Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ÉLLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Fornleifanefnd Undrum sætir aö menntamálaráðuneytið skuli ekki hafa séð til þess að gengið sé frá skipun nýrrar fomleifa- nefndar. Fyrri fomleifanefnd lét af störfum fyrir hálfu ári í kjölfar breytinga á þjóðminjalögum, þar sem meðal annars var kveðið á um breytt hlutverk hennar og skip- an. Frá þeim tíma hafa öll mál er nefndina varða legið óafgreidd. Fomleifanefnd hefur það meginverkefni að fjalla um og taka afstöðu til umsókna um fomleifarannsóknir og vera til ráðgjafar um fomleifavörslu. Til nefndarinnar skal einnig leita vegna hvers kyns framkvæmda sem kunna að hafa í fór með sér röskun á fomleifum. Að hluta til ber menntamálaráðuneytið sjálft beina ábyrgð á þeim drætti sem orðið hefur á skipan nefndar- innar með seinagangi og framtaksleysi eftir að lögin tóku gildi í sumar. Helsta ástæðan fyrir því að fomleifanefnd hefur ekki verið skipuð er þó sú að háskólaráð, sem tilnefnir einn af þremur nefndarmönnum, hefur ekki getað afgreitt til- lögu sína endanlega þrátt fyrir að málið hafi verið þar til umfjöllunar í heila Qóra mánuði. Ekkert bendir til þess að menntamálaráðuneytið hafi ýtt á eftir afgreiðslu málsins í háskólaráði. Þar með ber ráðuneytið einnig óbeina ábyrgð á drættinum sem orðið hefur á skipan fomleifanefndar. Upplýst hefur verið í DV að rektor háskólans hafi í samræmi við starfsvenjur og hefðir leitað eftir tillögu frá sagnfræðiskor heimspekideildar. Þegar hún kom til af- greiðslu í háskólaráði í haust hafi fulltrúar annarra há- skóladeilda hins vegar tekið sig saman um að sniðganga tillöguna, og þar með hefðir háskólans, og velja fulltrúa að eigin geðþótta eins og um vinsældakosningu væri að ræða en ekki ábyrga og faglega tilnefningu. Nefndarmaðurinn sem háskólaráð valdi reyndist þeg- ar til kom ekki uppfylla hæfnisskilyrði þjóðminjalaga, þótt þau séu aðeins um lágmarkspróf frá háskóla með fomleifafræði sem aðalgrein. Fulltrúinn sem háskólaráð hafnaði er á hinn bóginn einn fjögurra íslendinga sem lokið hafa doktorsprófi 1 fræðigreininni. Hann er sérfræðingur við fomleifadeild Þjóðminjasafnsins og kennir að auki fomleifafræði við Háskóla íslands. Enginn ágreiningur er um yfirburða- þekkingu hans og menntun. Á hinn bóginn er hvíslað um það meðal æðstu stjóm- enda háskólans að hann hefði mátt láta það ógert að vekja athygli á því að hugsanlega væri grátt silfur að finna í Þjóðminjasafninu. Af því hafi hann eignast óvild- armenn sem geti ekki unnt honum að sitja í fomleifa- nefnd. Því verður ekki trúað að slúður af þessu tagi ráði ferð- inni í háskólaráði þegar til kastanna kemur. Háskóh ís- lands hlýtur að hafa fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar loksins verður frá tilnefningu í fomleifanefnd gengið í byrjun janúar. Annað mundi skapa hættulegt fordæmi og rýra áht og traust háskólans sem akademískrar stofn- unar. Ákvörðun háskólaráðs að vísa málinu til lögskýringa- nefndar sinnar er óskiljanleg þar sem hún er aðeins til þess fallin að tefla lyktir þess. í ljósi staðreynda átti há- skólaráð auðvitað að ljúka málinu með því að tilnefna fúhtrúa þann sem hinn faglegi aðih í háskólanum mælti með. Enginn önnur niðurstaða er í rauninni ásættanleg ef háskólinn ætlar að komast frá þessu máh með sóma. Guðmundur Magnússon FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2. útgéfa. Húsaleigusamningar HÚSALEIGUSAMNINGUR UM ÍBÚÐARHÚSNÆÐI staðfestur af félagsmálaráðuneytinu samkvæmt lögum um húsaleigusamninga nr. 44 1. júní 1979, samanber lög nr. 70 30. maí 1984 og lög nr. 42 6. maí 1986. 1. Aðilar leigumála: Leigusali: ...G..g.ð.au.n.dgx.,..£uö.n!.un.ds.5.a.n.. Nafn Arni Arnason Leigutaki: 2. Lýsing leiguhúsnæftls: ÁQÍSSÍð.U.....221... Heimilisfang Laugauegi 312 Heimilisfang ...u.7.u.e.u.i.-.u.u.u.u Kennitala U7U2-UUDU Kennitala ...Reýk*javti< Sveitarfelag Staðsetning ......................................................................31 Hæð Gðtuheiti/húsnúmer Stærð: ............!?„......................... Fermetrar (innanmól) Fjðldi herbergja Nánari skilgreining húsnæðis (tegund herbergja, geymslur o. þ. h.): ........El.dh.,.. ba.