Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 32
L«TT«
alltaf á
Miövikudögxtm
LOKI
Er það ekki þjóðráð að losna
við ruslið til Austurríkis?
Borgarstjóri til Austurríkis:
Ræðir hugs-
anlega sölu
, áSorpu
Búist er við að borgarstjóri heim-
sæki austurríska endurvinnslufyrir-
tækið Rupert Hofer ásamt stjórnar-
formanni og framkvæmdastjóra
Soipu eftir að fjárhagsáætlun borg-
arsjóðs hefur verið afgreidd í byrjun
febrúar og hefji þá hugsanlega við-
ræður um sölu á Sorpu. Kristín A.
Árnadóttir, aðstoðarmaður horgar-
stjóra, segir að beðið sé eftir upplýs-
ingum um starfsemi austurríska fyr-
irtækisins áður en ákveðið verður
hvort og hvenær verður af heimsókn
borgarstjóra.
Endurvinnslufyrirtækið Rupert
Hofer starfrækir endurvinnslu á
sorpi í Vorarlberg í Austurríki. Að
sögn forsvarsmanna fyrirtækisins
nær endurvinnslan til allt að 80 pró-
senta af sorpi sem til fellur á svæðinu
meðan Sorpa endurvinnur um 10-15
prósent af þvi sorpi sem fellur til hér
á landi. Austurríska fyrirtækið hefur
sýnt mikinn áhuga á að kaupa Sorpu
þó að ekki sé ljóst hvort af því getur
orðið en samkvæmt heimildum DV
hefur það mikinn áhuga á að hefja
starfsemi hér hvort sem af kaupun-
um verður eða ekki.
Ekki náðist í forsvarsmann Rupert
•^Hofer í Austurríki í gær þar sem
hann var í vetrarfríi erlendis.
Samið við
Garðvang
Samningar tókust milli stjómenda
á hjúkrunarheimihnu Garðvangi í
Garði og Sjúkrahðafélagsins hjá
ríkissáttasemjara í gærkvöld. Kristín
Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélagsins, segir að ekki
hafi verið samið um neinar launa-
hækkanir. Samið hafi verið um
skaðabætur fyrir þann tíma sem
sjúkraliðarnir hafi verið í verkfalli.
„Krafa félagsins var sú að kjara-
samningur yrði gerður við sjúkrahöa
á þessari stofnun og við höfum feng-
ið það fram en ég vil ekki fara út í
það hversu háar bætur sjúkrahðarn-
ir fengu,“ segir Kristín.
Rúður brotnuðu
Tvær rúður mölbrotnuðu í félags-
heimilinu á Hólmavík í fyrrinótt eftir
að heimatilbúnar sprengjur sprungu
viö það. Lögreglan á Hólmavík
handtók nokkra menn um tvítugt
sem viðurkenndu að hafa búið th
mjög öflugar heimatilbúnar gas-
sprengjur en ein þeirra var meðal
annars sprengd við félagsheimihð
' með fyrrgreindum afleiðingum.
Veðriðámorgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður breytileg átt
á landinu, víðast fremur hæg.
Éljagangur verður um landið
sunnan- og vestanvert en norð-
austan til verður úr komulaust aö
mestu. Smám saman kólnandi
veður.
Veðrið í dag er á bls. 28
NSK
kúlulegur
MKþuÍsvii
SuAurlandsbraut 10. S. 686483.
FRETTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast
7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA OG
ÁSKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL. 6-8 LAlKSABDAGSv QG MANUOÁGSMORGNA
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1995.
Það eru ákveðin
ónot í manni
segir Hjálmar Vilhjálmsson - stórmál fyrir þjóðarbúið að loðnan finnist
„Það eru ákveðin ónot í manni.
Maður hrökk auðvitað við í haust
þegar við fengum niðurstöðu úr
mælingum okkar á stofninum. Ég
trúi því þó að skUyrðin haíi verið
þannig i haust að loðnan hafi verið
dreUð og hún staöið vestarlega. Þess
vegna hafi niðurstaðan orðið þetta
slæm,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson
fiskUræðingur og leiðangursstjóri á
Árna Friðrikssyní sem lagði upp í
loðnuleit í gærkvöldi.
