Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Fréttir Deilan um söluna á gistirými og aðgöngumiðum að HM í handknattieik: SeMum á alla keppnina ekki bara úrslitaleikinn - segir Halldór Jóhannsson, einkaleyfishafi aðgöngumiðanna „Ferðaskrifstofumar geta fengið þá aðgöngumiða sem þær þurfa. Ég hef hins vegar sagt við ferðaskrifstof- ur, hvort sem þær eru innlendar eða erlendar, að ég sé að selja miða á alla keppnina en ekki bara úrshta- leikinn. Þetta er keppni sem stendur yfir í hálfan mánuð, forkeppni, milliriðlar og úrshtaleikir um efstu sætin. Þess vegna verður að mark- aðssetja alla keppnina en ekki bara að fleyta rjómann ofan af. Ég get selt alla miða á úrslitaleikinn. Það er minnsti vandi sem til er,“ sagði Hall- dór Jóhannsson, eigandi ferðaskrif- stofunnar Ratvís. Hann keypti einka- leyfi á aðgöngumiðasölu að HM í handknattleik í vor en nú virðist deila í uppsiglingu milh hans og ferðaskrifstofanna varðandi sölu á gistirými og aðgöngumiðum. Hahdór segir að ef mál fari þannig að einhvers konar stríö fari í gang og feröaskrifstofurnar haldi hótel- herbergjum án þess að kaupa að- göngumiða á leikina, sem hann raun- ar segist ekki trúa að verði, hafi hann skoðað þann möguleika að fá til landsins farþegaskip sem fljótandi hótel. „Viö höfum unnið mjög ötullega að því að fá tilboð í það. Þar að auki höfum við mikið af gistiheimilum, bæði norður á Akureyri og á Reykja- víkursvæðinu. Það þýðir ekkert ann- aö en reyna að bjarga sér enda þótt þaö sé ekki mitt einkamál að þessi keppni heppnist vel. Mér finnst tal- andi forsvarsmanna ferðaskrifstof- anna bera nokkum keim af því að þeir telji þetta mitt prívat hagsmuna- mál og að eitthvert stríð sé í gangi. Þaö er alrangt hvað mig snertir. Eg hef meira að segja boðiö ferðaskrif- stofunum upp á afbrigði af að- göngumiðapökkum. Urval/Útsýn hefur farið fram á ákveðið afbrigði af miöapakka og fengið verðtilboö í hann,“ sagði Hahdór Jóhannsson. í dag mælir Dagfari honum th útlanda. Það sem skiptir þó mestu máh er að ráðherrarnir era peð í þessu nýja valdatafli frúanna. Pólitíkin fram undan mun ekki snúast um ráðherrana eða flokkana eöa stjórnarsamstarfið. Póhtíska um- ræöan á næstunni mun snúast um dagpeninga eiginkvennanna og hvort þær eiga að þiggja þá eða ekki. Verða menn með Bryndísi eða verða menn með Ástríði? Hvers virði er Bryndís sem ráðherrafrú og hvað getur Jón án hennar? Get- ur Bryndís hætt sem ráðherrafrú nema skilja við Jón? Hvað á Bryn- dís rétt á miklum dagpeningum ef hún fer í ferðalag og hversu mikið á þjóðin að borga henni fyrir veisluhöld og ræður sem hún flyt- ur? Með sama hætti mun fólk spyrja: Á Ástríður rétt á dagpeningum eins og Davíö segir? Eða ekki eins og hún sjálf segir? Hvers virði er Ástríður í störfum sínum sem ráð- herrafrú og hvers virði er Davíð sem ráöherra ef hann hefur eigin- konu sem telur sig einskisvirði í dagpeningum tahð? Um þetta snýst póhtíkin. Frúmar hafa tekið völdin. Dagfari ____________________________________ Heimsmeistarakeppnin í handknattleik: Búið að bóka gistingu en vantar aðgöngumiða - engin samvinna á milli þeirra sem selja gistinguna og aðgöngumiðana „Það sem er að setja aht úr skorð- um er að fólkið sem er búið að bóka hótelgistingu hér meðan á HM í handknattleik stendur í vor á enga aðgöngumiða að leikjunum. Ferða- skrifstofurnar eru ekki að selja miða að leikjunum. En fólkið sem hefur pantað hótelherbergin gengur út frá því sem vísu að geta fengið miða á leikina. Þá er hins vegar verið að selja í einhverjum stórum pökkum sem ferðaskrifstofurnar vilja ekki. Ég tel víst að þeir hópar sem munu koma á HM í maí og búnir eru að tryggja sér gistingu séu nú að reyna að fá miða á leikina hjá Halldóri Jó- hannssyni i Ratvís sem hefur einka- leyfi á sölu þeirra. Halldór getur hins vegar ekki selt neina gistingu, hún er öh upppöntuð og ferðaskrifstof- umar, sem selt hafa hótelherbergin, hafa engan hvata th þess að seija miða á leikina," sagði Ársæll Harðar- son fijá Bókunarmiðstöð ferðaskrif- stofa en hún sér um aUar hótelbók- anir fyrir HM í handknattleik í vor. Sem fyrr segir er öll gisting í Reykja- vík og nágrannabyggðum upppöntuð meðan HM stendur yfir. Dregið i riðla