Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Neytendur Lögboðin brunatrygging gefin frjáls eftir áramót: Frestur til morguns að skipta um félag sömu skilmálar og sömu iðgjöldin alls staðar Fresturinn til að breyta brunatryggingu húseigna rennur út á morgun en frá og með áramótum verður lögboðin brunatrygging gefin frjáls. DV-mynd BG „Samkvæmt EES-samningunum fellur einkaréttur Reykjavíkurbörg- ar til að brunatryggja húsin í sveitar- félaginu niður frá og með 1. janúar 1995. Það þýðir aö lögboðin bruna- trygging á húsum í Reykjavík, sem og annars staðar, verður gefin frjáls," sagði Eyþór Fannberg, for- stöðumaður Húsatrygginga hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, í samtali við DV. Húsatryggingar Reykjavíkur hafa hingað til séö um að brunatryggja allar húseignir í Reykjavík og Vá- tryggingafélag íslands hefur bruna- tryggt húseignir úti á landsbyggð- inni. Nú er fólki hins vegar gefmn kostur á að segja tryggingunni upp og tryggja hjá hvaða tryggingarfélagi sem er. Uppsagnarfrestur á gömlu tryggingunni rennur út þann 30. nóv- ember, eða á morgun, og er húseig- anda skylt að tilkynna fyrir þann tíma hvaða félag hefur tekið trygg- inguna að sér hafi hann gert ein- hveijar ráðstafanir. Aðhafist fólk ekkert mun gamla tryggingin vera áfram í gildi en brunatryggingar gilda nú til eins árs í senn. Svipaðir skilmálar „Skilmálarnir eru enn í vinnslu hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga og ég er ekki kominn með frumdrög að þeim. Ég á þó von á því að þeir verði samhljóða hjá öllum vátrygg- ingarfélögunum vegna þess að þetta er lögboðin brunatrygging," sagði Arndór Hjartarson, tryggingaráö- gjafi hjá Sjóvá-Almennum, aðspurð- ur um skilmálana. Lögboðin brunatrygging þýðir að það sé skylda að brunatryggja og að sú trygging þurfi aö vera fyrir ákveðnum tjónum, svipað og með bifreiöatrygginguna. Skilmálarnir verða því að vera í samræmi við lög og reglugerðir um brunatryggingar fasteigna. Iðgjöldin eru hins vegar misdýr eftir því hvar á landinu hin tryggða húseign er. „Það er sérstak- ur afsláttur af iðgjöldunum bæði eft- ir því hvað það er langt í slökkvilið og hversu góðan útbúnaö viðkom- andi slökkvilið hefur," sagði Arndór en það er t.d. dýrara að tryggja ef fólk býr langt frá slökkviliði og lög- reglu. Sömu iðgjöld ails staðar Það kostar nákvæmlega það sama að brunatryggja hjá þeim sjö trygg- ingarfélögum sem neytendasíðan hafði samband við. Tekið var dæmi af 10 milljóna króna húseign í Reykjavík og á Húsavík og undan- tekningarlaust var árlegt iðgjald 1400 kr. í Reykjavík en 1600 kr. á Húsa- vík. Ofan á iðgjaldið leggst svo lög- bundið brunavarnagjald, viðlaga- tryggingargjald og umsýslugjald, samtals 3.200 kr. á ári. „Iðgjöldin eru komin niður úr öllu valdi frá því sem þau voru hér á árum áður. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði stórfelld breyting á þe'im, hvort sem er í Reykjavík eða úti á landsbyggðinni, þrátt fyrir þessa auknu samkeppni þar sem þau hafa verið með lægsta móti,“ sagði Gunnar Árnason, tryggingafulltrúi hjá VÍS. Aðspurður hvort um samráð væri að ræða þar sem taxtinn er alls stað- ar sá sami sagði Gunnar svo ekki vera. „Það eru í sjálfu sér engin sam- ráð um iðgjöldin. Það hefur verið vitað lengi hvaða taxti var í gangi á íbúðarhúsnæði og það dettur ekki nokkrum manni í hug að fara niður fyrir hann,“ sagði Gunnar. Viðmælendum blaðsins bar þó flestum saman um að því fylgdi viss hagræðing að tryggja allt á einum stað og einnig gæti það skipt fólk máli að vera ánægt með þjónustuna og viðskiptaaðilann. Jólapakkar^ til Dan- i merkur ^ - (flugpóstur) Verö í krónum m R to 1 o, iflloolj s i051 h ! 