Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
Fréttir
Fjölmennt lögreglulið leitar ungbamanna tveggja árangurslaust:
Börnin enn ófundin
„Við höfum verið að leita þessara
systkina sem hafa verið týnd síðan á
Þorláksmessukvöld. Okkur hefur lít-
ið orðið ágengt en við erum að vinna
þetta fyrir félagsmálayfirvöld," segir
Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni í Reykja-
vík.
Eins og greint var frá í DV í gær
hefur lögreglan undanfarna daga
leitað tveggja ungbarna árangurs-
laust. Móðir barnanna, sem er 17 ára
gömul, er í felum með þau en hún
og barnsfaðir hennar hafa verið svipt
forræði þeirra tímabundiö. Faðir
barnanna nam annað þeirra, sem er
aðeins tveggja mánaða gamalt, á
brott af Barnaspítala Hringsins á
Þorláksmessu. Þar var barnið til
meðferðar en við ungbarnaeftirlit
kom í ljós að það hafði lést óeðlilega
mikiö og leituðu foreldrarnir með
barnið á sjúkrahús í því skyni að fá
bót meina þess. Hitt barnið er árs-
gamalt í dag.
Uppiýsinga óskað
„Við höfum ekki neina ákveðna
staði til að leita á öðrum fremur en
vonumst til þess að þeir sem hugsan-
lega geta veitt einhverjar upplýs-
ingar um hvar börnin er að finna
geri það. Að mínu mati braut maður-
inn stórlega á rétti barnanna. Þau
eiga rétt á læknisfræðilegu eftirliti
og að það sé staðinn vörður um heil-
brigði þeirra. Með því athæfi að
nema barnið á brott af sjúkrahúsinu
tel ég að ekki hafi verið hugsað um
hagsmuni barnanna heldur eitthvað
sem föður þeirra er hugleikið, það
er að berjast við kerflð,“ segir Jónas.
Hann segir að fjöldi lögreglumanna
hafi leitað barnanna undanfarna
daga og leitinni verði haldið áfram
jafnt innanbæjar sem utan.
Bamiðerígóðu
ásigkomulagi
- segir læknir sem skoöaði yngra barnið
„Bamið er í góðu ásigkomulagi. Eg
skoðaði það nákvæmlega og ég gat ekki
séð neitt athugavert. Þau pöntuðu tíma
hjá mér á fóstudaginn en komu ekki
þá. Þau komu svo á stofuna til min í
gær,“ segir læknir í Reykjavík sem
skoðaði yngra bam Aðalsteins Jóns-
sonar og Sigrúnar Gísladóttur á stofu
sinni i Reykjavík í gær.
Sigrún hefur farið huldu höfði með
börn sín tvö síðan á Þorláksmessu
og hefur hún fært sig á milli dvalar-
staða. Samkvæmt heimildum DV
hefur hópur fólks veitt henni aðstoð
við að leynast lögreglu.
Pétur Gunnlaugsson, formaður sam-
takanna Fjölskylduvemdar, sem hefur
innan sinna vébanda fólk sem átt hefur
í útistöðum við yflrvöld vegna forræð-
ismála, segist hafa skoðað gögn í máh
Aöalsteins og Sigrúnar.
„Ég sé ekki betur en að það séu
fyrst og fremst félagsleg bágindi sem
þau eiga við að stríða. Hjá þeim eru
ekki áfengis- eða eiturlyfjavandamál.
Það ætti að vera yfirvöldum íhugun-
arefni að það er bundið í lög að fá-
tækt eigi afls ekki að ráða því að
börn séu tekin af fólki og ríkið hefur
framfærsluskyldu gagnvart fólki
sem á við félagsleg vandamál að
stríða," segir Pétur. -rt
Atvinnuréttindi útlendinga:
Ný lög um
Um áramótin tóku gildi ný lög um
atvinnuréttindi útlendinga. Lögin
taka til allra útlendinga annarra en
þeirra sem eru ríkisborgarar á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt
lögunum þurfa erlendir námsmenn
í íslenskum skólum atvinnuleyfi og
einnig þarf sérstakt leyfi vegna „au-
pair“ ráðninga.
