Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
Neytendur
Ný lög iun fjöleignarhús og húsaleigu taka gildi um áramót:
Var orðið tímabaert
að baeta úr þessu
- segir Sigurður Helgi Guðjónsson, höfundur laganna
Um áramótin taka bæði gildi ný lög
um fjöleignarhús sem leysa af hólmi
lög um fjölbýlishús frá árinu 1976 og
ný húsaleigulög sem leysa af hólmi
lög um húsaleigusamninga frá árinu
1979. Qrðið fjöleignarhús er nýyrði
sem nær til atvinnuhúsnæðis, bland-
aðs húsnæðis, fjölbýlishúsa, raðhúsa
og annarra sambyggðra og sam-
tengdra húsa. Einnig falla undir lög-
in hvers kyns önnur hús sem fleiri
en einn á eða nýtir, t.d. hesthús. Orð-
ið fjöleignarhús hefur því víðtækari
merkingu en orðið fjölbýlishús.
Höfundur laganna er Sigurður
Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlög-
maður og fKamkvæmdastjóri Húseig-
endafélagsins, en nýju lögin eru mun
ítarlegri en þau fyrri. Lögin um fjöl-
eignarhúsin hljóða t.d. upp á 82
greinar í stað 19 áður. „Hingað til
hefur meira og minna verið farið eft-
ir óskráðum reglum og dómafor-
dæmum þegar upp koma deilumál í
fjöleignarhúsum. Gömlu lögin voru
stutt og knöpp og vöktu oft fleiri
spumingar en þau svöruðu. Það var
því orðið tímabært að bæta úr
þessu," sagði Sigurður.
Sérstök kærunefnd
Aðspurður sagði Sigurður helstu
nýmælin vera þau að gert væri ráð
fyrir sérstakri kærunefnd við gildi-
stöku laganna. „Það er þriggja
manna nefnd sem í sitja a.m.k. tveir
lögfræðingar og hún verður eins
konar dómstóll í þessum málum.
Þangað geta aðilar skotiö ágreinings-
málum sínum og fengið fljótari og
ódýrari afgreiðslu en hjá dómstólun-
um. Það er mjög brýnt á þessu sviði
Myndin er af raðhúsalengju þar sem einn aðili af sjö gat komið í veg fyrir malbikunarframkvæmdir samkvæmt
gömiu lögunum. Nú hefur hinum verið sagt að meirihluti skuli ráða samkvæmt nýju lögunum. DV-mynd GVA
framar öðrum að tekið sé fljótt á
þrætum og þær leystar fljótt því ann-
ars vilja smæstu deilumál þenjast út
og verða að gereyðingarstríði," sagði
Siguröur. Aðspurður um lög varð-
andi hunda- og kattahald sagði hann
það háð samþykki allra eigenda
hvort halda mætti slík húsdýr. „En
það nægir t.d. samþykki þeirra sem
hafa sameiginlegan inngang eða
stigagang," sagði Sigurður.
Leigjendur og leigusalar
„Núgildandi húsaleigulög frá 1979
Fjöleignarhús (F) = A + B + C + D +E
— Öll hús sem skiptast í sameign og aö minnsta kosti tvo séreignahluta í eigu
mismunandi aöila —
Fjölbýlishús Atvinnu- Húsnæði til Blandað Raðhús
(með íbúöum húsnæði annarra nota húsnæði og önnur sam-
eingöngu) (t.d. tómstunda- (A + B +C) tengd byggö og
og félagstarf- samtengd hús
semi, hest-
hús o. fl.) ' swk i œBSfa&iiss&be - Á
voru þau fyrstu sem sett voru hér á
landi. Þau eru mjög ströng og iflvíg
í garð leigusala, þýðing á ströngum
dönskum, sænskum og norskum
lagaákvæðum sem eiga illa við ís-
lenskar aðstæður. Einnig var mikið
af formgildrum í þeim. í nýju lögun-
um eru formgildrur afnumdar og
lögin gerð einfaldari, sveigjanlegri
og sanngjarnari fyrir báða aðila.
Einnig eru þau meira löguð að ís-
lenskum veruleika," sagði Sigurður.
Lögunum er skipt upp í 19 kafla með
87 greinum og þar er nánar farið í
nokkur mikilvæg atriði sem snerta
jafnt leigjendur og leigusala, s.s.
ákvæði um forgangsrétt leigjenda,
fyrirframgreiðslu, uppsagnarfrest,
kærunefnd leigumála, hlutverk hús-
næðisnefnda, úttekt á leiguhúsnæöi,
leigumiðlanir, atvinnuhúsnæði og
tryggingafé.
Upplýsingar um nýju lögin er hægt
að fá í formi kynningarbæklinga hjá
Húsnæðisstofnun, húsnæðisnefnd-
um sveitarfélaga, verkalýðsfélögum,
Leigjendasamtökunum, Húseigenda-
félaginu og hjá Búsetafélögunum.
Nýtt átak Slysavamafélagsins gegn slysrnn um áramót:
Eldklár um áramót
- sérstakt tónlistarmyndband gefið út í tilefni átaksins
„Eldklár um áramót" heitir átak og unglingar fyrir alvarlegustu slys-
sem Slysavarnafélag íslands er að unum og oft gerist það í hættulegum
hefja til að stuðla að bættri meðferð leik við gerð heimatilbúinna
flug- og skotelda um áramótin. sprengna. Þrátt fyrir aukinn áróður
Markmiðið er að vekja athygli bama
og unglinga á réttri meðferð flugelda
og reyna að fækka slysum.
