Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 10
10 Spumingin FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Ætlar þú að kaupa flugelda fyrir áramótin? Jóhann Páll Sigurðarson: Já, en temmilega mikið. Gunnar Kristófersson: Nei, það geri ég ekki. Ólína Geirsdóttir: Já. Bergþór Júlíusson: Já, slatta. Tyrfmgur Magnússon: Já, einn íjöl- skyldupakka. Kristján Zimsen: Já, slatta. Lesendur Hinn helgi verkfallsréttur: Sjúkraliðar njóta hans ríkulega Guðjón Sigurðsson skrifar: Ávallt hefur verið eitt mesta keppi- kefli launþegastéttanna hér að halda í verkfallsréttinn. Hann er helgasti réttur launþeganna, hafa forystu- menn verkalýðsfélaganna sagt æ of- an í æ. Upphafning verkfallsréttarins gekk svo langt að meira að segja hörðustu áhangendur kommúnism- ans sovéska sögðu löngum að hið eina sem plagaði sovétskipulagið væri bann við að nýta sér hinn helga rétt. - Og það slær ávallt ljóma á andlit forystumanna launþegasam- takanna þegar þeir minnast á hinn helga rétt. Hann er líka svo helgur að hann má ekki nýta nema í „al- gjörri neyð“, segja þeir. En þessi blessaði verkfallsréttur, þótt helgur sé, hefur nú verið nýttur nokkuð oft í íslensku samfélagi. Og þá halda launafólkinu engin bönd. Allir skulu standa saman um „helga- réttinn". Hann verður þó aldrei af því tekinn. Rétturinn er þess megin. Ekki hinum megin, hjá auðvaldinu, þessum sem arðræna launafólkið. Og þeir sem arðræna eru hvor tveggja í senn, ríkið og atvinnurek- endur. Þessi ódámur sem hefur bundist bræðraböndum um að kúga hinn stritandi mann, binda vinnu- fúsar hendur og segja nei við hvaða kröfum sem settar eru fram, við hvaða viðmiðun sem notuð er til samanburðar. Mikill sparnaður er að verkfalli sjúkraliða, segir m.a. i bréfinu. Og það er komið að skuldadögum. Til þessa dags hafa aðeins meina- tæknar og sjómenn haldið úti verk- falh hér á landi í 40 daga eða meira. Nú er komið að sjúkraliðum að slá metið. Hinn helgi réttur er nú þeirra. Hann skal vel nýttur. Jólin og ára- mótin innifalin, og allir slappa af. Birt var stutt viðtal í fréttatíma sjón- varps við formann sjúkraliða. Hann sagði jólin bara fara vel í hópinn. Enginn sérstakur höfuðverkur og menn gerðu sitt besta til aö láta há- tíðina ekki trufla „helgaréttinn". Já, það verður gaman þegar upp verður staðið og „helgiréttur" hefur fært sjúkraliðum launatap sem tekur minnst eitt ár að vinna upp. Þrjú ár ef vel gengur að halda í verkfallsrétt- inn eitthvað lengur. Það er orðinn mikill sparnaður að þessu verkfalli sjúkraliða. Lítill sem enginn út- gjaldaauki er t.d. á Borgarspítala og fá rúm standa auð. Til hvers vorum við þá að búa til sjúkraliða? Ganga- stúlkur sinntu þessum störfum prýðilega áður. - Leyfum sjúkrahð- um og öðrum baráttuglöðum verk- fallssinnum að njóta hins helga verk- fallsréttar áfram. Til eilífðarnóns ef svo vill verkast. Verstu málin 1995 í draumsýn Ólafur K. Ólafsson hringdi: Mér finnst mér bera skylda til að hripa nokkrar línur eftir draum sem mig dreymdi aðfaranótt jóladags og held að hafi beina þýðingu fyrir okk- ur íslendinga sem þjóð. - Of langt mál væri að útlista draumana, sem voru þrír þessa sömu nótt, en hnigu allir að atburðarás komandi árs. Voru í raun sýnir sem sneru, hver með sínum hætti, að þremur þáttum í þjóðarbúskapnum; veðsetningu á aflakvóta, GATT-samningnum og horfum í atvinnumálum. Ég er ekki að orðlengja þetta frekar en læt það flakka sem ég sá fyrir með þessum sýnum. - Veðsetning aflakvótans er mál sem skapar okkur verulega erfiðleika og deilur allt næsta ár, án þess að nokkur niður- staða fáist. Því til viðbótar upphefjast svo enn erfiöleikar í samskiptum okkar við Norðmenn og Rússa út af fiskveiðideilu og fiskkaupum. En hvort tveggja mun taka mikinn tíma bæði núverandi og næstu ríkis- stjórnar. - GATT-samningurinn og samþykkt hans á eftir að dragast á langinn og valda okkur miklum málarekstri við önnur ríki. Þaö verð- ur handafl gegn búvörulögum og tollabreytingum sem fær leyst málið. Það verður í tíð nýrrar ríkisstjórnar. - Vinnumarkaðurinn mun svo að segja lamast á fyrstu mánuöum árs- ins og ekkert lát verður á vinnu- stöðvundm og kröfum um launabæt- ur. Það mál leysist ekki fyrr en í byrjun maímánaðar eða síðar eftir því sem fram kom í draumnum. Óskapnaöur í formi dagpeningagreiðslna: Hver setti reglurnar? Eygló skrifar: Komin er upp kynleg umræða í fjölmiölum um dagpeningagreiðslur hins opinbera til maka ráöherra sem taka makana með sér í ferðir á veg- um ríkisins