í lögunum er greint á milli þriggja
tegunda af atvinnuleyfum. Tíma-
bundið atvinnuleyfi er veitt atvinnu-
rekanda til að ráða útlending í til-
greint starf um tiltekinn tíma,
óbundið atvinnuleyfi er veitt útlend-
ingi til að vinna á íslandi en atvinnu-
rekstrarleyfi veitir útlendingi rétt til
áramótin
að vinna sjálfstætt eða starfrækja
fyrirtæki.
Samkvæmt lögunum er felld niður
skylda til að sækja um atvinnuleyfi
fyrir tiltekna hópa útlendinga sem
stunda vinnu hér á landi í allt aö 4
vikur á ári. Um er að ræða vísinda-
menn og fyrirlesara, listamenn að
undanskildum þeim sem ráða sig til
hljóðfæraleiks á veitingahúsum,
íþróttaþjálfara, blaða- ogfréttamenn,
ökumenn fólksflutningabifreiða sem
koma með erlenda feröamenn til
landsins, sérhæfða starfsemnn, ráð-
gjafa og leiðbeinendur sem vinna að
samsetningu, uppsetningu, eftirliti
eðaviðgerðtækja. -kaa
Skarst á púls
Sjúkraflutningamenn á Isafirði
fluttu tæplega tvítugan Súgfirðing í
sjúkrahús á ísafirði eftir aö hann
skarst illa á hendi við að kýla í gegn-
um rúðu sem brotnaði.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
skarst maðurinn á púls og var gert
að sárum hans en hann mun ekki
vera í hættu. Maðurinn, sem var ölv-
aður, viröist hafa reiðst einhverju
eða einhverjum og brugðist viö á
þennan máta.
Eldur í íbúðarhúsi
Eldur kom upp í íbúðarhúsi í
Garðabæ í gærkvöld. Kona sem var
í íbúðinni var flutt á slysadeild vegna
gruns um reykeitrun en greiðlega
gekk að slökkva eldinn. Óljóst var í
morgun af hvers völdum eldurinn
kviknaði en hann kom upp í rúm-
dýnu. Töluverðar skemmdir urðu af
sóti og reyk á húsnæðinu.
Á næstu vikum mun utanríkisráðuneytiö flytja í ný húsakynni við Rauðarár-
stíg þar sem áður voru til húsa Byggðastofnun og landbúnaðarráðuneytið.
Siguröur Karlsson og Gunnar Sigurðsson málarar hafa unnið að þvi að
standsetja húsnæðið en starfsmenn utanríkisráðuneytis eru þegar farnir
að koma sér fyrir á neðri hæðum hússins. DV-mynd GVA
Akranes:
120 milljónir
í framkvæmdir
Vinna við fjárhagsáætlun bæjar-
sjóðs Akraness 1995 er á lokasprett-
inum og er búist við að hún verði
lögð fram á bæjarstjórnarfundi 17.
janúar. Samkvæmt áætluninni nema
skatttekjur bæjarins 500 milljónum
króna á nýja árinu og útgjöld 350
milljónum. Lagt er til að 120 milljón-
ir króna fari í framkvæmdir en 30
milljónir króna fara í afborganir
lána.
„Um 40 milljónir króna fara í þjón-
ustuálmu Grundaskóla, 30 milljónir
fara í stjórnsýsluhúsið og 20 milljón-
ir fara í framkvæmdir vegna íþrótta-
mála. íþróttafélögin eru að byggja
íþróttamiðstöö við íþróttahús og
sundlaug sem eru í eigu bæjarins og
golfklúbburinn Leynir stefnir aö því
að byggja 18 holu golfvöll,“ segir Gísli
Gíslason bæjarstjóri.
Stefnt er að því að taka nýja stjóm-
sýsluhúsiö í notkun í mars.
