Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 21 Island (LP/CD) t 1.(2) Unplugged in New York Nirvana I 2. (1 ) Þó líði ár og öid Björgvin Halldórsson | 3. ( 3 ) No Need to Argue The Cranberries t 4. ( - ) Heyrðu aftur '34 Ýmsir f 5. ( 4 ) Pulp Fiction Úr kvikmynd t 6. ( 9 ) æ Unun I 7. ( 5 ) Reif í skeggið Ýmsir | 8. ( 6 ) Dummy Portishead t 9. (14) Dookie Green Day 110. (15) Universal Mother Sinead O’Connor 111. ( 8 ) The Lion King Úr kvikmynd 112. (Al) Fields of Gold - The Best of Sting 413. (11) Hárið Ursöngleik 4 14. ( 7 ) Musicforthe Jilted Generation Prodigy 4 15. (13) The very Best of The Eagles 116. (18) LiveattheBBC The Beatles 117. (19) Definitely Maybe Oasis 118. (Al) í tíma og rúmi Vilhjálmur Vilhjálmsson 119. (Al) Vitalogy Pearl Jam 120. ( - ) Smash Offspring Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík, auk verslana víða um landið. | 1. (1 ) ThinkTwice Celine Dion t 2. ( 3 ) Set You Free N-Trance 4 3. ( 2 ) Cotton Eye Joe Rednex | 4. ( 4 ) Here Comes the Hotstepper Ini Kamoze ) 5. ( 5 ) Total Eclipse of the Heart Nicki French t 6. ( 7 ) l've Got a Little Something for You MN8 4 7. ( 6 ) Run away (Mc Sar &) The Real McCoy t 8. (17) Reach Up (Pig Bag) Perfecto Allstarz t 9. (11) Open Your Heart M People 4 10. ( 9 ) Riverdance Bill Wheelan New York (lög) Bandaríkin (LP/CD) Tanita Tikaram lætur frá sér heyra á nýjan leik: Fimmta platan Tanrta Tikaram söngkona, laga- og textahöfundur: þríggja ára bið eftir nýni plötu er á enda. Þau eru orðin sjö, árin sem liðin eru síðan Tanita Tikaram skaust upp á stjörnuhimininn með lagið sitt Good Tradition og plötuna Ancient Heart í kjölfarið. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjórar stórar plötur. Nú síðast Lovers in the City sem kom út fyrir nokkrum dögum. Þar býður hún upp á tíu lög, flest í rólegri kant- inum, en lætur þó gamminn geisa þar sem það á við. Það verða að teljast dágóð afköst hjá 25 ára gamafli söngkonu að hafa sent frá sér funm plötur á ferlinum. Enda var Tanita Tikaram aðeins átján ára þegar hún sló í gegn. Þar fóru saman áheyrilegar lagasmíðai’ og ekki síður þægileg og furðu þroskuð altrödd hennar. Raunar hef- ur röddin breyst furðu lítið á þeim sjö árum sem liðin eru síðan fýrsta platan kom út. Hlé frá námi Tanita Tikaram er talin með bresk- um söngkonum í handbókum um dægurtónlist. Faðir hennar er þó af indversku bergi brotinn, fæddur á Fiji-eyjum. Móðir hennar er frá Malasíu. Sjálf fæddist Tanita í Þýska- landi þar sem faðir hennar gegndi herþjónustu í breska hermun. Fjöl- skyldan flutti ekki tfl Bretlands fýrr en Tanita var tólf ára. Hún hlustaði mikið á tórJist í bamæsku. The Beat- les voru hátt skrifaðir (þökk sé eldri hróður sem lét stelpuna radda með sér Bítlalög). Einnig hlustaði hún á soiU- og kántrítónlist og eftirlætis- söngkonur hennar á þessum árum voru Karen Carpenter, Linda Ron- stadt, Rita Coolidge og Crystal Gayle. Stúlkan lét sér ekki nægja að hlusta á tónlist á æskuárunum. Hún las einnig mikið og sextán ára göm- ul var hún farin að semja lög og texta. Hún sniðgekk aflt hefðbundið ástar- hjal venjulegra dægurlagatexta en þótti fremur vera undir áhrifúm frá skáldsögum eftir Virginiu Woolf, söngleik Bemsteins, West Side Story og hreinskilnum kveðskap Johns Lennons og Joni MitcheU. Tanita Tikaram tilkynnti foreldr- um sínum að menntaskólanámi loknu að hún ætlaði að taka sér eins árs hvUd frá námi áður en hún inn- ritaðist í háskóla. Hún fékk vinnu við