Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
3
Fréttir
Tilraunir Landsvirkjunar til orkusölu:
Stóriðjusamningar nást
fyrir næstu aldamót
- segir Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri markaðsskrifstofunnar
„Ég er sannfærður um að viö náum
stóriðjusamningum fyrir aldamótin.
Við erum að vinna að ýmsum málum
hjá Markaðsskrifstofunni. Þetta er
mjög viðkvæm vinna enda kæra er-
lendu fyrirtækin sig ekki um að það
spyrjist út hvað þau eru að gera. Um
er að ræða miklar fjárfestingar, bæði
á okkar mælikvarða og þeirra, sem
tekur langan tíma að ákveða," segir
Garðar Ingvarsson, á Markaösskrif-
stofu Landsvirkjunar.
Garðar kveðst ekki viija greina frá
viðræðum við einstök stóriðjufyrir-
tæki sem hafa íhugað starfsemi hér
á landi né nafngreina þau. Aðspurð-
ur segir Garðar að um allnokkur fyr-
irtæki sé að ræða.
„Það er ekki af illvilja gagnvart
fjölmiðlum að ég er meö samanlímd-
an munn. Ég væri ekki að sinna mín-
um störfum með réttum hætti ef ég
væri að blaðra um þessi mál. Þessar
viðræður eiga ekki að spyrjast út.“
Einkum hefur verið rætt um þrjá
stóriðjukosti á undanförnum misser-
um sem enn eru til athugunar. Um
er að ræða Atlantsálhópinn sem um
nokkurra ára skeið hefur íhugaö
byggingu álvers á Keilisnesi, þýska
álframleiðendur sem íhuga að ganga
til samstarfs við ’ÍSAL um stækkun
álverksmiðjunnar í Straumsvík og
bandaríska sinkframleiðandann
Zink Corporation of America sem
hefur til athugunar að byggja sink-
verksmiðju á Grundartanga.
Samkvæmt heimildum DV þykir
stækkun álverksmiðjunnar i
Straumsvík einn besti stóröiðjukost-
urinn um þessar mundir. Til að
mæta stofnkostnaði og vöxtum
vegna virkjunarframkvæmda þarf
Landsvirkjun aö fá minnst 20 mills
fyrir orkuna en til þessa hafa erlendu
aðilarnir ekki sætt sig við það verð.
Til dæmis munu bandarísku sink-
framleiðendurnir hafa boðið 8 til 12
mills fyrir orkuna þegar þeir voru
hér á landi fyrir skömmu. Það er
svipað orkuverð og ýmsir innlendir
framleiðendur greiða fyrir afgangs-
orku nú. -kaa
Vatnsleysuströnd:
Alvariegt
atvinnu-
ástand hjá
konum
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunv
„Atvinnuástand er mjög alvar-
legt hjá konum hér, það mesta á
Suðurnesjum allt árið. Ég á ekki
von á að það versni en erfitt er
þó um það að segja,“ sagði Jó-
hanna Reynisdóttir, sveitarstjóri
í Vogum á Vatnsleysuströnd, í
samtali við DV.
Atvinnuleysi hefur verið mikið
meðal kvenna í Vogunum. I
hvcrjum mánuði hafa 30-60 kon-
ur veriö án atvinnu á meðan örfá-
ir karlmenn hafa verið atvinnu-
lausír. Að sögn Jóhönnu hafa
fiskvinnslufyrirtæki hætt starf-
semi eða flust úr byggðarlaginu.
Vonir standa þó til aö starfsemi
hefjist aftur í nýlegu, glæsilegu
fiskvinnsluhúsi sem staöið hefur
autt um nokkum tíma þar sem
fyrirtækið varö gjaldþrota. Með
vinnu þar mundi atvinnuástand-
ið lagast verulega hjá konum í
Vogum.
í Vogunum búa tæplega 700
manns og sækir raikill hluti íbú-
anna vinnu á Keflavíkurflugvöll
eða til Reykjavíkur.
-----i___...... !_____1____
i7o/)feeone ffialufa/HS
G egg
6 msk sijkur
S pelar rjómi
100 g biytjað ‘Toblerom
100 g brælt Tobleroi u
<()/(’/'{):
l>( i)li<) cggjarcmóur og xykur vt I aamau.
t)ra<)i() 100 g Tobl( ron< og blandiO saman
i/V) (ggiii. Þ( ijli<) rjómann ogncljió -syiman i/V)
tggjalmliir xlijþíyllar og ba II varhga ul i
(ggja og rjónianianfiann. íinjtjii) 100 g
Tióbl( ronc smáll og si ljió saman r i<).
(\oU cr d() lx( la ca. 'í-'ó msk af ■Knbtnn
Iikjör (I r ///. Si ll i form og/hjsl. •''' Wu/m
V < rói fjkkur aó goóti
ntr <rl(i)il(<rinl ■*
■
r