Togarar Eskfirðinga bundnir:
MálSðtekiðfyrir
í næstu viku
Breytingartillögur vegna fyrir-
hugaðrar sendiráðsbyggingar
Þjóðverja og Breta á lóðinni núm-
er 31 viö Laufásveg í Reykjavík,
ásamt tillögum að endurbótum á
umferð á þessum stað og leikaö-
stööu, verður lögð fyrir fund
skipulagsnefndar borgarinnar í
næstu viku. Ekki er vitað hvort
tillögumar verða endanlega af-
greiddar á fundinum enda hefur
leyfi fyrir byggingunni verið að
velkjast í borgarkerfmu í eitt ár.
„Frestur til að skila inn athuga-
semdum rann út nýlega og bárust
undirskriftir á 40 blöðum til borg-
arstjóra auk 8-7 annarra bréfa frá
einstaklingum. Þessi bréf verða
einnig lögð fyrir skipulagsnefnd
ásamt umsögn stofnunarinnar,
auk tillagna vegna umferöar og
leikvallar, þannig að eitthvað
hlýtur að hafa verið komið til
móts viö íbúana," segir Bjarni
Reynarsson hjá Borgarskipulagi.
Stuttarfréttir
Ólafur G. Einarsson segir að
áramótaskaup Sjónvarpsins hafi
ekki verið fyndiö. Að auki hafi
forseta íslands verið sýndur
dónaskapur. Stöð 2 skýrði frá.
Dýraraaðborða
Smásöluverð á búvörum sem
eru undir verðlagsákvæðum hef-
ur lækkað undanfarin 4 ár. Á
sama tíma hafa innlendar mat-
vörur og drykkir hækkað þrátt
fýrir lækkun virðisaukaskatts.
Sjónvarpið greindi frá þessu.
Veiðistjóri á Akureyri
_ Umhverfisráðherra hefur sett
Ásbjöm Dagbjartsson líflræðing
i stöðu veiöistjóra. Frá og með 1.
febrúaf verður aðsetur veiði-
stjóra á Akureyri.
Hagsmunir kirkjunnar
íslenskur orgelsmiður segir að
hagsmunir kirkjunnar manna
ráði þvi að erlend orgel eru valin
umfram íslensk. Sjónvarpið
greindi frá þessu.
ViijaHjörieif burt
Áhrifamenn innan Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi vilja
Hjörleif Guttormsson burt úr
efsta sæti framboðslistans þar.
Alþýðublaðiö greindi frá þessu.
RáðgjafanefndEFTA
Ari Skulason, framkvæmda-
stjóri ASÍ, hefur verið kosinn
formaður Ráðgjafanefndar ÉFTA
til næstu tveggja ára. í nefndinni
eiga sæti fúlltrúar launafólks og
atvinnurekenda í EFTA.
BB á Vestfjörðum?
Stuðníngsmenn Péturs Bjama-
sonar á Vestfjörðum ætla að
sækja um að fá að bjóða fram lista
til Alþingis undir listabókstöfun-
um BB. RÚV greindi frá þessu.
Viljum leiðréttingu á f iskverði
- segir bátsmaðurinn á Hólmanesi
„Viö emm að fara fram á leiðrétt-
ingu á fiskverði. Við erum með viðm-
iöunartölur frá Fiskifélagi íslands
sem sýna að við erum langt undir
meðalverði," segir Svanur Pálsson
bátsmaöur á Hólmanesi SU sem ligg-
ur í höfn vegna deilu áhafnar og út-
gerðar um fiskverö.
Báðir togarar Hraðfrystihúss Eski-
ijarðar, Hólmanes og Hólmatindur,
liggja bundnir vegna fiskverðsdeil-
unnar. Skipin áttu að halda úr höfn
að afloknu jólaleyfi klukkan tvö í
gærdag en þá gripu áhafnir þeirra til
vinnustöðvunar.
Samkvæmt heimildum DV er
þorskverö til skipanna 58 krónur á
kíló. Meðalverð á þorski yfir landið
er 66,50 kronur. Samkvæmt þessu
krefjast sjómennimir hækkunar
sem nemur tæpum 13 prósentum.
Hrafnkell A. Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Árvakurs, segir
að félag hans komi ekki að þessari
deilu en fylgist með úr fjarlægð.
„Við erum svona eins og Samein-
uðu þjóðirnar, við erum tilbúnir aö
leita sátta ef með þarf,“ segir Hrafn-
kell.
-rt