Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 7 Fréttir Menn sem staddir voru á verkstæðum i næstu húsum sögðu að eldurinn hefði blossað upp í húsinu á örskammri stundu. Fjórir menn, sem voru inni á verkstæðinu, komust út með eldtungurnar á eftir sér. DV-mynd Sveinn Ingvi Sigfússon, eigandi Bílaspítalans sem brann 1 gær: Hlupum út með eld- tungurnar á efftir okkur Rok í Grundarfiröi: Skemmdirá húsumogbilum Talsverðar eignaskemmdir urðu í Grundarfirði á laugardagskvöld vegna hávaðaroks. Lögreglan vissi um skemmdir á 8 íbúðarhúsum og 6 bílum. Þá fauk bárujárn af fjárhúsi á sveitabæ nálægt Grundarfirði og gömul skemma liöaðist í sundur. Grjóthríð glumdi á íbúðarhúsun- um og braut margar rúður í þeim. Þá brotnuðu rúður í nokkrum bíl- anna og lakkskemmdir urðu tölu- verðar. Malbik á 10 metra löngum kafla í Hraunsfirði flettist upp í rok- inu en vegurinn er þó ökufær. ★ ★ ★ ★ Mest selda ameríska dýnan á íslandi ★ ★ ★ - veskið með sjö hundruð þúsimd krónum varð eftir á borðinu inni „Við vorum fjórir inni en einn var á sprautuverkstæðinu við hliðina. Það var verið að losa bensíntank nið- ur úr bíl. Hann virtist hafa fallið nið- ur og mikið bensín gusast upp úr honum. Tveir menn voru undir bíln- um. Ljósahundur sem við notuðum til að lýsa okkur með þarna inni brotnaði. Skyndilega blossaði upp mikill eldur undir bílnum. Annar þeirra sem var undir bílnum fékk á sig bensín þannig að hann varð að forða sér strax og gat ekki komið nálægt því að reyna að slökkva," sagði Ingvi Sigfússort, eigandi Bílasp- ítalans í Kaplahrauni í Hafnaríirði sem brann tíl kaldra kola skömmu eftir hádegið í gær. Eldtungur, sprengingar og gtfur- legur reykur var það sem blasti skyndilega við úr nágrenninu eftir að kviknað hafði í á bílaverkstæðinu. Fimm menn forðuðu sér út. „Það liðu tíu sekúndur þangað til það skíðlogaði allt inni og alveg upp í loff' sagði Ingvi. „Við reyndum að nota tvö slökkvitæki en þá var hitinn orðinn svo mikill inni að við réðum ekki neitt við neitt og urðum að forða okkur. Um það leyti sem þetta gerð- ist vorum við að kveðja konu hérna viö dyrnar sem var að koma meö bíl í viðgerð. Hún var ekki komin lengra en yfir götuna þegar við hlupum út með eldtungurnar á eftír okkur. Ég hefði aldrei trúað því að eldur gæti breiöst svona snöggt út. Það varð ekki við neitt ráðið, við gátum ekkert gert annað en að forða okkur. Eldurinn magnaðist og við hörfuð- um. Ég hljóp inn í bíl til að reyna að koma honum út en fór út aftur - framhlutinn var orðinn alelda. Það urðu talsverðar sprengingar. En að- alatriðið er að allir sluppu lifandi út úr þessu,“ sagði Ingvi. Hann sagðist telja að húsnæðið væfi tryggt þannig að a.m.k. alhr hlutaðeigandi „fengju sitt“. Ingvi hafði skilið seðlaveski eftír með 700 Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir næsta ár: Útsvarið hækkar um 115 milljónir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, leggur fram fjárhagsáætl- un 1995 og endurskoðaða fjárhagsá- ætíun fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs á aukafundi í bæjarstjóm síðdeg- is í dag. Á fundinum verður lögð fram lántökuheimild að fjárhæð 400 milljónir króna til að brúa bihð í íjár- málum bæjarins fyrstu átta mánuði ársins og tillaga um hækkun útsvars úr 8,4 prósentum í 9,2 prósent fyrir næsta ár. Skattahækkunin ætti að skila tekjuaukningu upp á 115 millj- ónir króna í bæjarsjóð. í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar kemur fram að fram- úrakstur bæjarstjórnar nemur tæp- um 600 milljónum króna á þessu ári. Framkvæmdir vega þyngst þar sem þær hafa farið rúmar 400 mihjónir fram úr áætlun en rekstur mála- flokka vegur einnig þungt eða 136 milljónir fram úr áætlun. Sam- kvæmt heimildum DV hafa aðeins nokkrir tugir milljóna farið í at- vinnuskapandi verkefni. „Álögur ríkisins á sveitarfélögin hafa aukist gífurlega ár frá ári. Þann- ig eru álögurnar á Kópavogsbæ um 90-100 mihjónir á þessu ári. Við sker- um niöur framkvæmdir því að við teljum að með batnandi efnahags- ástandi eigi sveitarfélögin að draga úr þátttöku sinni. Á næsta ári sker- um við niöur framkvæmdir og borg- um skuldir," segir Gunnar I. Birgis- son, formaður bæjarráðs Kópavogs. Kópavogur er eitt skuldsettasta sveitarfélag á landinu eða sem nem- ur 144 prósentum af skatttekjum bæjarsjóðs. þúsund krónum í á skrifborðinu að bráð enda brann allt sem brunnið sínu. Þaö eins og annað varð eldinum gat. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 NYTSAMAR HKV8000 Shintom myndbandstæki með fjarstýringu og öllum aðgerðum á skjá. toitwnn MID-MOUNT i»jw«raiwaw miriai “r '• ... ... L_ f 2 I3DD - . í - FVH-P3100 Fisher myndbandstæki með fjarstýringu. Akai myndbandstæki með Nicam Stereo og LongPlay. SUPEfí INTELLIGENT - Ótrúleg myndgæði. - Sjón er sögu ríkari. vS-G715 SlÓNVZlRPSIVIIÐSTÖDIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI68 90 90 • OPIÐ LAUG: 10-16 - SUN. 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.