í fréttatilkynningu frá Slysavarna-
félaginu segir að árlega verði nokkr-
ir tugir íslendinga fyrir alvarlegum
bruna- og augnslysum af völdum
fyrir slysavömum og mikla umfjöll-
un fjölmiðla um þessi mál em slys
enn of mörg og slæm. í ár verður
lögð sérstök áhersla á að kynna og
selja hlífðargleraugu sem m.a. hafa
dregið verulega úr augnslysum í
Danmörku.
ið gera tónlistarmyndband þar sem
boðskapur texta og myndefnis á að
sýna annars vegar afleiðingar rangr-
ar meðferðar skotelda og hins vegar
rétta meðferð þeirra. Börn og ungl-
ingar eru í aðalhlutverkum en „sögu-
hetjan" og sá sem segir þeim til synd-
anna er ábúðarmikill persónuleiki,
herguðinn Þór. Vonast er til að áhrif-
in skili sér í fækkun slysa.
flug- og skotelda. Einkum verðp þörn ..Einnig befe^ay^élagiðlát-
lUKIIIIlIIItllIIIIUIIIli
f 1 i
Höfundar tónlistarmyndbandsins
eru þeir Valgeir Skagfjörð leikari og
Valdimar Leifsson kvikmyndatöku-
^MAWlltlIIIHIIUUIMUHMHS
Sértilboð og afsláttur:
Tilboðin gilda fram yfir áramót.
Þar er 10% afsl. af svínahamborg-
arhryggjum og þar fást reykt
svínaherðablöð á 640 kr. kg,
reyktur svínahnakki, úrb„ á 995
kr. kg, Breton saltkex, 225 g, á 119
kr„ Luxus ananas í sneiðum, 567
g, á 75 kr„ Orville örbylgjupopp
á 98 kr„ Partí ísterta, 8 manna,
frá Kjörís á 398 kr„ Robin appel-
sinur á 79 kr. kg og rauð jólaepli
á 89 kr. kg.
Bónus
Tilboðin gilda til áramóta. Þar
fást paprikuskrúfur, 150 g, á 127
kr„ PK salthnetur, 1 kg, á 297
kr„ Síríus rjómasúkkulaöi, 400
g, á 299 kr„ Tívolí ídýfur, 3 teg.,
á 65 kr„ 5 knöll á 159 kr„ gular
melónur á 59 kr. kg, Fantalemon,
21, á 87 kr„ ísterta, 6-8 manna, á
357 kr„ 20% afsl. af nautalundum
og nautafilet við kassaim og ef
þú kaupir 2 Maarud poka færðu
partý poka irían með (hattur,
innisprengjur o.fl.). Sérvara í
Holtagörðum, 50% afsl. af jóla-
vörum.
10-11
Tflboðin gilda til áramóta. Þar
er 10% afsl. við kassaim af öllu
hangikjöti, svínahamborgar-
hryggjum og öllu reyktu svína-
kjöti; Ali, KEA, SS, Goða, KB
Borgarnes, Hólsflalla og Búrfells.
Þar fást ný svið á 189 kr. kg, ný
hreinsuð svið á 348 kr. kg og
Emmess tjómaís, 1'/»1, á 295 kr.
Opið gamlársdag frá 10-15, lokað
nýársdag. Opið frá kl. 18 2. jan-
úar.
Tilboðin gilda til 4. janúar. Verð
miðast við staðgreiðslu. Þar fæst
Iska maiskorn, 340 g, á 55 kr„
Robs jarðarbetjasulta, 340 g, ó 110
kr„ Colgate Blue Minty Gel, 75
ml, á 111 kr„ After eight,- 825 g, á
946 kr„ Mentadent P mint, 100
ml, á 147 kr„ Wflkinson Protector
rakvél m/geli á 340 kr„ Jacob’s
blandað kex, 3 pk„ 500 g, á 163
kr. og niðurs. jaröarber, 850 ml,
á 164 kr.
fiskur
Tilboðin gilda til áramóta. Þar
fást ný svínalæri á 537 kr. kg,
bayonneskinka á 790 kr. kg, fyllt
lambalæri á 895 kr. kg, nauta inn-
anlæri á 1.448 kr. kg, nauta fflet
á 1.448 kr. kg, Þykkvabæjar
skrúfur, 140 g, á 169 kr. og
Þykkvabæjar beikon bugður á
169 kr.
Tilboðin gilda til 4, janúar. Þar
fæst Goða lambahamborgar-
hryggur á 599 kr. kg, Goða lamba-
hamborgarlæri á 699 kr. kg, Stixi
saltstangir, 250 g, á 59 kr„ Eagle
hunangs ristaðar hnetur, 326 g, á
149 kr„ Þykkvabæjar skrúfur
m/papriku, 140 g, á 129 kr„ Voga
ídýfur, allar teg., á 74 kr„ Emm-
ess Yndisauki, 11, á 229 kr„ Jona-
gold epli á 69 kr. kg, rauð paprika
á 159 kr. kg og Pripps, 500 ml, á
49 kr. dósin.
Fjarðar-
Tilboðin gilda til gamlársdags.
Þar fást ný svínalæri á 495 kr. kg,
svínakambur m/pöru á 658 kr. kg,
svínabógur á 489 kr. kg, portvíns-
verkaö lambalæri á 953 kr. kg,
portvínsverkaður lambahryggur
á 804 kr. kg, Mjúkís, 2 1, ó 398
kr„ Djæf íshringur á 299 kr„ konf-
ektísterta á 859 kr„ sítrónur á 69
kr. kg, Stjörnuflögur, 100 g, á 98
kr. og Stjörnuostaflögur, 100 g, á
98 kr.