Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
13
Ár fjölskyldunnar 1994:
Starfsöryggi
Árið 1994 er ár fjölskyldunnar á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Starfandi hefur verið landsnefnd á
vegum félagsmálaráðuneytisins, er
hefur haft það hlutverk að vinna
að undirbúningi ársins hér á landi,
en nefndina skipa fulltrúar ýmissa
samtaka, þar á meðal samtaka
launafólks. Eitt af því sem nefndin
hefur staðið fyrir var ágætlega
lukkað málþing um málefni fjöl-
skyldunnar í byrjun árs.
Kröfur samtaka launafólks
Fulltrúar Alþýðusambands ís-
lands og Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja í landsnefndinni
gerðu það að meginmarkmiði á
árinu að þrýsta á um fullgildingu
samþykktar Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar, ILO, um starfsfólk
með fjölskylduábyrgð. Samþykkt-
in, sem er nr 156, leitast við að
KjaUarinn
Bryndís Hlöðversdóttir
lögfræðingur ASÍ - í landsnefnd
um ár fjölskyldunnar
Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Arni Stefánsson, fyrrv. félags-
málaráðherrar. Pólitiskur áhugi þeirra á að vinna að framgangi málsins
var lítill, segir m.a. i greininni.
„Fullgilding þessara tveggja sam-
þykkta myndi gerbreyta stöðu launa-
fólks í landinu bvað starfsöryggi varð-
ar en í samanburði við önnur Norður-
lönd er ísland mjög aftarlega á merinni
1 þeim efnum.“
tryggja starfsmönnum með fjöl-
skylduábyrgð starfsöryggi og er
þar m.a. tekið fram að fjölskyldu-
ábyrgð sem slík geti ekki verið gild
ástæða uppsagnar.
Fullgilding ILO samþykkta
Fullgildingar ILO samþykkta
fara fram eftir skoðun í svokallaðri
þríhliðanefnd aðila vinnumarkað-
arins og félagsmálaráðuneytisins.
Vægast sagt hefur gengið treglega
að fá samþykktir þessar fullgiltar
en fuUtrúar launafólks í nefndinm
hafa á umliðnum árum ítrekaö
reynt að fá samþykkt um starfsfólk
með fjölskylduábyrgð og samþykkt
nr. 158 um uppsögn af hálfu at-
vinnurekanda fullgiltar. Sú síðar-
nefnda kveður á um stóraukið
starfsöryggi launafólks og skv.
henni þarf atvinnurekandi t.d. að
gefa upp réttmæta ástæðu fyrir
uppsögn starfsmanns. Fullgilding
þessara tveggja samþykkta myndi
gerbreyta stöðu launafólks í land-
inu hvað starfsöryggi varðar en í
samanburði við önnur Norðurlönd
er ísland mjög aftarlega á merinni
í þeim efnum.
Ástæöan fyrir tregðu til að full-
gilda samþykktirnar tvær hefur
fyrst og fremst verið sú að fulltrúi
atvinnurekanda í nefndinni hefur
lagst gegn fullgildingu. Meðaltal
fullgildinga ILO samþykkta á
Norðurlöndunum er í kringum 70
samþykktir en við höfum aðeins
fullgilt 18. Samanburðurinn er ekki
glæsilegur.
Ábyrgð félagsmálaráðherra
En hver er ábyrgð félagsmálaráð-
herra í slíkri stöðu? Fulltrúar
BSRB og ASÍ í landsnefnd um ár
fjölskyldunnar stóðu saman að því
í mars sl. að beina þeim tilmælum
til þáverandi félagsmálaráðherra,
Jóhönnu Sigurðardóttur, að beita
sér fyrir fullgildingu samþykktar
nr. 156 á árinu. Lítið þokaðist í
hennar ráðherratið. Málið var tek-
ið upp viö næsta félagsmálaráð-
herra, Guðmund Árna Stefánsson.
Pólitískur áhugi þessara ráöherra
fyrir því að vinna að framgangi
málsins var lítill, starfsöryggi fjöl-
skyldufólks virðist ekki eiga upp á
pallborðið.
Nú síðast hefur því veriö hreyft
við núverandi félagsmálaráðherra,
Rannveigu Guðmundsdóttur. Ég
hvet Rannveigu Guðmundsdóttur
til að láta til sín taka í þessu efni.
