Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 25
Hilmir Snær Guðnason og Balt- asar Kormákur í hiutverkum sín- um í Fávitanum. Mannúð teflt gegn mann- vonsku Þjóðleikhúsiö frumsýndi annan dag jóla á stóra sviðinu leikritið Fávitann sem byggt er á sam- nefndri sögu Fjodors Dostojevsk- ís. Önnur sýning á leikritinu er í kvöld. Fávitinn er Myshkin fursti og gengur hann undir þessu nafni þar sem hann er græskulaus og góöhjartaður og auk þess er hann Leikhús flogaveikur. Allt í kringum Myshkin ólgar lífið af svikum, ástríöum, undirferh og græðgi. Hann hrindir af stað atburðarás sem jafnvel gerir illt verra en um leið laðar hann fram kosti allra þeirra sem á vegi hans verða. Leikstjóri er Kaisa Korhonen en með helstu hlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur og Tinna Gunnlaugs- dóttir. í Fávitanum fjaliar Dostojevskí um kærleikann, þjáninguna og ekki síst kristna trú af einstæðu innsæi og mannskilningi og sag- an um Myshkin hefur heillað les- endur í gegnum tíðina. Stjórnarbyltingar eru eru al- gengar i Suöur-Ameriku. Stjómmál og stjómarbyltingar . Farsíma- móöurstóðvar farsíma Ótryggt " samband Naustkjallarinn: Naustið er gamaigróinn og þekkt- ur veitingastaður við Vesturgöt- una. I kjallara Naustsins er rekin krá og skemmtistaður þar sem oft er boðiö upp á lifandi tónlist og svo verður næstu kvöld. Skemmtanir í kvöld og annað kvöld má búast við að verði fjörugt í Naustkjallar- anum en þá mun hljómsveitin Gömlu brýnin halda uppi merki lifandi tónlistar. í hljómsveitinni eru reyndir og þekktir spilarar sem lengi hafa verið í bransanum. Á efnisskrá þeirra er alhliöa tónlist frá gullaldarárum dans- og dægur- lagatónlistarinnar. Gömlu brýnin. Suöur-Ameríka er heimsálfa stjórnarbyltingar, en hvergi hafa þær verið fleiri en í Bólivíu, en tölfróðir menn telja að 191 stjórn- arbylting hafi verið gerð í landinu síöan það öðlaðist sjálfstæði árið 1825. Var hin síðasta gerð 30. júní 1984 þegar rúmlega sextíu vopn- aðir menn tóku Hernan Siles Zu- azo forseta í embættisbústað hans og höfðu hann á brott með sér. Mesta kosningafölsunin í forsetakosningunum í Líberíu 1927 var Charles D.B. King for- seti endurkjörinn og samkvæmt opinberum tölum munaði 234.000 atkvæðum á honum og mótfram- Blessuð veröldin bjóðanda hans, Thomas J.R. Faulkner, frá Flokki alþýðunnar. Atkvæðamunurinn var fimmtán sinnum tala atkvæðisbærra kjós- enda í landinu. Tvísýnustu kosningarnar Varla er hægt að hugsa sér jafn- ari kosningaúrslit en í þingkosn- ingum í Zansibar (nú hluti af Tansaníu) hinn 18. janúar 1961 þegar Afro-Shirazi flokkurinn sigraði með eins þingsætis meiri- hluta eftir að frambjóðandi hans í Chake-Chake náöi kjöri meö eins atkvæðis mun. Ófærtmilli Flateyrar og Þingeyrar Beðið er átekta með mokstur á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðar- heiði, Sandvíkurheiði og Fjarðar- heiði á Austurlandi. Á Vestfjörðum er biðstaða með aðgerðir á Breiða- Færðávegum dalsheiði og ófært er á milli Flateyrar og Þingeyrar. Verið er að moka um Kleifaheiði, Mikladal og um Stein- grímsfjarðarheiði. Suðurleiðin er ágætlega fær og eins er