Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 10
10 l>mi),IUI)A<;UR :t. JANIJAR 1995 Menning Breskt fyrirtæki frestar flárfestingu í Aðalstöðinni: Neituðu að fjár- magna Sinfóníuna - settu einnig út á ójafna samkeppni við Ríkisútvarpið „Þessum aðilum fannst afar sér- kennilegt að 10 prósent af tekjum skuli renna í einhvern sjóð og að hópur manna úti í bæ skuli ákveða lithlutun úr sjóðnum eftir að 45 pró- sent hafa runnið til Sinfóníuliljóm- sveitar íslands. Þeim fannst líka mjög merkilegt að hér skuli ríkja santkeppni ntilli einkastöðva og rík- isstöðvar sem nýtur fullkontins frels- is á auglýsingamarkaðnum auk lög- bundins afnotagjalds. Mennirnir ráku strax augun í þessi atriði og fannst þau auðvitað vera afskaplega skrýtin. Þeir undirstrikuðu að það yrði að kippa svona rnálurn í liðinn áður en að fjárfestingu hér kæmi." sagði Baldvin Jónsson. eigandi Aðal- stöðvarinnar. við DV. Baldvin hafði samband við breskt fyrirtæki sent kaupir lilutabréf í út- varpsstöðvum og hefur fjárfest í Sví- þjóð. Noregi. Finnlandi og Banda- ríkjununt. Menn frá fyrirtækinu skoöuðu markaðinn hér og leist ekki á blikuna þegar í ljós kom að hluti tekna Aðaistöðvarinnar færi í að halda Sinfóníuhljómveit íslands uppi auk þess sem stöðin ætti í samkeppni við ríkisrekna útvarpsstöð sem hefði frjálsar hendur á auglýsingamark- Fjármögnun Sinfóníunnar með greiðslu í Menningarsjóð útvarpsstöðva er þyrnir í augum erlendra fjárfesta. aðnum og fengi tekjur af lögbundn- unt afnotagjöldum. Baldvin vildi ekki gefa upp nafn fyrirtækisins aö svo stöddu en hann gerir sér vonir um að taka upp viðræður við fyrirtækið að nýju ef ný útvarpslög verða sam- þykkt. Að fyrrnefndum atriðum frá- töldum segir Baldvin Bretana hafa verið sátta við rekstur Aðalstöðvar- innar. „Við höfum alls ekki getið upp von- ina. Við erum að bíða eftir að út- varpslagafruntvarpið komi frarn en þar er ekki gert ráð fyrir aö greitt sé í Menningarsjóð útvarpsstöðva. Þá er tekið á samkeppnisþættinum, reyndar á þann hátt að ríkinu verði ekki lenfur skylt aö reka tvær út- varpsrásir. Þess vegna gerum við okkur enn vonir um að þetta fyrir- tæki vilji íjárfesta í Aöalstöðinni,* 1' sagði Baldvin. Klassísk útvarpsstöð Aðalstöðin mun hleypa klassískri útvarpsstöð af stokkunum í febrúar. Var útsendingarbúnaður Sólarinnar keyptur fyrir stöðina. Dagskrárstjóri verður ráðinn í næstu viku en þrír aðilar munu koma til greina í starfiö. Líkamsræktar- stöðvar og rak- arastofurhefja greiðslu STEF-gjalda Líkamsræktarstöðvar eru byrj- aðar að greiða gjöld til STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Innheimta þess hófst á nýhðnu ári eftir töluvert þref við líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslu- og rakarastofur. Síð- arneíhdu aðilarnir fengu reyndar síðasta ár til að hugsa málið. En á næstunni mun STEF á ný senda þeim kynningarbréf um inn- heimtu gjaldsins. Gíróseölar verða siðan sendir út í mars. Gjaldskráin er miðuð við fer- metrafjölda staðanna og er þeim þá skipt í hópa. STEF-gjald fyrir tónlist á hárgreiöslu- og rakara- stofu allt að 50 fermetra er 4.170 krónur. Sé notað útvarp eða upp- tökur af geislaplötum eða snæld- um, sem í nær öllum tilvikum er gert, bætist við 25 prósenta álag eða 1.042 krónur. Samtals verður STEF-gjaldið því 5.212 krónur. „Þessi gjöld eru ekkert sérís- lenskt fyrirbrigði. Höfundar eiga rétt á gjaldi þegar tónlist þeirra er leikin opinberlega. Þeir sem nota hana í sínum rekstri eiga aö greiða fyrir hana. Það er ekkert réttlæti í því að verslun greiði STEF-gjald meðan rakarastofa, kannski í sama húsnæöi og sem einnig selur vörur, sleppi viö greiðslu. Þeir sem nota tónlist eiga aö greiöa fyrir hana og ber skylda til þess samkvæmt höf- undarlögunum. Okkuríslending- um ber lika skylda til að inn- heimta þessi gjöld þar sem við erum aðilar aö Bemarsáttmálan- um og alþjóðasamningi um höf- undarrétt. Þar skuidbindum við okkur einnig til að vernda rétt erlendra höfunda," sagði Gunnar Stefánsson, innheimtustjóri