Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Fréttir Líkamsárásin á Hvolsvelli: Mátti litlu muna að sonur minn léti lif ið - segir Þorvaldur G. Agústsson kennari hafi ekki fengið 9 til 10 högg,“ segir „Það fór slagæð í sundur í hnakk- anum á syni mínum og hann missti heilan lítra af blóði. Læknirinn sagði að hann hefði látið lífið hefði höggiö lent 4 til 5 sentímetrum framar. Það er snarbilaður maður sem slær ann- an mann með hafnaboltakylfu í höf- uðið,“ segtr Þorvaldur G. Agústsson, kennari á Hvolsvelh. Bankað var upp á hjá Þorvaldi á laugardagskvöld og honum sagt að ekiö hefði verið á bíl hans. Eins og greint var frá í DV í gær réðust fjór- ir menn á Þorvald með hafnabolta- kylfu þegar hann kom út til að ræða við manninn. Sonur hans kom til hjálpar og varð hann líka fyrir barð- inu á mönnunum. Enginn hefur enn verið handtekinn og hvorki Þorvald- ur, sonur hans né kona þekkir þá sem réðust á hann. „Mér tókst að mestu að veija höf- uðið á mér en skrokkurinn á mér er allur marinn vinstra megin. Ætli ég Þorvaldur. Hann segist ekki skilja hvað mönn- unum hafi gengið til. Helst getur hann sér til að þeir hafi farið manna- villt. Hann æth þó að reyna að finna út hverjir þetta hafi verið. Vestmannaeyjar: Bærinn neytir forkaupsréttar „Það hefur verið regla hér að ef verið er að selja skip héðan og einhver hefur áhuga á kaupum þá neytir bærinn forkaupsréttar. Við erum að notfæra okkur þann rétt sem viö höfum til að ganga inn í þessi kaup sem sveitarfé- lag,“ segir Úlfar Steindórsson, forseti bæjarstjórnar i Vest- mannaeyjum. Bærinn hefur á grundvelh for- kaupsréttar gengið inn í kaup á vélbátnum Ágústu Haraldsdóttur sem búiö var að semja um sölu á til Keflavíkur. Báturinn er 64 brúttólestir aö stærð og honum fylgja um 200 þorskígildistonn. Ölfar segir að bæjarstjórn gangi ekki í ábyrgðir vegna kaupanna og bærinn hafi gripið til þessa vegna óska vænt- anlegs hlutafélags Narfa hf. Sigurður Sigurösson er 33ja ára gamall öryrki. Hann er blindur og hreyfi- hamlaður og bundinn við hjólastól. DV-mynd ÞÖK Áhrif verkfalls sjúkraliða á blindan og hreyfihamlaðan mann: Koma í mýflugu- mynd vegna tíma- pressunnar - segir Sigurður Sigurðsson, 33ja ára öryrki „Verkfahið snertir mig mjög illa því aö ég er blindur og hreyfihamlað- ur og get mjög lítiö bjargaö mér. Ég hef fengið heimahjúkrun tvisvar á dag og á nóttunni en næturvaktin hefur falhð niður verkfalhnu. Ég hef varla fengið baö frá þvi verkfallið hófst því að konurnar í heimahjúkr- uninni hafa komið hingað í mýflugu- mynd og ég hef rétt fengið þá þjón ustu sem ég nauðsynlega þarf. Eg get til dæmis klætt mig sjálfur en hef ekki fengið tækifæri til þess því kon- urnar í heimahjúkruninni eru í svo mikilli tímapressu," segir Sigurður Sigurðsson, 33ja ára öryrki. Sigurður er blindur og bundinn við hjólastól. Hann býr einn í íbúð í SEM-húsinu, húsi Oryrkjabandalags íslands við Sléttuveg í Reykjavík. Sigurður hefur fengið sjúkraliða í heimahjúkrun á vegum Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík kvölds og morgna auk þess sem sjúkraliði á næturvakt hefur htið til hans. Sigurður getur ekkert farið sjálfur og þarf því mjög mikla hjálp. Hann getur fengið aðstoð hjá heimil- ishjálpinni í húsinu en treystir sér ekki til að vera lengi án heimihs- hjúkrunar. „Mér líst ekkert á það ef verkfallið dregst fram yfir áramót. Þá verða samningar lausir og þá má búast við að sóknarkonur fari líka í verkfall. Ástandið getur orðið mjög erfitt. Mér finnst skiljanlegt að sjúkrahðar hafi farið í verkfall en ég get ekki lagt dóm á það hvort kröfur sjúkrahða eru sanngjarnar," segir hann. í dag mælir Dagfari Starfslokasamningar A sama tíma og sjúkrahðar heyja fremur tíðindalausa verkfallsbar- áttu og ábyrgir stjómmálamenn og embættismenn brynja sig með þeim rökum að þjóðfélagið þoli ekki