til útlanda. - Ein ráð- herrafrúin vakti upp umræðuna á lesendasíðu Morgunblaðsins, og gaf þá yfirlýsingu að hún vildi ekki vera ölmusukona, en hefði staðið fyrir gestamóttökum í ríkum mæli fyrir ráðuneyti manns síns á heimili sínu. Þar af leiðandi, og í tilefni frétta um hvað frúin hefði kostað þjóðina í dag- peningum á ferðalögum, myndi hún hætta að gegna skyldustörfum fyrir ráðuneyti manns síns frá dags dato. Reikningur myndi svo fylgja í kjöl- farið. Ekki tók betra við því strax annan jóladag sendi svo frú æðsta ráðherr- ans frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að hún hefði aldrei þegið dagpeninga þegar hún færi til útlanda með manni sínum í embættiserindum. - Þetta getur nú auðveldlega leitt til þess aö hver ráðherrafrúin á fætur annarri geri grein fyrir viðhorfi sínu til dagpeninga ríkisins. Raunar hið besta mál er allt kemur til alls. Málið snýst bara ekki um dagpen- inga sem slíka heldur hitt að ríkið skuli greiða áfalhnn kostnað fyrir maka (og ráðherra), t.d. gisti- og matarreikninga o.s.frv. auk dagpen- inganna, sem samkvæmt orðanna hljóðan eiga að vera fyrir áður nefnd- um kostnaði á ferðalögum. Nýlega var afnumin sú venja að greiða þess- um ferðalöngum dagpeninga fyrir daginn sem þeir komu frá útlöndum, en svo rýmilegur hafði skammturinn verið áður, og engum þótt aðfinnslu- vert. - En spurningin um allt heila klabbið stendur ofarlega í hugum margra: Hver eða hverjir bjuggu til þessa reglu um tvöfalda dagpeninga fyrir ráðherra og frúr þeirra? Erlendir dagpeningar til ráðherrafrúa - umbun fyrir skyldustörf eða ómaga- greiðslur? Hringiö í síma 63 2 7 00 millikl. 14ogl6 _____-eða skrifið Jörundur-þuiinur boðskapur Ása hí-ingdi: Ég og viö á mínu heimili ætluð- um að horfa á leikritið um hann Jörund hundadagakonung, og gerðum það líka. En því hefðum við betur sleppt. Hvílík endemis- vitleysa og klúður var þessi sam- setníng! Þetta var þunnur boð- skapur. Og fólkið allt gert hvað öðru Ijótara og kauðskara. Auð- vitað hefði fyrra kvöldið átt að nægja, en maður vildi nú bíöa og sjá hvort ekki rættist úr. En það rættist ekkert úr. Getum við ekki Iátið hér staöar numið með ís- lenska þáttagerð fyrir Sjónvarp- iö? - Og fjöldinn sem aö þessu stóð, maður! Það var enginn smá hópur, hvílikt kraðað! Og við borgum. Já, við launafólkið! Skattalækkutt eðaafborganir? J.S.K. hringdi: Nú bjóða þeir hjá verðbréfa- mörkuðunum afborganir á hluta- bréfunum ef maður kaupir fyrir áramót. Þessi bréf eru sögð eiga aö lækka skattana hjá fólki um einhver 40% eða svo. En í stað þess að sleppa við einhverjar skattgreiöslur greiðir maður jú bara mánaðarlegar afborganir vegna bréfakaupanna, sem nema þá rúmum 100 þúsundum króna! Hvaða bisness er hér eiginlega á ferðinni? Lætur almenningur stöðugt plata sig, og það svona gifurlega? Auk þess sem bréfin hríðfalla í verði í flestum tilvik- um! Enn gráta kratar í Firðinum Grétar hringdi: Ég er farinn að halda að kratar í Hafnarfirði hafi í alvöru misst spón úr aski sínum þegar þeir töpuðu bænum. Það hefur ekki gengið á öðru en lesendabréfum eða innhringingum í þjóðarsálar- þætti með fordómum um nýja bæjarstjóm í Hafnarfirði. Þeir eru sem sé enn að gráta, kratarn- ir í Firðinum, að Guðmundur Árni skyldi yfirgefa þá. Fyrst sem bæjarstjóri, og síðan sem heil- brigðisráðherra og síðar félags- mála. Kattarþvotturað- stoðarmannsins Sigurður Þ. hringdi: Eg heyrði í hádegisfréttum sl. þriðjudag haft eftir aðstoðar- manni utanríkisráðherra að yfir- lýsing utanríkisráðherrafrúar- innar kæmi illa viö embættið o.s.frv. Ef ákvörðun frúarinnar stæöi þyrfti ráðherra að ráða sér annan aðila til að ganga í starf frúarinnar. - Hér er um algjöran kattarþvott aö ræða. - Er virki- lega verið að segja okkur lands- mönnum aö það ÞURFI að vera ein frú með hverjum ráðherra? Ifvað ef ráðherra væri ógiftur, skilinn eða ekkill? Ég veit ekki betur en ráðherrar hafi komið hingað til lands konulausir, rit- aralausir og allslausir í opinber- um erindagjörðum. Spariskírteini Jóhann Björnsson hringdi: Ég á nokkur spariskírteini rík- issjóðs. Ég veit sannarlega ekki hvað taka skal til bragðs í febrúar þegar þessi skírteini verða inn- leyst. Eg á alveg eins von á því að engin vaxtahækkun verði hér, og þá er lítið annað til bjargar en að festa peningana í erlendura bönkum. Þeir eru þó vel tryggðir þar þar til annað kemur í ljós. En þetta er ekki bara mitt vanda- mál heldur líka ríkiskassans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.