Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 15 Land á krossgötum Ein helsta röksemd þeirra sem tala fyrir inngöngu íslands í Evr- ópusambandið er að með því að standa utan þess muni íslendingar einangrast frá samskiptum við aðr- ar.þjóðir. Lítið fer hins vegar fyrir skýringum á því í hverju slík ein- angrun sé fólgin og sáralítil um- ræða hefur farið fram um það hvaða kosti við eigum aðra. ' Ekki þarf að horfa lengi á hnatt- hkanið til þess að sjá að lega ís- lands í miðju Norður-Atlantshafi skapar því algera sérstöðu meðal Evrópulanda. Heita má að landið liggi á krossgötum mitt á milli Norður-Ameríku og Asíulanda. Þessi staða skapar einstaka mögu- leika á því aö gera ísland að áning- arstöð fyrir vöru- og fóiksflutninga milli þessara heimshluta. Hreinleiki landsins og nátt- úrufegurð ættu að geta gert landið að eftirsóttum hvíldar- og áningar- stað fyrir ferðamenn á þessari löngu flugleið. ísland er öðruvísi Nú kann einhver að hugsa sem svo að við megum okkur lítils í samkeppninni við önnur Evrópu- lönd um ferðamenn á þessari leið. Því er til að svara að náttúra ís- lands og hreinleiki skapa því algera sérstöðu meðal Evrópulanda. Það er einfaldlega „öðruvísi". Það er lítill munur á fimm stjörnu hóteli hvort heldur það er í Tokyo, Munchen eða Reykjavík, en þegar kemur aö landinu sjálfu, náttúr- unni, þá er annað uppi á teningn- um. - Þar liggja möguleikar okkar. Heilsuparadís á Suðurnesjum . Á Keflavíkurflugvelli eru öll skil- yrði til þess að byggja upp miðstöð fólks- og vöruflutninga milli Norð- ur-Ameríku og Asíu og á Reykja- nesskaganum eru gífurlegir mögu- leikar til að byggja upp heilsuvin fyrir þreytta ferðamenn. Sú reynsla sem þegar er fengin af Bláa lóninu er óræk sönnun þess hvaða möguleikar þar eru á ferð- inni. Einhæf umræða Það sem fyrst og fremst hefur ein- kennt alla framtíðarumræðu hér á Kjállaririn Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari, tekur þátt í prófkjöri Framsókn- arflokksins á Reykjanesi landi er hversu einhæf hún er. Skemmst er að minnast stóriðju- draumanna sem ýttu til hliðar allri annarri umræðu um atvinnuupp- byggingu í nærfellt heilan áratug. - Þá tók við EES-umræðan og um þessar mundir yfírgnæfir umræða um ESB-máhn allt annað. Það er því fagnaðarefni að lögð hefur veriö fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um könnun á nýtingu landkosta. Meðal annars er gert ráð fyrir að meta þá kosti sem kunna að felast í legu landsins á krossgötum fjarlægra heims- hluta. - Þess er að vænta að slík athug- un stuðli að raunhæfari og mark- vissari framtíðarumræðu hér á landi. Unnur Stefánsdóttir „Á Keflavíkurflugvelli eru öll skilyrði til þess að byggja upp miðstöð fólks- og vöruflutninga milli Norður-Amer- íku og Asíu og á Reykjanesskaganum eru gífurlegir möguleikar til að byggja upp heilsuvin fyrir þreytta ferða- menn.“ „Sú reynsla sem þegar er fengin af Bláa lóninu er óræk sönnun þess hvaða möguleikar þar eru á ferðinni." Kveðja og þakkir til Reykjalundar Ég var einn mánuð í haust á Reykjalundi og líkaði vel. Þetta er stór stofnun sem rúmar 170 sjúkl- inga. Þjónustufólkið kann allt vel til verka og kemur svo vel fram við vistfólkið að til mikillar fyrirmynd- ar er. Aðrar stofnanir á hjúkrunar- sviði á landinu gætu, að þeim ann- ars ólöstuðum, margt gott lært af starfsfólkinu á Reykjalundi. ÁA-deild Ég var á deild A þar sem María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur stjórnar, þar varð ég fyrir því að missa bókina sem ég var að lesa upp fyrir rúmið mitt. Ég kallaði á Maríu til hjálpar og bað hana að senda mér granna stúlku til að skríða eftir bókinni, en hún gerði sér lítið fyrir og kom sjálf með kúst sem hún fiskaði bókina með undan rúminu og sagði: „Hér ganga allir jafnt í öll störf.“ Þetta þótti mér vel sagt og enn betra að finna að það voru ekki orðin tóm. Ég vil þakka þeim Sól- veigu, Ólöfu og Maríu hjúkrunar- könum á A-deild á Reykjalundi og öllu fólki öðru sem veitti mér góða þjónustu og umönnun þar. Starfsemin Stofndagur Reykjalundar er tal- inn 1. febrúar 1945, hann á því 50 ára afmæli á næsta ári. Þarna eru viðvarandi 170 sjúklingar á hverj- Kjallarinn Regína Thorarensen fréttaritari DV á Selfossi um tíma í alls konar aðhlynningu. Helstu þættir starfseminnar eru þessir: Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, talþjálfun, almenn heilsuþjálfun og líkamsrækt, rekst- ur rannsóknarstofa í meinafræði og lífefnafræði, röntgen, lækna- bókasafn og almennt bókasafn. Helstu framleiðsluvörur plast- verksmiðjunnar á Reykjalundi eru þessar: Vatnsrör, snjóbræðslurör, plastfilma