Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 Fréttir Akureyri á nýársnótt: Erill og símasam- bandslaust um tíma Fjórir voru fluttir á slysadeild á Akureyri eftir að þeir lentu í áflog- um í miðbænum á nýársnótt en mikill mannfjöldi safnaðist þar saman. Engir þeirra sem fluttir voru á slysadeild hlutu meiri hátt- ar meiðsl en einn þeirra hafði lent í slagsmálum við samferöamann sinn í Helgamagrastræti. Að sögn Matthíasar Einarssonar varðstjóra var rólegt fram til klukkan 2 um nóttina en þá jókst erillinn hjá lögreglu. Engin meiri háttar slys vegn flugelda urðu og skemmtanahald fór nokkuð vel fram. Mikið var að gera fram til klukkan 8.30 um morguninn. Símasambandslaust varð á Akur- eyri upp úr klukkan 2 og var svo allt til klukkan 4. Segir Mafthias að þetta hefði skapað töluverð vandræði hjá lögreglu þar sem ekki var hægt að ná símasambandi við hana frekar en aðra. Fór svo aö lögreglan þurfti að leggja fjórum lögreglubílum á jafnmörg gatna- mót um bæinn til að bregðast við ástandinu og var hún því seinni að bregðast við útköllum í samræmi við það. Hulda Gunnarsdóttir og Thor Sverrisson ásamt Finnboga við afhendingu gjafanna. DV-mynd Ægir Már Suðumes Málverk og brjóstmynd af frumkvöðli gef in Grindavlk: Lánað í laxeldi Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Bæjarstjóm Grindavikur hefur samþykkt 8,5 millj. króna afurð- alán til félags sem áformar að hefja laxeldi í fiskeldisstöð Atl- antslax hf. Lánið veröur notað til aö greiða raforku eftir að fiskeldi heíst i stöðinni. Orkusala veröur greidd á 12-16 mánuðum en lánið síöan greitt aö fullu viö sölu afurða. Vextir og tryggingar verða með sama hætti og afuröalán Landsbank- ans. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir þessu láni þegar fjárhagsáætlun Atvinnuþróunarsjóðs Grindavík- ur 1995-1996 verður gerö. Vöruskiptin í nóvember: 2,8 miiyarðar króna í af gang Afgangur upp á 2,8 milljarða króna varð á viðskiptum við út- lönd í nóvember sl. Þá voru flutt- ar út vörur fyrir 11 milljarða en inn fyrir 8,2 milfjaröa. í sama mánuði i fyrra voru vöruskiptin í járnum. Fyrstu 11 mánuði ársins vom fluttar út vörur fyrir 102,6 millj- arða en inn fyrir 84,5 miUjarða. Vöruskiptin voru því hagstæð um rúma 18 milljaröa en afgang- urinn var tæpir 12 miUjarðar eft- ir fyrstu 11 mánuöina 1993. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu 11 mánuðina var 14% meira á fóstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir vora 77% aUs vömútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 10% milU ára. Þá jókst verðmæti útflutts áls um rösklega þriöjung frá fyrstu 11 mánuðunum 1993. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 8% miUi ára. Mest varð aukningin á innflutningi matar- og drykkjarvöru. Tetrapakekkieig- andi í Silfurlaxi Júlíus B. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Silfurlax, vUl leið- rétta þann misskilning, sem kom fram í uraræðum á Alþingi ný- iega um hafbeitarstöðina, að sænska fyrirtækið Tetrapak eða eigendur þess væm hluthafar í Silfurlaxi. Julius segir að Tetra- pak sé ekki og hafi aldrei verið hluthafi í SUfurlaxi. Silfurlax er aö tveimur þriðju hlutum í eigu erlendra aðila, einkum sænskra. Stærsti ein- staM erlendi hluthafinn er Svíinn Kurt Nicolin, að sögn Júlíusar, Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjurru „Við hjá Hitaveitunni tökum á móti þessum gjöfum með því hugar- fari að varðveita þær vel og að gera þessum forsjála dugnaðarmanni góð skil,“ sagði Finnbogi Björnsson, stjórnarformaður Hitaveitu Suður- Guðfmnur Fmnbogason, DV, Hólmavík: Löng hefð er fyrir því sem sjaldan hefur verið vikið frá síðustu áratug- ina að aðalfundir héraðsnefndar - áður sýslunefndar Strandasýslu - séu haldnir milli heys og grasa eins og tíminn fyrri hluta sumars er oft nefndur í sveitum. En vegna þess að endurtaka þurfti kosningar til sveitarstjómar á Ómar Garðaissan, DV, Vestmaimaeyjum: íbúar í Vestmannaeyjum vom 4892 hinn 1. desember sl., aö sögn Áka Heinz á skrifstofu bæjarsins, en vom 4886 á sama tíma 1993. íbúum fjölgaði nesja, er fyrirtækinu bárust giafir í tilefni 20 ára afmælis 31. desember. Það vom hjónin Hulda Gunnars- dóttir og Thor Sverrisson sem af- hentu málverk og bijóstmynd af