Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
Fréttir_____________- v ________' __________
Samstaða um GATT á Alþingi:
Kemur öllum til góða
þegar f ram í sækir
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
„Það kom mér ekki á óvart að sam-
staða skyldi nást um afgreiðslu
GATT á Alþingi. í mínum huga er
enginn vafi um að þetta kemur öllum
til góða þegar fram í sækir. Landbún-
aðurinn fær aðlögunartíma og neyt-
endur fá vöru á lægra verði,“ segir
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Samkomulag milli allra þingflokka
náðist á Alþingi í gær um texta þings-
ályktunartillögu um fullgildingu
GATT-samningsins varðandi stofn-
un Alþjóðaviðskiptastofnunar. Af-
greiða á tillöguna frá Alþingi í dag.
í tillögunni kemur fram að þrátt
fyrir fullgildingu samningsins gildi
óhreytt skipulag á innflutningi land-
búnaðarvara þar til lögum hefur ver-
ið breytt með hliðsjón af samningn-
um. í ályktuninni segir ennfremur
að landbúnaðarráðherra verði tryggt
forræði um allar efnislegar ákvarð-
anir sem varða landbúnað og inn-
flutning landbúnaðarafurða.
Um forræði landbúnaðarráðherra
hafa um langt skeið staðið deilur á
stjórnarheimilinu. Kratar og íjár-
málaráðherra hafa verið því andvíg-
ir að landbúnaðarráðherra fái
ákvörðunarvald um álagningu jöfn-
unartolla á innfluttar landbúnaðar-
vörur en með samkomulaginu í gær
er þeim ágreiningi ýtt til hliðar.
Aðspurður kveðst Davíð Oddsson
ekki í vafa um að friður muni ríkja
á stjómarheimilinu um útfærsluna á
GATT-samkomulaginu, bæði hvað
varðar laga- og tollabreytingar. „Vilji
þingsins liggur fyrir og hann er leið-
beinandi fyrir alla,“ segir Davíð.
Páll Pétursson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, kveöst ákaflega
ánægður með þá samstöðu sem náð-
ist um GATT-málið. „Alþýðuflokkur-
inn hefur einangrast með sína
hryðjuverkastarfsemi gagnvart
landbúnaðinum. Jón Baldvin stóð
frammi fyrir því að bíta á jaxlinn og
kyngja þessari auðmýkingu eða
verða til þess sjálfur að stöðva full-
gildingu GATT,“ segir Páll.
Að sögn Halldórs Blöndals land-
búnaðarráðherra er niðurstaðan í
samræmi við fyrri yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar og vilja Alþingis. „Það
var óhjákvæmilegt fyrir okkur ís-
lendinga að gerast aðilar að GATT-
samkomulaginu. Við höfum barist
fyrir fijálsum viðskiptum, líka með
matvörur. Afgreiðsla Alþingis skýrir
það sjónarmið að á meðan óeðlilegir
viðskiptahættir eru með landbúnað-
arvörur og ekkert heimsmarkaðs-
verð þá sé íslendingum unnt að fara
með gát í þau viðskipti.“
Ólafiu- Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, segir þings-
ályktunartillöguna endurspegla vilja
stórs meirihluta þingmanna. í raun
hafi það einungis tekið utanríkis-
málanefnd hálfa aðra klukkustund
að útbúa texta sem embættismanna-
nefnd hafi heykst á í marga mánuði.
„Gatt-samningurinn er þess eðlis að
menn leika sér ekki með hann í ein-
hverju skaki hér á Alþingi."
Anna Ólafsdóttir Björnsson, þing-
maður Kvennalistans, kveðst fagna
GATT-samkomulaginu en bendir á
að Kvennalistinn sé óánægður með
hversu lítil áhersla sé lögð á um-
hverfismál í honum. Bjöm Bjama-
son, formaður utanríkismálanefnd-
ar, segir samninginn hins vegar móta
ákveðin þáttaskil. „í fyrsta sinn er
samið um fijálsræði í viðskiptum
með landbúnaðarvörur. Á næstu
mánuðum þarf að huga aö innlendri
löggjöf svo að hægt verði að hrinda
þessu í framkvæmd," segir Bjöm.
-kaa
Stuttarfréttir dv
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, var í
gær útnefndur maður ársins 1994
í íslensku atvinnulífi af tímarit-
inu Fijálsri verslun og Stöð 2.
Ak&rei minni fjöigun
: :ísléndingar voru tæplega 267
þúsund talsins 1. desember sl.
samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar. Á einu ári flölgaði
okkur um 0,7%. Fjölgunin hefur
sjaldan eða aldrei verið minni.
Blekking i Liíháen?
Nokkrir hrossabændur saka
stjóra Félags hrassabænda um
blekkingar varðandi uppbygg-
ingu búgarðs i Litháen sem hefði
átt að vera sölustöö en sé í raun
ræktunarstöð hrossa. RÚV
greindi frá þessu.
