Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Page 22
22 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Sérstæð sakamál Þaö var komið sunnudagskvöld og klukkan aö verða ellefu. Lawrence Hedley rafvirki gekk upp á efri hæöina í húsi sínu við Everdon- stræti í Leamington, nokkru fyrir utan Liverpool á Englandi. Hann háttaöi sig og stillti vekjaraklukk- an á sex. Hann þurfti aö fara snemma á fætur næsta morgun því hann færi með áttalestinni til vinnu í Birmingham. Nokkrum mínútum síðar lagðist kona hans, Wendy, í rúmiö við hliðina á hon- um. Hún bauð honum góða nótt með kossi en síðan fóru þau hjón að sofa. Hedley-hjónin voru barnlaus en bæði unnu þau með bömum, þó hvort á sinn hátt. Lawrence var skáti og í frístundum var hann mikið með ylfingum og skátum en Wendy var forstöðukona á barna- leikvelli. Hún þurfti ekki að fara á fætur fyrr en klukkan rúmlega átta á morgnana en klukkan sex á mánudagsmorgninum vaknaði hún við vekjaraklukku manns síns. Dáinn í rúminu Klukkan hringdi og hringdi en Lawrence hreyfði sig ekki. Wendy stjakaði því við honum en það hafði engin áhrif. Hún stjakaði nú fastar við honum en það bar heldur engan árangur. Hún stöövaði því hringj- arann í klukkunni og sagði manni sínum hárri röddu að vakna. En hann vaknaði ekki. Hún kveikti þá ljósið og sá sér til skelfingar að hann var dáinn. Blóð var á líkinu og rúmfótunum. Wendy virti hinn látna mann sinn fyrir sér með hrylhngi um stund en svo staulaðist hún fram úr rúminu og hringdi á sjúkrabíl. Síöan gerði hún lögreglunni að- vart. Nokkrum mínútum síðar endurómaði hávaöinn frá sírenum um Everdon-stræti, götu sem var þekkt fyrir að vera kyrrlát. Lögregluþjónarnir, sem Wendy vísaði inn i svefnherbergið, höfðu aðeins horft á líkið af Lawrence í nokkur augnablik þegar þeir hringdu á rannsóknarlögregluna. John Spelling fulltrúi kom fljótlega á vettvang ásamt aðstoðarmönn- um. Gátu þeir brátt greint frá því að Lawrence Hedley hefði verið skotinn tveimur skotum í brjóstið. Skyndirannsókn í húsinu leiddi ekki í ljós innbrot. Grunurinn beinist aö Wendy Wendy Hedley var nú sagt aö hún yrði að koma niður á lögreglustöð. Þar hófust síöan yfir henni yfir- heyrslur sem stóöu samfellt í fjórar stundir. Var henni borið á brýn að hafa myrt mann sinn en hún neit- aði því staðfastlega og iauk yfir- heyrslunni meö því að hún brast í grát. í þann mund bárust fyrstu boðin frá tæknimönnum, sem rannsakað höfðu svefnherbergið gaumgæfilega, og réttarlækni. í ljós hafði komið að kúlurnar tvær, sem orðið höfðu Lawrence að bana, voru 9 mm kúlur af sér- stakri gerð. Varð þeim aöeins skot- ið úr frekar fágætum byssum sem telja varö heldur ólíklegt að kona hefði aðgang að. Þá var orðið ljóst að skotið hafði verið af þriggja til fiögurra metra færi, frá glugganum á svefnherberginu. Tæknimennirnir höfðu séð að svefnherbergisglugginn, tvískiptur með neðri hluta sem renna mátti upp, hafði verið opnaður utan frá með afli. Þá fundust leifar af brunnu púðri á gluggatjöldunum. Sömuleiðis fundust fór eftir stiga sem reistur hafði verið upp að hús- inu. Morð um miðja nótt Þessar niðurstöður sýndu að ein- hver eða einhveijir höfðu komiö að húsi Hedleys-hjóna um miðja nótt í þeim tilgangi að myrða Lawr- ence. Og skýringin á því hvers vegna Wendy hafði ekki vaknað við skothvellina gat ekki verið önnur Lawrence Hedley. Freddy Muffet. Aftakan Sumarferðin Það var Wendy sem kom með fyrstu ábendinguna um hugsan- lega skýringu. Hún sagði Spelling að um hálfum mánuði fyrir morðið hefði maður hennar farið í sumar- ferð með hóp skáta. Um útilegu hafði verið að ræða og hafði hópur- inn slegið upp fiöldum í Rawing- ton-skógi. Um miðnættið hafði einn skátanna, Jonathan Lyons, vaknað við hávaða sem líkst hefði þvi að einhver væri aö grafa 1 grennd- inni. Hann hafði gægst út úr tjald- inu og séð tvo menn með skóflu. Wendy Hedley. Húsið við Everdon-stræti. Frásögn Wendyjar var svo á þá leiö að Jonathan hafði vakið mann hennar og sagt honum frá því sem hann hafði séð. Lawrence fór með vasaljós til að kanna hvaö væri á ferðinni. En þegar hann kom að mönnunum höfðu þeir sagt honum að skipta sér ekki afþví sem honum kæmi ekki við. Hann sneri því til baka til tjaldanna. Næsta dag gerði hann hins vegar lögreglu á staðn- um aðvart um það sem gerst hafði um nóttina en lögregluþjónninn, sem