launahækkanir gerist það á bak við tjöldin sem mestu máli skiptir að gamhr, góðir og gegnir opinberir starfsmenn ljúka löngum og drjúgum starfsdegi sínum með svoköhuðum starfslokasamning- um. Starfslokasamningar em einka- samningar mihi viðkomandi starfsmanns og ráðherra, sem fela í sér samkomulag um það hvemig starfsmaðurinn skuh ljúka störf- um og hafa það náðugt heima hjá sér, án þess að launin séu af honum tekin. í þessum samningum er kveðið á um að starfsmaðurinn haldi launum næstu árin, haldi bílapeningum og yfirvinnukaupi án þess að sú yfirvinna sé unnin, enda maðurinn hættur störfum. Til að gera þessa starfslokasamninga viðkunnanlega er ætlast til að starfsmaðurinn skih skýrslu um eitt eða annað þegar hann má vera að og kennir þar ýmissa grasa varðandi skýrslugérðina.- Sumir em látnir semja sögu ráðuneytis- ins, aðrir að taka saman skýrslu um þau störf sem þeir hafa áöur unnið og loks ber að nefna að ef viðkomandi starfsmaður hefur reynst of dýr í rekstri, meðan hann sinnti enn sínum störfum í ráðu- neytinu eða opinberri stofnun, þá er honum fahð að semja skýrslu um þaö hvemig megi spara gagn- vart þeim öðrum sem líkt er ástatt um. Frægasti starfslokasamningur- inn er sá sem gerður var við trygg- ingalækninn, sem játaði á sig skatt- svik og kostaði Tryggingastofnun ómælt fé. Hann var fenginn til þess að semja skýrslu um hvernig spara mætti kostnað vegna lækna sem stofnunin hafði á sínum snærum! Annars hefði læknirinn ekki hætt og annars hefði það veriö of dýrt að hafa lækninn í störfum áfram! Dagfari er þeirrar skoðunar að þessi aöferð sé mun hentugri fyrir opinbera starfsmenn heldur en þessar sífelldu hópkröfur og verk- fallshótanir sem aldrei koma að neinu gagni. Sjáið bara hvemig sjúkrahðarnir streitast við í verk- falli sem ekki stendur til að leysa, enda segjast samningsaðilamir ekki vita hvað verið sé að fara fram á. Er þá ekki mikiö betra fyrir sjúkrahða og kennara og aðra opin- bera starfsmenn að gera samninga við starfslok? Hver og einn, sem hvort sem er virðist vera of dýr fyrir ríkið til að hafa á launum, gangi á fund ráðherra og geri samning um starfslok, sem felur það í sér að hann hætti störfum án þess að hann hætti að taka við launum. Ráðherrar og alþingismenn virð- ast flestir á þeirri skoðun að starfs- lokasamningar séu starfsloka- samningar sem beri að virða og forysta Alþýðusambandsins gerir ekki athugasemdir við slíka kjara- baráttu, enda mun árangursríkari heldur en gömlu aðferðirnar í verkfollunum. Starfslokasamningar em miklu hagstæðari. Þeir gera starfsmönn- um kleift að fá laun, löngu eftir að þeir em hættir, þeir fá bílapeninga og yfirvinnugreiðslur í mörg ár eft- ir að þeir eru hættir. Og á meðan geta opinberir starfsmenn gengið í önnur störf, nú eða þá fengið sér- verkefni hjá ráðherra til að dunda sér viö! Verkfoll eru úrelt og hópsamn- ingar em óaðgengilegir og auk þess er of dýrt fyrir ríkið að semja við aha í einu og samanburðurinn er alltaf fyrir hendi gagnvart öðrum stéttum. Starfslokasamningar eru hafnir yfir samanburð og em gerð- ir í leyni að geðþótta ráðherra og það er miklu auðveldara fyrir ráð- herra aö vera góðir við einstaka starfsmenn heldur hópinn sem ríf- ur kjaft. Starfsloksamningar eru örlátir og heppilegir fyrir báða aðila. Ríkið losnar við þá starfsmenn sem em ómögulegir og gagnslausir í starfi og því verri sem starfsmaðurinn er, því betri starfslokasamning fær hann. Fyrir starfsmanninn er þetta heppilegri aðferð, því þá þarf hann að ekki að standa sig í starfinu og ef hann hangir nógu lengi í því er næsta öruggt að ráðherra leggi svo mikla áherslu á að hann hætti að starfslokasamningurinn verður margfalt hagstæðari heldur en allir þeir samningar sem hugsanlega kunna að nást fram í löngum verk- fóllum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.