Starfsöryggi launafólks er málefni
sem vert er að gefa gaum, þótt fyrr
hefði verið.
BryndíS' Hlöðversdóttir
Að pissa í skóinn sinn
- eða klósett
Ágætur fyrrverandi lærifaðir
minn, Guðmundur Ólafsson hag-
fræðingur, skrifar í Kjallarann 15.
desember um holræsaskatt og aör-
ar náðargjafir hins opinbera. Þar
reynir hann að réttlæta holræsa-
gjaldið sem félagar hans' í R-listan-
um ætla að leyfa Reykvíkingum að
greiða á næsta ári.
Holræsagjaldið er af sama meiði
og fasteignagjald, reiknast sem
ákveðið hlutfall af fasteignamati
íbúðar. Eins og menn rekur minni
til var hækkun opinberra gjalda
eitt af fáu sem R-listanum láðist að
lofa fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar. Nú hafa þeir hins vegar
ákveðið að ganga snöfurlegar fram
en loforð gáfu tilefni til. Reyndar
er því haldið fram að engin gjöld
hafi verið hækkuð, einungis ný
tekin upp. í sannleika sagt held ég
að nafngiftin skipti Reykvíkinga
engu máli því að gjöldin koma jafn-
illa við fjárráð borgarbúa eftir sem
áður.
Skattar eru óréttlátir
Nú er í sjálfu sér ekki nýtt að
vinstrimenn hækki skatta þó að
53% Reykvíkinga kunni að halda
það. Hitt finnast mér tíðindi að
Guðmundur Ólafsson, sem lýst hef-
ur því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn
sé of langt til vinstri, skuli skipa
sér í fylkingarbrjóst með arðræn-
ingjunum á R-listanum.
KjaLaiinn
Þorsteinn Arnalds
háskólanemi
berar álögur skuli vera í samræmi
við notkun fjármagnsins. Ég hef
ekki lesið hið mikla rit Adams
Smiths, Auðlegð þjóðanna, sem út
kom áriö 1776, og verð þvi að taka
fullyrðingar GÖ um skoðanir
Smiths trúanlegar. En ég er þess
fullviss að ef hann hefði órað fyrir
því að hlutverk ríkisvaldsins yrði
orðið jafn mikið og áhrif þess jafn
lamandi nú á öndverðri 20. öld
hefði hann líklega sett fram eina
einfalda reglu um skattlagningu:
„Engir skattar eru bestu skattarn-
ir“.
Markaðurinn
Að kalla holræsaskattinn „þjón-
ustugjald á holræsanotkun" er að
sjálfsögðu fjarstæða. Guðmundur
segir að kostnaður við að leggja
skolplagnir í eitt einbýlishús sé
„Á markaði er ævinlega einhver áfrýj-
unarmöguleiki. Menn eiga í versta falli
kost á að fara sjálfir í samkeppni við
þann sem ekki býður eðlileg kjör. Um
slíkt er ekki að ræða í þessu tilfelli.“
Guðmundur vitnar til 18. aldar
heimspekingsins Adams Smiths og
segir að álagning holræsaskatts
hefði fallið honum vel í geð - opin-
svipaður og að leggja skolplagnir í
heila blokk sem kann að vera rétt.
En stór hluti af útgjöldum til hol-
ræsagerðar hefur farið í að byggja
dælustöðvar og lagnir í sjó til að
pumpa lífrænum úrgangi sem
lengst á haf út og koma í veg fyrir
að verjur og dömubindi fljóti í stór-'
um stíl um Nauthólsvíkina og aðra
útivistarstaði í Reykjavík. Heldur
Guðmundur að ekkja sem býr í
stóru húsi nýti sér þjónustu þess-
ara dælustöðva fjórfalt meira en
fiögurra manna fiölskylda í þriggja
herbergja íbúð? Þá ætti hann að fá ’
Margréti Björnsdóttur, vinkonu
sína úr Jafnaðarmannaflokknum,
til að halda endurmenntunarnám-
skeið í líffræði fyrir sig og aðra fé-
laga í Félagi frjálslyndra jafnaðar-
manna.
Guðmundur segir holræsagjaldið
vera markaðslausn. Á markaði er
ævinlega einhver áfrýjunarmögu-
leiki. Menn eiga í versta falli kost
á að fara sjálfir í samkeppni við
þann sem ekki býður eðlileg kjör.
