Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Fréttir 11 Húnaröstin hlaóin við bryggju á Höfn. DV-myndir Ragnar Imsland Húnaröst með 15.500 tonn af síld 1994: íslandsmet og sennilega heimsmet Júlia Imsland, DV, Hö£n: Einn er sá maður sem öðrum frem- ur hefur átt þátt í þeirri miklu síldar- vinnu sem verið hefur hér á Homa- firði í haust og vetur - skipstjórinn Hákon Magnússon á Húnaröst RE. Hákon og áhöfn hans hafa landaö rúmlega 15.500 tonnum af síld hjá Borgey hf. Það er metafli hjá íslensku síldveiðiskipi á einu ári - Islandsmet og allar líkur á, að mati fróðustu manna, einnig heimsmet. Síðasta veiðiferðin fyrir jól var sú besta hjá Hákoni og skipverjum hans Aflakóngurinn Hákon Magnússon á Húnaröst á vertiðinni. Þá kom skipið með tæplega 700 tonn, það er fullfermi, af stórri og góðri síld. Hins vegar var síldin sem veiddist í haust oft misjöfn að gæðum og stundum frekar smá. Húnaröstin er með hringnót og hafa veiðisvæðin aðal- lega verið í Berufjarðarál og við Litladýpi. Hornafjarðarós hefur verið mörg- um erfiður en Hákon segir að hann hafi alltaf komist inn um ósinn þegar hann hefur reynt. Hins vegar kom það fyrir að ekki var hægt að komast út aftur vegna brælu. „Það er gjörbreytt aðstaða við ós- inn og innsiglinguna frá því ég kom fyrst til Hornafjarðar fyrir tíu árum. Það er búið aö merkja leiðina inn vel og dýpka rennuna svo að ekki þarf að bíða flóðs til að komast um ósinn. Það munar miklu,“ segir Hákon. Auk þessa mikla síldarafla hefur Húnaröstin landað hér á Höfn 20 þúsund tonnum af loðnu á árinu. Hákon reiknar með að fara aftur á síld eftir áramótin en síðan taka loðnuveiðar við. ^ Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. RADGREIÐSLUR V/SA __ T/L ALLT AÐ 18 MÁNAOA Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) ó2 48 00 Þá kemur aðeins ein tölva til greina: Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119*000,* krstgr *4.242,^, á mánuði í 36 mán. ; i Hl\\\ 1 Upphaeðin er meðaltalsgreiðsla með vöxtum, lóntökukostnaði og færslugjaldi. 99*56* 70 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. >7 Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu >( Þú hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. Þú slærð'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. ^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. ^ Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. yf Þegar skilaboöin hafa verið geymd færö þú uppgefiö ieyninúmer sem þú notar til þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. ^ Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt' aftur í síma 99-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef þaö er fýrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. SVAR [HxSxKnuæm 99»56»70 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.