1 2 3 4 5 6 7 Kílógrömm 8 DV 9 9*1 7*00 Verö aðeins 39,90 mín. EiJ Vlkutllboð stórmarkaöanna Uppskriftir Áströlsk valhnetuterta með þeyttum rjóma og kaffi Tertan lítur girnilega út þegar hún er tilbúin. Uppskriftin er fengin úr banda- ríska matreiðslutímaritinu Gourmet en mál og vog hafa verið staðfærð að evrópskri fyrirmynd. Botninn: 8 stór egg, aðskilin 278 g sykur 356 g valhnetur 2 msk. ferskir brauðteningar 1 Vi msk. sterkt kaffi 1 Vi msk. romm Kafíírjóminn: 237 ml vel kældur rjómi 1 msk. instant-kaffikorn 169 g sykur Skreyting: 12 valhnetuhelmingar, léttristaðir Hitið ofninn í 350° F (ca 180° C). Smyrjið þrjú kringlótt 9" form og klæðið botn þeirra meö smjörpappír. Smyrjið-einnig smjörpappírinn og stráið hveiti yfir hann, bankið af hveitið sem umfram er. Þeytið eggjarauður ásamt 178 g af sykri þar til blandan hefur tvöfaldað rúmmálið og er orðin létt og ljós, í u.þ.b. 5 mín. Setjið valhnetumar í matvinnsluvél ásamt þeim 100 g sem eftir eru af sykrinum og hakkið fínt. Blandið hnetunum vel en gætilega saman við eggjablönduna ásamt brauðteningum, kaffi og rommi. Stífþeytið eggjahvíturnar í hreinni skál. Bætið þeim smátt og smátt var- lega út í eggjarauðurnar. Skiptið deiginu jafnt í tvö form og bakið í 20-25 mín. eða þar til hliðarnar losna frá forminu og kakan réttir úr sér eftir að þrýst hefur verið létt ofan á hana. Leyfið kökunni aö kólna í formunum í 10 mín. Losið hhðar kök- unnar frá forminu með beittum hníf og hvolfið henni varlega á grind. Fjarlægið smjörpappírinn og látið hana kólna alveg. Rjóminn: Hrærið kaffinu saman við 3 msk. af ijóma þar til kaffið er upp- leyst. Bætið afganginum af rjóman- um út í og sykrinum og hræriö þar til blandan verður stíf. Notið u.þ.b. /2 bolla af kaffirjómanum á milli laga í kökunni. Skréytið toppinn með val- hnetuhelmingum. ATH.! Þetta magn af kaffiijóma dugir til að setja ör- þunnt lag á milli hæða í tertunni. Ef fólk vill hafa meiri fyllingu aukið þá ijómann í 356 ml, instant-kaffið í 1 Zi msk. og sykur í 178 g. Geyrnið rauður og hvítur „Það er hægt að geyma afgangs eggjahvítur og rauður í allt að þrjár vikur í kæliskáp ef þær eru settar í ílát og lokaö vel fyrir. Það fer svolítið eftir því hvað eggin eru fersk,“ sagöi Steinunn Ingi- mundardóttir hjá Leiðbeiningar- stöð heimilanna aöspurð hvernig geyma ætti egg. „Rauðurnar þarf helst aö veija með annaðhvort örlitlum dropa af matarolíu eöa rjóma svo ekki komi skáná þær,“ sagöi.Steinunn en hún benti enn fremur á að frysta mætti slíka afganga í loft- þéttum umbúðum. Súkku- laðiíssósa til hátíða- brigða 'h lítn vatn 125 g siíkkulaði 30 g sykur 10 g kartöflumjöl vanilludropar salt saxaðar hnetur til skrauts Bræðið súkkulaðið í 4 dl af vatni. Blandið sykri, vanilludrop- um og salti saman við. Bragbætið og jafnið með kartöfiumjöli sem er hrært út í 1 dl af vatni. Setjið ísinn í skálar, hellið sósunni yfir og stráið hnetunum efst. Ykkareig- ið síróp Hún Herdís hringdi til okkar og sagðist yfirleitt alltaf útbúa sitt eigið síróp til að nota í pipar- kökuuppskriftir. Uppskriftin er bæði einfóld og þægilcgt svo við birtum hana ykkur til hægöar- auka. 250 g sykur 2 dl sjóðandi vatn Bræðiö sykurinn á pönnu þar til hann fer að freyöa. Bætiö þá vatninu út í og hrærið þetta vel saman. Sírópið er þunnt í byrjun en ef þið haldiö áfram aö hræra þykknar þaö smátt og smátt við hitann. Athugiö aö sírópið þykknar líka þegar þaö kólnar. Mál og vog Þaö er ekki úr vegi að birta hér upplýsingar um mál og vog þar sem mjög margir standa í bakstri þessa dagana. I Handbók sælker- ans, bók nemenda í Hótel- og veit- ingaskóla íslands, eru ýmsar handhægar upplýsingar og við grípum hér niöur í kaflann um tnál og vog. 'A bolh - 'h dl 'h bolli = 1 'A dl % bolli = 13A dl 1 bolh = V/i dl 1 V, bolli = 3 dl kakó 1 dl = 45 g möndlur l dl = 50 g saxaðar möndlur l dl = 45 g fínmalaðar möndlur 1 dl = 35 g rúsínur 1 dl = 50 g hveiti 1 dl = 60 g kókosmjöl 1 dl = 35 g hafragijón 1 dl = 80 g sykur 1 dl = 85 g flórsykur 1 dl - 50 g 1 teskeið - 0,005 lítri 1 matskeið = 0,005 lítri 2 matskeiðar = 0,03 lítri egg 1 dl = 2 stk. eggjarauöur 1 dl = 5 stk. eggjahvítur 1 dl = 3 stk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.