í umbúða- og burðar- poka, jógúrt og skyrdósir, málning- arfótur og margs konar smávörur úr plasti. í þessari verksmiðju vinna að jafnaði um 40 öryrkjar og inniliggjandi sjúklingar í atvinnu- legri endurhæfingu. Á síðasta ári dvöldu alls 1252 sjúklingar á Reykjalundi og var meðallegutími aðeins 50 dagar. Bið- hsti eftir dvöl er að jafnaði um 500 manns. Allt þarf þetta fólk á endur- hæfingu að halda, hver eftir sínum þörfum, í þjálfunarþjónustunni á Reykjalundi og þörfin fer sívax- andi. Fyrir 10 árum fóru 760 sjúklingar inn og út yfir árið og fyrir 20 árum 620. Þrátt fyrir þá miklu starfsemi sem þarna fer fram eru föst stöðu- gildi á sjúkrahúsinu aðeins 170 og í plastverksmiðjunni 60. En í heild- ina mun láta nærri að um 100 manns til viðbótar komi með ein- um eða öðrum hætti til starfa þama hvert ár. Erfiður rekstur Samkvæmt áreiöanlegum upp- lýsingum heíi ég það að rekstur Reykjalundar hafi verið mjög erfið- ur þetta ár vegna þessa margfræga niðurskurðar sem alltaf er látinn bitna á þeim sem veikastir eru fyr- ir. Horfur eru víst svo slæmar að talað er um að draga þurfi stórlega úr móttöku sjúklinga og segja starfsfólki upp. Þetta finnst mér svo sorglegt að þyngra sé en tárum taki. Reykjalundur er þjónustustofn- un landsins afis og það er til hreinnar skammar ef kraðakið á Alþingi lætur það viðgangast að starfsemin þar lamist. Ég trúi því að Sighvatur ráðherra geri það sem í hans valdi stendur til eflingar Reykjalundi - en fjármálaráðherr- anum trúi ég aldrei framar til neinna góðra verka ef hann leið- réttir ekki strax í fjárlögum þá smán og óþurft aö svelta björgun- arstarfið á Reykjalundi út á gadd- inn. Regína Thorarensen „Reykjalundur er þjónustustofnun landsins alls og það er til hreinnar skammar ef kraðakið á Alþingi lætur það viðgangast að starfsemin þar lamist.“ Einn líieyrissjóður bankastjórar „Þegar verkalýðs- hreyfingin samdi um líf eyrissjóðina 1969 þá voru gerð stór mis- tök. Þá lá á borðinu frumvarp til , y tt Petur Sigurðsson, for- laga sem Har- seti Alþýöusambands aldur Guð- Vestfjar«a. mundsson samdi. Það gerði ráö fyrir einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmeim. Niðurstaðan varð sú að stofna 140 eða 150 lífeyrissjóði sem nú eru smátt og smátt að skriða saman í stærri einingar af því að áhættudreifingin er of litil í litlu sjóðunum. Raunveru- Iega eru menn núna 24 árum seinna að reyna að færa þetta í það form sem hægt hefði verið að ganga að 1969. Menn vöidu þann kostinn að gerast litlh- bankastjórar í litlum lífeyrissjóð- um hingað og þangað um landið. Þeir gleymdu þeirri ábyrgð sem þeir tóku jafnframt á sig aö tryggja að sjóðirnir gætu staðið við skuldbindingar sínar gagn- vart sjóðfélögum. Þetta frumvarp var samið að norskri fyrirmynd og aðalandstaðan hér á landi byggðist á því að hér voru nokkr- ir sterkir lífeyrissjóðir sem ekki vildu ganga inn í einn landssjóð. Norðmenn leystu þetta á þann hátt að þeirra sjóðir störfuðu áfram sem eignarsjóðir og fjár- festingarsjóðir. Þar gátu menn þvi unað glaðir við sitt og telja sig hafa náð miklum og góðum árangri í lífeyrisréttindum. Hér er þessu þannig farið að lengst af rýrði verðbólgan sjóðina en frá því að verðtryggingin var tekin upp þá hafa sjóöirnir rétt úr kútnum og þrátt fyrir smæð margra þeirra hafa þeir náð þvi markmiði að eiga fyrir skuld- bindingum." Miðstýring „Það vakti óneitanlega athygli mína að Jóhanna skyldi draga upp úr ryk- ugri skúffu Alþýðu- tlokksins þessa gömlu tillögu Elnar K. Gu4finn«son kratanna um aiþing«maíur. að steypa öllum lífeyrissjóðum landsins í einn stóran sjóð. Ég held að þetta yrði einhvert stór- kostlegasta miðstýringarapparat sem litið heföi dagsins ljós í okkar þjóöfélagi. Heildareignir lífeyris- sjóðanna eru nálægt 200 milljörð- um króna og það er þess vegna Ijóst að einn sjóður sem hefði allt það fjármagn á bak víð sig heföi einstaka aðstöðu í okkar þjóðfé- lagi. Ég er saramála því aö það þurfi að draga úr rekstrarkostn- aði með því að sameina lífeyris- sjóði. En að gera þaö með því að steypa þeim öllum i einn finnst mér mjög aivarleg og óskysamleg tillaga. Það er langtum eðlilegra að efia ýmsa sjóði úti á lands- byggðinni með því að sameina þá og gera þá um leiö virkari þáttak endur í atvinnulífinu út á landi. Ég héit satt að segja að krafa dagsins í dag va;ri valddreiting enekki miðstýring. Kannski eru hinir nýju tímar sem Jóharina boðar tímar aukinnar miöstýr- ingar. Ég hafiia algerlega þessum hugmyndum sem ekkert leiða af sér nema óeölilega samþjöppun valds.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.