hlustaði á frásögnina, skrifaði enga skýrslu um atvikið, líklega af því hann taldi ekki að um ólöglegt athæfi hefði verið að ræöa. Kenningin Spelling fufltrúi ræddi nú við Jonathan Lyons og nokkra af skát- unum sem farið höfðu í sumarferð- ina. Allir staðfestu frásögnina. Spelling tók nú að hallast að þeirri Jonathan Lyons. en sú að skotið hafði verið af byssu með hljóðdeyfi. Enn á ný var farið yfir allt sem tæknimennimir höfðu fundið og niðurstöður réttarlæknisins. Þá fannst Spelling fulltrúa og mönn- um háns Ijóst að atvinnumorðingi hefði veriö á ferðinni, En þeirri spurningu var ósvaraö hvers vegna atvinnuglæpamenn höfðu viljað Lawrence-’Hedley feigan. Viðræðui við nágranna, félaga og kunningja hjónanna báru engan árangur. Lawrence var ekki á sakaskrá og enginn vissi til þess að hann hefði nokkru sinni verið í tengslum við glæpamenn. Þaö eina sem honum hafði orðið á um ævina og komist hafði á skrá yfirvalda voru þrjár stöðumælasektir á sex árum. kenningu að Lawrence hefði komið að glæpamönnum sem hefðu ætlað að grafa eitthvað, ef til vill lík, og þeir hefðu tahð að hann gæti orðið þeim hættulegur. Þeir hefðu því ákveðið að láta „fagmenn" þagga niður í honum fyrir fullt og allt. Það gat ekki hafa verið erfitt fyr- ir þá sem vildu Lawrence feigan að komast að þvi hvar hann bjó. Hann átti sendibíl með nafni skáta- félagsins og hafði hann staðið við tjaldbúðina í Rawington-skógi. Ein fyrirspum hefði því verið nóg til að vísa leigumorðingjanum á heim- ih Hedleys-hjónanna. Spelhng fór nú með nokkrum úr hópi skátanna út í skóginn í þeim tilgangi að kanna hvað mennirnir tveir hefðu verið að grafa þar um nóttina. Brátt fannst staður þar sem ljóst var að grafið hafði verið en gröfin var grunn og bersýnilegt að mennirnir tveir höfðu horfiö frá eftir að Lawrence hafði komið að þeim. Spelling komst ekki lengra í bih. Líkfundurinn í byrjun unnu alls tuttugu og þrír menn við rannsókn málsins. Smám saman varð þó að fækka í hópnum því upp komu önnur aðkahandi mál. En um níu mánuðum eftir morðið var aftur farið að sinna rannsókn málsins af krafti. Aðdragandi þess var sá að þrír menn, Stephen Alsop, Geoffrey Pond og Mervyn Slater, fóru á refa- veiðar í Rawington-skógi og nær- liggjandi skógum. Slater sá þá eitt- hvað sem honum fannst líkjast gröf. Vinir hans töldu það hugaróra í honum en hann lét sér ekki segj- ast og tók að róta í jarðveginum. Og skyndilega kom lík í ljós. Þremenningar flýttu sér á næstu lögreglustöð en fóru síðan með rannsóknarlögreglumönnunum á staðinn. Líkið reyndist vera af hálf- _ sextugum manni og var ljóst að hann hafði verið grafinn mörgum mánuðum áður, Uklega sumarið áður. Líkskoðun leiddi í Ijós að maður- inn hafði verið skotinn tveim skot- um. Höfðu kúlurnar lent í hnakk- anum og voru þær af sömu gerð og þær sem orðið höfðu Lawrence Hedley að bana. Kominn á sporið Spelhng fulltrúa og mönnum hans varð nú ljóst að dauða Lawr- ences hafði borið að með þeim hætti sem þeir höfðu áöur talið. Hann hafði komið að mönnum sem hefðu verið í þann veginn að grafa mann sem þeir höfðu myrt og af ótta við að hann gæti komið upp um þá höfðu þeir látið ráða hann af dögum. Líkið, sem refaveiðimenninrir fundu, reyndist vera af Freddy Muffet, fimmtiu og sex ára gömlum manni. Hann hafði búið í Birming- ham og reyndist lögreglan þar þekkja til hans. Hann hafði verið einn af uppljóstrurum lögreglunn- ar en um hríð hafði hann unnið fyrir nokkra af kunnustu glæpa- mönnum borgarinnar. Síðasta uppljóstrun hans hafði hins vegar greinilega reynst honum dýrkeypt. Sögusagnir hermdu að þá hefði hann gengið á hlut einhverra áhrifamanna í undirheimunum sem hefðu ákveðið að refsa honum á viðeigandi hátt. Muffet haföi svo horfið og ekkert verið vitað um örlög hans fyrr en lík hans fannst. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Spelling haföi orðið vitni að því að uppljóstrari var tekinn af lífi. Og skot í hnakkann var greinilegt merki um aftöku. Þá var Spelling Ijóst að uppgjör milli afbrotamanna voru venjulega af því tagi að skýrslur um þau mál enduðu uppi á hillu með skjölum um óupplýst mál. Rannsókn á því hvort hægt væri að tengja uppljóstranir Muffets morðingjum hans reyndust árang- urslausar. Þeir fundust aldrei og morðingjar Lawrences Hedley því ekki heldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.