norðurleiðin fær með ströndinni til Bakkafjarðar. Ástand vega O Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q)^SrSt°ðU DD Þungfært 0 Fært fjallabílum Bróðir Eyrúnar Þessi myndarlegi drengur fæddist desember kl. 7.33. Hann reyndist á fæðingardeild Landsspítalans 28. vera 3445 grömm að þyngd og 50 sentímetra langur. Foreldrar hans ---------------------- eru Kristín Ólafsdóttir og Kristján Rorri daosins Einar Jónsson. Hann á eina systur __________ sem heitir Eyrún. ..j.tf.1 *..'t. :.t.;'4:.vilí411 Tfrri:i:förtTÍf ■'it Pólski leikstjórinn Krzysztof Kieslowski. Kieslowski- hátíð í gær hófst á vegum Hreyfi- myndafélagsins Kieslowski-dag- ar í Háskólabíói. Sýndar verða fjórtán myndir eftir pólska meist- arann. Þetta eru Boðorðin (Deka- log), Tvöfalt líf Veróníku og ht- irnir þrír Blár, Hvítur og Rauður. Hátíðin byijar á sýningu boð- orðamyndanna, sem eru um það bil klukkustundar löng hver um sig. Númer 1 og 2 voru í gær. í kvöld verða sýndar númer 3 og 4. Þegar sýningum á Boðorðun- um lýkur tekur við Tvöfalt líf Veróníku og hátíðin endar á því Kvikmyndahúsin að Þrír htir Blár og Þrír htir: Hvítur vera sýndar frá 10.-15. ■ janúar. Þrír htir: Rauður er ein af jólamyndunum í Háskólabíói og verður sýnd alla daga hátiðar- innar. í fyrra sýndi Hreyfimyndafé- lagið No End eftir Kieslowski en við gerð þessarar myndar naut hann fyrst aðstoðar lögfræðings- ins Krzysztofs Pisiewicz sem hafði staðið framarlega í baráttu Samstöðu. Síðan hefur Pisiewicz verið meðhandritshöfundur Ki- eslowskis að öhum myndum hans. Nýjar myndir Háskólabíó: Þrír litir: Rauður Laugarásbió: Jungle Book Saga-bíó: Skuggi Bíóhöllin: Konungur ljónanna Stjörnubíó: Karatestelpan Bíóborgin: Kraftaverk á jólum Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 293. 29. desember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,550 68,750 68,610, Pund 106,460 106,780 107,140 Kan. dollar 48.780 48,970 49,940 Dönsk kr. 11,1760 11,2210 11,2000 Norsk kr. 10,0550 10,0960 10,0350 Sænsk kr. 9,1860 9,2230 9.1730 Fi. mark 14,4300 14,4880 14,2120 Fra. franki 12,7090 12,7600 12,7690 Belg. franki 2,1377 2,1463 2,1306 Sviss. franki 51,8500 52,0600 51,7100 Holl. gyllini 39,1800 39,3400 39,1400 Þýskt mark 43,9100 44,0400 43,8400 It. líra 0,04190 0,04211 0,04234 Aust. sch. 6,2370 6,2680 6,2290 Port. escudo 0,4267 0,4289 0,4293 Spá. peseti 0,5176 0,5202 0,5253 Jap. yen 0,68620 0,68820 0,69480 írskt pund 104,910 105,440 105,650 SDR 99,64000 100,13000 100,13000 ECU 83,4100 83,7500 83,5100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárctt: 1 nöldur, 5 ákafs, 8 gráðug, 9 klafi, 10 gnæfir, 11 nálægð, 13 rösk, 14’ svelgur, 15 slökkvari, 17 þefa, 19 svefn, 20 saumur. Lóðrétt: 1 viðurkenning, 2 ákveða, 3 horkrangi, 4 gifta, 5 fauta, 6 gamall, 7 sjónvarpsskermar, 12 kelda, 16 feyru, 18 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 vösk, 5 stó, 7 ár, 8 lakar, 10 fló, 11 náði, 12 eyðing, 14 snaga, 16 ei, 17 dauð- ir, 19 auð, 20 mild. Lóðrétt: 1 vá, 2 örlyndu, 3 slóöa, 4 Kani, 5 skánaði, 6 tað, 9 riðir, 10 festa, 13 geil, 15 gum, 18 að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.