Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Side 18
18
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995
Dagur í lífí Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands íslands:
Kjaramálin fýrirferdarmest
14.30 gafst tækifæri til þess að setjast
við skrifborðið og fara yfir málefni
næstu daga sem eru mörg og flókin.
Einnig höfðu safnast upp mörg skila-
boð um að hafa samband við hina
og þessa sem hringt höfðu meðan ég
sat á fundum yfir daginn og reyndi
ég að ganga frá þeim málum.
Annasamt hefur verið að undanförnu hjá Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambands Islands.
Eðh málsins samkvæmt hafa
kjaramáUn verið fyrirferðarmest í
Ufinu undanfama daga. Mánudagur-
inn 6. febrúar var engin undantekn-
ing frá því. Þegar ég vaknaöi þann
dag um klukkan hálfátta fór ég í
huganum yfir það sem gera þyrfti
þann daginn jafnframt því að klæða
mig og sinna hefðbundnum morgun-
verkum.
Ég var kominn til vinnu þann dag
miUi klukkan 8 og 9 og hófst þá handa
við að fullvinna gögn sem ég hafði
verið að vinna yfir helgina. Hér var
um að ræða vinnugögn sem tengjast
þeirri vinnu sem verið hefur í gangi
í vinnuhópum kennarafélaganna og
fuUtrúa samninganefndar ríkisins.
Tíminn milli klukkan 9 og 11 þennan
dag fór í þessa vinnu en hún gekk
frekar hægt vegna þess að mjög
margir hringdu á þessum tíma til
þess að leita svara við spumingum
sem á einn eða annan hátt tengjast
yfirvofandi verkfalli kennara.
150símtöládag
í framhaldi af þessu má nefna að á
degi hverjum hringja að meðaltali
100 til 150 einstaklingar til Kennara-
sambandsins samkvæmt könnun
sem við gerðum á skrifstofunni í
haust. AUnokkur hluti þessara er-
inda snýst um kjara- og réttindamál
og lendir verulegur hluti þeirra á
mínu borði ásamt þeim erindum sem
er beint til mín sem formanns
Kennarasambandsins. Þannig verð-
ur vinnutíminn oft nokkuð sundur-
slitinn þegar meiningin er að sökkva
sér niður í pappírsvinnu eða annað
þess háttar.
Klukkan 11 var haldinn fundur
með fulltrúum frá Hinu íslenska
kennarafélagi til þess að fara yfir
afrakstur helgarinnar og undirbúa
fund með fulltrúum úr samninga-
nefnd ríkisins sem boðaður var
klukkan rúmlega eitt. Hádegismat-
urinn þennan daginn var ein rækju-
samloka sem var óvanalega þurr.
Sérmál námsráðgjafa
Tíminn frá klukkan tólf til eitt fór
í fundahöld með stjórn Félags náms-
ráðgjafa sem vildi koma ýmsum hug-
myndum um sérmál námsráðgjafa á
framfæri við formenn kennarafélag-
anna. Klukkan 13.15 hófst svo fundur
í vinnuhópum með fulltrúum úr
samninganefnd ríkisins. Á þeim
fundi var farið yfir gögnin sem til
urðu í vinnuhópunum og reynt að
leggja mat á niðurstöðu vinnunnar.
Nokkrir ágaUar komu fram og var
ákveöið að reyna að ráða bót á þeim
fyrir miðvikudaginn en þann dag
DV-mynd Brynjar Gauti
haíði verið boðaður fyrsti formlegi
samningafundur aðila frá því að
verkfall kennara var boöað. Fundur-
inn var annars frekar afslappaður
og aðilar sammála um að nú væri
kominn tími til þess að færa umræð-
una inn á sjálft samningaborðið.
Eftir að þessum fundi lauk um kl.
Lopapeysa sótt
Um hálffjögurleytið kom svo að því
skemmtilegasta sem ég upplifði
þennan dag en þá fór ég niður á
Umferðarmiðstöð til þess að sækja
lopapeysu sem amma mín hafði
prjónað á mig og var að senda mér.
Tilkoma lopapeysunnar var sú að
fyrir rúmri viku fór ég í heimsókn
til foreldra minna og systkina sem
búa í Reykholtsdalnum í Borgarfirði
og að sjálfsögðu heimsótti ég ömmu
Lullu í leiðinni en hún býr einnig
þar. Amma vildi endilega gefa mér
lopapeysu en átti því miður enga sem
passaði alveg. Hún sagði mér að hún
skyldi bæta úr því og prjóna nýja og
það geröi hún á sex dögum þrátt fyr-
ir að hún sé orðin 86 ára gömul. Ég
er viss um að samningaviðræður
gengju mun betur ef viðsemjendur
okkar hefðu áræðiö og dugnaðinn
hennar ömmu því þá væri örugglega
ekki verið að hanga yfir hlutunum.
Síðasti fundur dagsins var haldinn
milli klukkan fjögur og hálfsex og
snerist efni hans um væntanlegar
breytingar á löggjöf um grunn- og
framhaldsskóla og þá ekki síst um
stöðu mála varðandi flutning á öllum
rekstrarkostnaði grunnskóla frá ríki
til sveitarfélaga en að mínu viti eru
alltof mörg mál enn óljós varðandi
það mál.
Að loknum vinnudegi, sem lauk að
þessu sinni óvenjusnemma, var ekk-
ert eftir annað en að koma sér heim,
borða, vaska upp, horfa á fréttir og
fleira, slappa af í heitu baði og hugsa
um verkefni morgundagsins og svífa
svo inn í draumalandið.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í Ijós að á myndinni tíl
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
Ég skil ekki að það skuli ekki vera neinir peningar inni á reikn-
ingnum. Bankinn auglýsir varasjóði upp á hundruð milijóna.
5620
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og fjórðu
getraun reyndust vera:
1. Baldvin Þór Bergþórsson?. Petrína Sigurðardóttir,
Melbraut 29, Hásteinsvegi 39,
250 Garði. 900 Vestmannaeyjum.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr.
4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verð-
laun heita: Líki ofaukið og Bláþjálmur úr
bókaflokknum Bróðir Cadfael aö verð-
mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefhar út
af Frjálsri fjölmiölun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkiö umslagiö með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 296
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 296