ö,.......3...h.erb.er.g.i....... „Lögin skapa ákveðið jafnræði milii þeirra sem kaupa húsnæði og fá þess vegna vaxtabætur og þeirra sem ieigja," segir ráðherrann m.a. i greininni. Baráttumál í höf n Um áramót taka gildi lög um húsaleigubætur sem samþykkt voru sl. vor. Þessi mikla réttarbót er margra ára baráttumál Alþýöu- flokksins og því er þaö fagnaðar- efni að þetta góða mál er nú í höfn. Húsaleigubætur eru nýmæli sem skipta munu sköpum fyrir fólk á leigumarkaði hérlendis en eru snar þáttur hvaö varðar jöfnun og af- komu fólks í nágrannalöndum okk- ar. Mikil kjarabót Það er mikilvægt að verja kjör þeirra sem minna hafa mifli hand- anna, ekki síst á samdráttartímum eins og við höfum búið við síöustu ár. Þess vegna skiptir það máli að tekju- og eignahtlar fjölskyldur í leiguhúsnæði geti átt rétt á upphæð sem nemur allt að 21 þúsund krón- um mánaöarlega eöa 250 þúsund krónum á ári. Samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar má ætla að húsaleigubætur komi til með að hækka tekjur hjóna og einhleypra að meðaltali um 10% og einstæöra foreldra um 17%. Þetta eru stað- reyndir sem of lítið hefur verið hampað. Ákvörðun sveitarfélagsins Lögin skapa ákveðið jafnræöi milli þeirra sem kaupa húsnæði og fá þess vegna vaxtabætur og þeirra sem leigja. Nokkur stór sveitarfé- lög hafa ákveðiö að greiða ekki húsaleigubætur og hafa því af íbú- um sínum þann rétt sem þeir ann- ars hefðu átt á leigustuðningi. Þó er hlutur sveitarfélagsins aðeins 40% en ríkisframlagið er 60% af upphæöinni. Það er trú mín að þessi sveitarfélög endurskoði ákvörðun sína um leið og reynsla er komin á framkvæmd laganna. Til að tryggja aö það sé hagur Kjallariim Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra bæöi leigusala og leigjenda aö leigusamningi sé þinglýst er leigu- sala heimilt að draga leigutekjur frá skatti allt að 300 þúsund krón- um á ári. Margir telja að sú aðgerð muni jafnframt auka framboð af leiguhúsnæði. Útreikningur bóta Grunnstofn til útreiknings húsa- leigubóta á mánuöi er 7 þúsund kr. fyrir hverja íbúð en að auki bætast við 4.500 krónur fyrir fyrsta barn, 3.500 fyrir annað barn og 3000 kr. fyrir þriðja bam. Til viðbótar kem- ur 12% þess hluta leigufjárhæðar sem liggur á milli 20 þúsund og 45 þúsund króna. Bætumar skerðast á mánuði um 2% af árstekjum sem eru umfram 1,5 milljón króna. Við útreikning bóta er tekið tillit tfl eigna og ef samanlagðar eignir þeirra er í íbúðinni búa fara yfir 3 mifljónir bætist íjórðungur þeirrar upphæðar sem umfram er við tekj- urnar. Hámarkshúsaleigubætur geta orðið 21 þúsund á mánuði eins og fyrr segir. Húsaleigubætur em skattskyldar en tfllit var tekið til þess við ákvörðun upphæða húsa- leigubóta tfl hækkunar þeirra. Félagsmálaráðuneytiö hefur gef- ið út kynningarbækling um rétt leigjenda tfl húsaleigubóta. Horfttilframtíðar Ég er sannfærð um að húsaleigu- bætur eru komnar til að vera og að sem jöfnunaraðgerð eiga þessi lög eftir að skipa þýðingarmikinn sess. Það er mjög mikilvægt í kom- andi kjarasamningum að leggja áherslu á að hækka laun þeirra tekjulægri en það er líka full ástæða tfl aö minna á hve mikfl búbót húsaleigubætur eru fyrir tekjulágar fjölskyldur á leigumark- aöi. Rannveig Guðmundsdóttir „Til að tryggja að það sé hagur bæði leigusala og leigjenda að leigusamningi sé þinglýst er leigusala heimilt að draga leigutekjur frá skatti allt að 300 þúsund krónum á ári.“ Skoðanir annarra Ófagur tónn í árslok „Sú spuming sem einna helst brennur á vömm á síðustu dögum þessa árs snýr að sjálfsögðu að því sem bíður á nýju ári. Þar standa einna helst upp úr væntanlegir kjarasamningar. Tónninn hefur þegar veriö gefinn, sjúkraliðar hafa verið í verkfalli svo vikum skiptir og kennarar hafa lagt fram kröfur sem metnar eru sem 25% hækkun launa. Þetta er ekki fagur tónn. Allir vita að þjóðfélagið og hagkerfið þola ekki launahækkanir á þessum nótum... “ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins. 28. des. Óvissuþættir fjárlaga „Fjárlög ársins 1995 em háð ýmsum óvissuþáttum sem fiárlög fyrri ára. Það er ekki á vísan að róa, sjáv- araflann, sem þyngst vegur í þjóðarbúskapnum. Við eram.og ríkulega háð efnahags-.og verðþróunj um; heiminum, sem við höfum lítfl sem engin áhrif á. Setja veröur einnig spurningarmerki við ýmsar fjár- lagaforsendur á heimaslóðum, eins og launa- og verð- lagsþróun, en samningar em lausir og lyktir á þeim vettvangi ófyrirséöar." Úr forystugrein Mbl. 28. des. Njála dagpeningamála „Segja má að eiginkonur þeirra Viðeyjarbræðra séu að skrifa sína eigin Njálu í dagpeningamálum, því hvomg vill homkerhng vera og verður fróölegt að fylgjast með ættarveldinu þegar Schram svarar þessu framlagi Thorarensen. Spennan milli húsfreyj- anna á Vesturgötunni og í Lynghaganum bætist nú ofan á þá Sturlungaöld, sem ríkt hefur í ríkisstjórn- inni undanfarin misseri, og bætir við fjölbreytni átakanna í stjórnarráðinu." Garri í Tímanum 28. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.