Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 Neytendur Matgæðingar DV smakka og bera saman vanilluís og gefa einkunn: Hversdagsísinn fékk flest stigin - en Sparís, Skafís og Mjúkís fengu allir jafn mörg stig í 2. sætið Af þeim fimm tegundum af vanillu- ís sem matgæðingarnir okkar smökkuðu á rétt fyrir jólin fékk Hversdagsísinn frá Emmessís flest samanlögð stigin, eöa 10 af 15 mögu- legum. Þrír ísar, Sparís, Skafís og Mjúkís, fylgdu þó fast í kjölfarið, hver með 9 stig samanlagt. Þau Úlfar Eysteinsson, matreiöslu- meistari á Þremur frökkum, Dröfn Farestveit hússtjórnarkennari og Sigmar B. Hauksson, áhugamaður um matargerðarlist, voru beðin að smakka á fímm tegundum af ís og gefa hverjum og einum einkunnina 1-5 (l = mjög vont, 2=vont, 3 = sæmilegt, 4 = gott, 5=mjög gott). Einnig voru þau beðin að punkta niöur hjá sér athugasemdir varðandi bragð, útht og áferð framleiöslunnar. Það þarf auövitað ekki að taka það fram að þau höfðu ekki hugmynd um frá hvaða framleiðanda hvaða ís var þegar smökkunin fór fram. Þrír í öðru sæti Aldrei þessu vant fengu þrjár vöru- tegundir jafn mörg stig í 2. sætið og í raun voru allir ísarnir mjög jafnir í gæðakönnuninni, með á bilinu 8-10 stig samanlagt. Úlfar og Dröfn voru sammála um að gefa Hversdagsísn- um 4 í einkunn og Úlfari fannst „lit- urinn fínn, gott samspil af eggja- og vanillubragði." Sigmar gaf honum bara 2 með umsögninni „góður ís, hæfilega sætur en htið sem ekkert vanillubragð". Sparisinn frá Kjörís, Skafísinn frá Emmessís og Mjúkísinn frá Kjörís lentu allir í öðru sæti með 9 stig sam- anlögð. Sigmar var hrifnastur af Sparísnum af öllum fimm tegundun- um, gaf honum 3 með umsögninni „gott vanihubragð og ísinn hæfilega sætur“. Matgæðingarnir voru óvenju sammála að þessu sinni því Úlfar og Dröfn gáfu Sparísnum einnig 3 en þó fannst Dröfn „ekkert sérstakt vanillubragð“ vera af honum en Úlf- ari fannst hann „mildur og litur í lagi“. Úlfari og Dröfn fannst Skafísinn betri, gáfu honum 4, en Sigmar gaf honum ekki nema 1 með umsögninni „lítið sem ekkert vanillubragð, ein- Hyaða vanilluís er bestur? Ú = Úlfar D = Dröfn S = Sigmar Ulfar bragðar hér á vanilluísnum, einni tegund í einu, og gefur hverjum þeirra sjálfstæða einkunn. Hann var hrifnastur af Hversdagsís og Skafís, gaf þeim báðum 4 af 5 mögulegum. DV-mynd ÞÖK kennilegur htur“. Honum þótti Mjúkísinn betri, gaf honum þó ekki nema 2 meö umsögninni „góöur ís, bragðið mht en lítið sem ekkert van- illubragð." Úlfari fannst Mjúkisinn fullsætur en liturinn í lagi og Dröfn sagði „þokkalegt vanillubragð" og gaf honum 3. Rjómaísinn frá Emmess ís lenti í neösta sæti en fékk þó 8 stig saman- lagt. Dröfn var hrifnust af honum og gaf honum 4 án athugasemdar. Úlfar gaf honum 3 og fannst hann „full- daufur en htur í lagi“ og Sigmar gaf honum einungis 1 með umsögninni „af þessum ís var vatnsbragð, mjög htið spennandi". Lokaathugasemd Drafnar um ísana var að þeir væru „yfirleitt mjög áþekkir alhr“. Ný lög um fjöleignarhús og húsaleigu: Sérfræðingar svara spurningum lesenda Ný lög um fjöleignarhús og húsa- leigu tóku ghdi nú um áramótin. Þar sem lögin koma víða við og snerta ahmarga hefur neytendas- íða DV í samvinnu viö Húseigenda- félagið ákveðiö að bjóða