Verdbréfaþing gagnrýnt
Vnmslustöðin hefur óskað eftir
því við viðskiptaráðherra að
haim rannsaki afgreiðslu skrán-
ingar fyrirtækisíns á Veröbréfa-
þingi íslands. Vinnslustööin
gagnrýnir vinnubrögð stjómar
Verðbréfaþings, samkvæmt Mbl.
Ríkið vill halda Leifsstöð
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sagði í viðtali við
Stöð 2 að Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar yrði ekki einkavædd á
meðan núverandi rikisstjórn
væri við völd.
Flóðhjálðunni:
Aldrei
tryggt að
fullu
- segir framkvæmdastjóri
„Það er erfitt að meta tjónið á þessu
stigi en svona lagaö er aldrei tryggt
að fullu," sagði Jón Karlsson, fram-
kvæmdastjóri bókaútgáfurmar Ið-
unnar, í samtah viö DV í gær.
í gærmorgun uppgötvaðist að fleiri
tonn af vatni höfðu flætt inn í eitt
þúsund fermetra lagerhúsnæði Ið-
unnar í vesturbænum eftir að pottofn
á hæðinni fyrir ofan lagerinn sprakk.
Mikið af bókum var geymt í hús-
næðinu og er stór hluti þeirra ónýtur
en eins og gefur að skilja eiga bækur
og vatn illa saman. Unnið var að því
fram eftir degi í gær að bera bækur
úr húsinu og ná upp vatni og bera
svo bækurnar inn aftur. Síðan var
unnið að því að kæla loftið til að
koma í veg fyrir rakamyndum og
frekari skemmdir
Að sögn Jóns er von á sænskum
sérfræðingum til landsins í dag á
vegum tryggingafélags Iðunnar en
þeir munu vinna að því að rakatæma
skemmuna.
Starfsmenn Iðunnar unnu að þvi hörðum höndum í gær að bjarga vatn-
sósa bókum úr vöruskemmu fyrirtækisins. DV-mynd Brynjar Gauti
Alger metþatttaka í jolagetraun DV:
Tæplega tólf þúsund lausnir bárust
Metþátttaka var í jólagetraun DV
að þessu sinni. Hátt á tólfta þúsund
lausnir bámst blaðinu sem er mun
meira en í fyrra. Það var því gríðar-
legur haugur sem blasti við starfs-
fólki þegar draga átti vinningsum-
slög úr innsendum lausnum. Þegar
yfir lauk höfðu verið dregnir út 19
vinningar að verðmæti samtals 333
þúsund krónur.
1. verðlaun, Macintosh Performa
475 einkatölvu og Style Write prent-
ara frá Radíóbúðinni að verðmæti
158 þúsund krónur, hlýtur Carl Jo-
han Carlsson, Skólagerði 47, Kópa-
vogi.
2. verðlaun, Panasonic NV-HD90
myndbandstæki með víðómi frá Jap-
is að verðmæti 73.800 krónur, hlýtur
Regína Jóhannsdóttir, Holtagerði 14,
Kópavogi.
3. verðlaun, Panasonic SC-CH40
hljómtækjasamstæðu með geisla-
spilara frá Japis að verðmæti 69.450
krónur, hlýtur Guðrún Jóna Guð-
finnsdóttir, Valshólum 2, Reykjavík.
4. -11. verðlaun, geislaplötuna Spil-
aðu lagið með Mannakorni frá Japis
að verðmæti 1.990 krónur, hljóta: Jón
Stefánsson, Borgarhóli, Varmahlið,
Gunnhildur Gestsdóttir, Breiðvangi
30, Hafnarfirði, Rut Sigurðardóttir,
Kúrlandi 19, Reykjavík, Steingrímur
J. Guðjónsson, Hátröð 4, Kópavogi,
Pétur Þór Lárusson, Vallholti 7,
Akranesi, Jóna B. Pálsdóttir, Miklu-
braut 13, Reykjavík, Anna Birna
Rögnvaldsdóttir, Dalatúni 14, Sauö-
árkróki, og Randy Guðmundsdóttir,
Hringbraut 67, Keflavík.
12.-19. verðlaun, geislaplötuna
Mmningar 3 frá Japis að verðmæti
1.990 krónur, hljóta: Erla Hrand
Friöfinnsdóttir, Grenivöllum 32, Ak-
ureyri, Helga Halldórsdóttir, Kóngs-
bakka 6, Reykjavík, Guðrún V. Vign-
isdóttir, Mánabraut 5, Akranesi,
Svavar Annesson, Hverfisgötu 4b,
Hafnarfirði, Ólafur Ólafsson, Eini-
gmnd 12, Akranesi, Fríða Eiríksdótt-
ir, Fjólugötu 2, Vestmannaeyjum,
Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir,
Heimahaga 6, Selfossi, og Sigurður
Enoksson, Lundarbrekku 14, Kópa-
vogi.