heimsmeistarakeppninar i handknattleik. Keppnin verður hérlendis í vor. Deilur standa um gistingu og miðasölu. DV-mynd Brynjar Gauti Ársæll bendir á að handknattleiks- sambandinu sé alveg sama um þetta mál. Það sé á grænni grein. Það hefur þegar selt alla aðgöngumiðana til Halldórs Jóhannssonar og hefur fengið tryggingu fyrir greiðslu. „Þeim virðist vera alveg sama um þetta mál. HSÍ er ekki með neina hvatningu í gangi að selja miðana. Sambandið er búið að tryggja sig með sölu þeirra til HaUdórs sem lagði fram tryggingu fyrir greiðslunni tíl HSÍ, burt séð frá því hve marga miða hann selur," sagði ÁrsæU. Mikið hefur verið kvartað yfir því hve hótelverð er hátt meðan á HM stendur. í raun er aðeins um sumar- verð að ræða hjá hótelunum en það tekur hins vegar gfidi mánuði fyrr en vanalega vegna keppninnar. Það kemur líka í ljós að munur á vetrar- og sumarverði hótelanna er ævin- týralega mikill. Verðið hækkar frá 17,3 prósentum og upp í 168,3 prósent frá því sem það er nú í desember og sém þaö verður frá og með 1. maí. Algengast er að það hækki á bilinu 40 til 80 prósent. Um að bU sem íslendingar vora að setja upp pottana fyrir jólamatinn og pakka inn síðustu gjöfunum á aðfangadag bárust þær fréttir á öldum ljósvakans aö Bryndís Schram, eiginkona utanríkisráð- herra, hefði sent þjóðinni reikning fyrir útlögðum kostnaði við störf sín sem utanríkisráðherrafrú. Þjóöinni brá auðvitað í brún, enda vissi þjóðin ekki til þess að Bryndís hefði verið kosin eða ráðin til starfa í þágu þjóðarinnar og þjóðin hafði heldur ekki vitað tU þess að hún hefði gert Bryndísi neitt það sem verðskuldaði rakkun af hálfu Bryndísar á hendur þjóðinni. Því er hins vegar ekki að neita að þjóðin hefur ýmislegt á samvisk- unni og fæstar af þeim syndum era þjóðinni ljósar og þess vegna ypptu menn í mesta lagi öxlum og héldu áfram aö sjóða hangikjötið. Einn presturinn sá þó ástæðu til að biðja fyrir utanríkisráðherrafrúnni á jóladag en að öðra leyti taldi þjóðin sér það óviðkomandi þótt eigin- kona utanríkisráðherra hefði móðgast út í þjóð sína. En máhnu er þar með ekki lokið. Frú Ástríður Thorarensen, eigin- kona forsætisráöherra, lét hafa það eftir sér annan í jólum að hún þægi Frúrnar taka völdin ekki dagpeninga eins og utanríkis- ráðherrafrúin. Og frú Ástríður er ekki móðguð út í þjóðina og ætlar ekki að senda þjóðinni reikning fyrir að vera gift Davíð Oddssyni. Þegar þetta spurðist var ljóst aö hér vora stórpóhtísk málefni í brennideph og enn ein krísan í uppsighngu í stjórnarsamstarfinu. Það er jú ekkert þótt Jón Baldvin og Davíö nái Ula saman og séu upp á kant, en þegar frúrnar eru famar að talast opinberlega við er skörin farin að færast upp í bekkinn. Ekki er nóg með það að eiginkona Jóns Baldvins er hætt aö vera utan- ríkisráðherrafrú og hefur sagt upp störfum sínum á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Á meðan situr eigin- kona forsætisráðherra sem fastast og neitar að þiggja dagpeninga. Bryndís er sem sagt hætt vegna þess að hún þáði dagpeninga en Ástríður hættir ekki af því hún þáði ekki dagpeninga. Samt ætlar Bryndís að hætta að þiggja dagpen- inga en Ástríður ætlar ekki að hætta þótt hún hafi ekki þegið dag- peninga. Bryndís hættir sem ráö- herrafrú til að þiggja ekki dagpen- inga en Ástríður hættir ekki sem ráöherrafrú þótt hún hafi ekki þeg- ið dagpeninga. Nú er þjóðin búin að éta jólasteik- ina og hefur tíma til að setja sig inn í þessa deUu og nú má nokkuö ör- uggt heita að þjóðin gefi sér tíma tíl að taka afstöðu til þessa hápóh- tíska og grafalvarlega máls. Hvort stendur þjóðin með Bryndísi, sem telur að þjóðin skuldi sér fyrir að hafa verið ráðherrafrú, eða ætlar þjóðin að standa með Ástríði, sem neitar að þiggja dagpeninga og vUl ekki rukka fyrir það aö vera gift Davíð? Þess má geta að Davíð stendur ekki með Ástríði en forsætisráð- herra segir þvert á móti að hann telji það eðlilegt að Ástríður þiggi dagpeninga fyrir að vera gift sér á ferðalögum til útlanda. Ennþá hef- ur ekki spurst út hvort Jón Baldvin stendur með Bryndísi en hann hlýtur þó að vera áhyggjufullur út af þvi að Bryndís er hætt að vera ráöherrafrú og neitar að fara með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.