Hafrannsóknastöfnun sendir tvö
skip til leitar, Árna Friöriksson og
Bjarna Sæmundsson. Leiðangur-
inn stendur í tæpan mánuð, tU 30
janúar. Auk skipa Hafrannsókna-
stothunar fara Hólmaborg SU og
Jón Kjartansson SU til leitar. Niö-
urstaðan í haustleiðangri Hafró
sýndi hrun loönustofnsins. Menn
hafa þó tekið henni með miklum
fyrirvara, en samkvæmt henni er
veiðistofnínn aöeins þriðjungur
þess sem talið var.
Hjálmar segir að skipin muni
byrja leitina út af Austíjörðum og
halda norður og vestur um. Hann
segir að við upphaf vertíðar hafi
fiskifræðingar gert sér vonir um
aö mætti veiða 1500 þúsund tonn
af loðnu. Þeir hafi ráðlagt upp-
hafskvóta upp á 950 þúsund tonn
með það inni í myndinni að auka
hann um 500 þúsund tonn. Nú hafa
veiðst um 600 þúsund tonn og því
350 þúsund tonn eftir af upphafs-
kvótanum.
Þaö er Ijóst að það er stórmál fyr-
ir þjóðarbúíð aö loðnan finxúst.
Heildarútflutningsverðmæti loðnu-
afurða frá janúar til nóvember á
síöasta ári var rúmir 10 milljaröar.
Útflutningsverðmæti þessara 900
þúsund tonna sem eftir eru eru tal-
in vera í kringum 7 milljarðar.
-rt
Ellefu hross í Svinadal fældust flugelda:
í hættulegri sjálf-
heldu á toppi
Skarðsheiðar
- reyntaöbjargaþeimídag
A annan tug manna héldu í birt-
ingu í morgun áleiðis að Heiðar-
horni, efsta tindi Skarðsheiðar, til að
freista þess að ná ellefu hrossum sem
höfðu komist í sjálfheldu þegar
styggð kom að þeim við bæinn Tungu
í Svínadal þegar áramótaflugeldum
var skotiö upp í sveitinni.
„Þau stoppuðu ekki fyrr en á syllu
í sjálfheldu í fjalli í Skarðsdal," sagði
Samúel Ólafsson, bóndi að Tungu og
eigandi hrossanna, í samtah við DV
í morgun. „Þau voru í túnunum
hérna við bæinn. Við tókum eftir því
að þau voru horfin á nýársdag. Síðan
var farið að leita að þeim. Við vorum
að leita að þeim fram í myrkur í
gærkvöldi. Þar sem þau fundust á
syllu er mikill bratti, klaki og slæmar
aðstæður. Við vitum ekki hvernig við
náum þeim en það fara margir af
stað upp úr klukkan tíu.“
Samúel sagði að hrossin væru í
600-700 metra hæð. Þar hefði veriö
bylur í gærkvöldi þegar hrossin
fundust og ekki viðht að freista þess
að koma þeim niður. Björgunarsveit-
armenn, dýralæknir og bændur í
nágrenninu héldu af stað með Samú-
el í morgun. Gert var ráð fyrir að
leiðangursmenn yrðu hátt í tvær
klukkustundir að komast upp að
Heiðarhorni í morgun - fyrst á bílum
ensíðanfótgangandi. -Ótt
Árásarmál í Skipholti
Langflestar verslanir voru lokaðar i gær, fyrsta virka daginn á nýja árinu.
í versluninni Herjólfi í Skipholti voru hjónin Bragi G. Kristjánsson og Erna
Eiriksdóttir önnum kafin við vörutalningu i gær. DV-mynd GVA
Fjöldi lögreglumanna leitaði í
rnorgun stúlku sem gengið var í.
skrokk á á hóteli við Skipholt. Lög-
reglunni barst tilkynning um atvikið
og fór á staðinn en þá var stúlkan á
bak og burt en tahð var í upphafi að
hún hefði hlotið alvarlega áverka.
Meintur árásarmaður var hins vegar
handtekinn og fluttur í fangageymsl-
ur. Hann var ölvaður.