Um slíkt er ekki að ræða í þessu
tilfelli.
Guðmundur sakar nafna sinn
Magnússon fréttastjóra undir rós
um að vera „flokkssnata". Guð-
mundur Ólafsson er mér frumlegri
í vali á skammaryrðum og því veit
ég ekki hvað ég á að kalla hann
fyrir blinda þjónkun hans við R-
listann. Eitt er þó víst að hann virð-
ist fórnarlamb félagsmannahyggj-
unnar sem hungrar í feit embætti
hjá borginni.
Þorsteinn Arnalds I
I l ' / k . 1 - 1 i U JKII.H U.u
Réttlætanlegt
„Þarna er á
ferðinni sér-
stakt mál þar
sem þetta fyr-
irtæki hefur
ásamt tveim-
ur öðrum lagt
út í viðamikl-
arrannsóknir
á því hvort
mögulegt sé
að stunda
Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaöur.
hafbeit á laxi við Island.
Það má segja að þarna sé verið
að gera úrslitatilraun í þessa ver u
og margir aðilar sem stunda haf-
beit, innanlands sem utan, fylgj-
ast með henni
Ef litið er til sögu fyrirtækisins
þá hefur það vissa sérstöðu i hópi
fiskeldisfyrirtækja. Það hefur
notið afar lítillar fyrirgreiöslu af
hálfu opinberra aðila og einkaað-
ilar hafa tapað hundruðum millj-
óna á fyrirtækinu en samt haldið
því gangandi. Síðustu tvö árin
lenti fyrirtækið í miklum erfið-
leikum vegna slæmra heimtna á
seiðum. Málið snýst um það
hvort unnt sé að gera þessa til-
raun. Þeir aðilar sem standa að
fyrirtækinu ætla að koma inn
með miklu meiri fiármuni, mér
skilst að verið sé að tala um 200
miljónir í aukið hlutafé. Þannig
að sú ríkisábyrgð sem hér um
ræðir, sem á aö vera með eins
tryggu veði og hægt er í þessum
rekstri, er ekki nema lítið brot
af þeim kostnaði sem eigendur
fyrirtækisins eru að leggja út í.
Að öllu þessu sögðu tel ég rétt-
lætanlegt aö taka þátt í þessu með
fyrirtækinu.
Afgreitteins
og pitsusneið
„Fyrir það
fyrsta kom
máliö mjög
seint til efna-
hags- og við-
skiptanefnd-
ar. Það var
rætt í fyrsta
sinn í fyrra-
kvöld, kvöld-
ið sem átti að
afgreiða það
Infli BJiSm Albertsson
atþlnflismaóur.
út úr þinginu. I Öðru lagi talaði
fulltrúi landbúnaðaráöuneytis-
ins þannig íyrir því að á honum
mátti mátti skilja að þarna væri
um verulegt áhættufé að ræða og
mjög hugsanlega tapaö fé.
í þriðja lagi er hér um að ræða
mjög mikla mismunum á milli
fyrirtækja í fiskeldi almennt. í
fiórða lagi er fallinn hæstaréttar-
dómur sem mælir gegn því að
veitt sé veö í slikum veðrétti sem
þarna um ræðir, það er að segja
hafbeitarlaxi sera ætlað er að
heimta árið 1996. í fimmta lagi
fylgdu engin gögn þessari tillögu
sem ábyrg nefnd á að grandskoða
áður en hún leggur blessun sína
yfir 50 milfión kyóna útlán. Og
kannski í sjötta lagi þá eru menn
aö berjast fyrir litluro upphæðum
tll góðra verka sera hljóta ekki
náð fyrir augum fjárlaganefndar
og ríkisstjórnar. í því Ijósi finnst
manni þetta ansi hratt gengið og
svona mál kalli á meiri vinnu en
þarna fór fram.
Með þessu öllu er ég ekki að
segja að ég sé andstæðingur fisk-
eldis á neinn hátt, ég er miklu
frekar stuðningsmaður þess. Ég
vil hins vegar hafa miklu vand-
aðri rinnubrögö en hér eru viö-
höfð og mér finnst ábyrgöarleysi
að afgreiöa þetta út á nánast 10
mínútum eins og pitsusneiö."