Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 13 Fréttir Veitustofnanir Reykjavikur: Selja ellef u íbúðir fyrir níutíu milljónir króna leigutekjur hrökkva ekki lengur fyrir rekstrarkostnaði Stjórn veitustofnana samþykkti á fundi sínum rétt fyrir jól að selja 11 íbúðir í eigu Rafmagnsveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Reykjavíkur þar sem kostnaður fyrirtækjanna við viðhald húsanna hefur reynst meiri en leigutekjur undanfarin ár, auk þess sem ekki þykir rétt að fyrirtæk- in séu með leigustarfsemi. Búist er við að söluverðmæti íbúðanna geti numið samtals aUt að 80-90 milljón- um króna og verða nokkrar íbúð- anna settar á sölu síöar á þessu ári. Hinar verða settar í sölu seinna á kjörtímabihnu. Um er að ræða sex íbúðir í svoköU- uðum vélstjórahúsum við Rafstöðv- arveg 2, 3 og 6 í ElUðaárdal í eigu Rafmagnsveitu Reykjavikur að verð- mæti samtals um 50-55 miUjónir króna. Verið er aö vinna að deiU- skipulagi ElUðaárdals hjá Borgar- skipulagi og verður ákveöiö hvemig staðið verður að sölunni þegar skipu- lagið Uggur fyrir. Starfsmenn Raf- magnsveitunnar hafa leigt íbúðimar í EUiðaárdalnum til þriggja ára og rennur einn leigusamningur út á þessu ári. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri segir að um sé að ræða fimm íbúðir í eigu Hitaveitu Reykjavíkur að Reykjum í Mosfellsbæ. Tvær íbúð- anna hafa verið leigðar af starfs- mönnum en þijár þeirra em í leigu hjá Reykjalundi. Ein íbúð losnar síð- ar á árinu og verður hún sett í sölu um leið og samkomulag um lóð hefur náðst við bæjaryfirvöld. „Þetta em leifar frá gömlum tíma þegar þetta var afskekkt og taliö nauðsynlegt að starfsmenn byggju á staðnum. Það er út í hött að fyrirtæk- in séu með leigustarfsemi af þessu tagi fyrir starfsfólk sitt. Kostnaður við viðhald húsanna er margfalt meiri en leigutekjur og því em engar forsendur til að reka starfsemina áfram. Þaö er langeðlilegast aö selja húsin,“ segir Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana. „Við töldum rétt að sitja hjá þar sem málið er í skoðun hjá Borgar- skipulagi og ekki væri rétt að breyta eignafyrirkomulagi fyrr en þeirri skoðun væri lokið. Eðlilegra væri að athuga með hvaða hætti væri hægt að nota þetta húsnæði," segir Gunn- ar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi. Sex íbúðir í þessum húsum, sem eru nr. 2, 3 og 6 við Rafstöðvarveg i Elliðaárdal í Reykjavik, verða seldar á næstunni. íbúðirnar eru i eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem leigt hefur þær út undanfarin ár. Leigutekjur hrökkva ekki lengur fyrir rekstrarkostnaði. DV-myndir BG Vestfjarðamið: Ekkert mál að ná þeim þorski sem menn vilja - segir skipstjórinn á HáLfdáni í Búð „Það hefur verið mikiö af þorski Hann segir að sóknin í þorskinn viku af þorski og það tekur okkur hér í Kantinum i allt haust. Þaö er sé mjög lítil en hafi þó örlítið auk- yfirleitt rétt rúman sólarhring. ekkert mái fyrir skipin að ná þeim ist aö undanfómu. Flest skipin búi Þegar það er búið liggjum við bara þorski sem menn vilja," segir við það að þeim sé skammtaður sá í skrapi, svo sem kola og ýsu,“ seg- Skarphéðinn Gíslason, skipstjóri á þorskur sem þau megi taka. ir