auglýsingasölu og á kvöldin fór hún að troða upp með lögin sín og text- ana. Með laununum sínum fyrir aug- lýsingasöluna fjármagnaði hún prufúupptökur laganna. Kvöld eitt var hún að spUa á Mean Fiddler, þeim fræga skemmtistað í Lundúnum, þegar umboðsmaðurinn Paul Charles átti leið um. Nokkrum vikum síðar var hún komin á stærri svið og farin að hita upp fýrir Paul Brady, Warren Zeavon og Jonathan Richinan svo að nokkrir séu nefnd- ir. Og snemma árs 1988 gerði hún plötusamning, þá aðeins átján ára. Hléið frá háskólanámi stendur enn! Mikil afköst Platan Ancient Heart með laginu Good Tradition innanborðs kom út síðar á árinu 1988. Platan hitti í mark og seldist afls í um fjórum miUjónum eintaka. Henni var að sjáUsögðu fylgt eftir með hljómleikaferð víða um lönd. Og Tanita Tikaram lét ekki þar við sitja. Meðan á hljómleikaförinni stóð samdi hún lög á næstu plötu sína, The Sweet Keeper, og gat farið beint í hljóðver að ferðinni lokinni. Þar naut hún aðstoðar sömu upp- tökustjóra og þegar hún vann fýrstu plötuna. Þetta voru þeir Rod Argent og Pet- er van Hooke. Þeir voru einnig við stjómvölinn þegar þriðja platan var tekin upp. Hún heitir Everybody’s Angel og Tanita Tikaram var aðeins fjórar vikur að semja lögin og text- ana á hana. Fjórða platan, Eleven Kinds of Loneliness, var síðan gefin út árið 1992. Söngkonunni fannst nú greinUega tími tU kominn að hægja á afköstun- mn því að hún lét líða þrjú ár á miUi platna númer fjögur og fímm. Hún var þó ekki aðgerðalaus, tók þátt í plötuupptökum með öðnnn tónlistar- mönnum, vann fýrir sjónvarp og kom stöku sinnum fram á hljóinleikum. Einnig notaði Tanita Tikaram „fríið tfl að ferðast. Hún fór meðal annars tU Kína, Frakklands, Ítalíu og Rúmeníu. Hún dvaldi um skeið í San Francisco og þegar að því kom að hefja vinnu við fimmtu plötuna kom hún sér fýrir í Los Angeles. Þar var tónlistin á Lovers in the City Scimin og þar var hún hljóðrituð. Tanita fékk sér tU fúUtingis Thomas Newman, mann sem hafði getið sér gott orð fýrir kvik- myndatónlist, meðal annars við Konuihn og Steikta græna tómata, en ekki fyrr fengist við hefðbundna popptónlist. Útkoman er eigi að síð- ur vel viðunandi og fimmta plata Tanitu Tikaram er orðin að veru- leika. Að þessu sinni er það tónleikadiskurinn Utangarðsmenn, frá hljómieikum svehar- innar þar sem hún fór hamförum á tónleikum í Stokkhólmi 1982, sem er í verðlaun. Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraim DV og Japis er léttur leikiu- sem aUir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Þrír vinningshafar, sem svara öU- um spumingum rétt, fá svo geisia- disk að launum frá fýrirtækinu Jap- is. Að þessu sinni er það tónleika- diskurinn Utangarðsmenn, frá hljómleikum sveitarinnar þar sem hún fór hamförum á tónleikum í Stokkhólmi 1982, sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir síðasta plata hljóm- sveitarinnar Blur? 2. Hvaðan er hljómsveitin Portis- head? 3. Hverjir spUuðu á gítara í Utan- garðsmönmun? Dregið verður úr réttum lausnum 17. febrúar og rétt svör verða birt í blaðinu 25. febrúar. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 28. janú- ar: 1. T-World. 2. Army of Me 3. Þijár. Vinningshafar í þeirri getraun, sem fá safndiskinn Concept in Dance í verðlaun, era: Birgitta Aragrímsdóttir Faxabraut 42D, 230 Keflavík. Torfhildur Sigurðardóttir Lyngmóum 12, 210 Garðabæ. Einar Jónsson Álftamýri 32,105 Reykjavík. fe nafn vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.