Matthíasi Þórðarsyni en hann var frumkvöðull í rafmagnsmálum í Keflavík. Thor, sem hefur starfað Hólmavík vegna mistaka ábyrgra aðila í félagsmálaráðuneytinu var aðalfundur héraðsnefndar ekki hald- inn fyrr en í nóvembermánuöi síð- astliðnum. Þar var oddviti Hólmavíkur, Drífa Hrólfsdóttir, bóndi á Ytra-Ósi, kjörin oddviti héraðsnefndar og mun hún einnig fara fyrir héraðsráði næstu fjögur árin að forfallalausu. Með henni í héraðsráð voru kosnir Guð- því um sex í Eyjum á árinu. Að sögn Áka em þetta bráðabirgðatölur. Á tímabilinu frá 1. des.1993 til 1. des. 1994 eignuðust Eyjamenn 112 böm sem er með því mesta sem ver- ið hefur undanfarin ár. Á sama tíma- lengi hjá hitaveitunni, er sonarsonur Matthíasar Þórðarsonar en hann var á sinni tið einn mesti athafnamaður á Suðurnesjum. Hann fluttist síðar til Danmerkur og helgaði sig ritstörf- um. Hann var fæddur 1. júlí 1872 en lést 14. ágúst 1959. mundur B. Magnússon, Drangsnesi, og Björn H. Karlsson, Smáhömrum. í langri sögu sýslu- og héraðsnefnd- ar Strandasýslu hefur önnur kona ekki notið slíks trausts héraðsnefnd- arfulltrúa utan Hjördís Björk Hákon- ardóttir sem var sýslumaöur Strandasýslu 1980-1983. Fram- kvæmdastjóri héraðsnefndar er Stef- án Gíslason, sveitarstjóri á Hólma- vík. bili létust 32 Vestmannaeyingar. Að- fluttir vom 265 en brottfluttir 344. Milli húsa í Eyjum iluttu sig 865 og samtals fluttu 1474 Eyjamenn sig um set á árinu eða 30%. Kona kjörin oddviti héraðsnefndar Strandasýslu: Aðalf undinn tókst ekki að halda milli heys og grasa Fjölgaði um sex í Eyjum Hitaveita Suðumesja: Viðskipti varnarliðsins stórminnka Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum: „Ég á ekki von á að þetta minnki eins mikið í ár og verið hefur síðustu tvö árin, ekki nema það verði teknar einhverjar stór- ar ákvarðanir um að fækka her- mönnum í vamarliðinu á Keila- víkurflugvelli," sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suö- umesja, við DV. Vamarliðiö er stærsti við- skiptavinur hitaveitunnar og kaupir rafmagn og heitt vatn fyr- ir rúman mifljarð króna á ári. Þetta var mun hærra fyrir tveim- ur ámm en hefur síðan minnkað. Hitaveitan hefur orðið fyrir um 100 milijóna króna tekjumissi vegna þessa á ári. Varnarliðið kaupir 3% minna nú af rafmagni en fyrir tveimur áram og um tvö þúsund mínútu- lítrum minna af vatni. Það er álíka mikið og selt er árlega til Grindavíkur. Gjaldskráinermun hærri hjá vamarliðinu og þessi minnkun samsvarar því að Grindvikingar og Njarövíkingar hættu að skipta við Hitaveitu Suðumesja. Varaarliðið kaupir samtals 14.700 minútulitra af vatni á ári af hitaveitunni og er það svipað og vatnsnotkunin hjá öilum öðram á Suðurnesjum á ári. Helguvík: Stálgrindar- húsreistá lOdögum Ægir Már Káraaon, DV, Suöumesjum; Bytjað er að reisa 600 m- stál- grindarhús fyrir Helguvíkurmjöl hf. sem staðsett verður við höfn- ina í Helguvík. Húsið verður not- að sem flokkunarhús þar sem fram fer hrognakreisting úr loönu og loðnuflokkim til fryst- ingar. Að sögn Péturs Jóhannessonar, hafnarstjóra í sameinaða sveitar- félaginu á Suðurnesjum, verður húsiö reist á 10 dögum. Þá verður einnig lokiö við að reka niður 61 metra af 150 metra stálþili fyrir löndunarbryggju í Heiguvík. Framkvæmdir við höfnina ganga ágætlega og gert er ráð fyr- ir að hún verði tekin í notkun i mars. Nýirvegirá Suðurnesjum Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: „Þessir vegir eiga eftir að létta á þungaumferð gegnum Keflavik og Njarðvik - stórra flutningabíla sem fara frá Garði og Sandgerði til Reykjavíkur. Stytta einnig leiðina hjá þeim sem ekki þurfa að koma við í Keflavík eða Njarð- vík,“ sagði Ingimundur Þ. Guðna- son, varaoddviti Gerðahrepps, viö DV. Nýr vegur verður lagður rétt við afleggjarann til Sandgeröis og Garðs og tengist Reykjanesbraut- inni, ekki langt frá flugstöðinni. Vegurinn mun létta n\jög umferð á Hringbrautinni í Keflavík og gatnakerfi Njarðvíkur. Öll um- ferö til Sandgeröis, Garös og Helguvíkur fer nú gegnum Kefla- vík og Njarðvík. „Við vonumst til að vegimir verði tveir - annar nær Sand- gerði - og tengist Reykjanes- brautinni með hringtorgi og vinna viö þá hefiist sem fyrst árið 1995,“ sagði Ingimundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.