Skarphéðinn. togaranum Hálfdáni í Búð. „Við megum taka 25 til 30 tonn á -rt Helgarpóstsskuldin í Landsbankanum: Skýringar fengust í bankaráði Bankaráð Landsbanka íslands fjallaði um greiðslur fyrrverandi starfsmanna Helgarpóstsins á skuld hjá Landsbankanum á fundi sínum 28. desember. Helgi Seljan bankar- áösmaður segir að bankastjórarnir hafi skýrt frá sínum sjónarhóli í þessu máli sem ekki sé hægt að greina frá végna bankaleyndar og segist telja að fullnægjandi skýringar hafi fengist á málinu. Ekki verði gengið eftir frekari skýringum nema málið taki nýja stefnu. „Ég tók þetta upp og það var rætt talsvert mikið. Það varð engin sér- stök niðurstaða. Máhð var bara tekið upp og bankastjóramir gáfu sínar skýringar. Ég sé ekki ástæöu til að rengja þær en málið er auðvitað í höndum formannsins og ég veit ekki hvað hann hyggst gera,“ segir Helgi Seljan. DV greindi frá því í desember að sjö fyrmm starfsmenn Helgarpósts- ins hefðu unnið fyrir Landsbankann gegnum fjölmiðlafyrirtækið Athygli til að greiða niður 12-13 ára gamla sjálfsábyrgðarskuld vegna útgáfu Helgarpóstsins. Ekki náðist í Kjartan Gunnarsson, formann bankaráös Landsbankans, í gær þar sem hann var í útlöndum. Heilbrigðis- og iðnaðarráðuneytin: Kaupa íslenska heilarita og hjartarita Samvinna hefur tekist milli Rann- sóknarráðs íslands, iðnaöarráðu- neytis og heilbrigðisráðuneytis um kaup á frumgerö tveggja þróunar- verkefna hugbúnaðar fyrir heil- brigðisþjónustu. Hér er um að ræða Nervus-heilarita sem Taugagreining hf. er að þróa og Embla-hjartarita sem Flaga hf. er að þróa. Rannsóknarráð veitir styrki úr Tæknisjóði til að fullgera frumgerðir þróunarverkefnanna. Ráðuneytin kaupa síðan starfhæfa frumgerð og afhenda hana með samningi til reynslunotkunar hjá völdum not- endum. Sighvatur Björgvinsson, iðn- aðar-, viðskipta, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í síðustu viku. í samningi er kveðið á um sam- skipti við þróanda og skil á upplýs- ingum um reynslu af frumgerðinni. Þróandinn heldur frumgerðinni við og endurbætir hana í samráði við notanda þar til fullnægjandi reynsk er fengin. Frumgerðimar em eigr. ráðuneytanna. Ný dreif ingarstöð fyrir lyf Lyfjafyrirtækin Farmasía hf., Lyf mun annast innflutning og dreifingu hf. og Stefán Thorarensen hf. hafa á lyfjum og öömm aðfóngum fyrir ákveðið að stofna sameignarfyrir- heilbrigðisstofnanir. tækið Lyíjadreifingu. Fyrirtækið somGSiyiiÐJAiu AUGLÝSIR: 1 a.. Jl.A*A&vna/*/ 'tygetaaW'* laglausir sem lagvísir. Innritun er hafin. Kennsla hefst mánudaqinn 16. janúar 1995. Hópnámskeið □ Byrjendanámskeið □ Framhaldsnámskeið □ Söngleikjahópar (byrjendur, framhald) □ Barna- og unglingahópar □ Söngkennsla/raddþjálfun (4 í hóp) Möguleiki á að Ijúka l-lll stigi í söng. Kórhópur sem syngur „gospel" ásamt tónlist af ýmsum toga. Einsöngsnám (klasslskt tig síingleikja) Klassískt nám, en einnig er boðið upp á kennslu fyrir þá sem ætla að leggja fyrir sig aðrar tegundir tónlistar. Upplýsingar og innritun i síma: 612455 Fax: 612456 eða á skrifstofu skólans, Skipholti 25, Reykjavík, alla virka daga frá kl. 10 - 18. SÖIUGSIVIIÐJAN Skipholti 25 [fc«Ef^B

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.