lesendum blaðsins að hringja eða símsenda inn fyrirspumir í þessu sambandi og fá svör við þeim birt í blaðinu á fóstudögum. Það eru þau Siguröur Helgi Guð- jónsson, hæstaréttarlögmaður og höfundur laganna, og Guðrún Ag- nes Þorsteinsdóttir lögfræðingur sem verða fyrir svörum en fólk er beðið að beina spumingum sínum til neytendasíðu DV. Síminn er 5 63 27 00 og númer símsendis er 5 63 29 99. Einnig má senda okkur bréf en heimihsfangið er: Neytend- asíöa DV, Þverholti 11,105 Reykja- vík. Spumingarnar geta verið um allt það sem hugsanlega snertir sam- býh í fjölbýlishúsum, atvinnuhús- næöi, raðhús og/eða önnur sam- byggð hús. Einnig er hægt að spyxja út í aht þaö sem viðkemur húsaleigu, hvort heldur um er að ræða hagsmuni leigusala eöa leigj- enda. Notið nú endhega tækifærið! Ósáttur áskrifandi Th okkar hringdi rajög ósátt- ur maður sem liaíði hugsaö sér að gerast áskrifandi að Stöð 2 yfir hátíðamar. „Ég var krafinn um þriggja mánaða gjald fyrirfram, tæpar 10 þúsund krónur. Þegar ég sagðíst bara vilja eins mánaðar áskrift ti) reynslu var mér sagt að nýir áskrifendur yrðu að byrja á því að kaupa þrjá mánuði í einu. Með þessu finnst mér þeir gera nýjum áskrifendum mjög erfitt fyrir," sagði maðurinn. Við hringdum í Stöð 2 og feng- um þetta staðfest. Þar var okkur sagt að tilgangurinn væri að staö- festa að viðkomandi ætlaöi að vera áskritandi iengur en í einn mánuð! Það er hins vegar tekið tihit th hvaða dag mánaðarins nýr áskrifandi byrjar áskrift því hann greiðir mishátt gjald eftir því hversu langt er hðið á mánuð- inn. Þannig getur þriggja mánaða áskriftin í byrjun kostað frá 6.973 kr. upp í 9.570 kr. Rafmagnið er töluvert ódýrara i Svíþjóð en á íslandi. Dýrt rafmagn Stefán Agnar Finnsson sendi okkur skemmtilega úttekt á því hversu miklu dýrara raímagnið er hér á landi en í Svíþjóð. Hann bar saman tvo rafmagnsreikn- inga sem hann annars vegar haíði fengið frá Lunds Energi í Svíþjóð og hins vegar frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Miöað við sömu orkunotkun reiknast honum th að verð til neytenda sé 36,8% hærra á Reykjavíkursvæðinu en á Lund- arsvæðinu og að Rafmagnsveita Reykjavíkur taki 61,8% meira fyrir selda orku en Lunds En- ergy! Mismun- andi síma- kostnaður Fjórtán sveitarstjórar, oddvit- ar og bæjarstjórar víðs vegar um landið hafa sent Ólafi Tómassyni póst- og símamálastjóra bréf þar sem þeir fara fram á að landið verði gert að einu gjaidskrár- svæði um leið og nýtt númera- kerfi símans verður tekið upp á árinu. Landmu hefur verið skipt í þijú gjaldskrársvæði og kostar 5 mínútna símtal á dagtaxta frá 7,47 krónum upp í 34,45 kr. sam- kvæmt núghdandi taxta. Sveitarstjórnarmennirnir - benda á að þeir sem búi á svæði 91 geti hringt í númer sem eru á 600 bls. í símaskránni (sé tekiö miö af nafnaskrá og fyrirtækja- skrá í símaskránni) og greitt fyrir samkvæmt taxta l. Þeir sem búi á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði nái hins vegar tæpum 20 blaðsíð- um á taxta 1 og íbúar á Djúpa- vogi tæpum 10 blaðsíðum. Að þeirra sögn bætist svo við að nán- ast öh sfjómsýsla landsins er í Reykjavík og aö þar finnist fá græn númer th þess að draga úr mismuninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.