þrjár tilnefningar eða færri. í hópi vinsælustu stjómmála- mannanna eru 5 kratar, 5 framsókn- armenn, 12 sjálfstæðismenn, 5 al- þýðubandalagsmenn, 3 kvennalista- konur og Jóhanna Sigurðardóttir. Dávíð Oddsson fékk nú stuðning 17 prósenta úrtaksins, sem er 5 pró- sentustigum meira en hann fékk í könnun DV í október. í öðru sætinu er Jóhanna Sigurðardóttir með 16,2 prósent sem er 4 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Á hæla henni kemur Halldór Ásgrímsson með 15 prósent sem er 4,7 prósentu- stigum meira en í október. í fjórða sætinu er Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir með 3,5 prósenta fylgi, samanborið við 5,3 prósent í október. í fimmta sætinu er Ólafur Ragnar Vinsælustu stjórnmálamennimir Innan sviga eru niðurstöður skoðanakönnunar DV í okt. ’94 Atkvæði Af úrtakinu Af þeimsem afstöðu tóku 1.(2.) Davlð Oddsson 102(72) 17,0% (12,0%) 24,3% (19,1%) 2. (1.) Jóhanna Sigurðardóttir 97 (73) 16,2% (12,2% 23,1% (19,4%) 3. (3.) HalldórÁsgrlmsson 90(62) 15,0% (10,3%) 21,4% (16,4%) 4. (4.) Ingibjörg Sólrún Gíslad. 21 (32) 3,5% (5,3%) 5.0% (8,5%) 5. (8.) ólafur Ragnar Grlmsson 16(15) 2,7% (2,5%) 3,8% (4.0%) 6.-7. (5.) Þorsteinn Pálsson 12(29) 2,0% (4,8%) 2,9% (7,7%) 6.-7. (9.-11.) Friðrik Sophusson 12(7) 2,0% (1,2%) 2,9% (1,9%) 8-9. (7.) Jón Baldvin Hannibalsson 10(17) 1,7% (2,8%) 2,4% (4,5%) 8.-9. (14) Halldór Blöndal. * 10(4) 1,7% (0,7%) 2,4% (1,1%) 10. (12.-13.) Svavar Gestsson 9(5) 1,5% (0,8%) 2,1% (1,3%) Óvinsælustu stjórnmálamennirnir Innan sviga eru niðurstöður skoðanakönnunar DV í okt. ’94 Atkvæði Af úrtakinu Af þeim sem afstöðu tóku 1. (1.) Jón Baldvin Hannibalsson 220 (228) 36,7% (38,0%) 50,0% (52,7%) 2. (4.) Ólafur Ragnar Grímsson 50(13) 8,3% (2,2% 11,4% (3,0%) 3. (2.) GuðmundurÁrni Stefánsson 45(112) 7,5% (18,7%) 10,2% (25,9%) 4. (3.) Davíð Oddsson 43 (34) 7,2% (5,7%) 9,8% (7,9%) 5. (6.) Jóhanna Sigurðardóttir 24(6) 4,0% (1,0%) 5,5% (1,4%) 6. (-) Friðrik Sophusson 12(1) 2,0% (0,2%) 2,7% (0,2%) 7. (13.) Þorsteinn Pálsson 7(2) 1,2% (0,3%) 1,6% (0,5%) 8.-9. (-) Svavar Gestsson 5(1) 0,8% (0,2%) 1,1% (0,2%) 8.-9. (10.-11.) Ólafur G. Einareson S(3) 0,8% (0,5%) 1,1% (0.7%) 10.-11. (7.-9.) Halldór Blöndal 4(4) 0,7% (0,7%) 0,9% (0,9%) 10.-11. (-) Ámi Johnsen 4(1) 0.7% (0,2%) 0.9% (0,2%) Grímsson með stuðning 2,7 prósenta úrtaksins. Á eftir honum koma Þor- steinn Pálsson og Friðrik Sophusson með 2 prósent hvor, Jón Baldvin og Halldór Blöndal með 1,7 prósent hvor, og Svavar Gestsson með 1,5 prósent. Óvinsældir Allst tóku 73,3 prósent aöspurðra afstöðu til spurningarinnar um á hvaða stjórnmálamanni fólk hefði minnst álit. Tilnefndir voru 25 stjórnmálamenn, þar af fengu 14 þrjár eða færri tilnefningar. I hópi óvinsælustu stjórnmálamannanna eru 5 kratar, 5 framsóknarmenn, 9 sjálfstæðismenn, 4 alþýðubandalags- menn, 1 kvennalistakonaog Jóhanna Sigurðardóttir. Af úrtakinu sögðust 36,7 prósent hafa minnst áht á Jóni Baldvini. Sé einungis tekið mið af svörum þeirra sem afstöðu tóku þá mældust óvin- sældir Jóns Baldvins 50 prósent. í ööru sætinu er Ólafur Ragnar. Af úrtakinu öllu sögðust 8,3 prósent hafa minnst álit á honum en sé ein- ungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku mældust óvinsældirnar 11,4 prósent. Sé tekið mið af fyrri könnunum DV hefur verulega dregið úr óvin- sældum Davíðs Oddssonar á kjör- tímabilinu, en óvinsældir hans mældust mestar í desember 1991 eða 37,7 prósent. Að sama skapi hefur dregið úr óvinsældum Guðmundar Árna. í fimmta sætinu á listanum yfir óvinsælustu stjórnmálamennina er Jóhanna Sigurðardóttir en 4 prósent sögöust hafa minnst álit á henni. Á hæla henni koma þeir Friðrik Soph- usson með 2' prósent, Þorsteinn Páls- son með 1,2 prósent, Svavar Gestsson og Ólafur G. Einarsson með 0,8 pró- sent hvor, og þeir Halldór Blöndal og Árni Johnsen með 0,7 prósent hvor. Stuttar fréttir Dómi áfrýjad Ákæruvaldið í Noregi ákveðið að áfrýja.dómi un ar yfir eigendum og áhc hefur dirrétt- >fn Há- veriö mistök. í dómi und voru skipstjóri og útgerö en Anton Ingvason stýr fékk 30 daga fangelsi. nn nan irréttar sýknuð imaður Kinaferðmótmí Sambandsstjórn ungra armanna hefur mótmæ Davíðs Oddssonar til Ástæðan er ítrekuð brot á réttindum í Kína. Skv. Mf viöræður Davíös við K veriö jákvæðar Blt jafhað- t ferð Kína. mann- )i. hafa nverja Húsbréfakerfi misftókst Halldór Ásgrímsson, for ð maður Framsóknarflokksins, seg bréfakerfið hafa mistekist meginatriðum. Tíminn þetta cftir honum. ir hús- öllum hafði Þjóðbókasafni eflist Áheit, framlög og gjafir arátaki stúdenta fyrir Þjó< ð íþjóð- ibóka- safnið nema nú ura 14 mill króna. RÖV greindi frá þe Tryggjaberlyfti Skylt verður að viölagaj skíðalyftur skv. stjórnar varpi sem lagt var fram á A í gær. Skv. Mbl. hefur ónum ssu. vr ryggja fmm- Jþingi verið agreuungur um skyldur lyl enda á þessu sviði. tueig-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.