Efstu þrír vinningshafar vitja verð-
launa sinna á ritstjóm DV í dag en
geislaplötumar verða sendar í pósti.
DV þakkar góða þátttöku í jólaget-
rauninni og óskar vinningshöfum til
hamingju.
Jón Baldvin um GATT-samkomulagið á Alþingi:
Pólitíkin í málinu
er enn óútkljáð
- verkalýöshreyfinginsækiávirminganaíkjarasamningum
„Á Alþingi er harðsnúinn hópur
til vamar einokunarkerfinu með
ótrúleg ítök í flestum flokkum. í þeim
hópi em margir sem vilja nýta að
fullu ýtrustu heimildir til tollaálagn-
inga og koma þannig í verki í veg
fyrir innflutning og samkeppni. Þetta
er pólitik. Hvort verkalýðshreyfingin
líti á það sem sitt mál aö gæta hags-
muna launþega, launþega og heimil-
anna í pólitískum átökum um þetta
mun tíminn leiða í ljós,“ segir Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins.
Jón Baldvin fagnar því að meiri-
hluti hafi loks myndast á Alþingi
fyrir því að ísland verði stofnaðili að
Álþjóðaviðskiptastofnuninni. Fyrir
vikið tryggi Islendingar sér nánast
núlltolla í Bandaríkjunum og vem-
legar tollalækkanir í Asíu, Þá muni
íslendingar njóta tollalækkana sem
aðrar þjóðir hafi samið um á grund-
velli reglunnar um bestukjör.
„Með þessari niðurstöðu hefur
þjóðinni verið forðað frá þeirri
hneisu að geta ekki skipað sér á bekk
með öllum helstu viðskiptaþjóðum
sínum. Á því voru hins vegar horfur
vegna misskilinnar hagsmunavörslu
hins úrelta landbúnaðarkerfis."
Aö sögn Jóns Baldvins er það ekki
deilumál milli stjómarflokkanna að
landbúnaðarráðherra hafi forræði
yfir jöfnunartollum á þær innfluttu
landbúnaðarafurðir sem jafnframt
em framleiddar hér á landi. í bú-
vörusamningnum sé kveðið á um
þetta. Hins vegar sé forræðið tak-
markað því við hlið ráðherra sé ráð-
gjafanefnd sem í sitji fulltrúar
þriggja ráðuneyta. Ágreiningi þar
beri að vísa til ríkisstjómar.
„Pólitíkin í málinu er hins vegar
óútkljáð. Það á eftir að taka pólitisk-
ar ákvarðanir um hversu langt skuli
gengið í að nýta hámarksheimildir
til vemdartolla. Þær pólitísku
ákvarðandir munu ráða miklu um
framfærslukostnað heimilanna og
verð á lífsnauðsynjum.“
Jón Baldvin telur að það muni
sumpart ráðast í komandi kjara-
samningum hver úrfærslan á GATT
verði hér innanlands. í raun standi
menn frammi fyrir tveimur kostum.
Að sækja kjarabætur meö háum pró-
sentuhækkunum launa samfara
aukinni áhættu af vaxandi verðbólgu
og greiðslubyrði af skuldum eða
bæta kjör hinna lægst launuðu og
festa efnahagsbatann í sessi meö
lækkun á matvörum og öðmm lífs-
nauðsynjum með lækkun tolla.
Að sögn Jóns Baldvins felur sam-
komulagið frá því í gær ekki í sér
neinar skuldbindingar um hvemig
staðið verði að álagningu jöfnunar-
tolla. Nefnd fimm ráðuneyta sem nú
vinni að málinu hafi óbundnar hend-
ur í því sambandi. Á hinn bóginn
segir hann ljóst að með því að gerast
stofnaðili að Alþjóðaviöskiptastofn-
uninni skuldbindi ísland sig til að
fara að reglum og sæta úrskurðum
stofnunarinnar.
„Þetta þýðir að við emm nú að sjá
upphaf endalokanna á hinu gamla
og úrelta einokunarkerfi landbúnað-
arins. Reyndar á ég von á því að laun-
þegar og neytendur geti orðið nokk-
uð langeygðir eftir því að sjá þess
merki við búðarboröið. Engu að síð-
ur er þetta fyrsta hænuskrefið í þá
átt að innleiða samkeppni í stað inn-
flutningsbannsogeinokunar.“ -kaa
Alþingi:
Minni skattur á böm og ungmenni
SamstaöavaráAlþingiígærkvöldi breytingum sem nú hafa orðið á
um að fella svokallaðan bamaskatt skattalögummuntilfallanditekjuöfl-
úr gildi. Breytingin felur í sér að al- un barna og ungmenna, til dæmis
mennar launatekjur bama og ungl- við merkja- og blaðasölu ekki mynda
inga að flárhæð 75 þúsund krónur stofn til álagningar útsvars_ogteláu.-
skuli ekki skattlagðar. Með þeim skatts. -kaa