Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 17 Bridge Bridgehátíð 1995: Tvímenningskeppnin hófst í gær Tvímenningskeppni Bridgehátíðar hófst í gær á Hótel Loftleiðum og er spilað í fjórum 18 para riðlum. Mik- ill fjöldi erlendra og innlendra bridgemeistara er á meðal þátttak- enda. Frægastir þeirra eru án efa Zia Mahmood og Tony Forrester, Larry Cohen og David Berkovvitz, nýbakað- ir Bandaríkjameistarar, George Mittelman og Fred Gitleman, nýbak- aðir Kanadameistarar, nýkrýndir Evrópumeistarar yngri spilara frá Englandi, Jason og Justin Hackett, Tom Townsend og Jeffrey Alleton og ekki má gleyma okkar eigin stjörn- um, fyrrverandi heimsmeisturum sem allir eru þátttakendur. Keppmsformið í ár er ólíkt fyrri árum en svipaður spilaíjöldi. Spilað- ar eru þrjár 30 spila lotur og var sú fyrsta í gærkvöldi. Keppni hefst í dag kl. 11 árdegis en síðasta lotan hefst kl. 16.30. Ohætt er að hvetja allt bridgeáhugafólk að fjölmenna til þess að sjá marga af bestu bridge- mönnum heimsins sýna listir sínar. Á morgun hefst síðan Opna Flug- leiðamótið í sveitakeppni með þátt- töku 96 sveita, sem er metþátttaka. Spilamennska hefst kl. 13 og verða valdir leikir sýndir á sýningartöflu í ráðstefnusal. Mótsstjóri er fram- kvæmdastjóri Bridgesambandsins, Elin Bjarnadóttir, en keppnistjórar eru Kristján Hauksson, Sveinn R. Eiríksson og Einar Guðmundsson. Larry Cohen, sem kemur í annað sinn á Bridgehátíð, er afkastamikill og vinsæll bridgerithöfundur ásamt að vera einn albesti spilari Banda- ríkjanna. Hann og félagi hans Berkowitz eru nýlega búnir að vinna Grand National keppnina 1994 ásamt Jimmy Cayne og Alan Sontag. Keppnin veitir þeim rétt til þess að Tveir góðir gestir Bridgehátiðar: Larry Cohen og Zia Mahmood. keppa um landsliössæti auk þess sem þeir eru Bandaríkjameistarar. Raun- ar var sigurinn ekki þrautalaus því sigurinn kom þegar Cayne var gefið geim í síðasta spili keppninnar og það duggði til sigurs. Þetta var spilið sem skipti sköpum. V gefur, A-V á hættu * G10643 ¥ 82 ♦ 8 4» Á9754 ♦ 2 V KD9643 ♦ ÁG62 + KD ♦ Á87 V Á75 ♦ 954 + G632 * KD95 V GlO ♦ KD1073 + 108 Á öðru borðinu varð suður sagn- hafi í fjórum hjörtum eftir gervi- Umsjón Stefán Guðjohnsen sagna sagnröð. Reyndar voru þar að verki engir aðrir en Rodwell og Meckstroth, eitt besta bridgepar Bandaríkjamanna. Cohen spilaði náttúrlega út tíguleinspilinu og fékk siðan stungu þegar Berkowitz komst inn á trompás. Einn niður. Á hinu borðinu opnaði Cayne á einu hjarta og varð að lokum sagn- hafi í fjórum hjörtum. Austur spilaði út laufaþristi sem vestur drap með ás og spilaði tíguláttu til baka. Cayne drap á kónginn í blindum og spilaði hjartatíu. Austur drap á ásinn og spilaði tígulfimmu til baka. Vestur trompaði og spilaði LAUFI til baka. Auövitað var austur sökudólgurinn, hann gat tekið spaðaásinn áður en hann gaf félaga stunguna. TVEIR McGOÐBORGARAR (Venjulegt verð: kr. 784.-) Gildir til og með 14. febrúar 1995. Veitingastofa og Beint-í-bílinn, Suðurlandsbraut 56. Nýr umboðsaðili SCANIA Frá og með 11. febrúar 1995 er Hekla hf. nýr umboðsaðili fyrir SCANIA bifreiðar á íslandi. Hekla býður SCANIA eigendur velkomna í hóp viðskiptavina sinna. Við munum kappkosta að veita nýjum og eldri SCANIAeigendum góða þjónustu. Véladeild Heklu mun sjá um alla þjónustu við SCANIAeigendur. Símanúmer véladeildar eru eftirfarandi: • Söludeild 569 5710 • Verkstæði 569 5740 • Varahlutir 569 5750 • Fax 569 5788 SCANIA HEKLA -////e///a Laugavegi 170-174, sími 569 5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.