STEFs, við DV. Frá tónleikum Rökkurkórsins sem haldnir voru í Fljótum á dögunum. SkagaQörður: DV-mynd Örn Þórarinsson Blómlegt starf hjá Rökkurkórnum Öm Þórarmsson, DV, fljótum; Rökkurkórinn í Skagafirði starfar nú af miklum blóma. Haldnir voru fimm konsertar í desembermánuði. Söng kórinn á Akureyri og Ólafsflrði í byrjun aðventu og einnig á Sauðár- króki, Fljótum og nú síðast í Varma- hlíð 29. des. Einsöng með kórnum syngja Sigurlaug Maronsdóttir, Hjalti Jóhannsson og Jóhann Már Jóhannsson. Söngstjóri er Sveinn Árnason og undirleikari Thomas Higgerson. Viðtökur áheyrenda hafa verið ágætar enda söngdagskráin fjölbreytt þar sem ýmsum aukalög- um er skotið inn í áður auglýsta söngskrá. Auk söngsins koma hag- yrðingar fram, einnig hinn kunni skemmtikraftur og eftirherma Eirík- ur Jónsson sem fer með gamanmál. Rökkurkórinn var stofnaður árið 1978. Hann er blandaður kór og eru félagar nú 45 frá níu sveitarfélögum í héraðinu. Æft er í félagsheimilinu Miðgarði tvisvar í viku. Fólk leggur ýmislegt á sig við kórstarfið. Þannig aka þeir sem lengst eiga 140 km á kvöldi til að komast á æfmgu. Kórir hefur átt því láni aö fagna að Jóhar Már Jóhannsson, bóndi og söngvai er velunnari hans og hefur oft suni ið á konsertum kórsins við glæsilei an orðstír. Þess má að lokum geta að Rökku kórinn áformar að gefa út geislaplöl með söng kórsins á þessu ári. Æfini ar þar að lútandi munu hefjast n eftir áramótin en hljóðritun verði væntanlega í vor. Listaklúbbur Leikhúskjallar- ansþriggjaára Listaklúbbur Leikhúskjallar- ans er þriggja ára í dag. Klúbbur- inn var stofnaður með það fyrir augum aö halda úti tjölbreyttri og vandaðri menningar- og skemmtidagskrá á mánudags- kvöldum og vera vettvangur fyrir hvers konar listsköpun sem ekki krefst mikils ytri umbúnaðar. Dagskráin er ákveðin tvo mánuði fram í tímann og gefm út. I dagskrá janúar má sjá lög úr söngleikjum eftir Leonard Bern- stein og fleiri, fyrirlestur Páls Skúlasonar heimspeksings undir yfirskriftinni Hvað er list?, léstur úr smásögum Antons Tjekov í umsjón Ásdísar Þórhallsdóttur og loks Fiskvinnslukonuna, Bóndakonuna og Dóttur skáld- konunnar, eintöl cftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Hægt er að gerast félagi í klúbbnum og veitir aðild veruleg- an afslátt að aögangseyri. Auk þess fá félagar skólaafslátt á sýn- ingar Þjóðleikhússins og Borgar- leikhússins sé pantað á sýningar- dag. Danmörk: Thorennhrósað ffyrir Náttvíg Thor Vil- hjálmsson fær injög lofsain- lega umsögn i danska dag- blaðinu In- formation fyrir skáldsöguna Náttvíg eða Is- blomsterne brænder eins og hún heitir í danskri þýðingu Eriks Skyum-Nielsens. í lok ítarlegrar umfjöllunar um bókina segir eitthvað á þá leið að Thor sé draumóramaöur í bók- menntum með næmt auga fyrir hinu kalda og heita í mánneskj- unni sem hann skoðar með sér- kennilegri hlýju. Bókmenntaskríbent dagblaðs- ins Jyllands Postens hefur einnig farið lofsamlegum orðum um Náttvíg eins og DV hefur sagt frá. Höfin: Sagaverkalýðs- baráttu á bók Júlía Imsland, DV, Höfc í bók Gísla i Sverris Árna- sonar, „Þó hver einn megni smátt“ er lýst lífi og störfum alþýðufólks á Hornafirði á fyrri hluta þessarar aldar og hvemig fátæk- um verkamönnum tókst baráttan fyrir bættum kjörum. Sagt er frá stoíhun verkalýösfélags á Höfn árið 1929 og hvernig menn voru ekki á eitt sáttir um nafnið. Segir frá því hvemig sumir stofnenda börðust gegn því að félagið væri bendlað um of við stjórnmála- fylkingar landsins en samkomu- lag náðist um að félagið skyldi heita Atvinnufélag hafnarverka- lýðs. Auk þess að vera saga verkalýðsbaráttunnar á Höfn er í bókiimi mikill fróðleikur um sjósókn og útgerð bæði Austfirð- inga og Hornfirðinga á þessum árum og koma þar vel fram þeir erfiðleikar sem brautryðjendur í útgerð á Hornafirði áttu við að stríða. Höfundur bókarinnar, Gísli Sverrir Árnason, hefúr búiö á Höfn alla sina tíð og er forstöðu- maöur Sýslusafns Austur-Skafta- fellssýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.