Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Síða 23
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995
23
Highlander III í Háskólabíói:
Seiðkarlinn
Christopher Lambert i hlutverki hálendingsins Connor MacLeod.
Christopher Lambert klæöist bún-
ingi hálendingsins Connor MacLeod
í þriöja sinn í The Highlander IH,
Seiðkarlinn, en Conner er maður
sem lifað hefur í mörg hundruð ár,
eldist aldrei og deyr aldrei. Seiðkarl-
inn, sem Mario Van Peebles leikur,
er þó ákveðinn í að koma hálend-
ingnum fyrir kattarnef, þar sem með
því að drepa hann eykst kraftur hans
og þar meö möguleikar hans á ná
heimsyfirráðum. Inn í baráttu þeirra
leiðist visindamaðurinn Alex Smith,
sem Deborah Unger leikur, en hún
er á slóð Seiðkarlsins.
Seiðkarlinn sem gengur undir
nafninu Kane hafði legið í dvala í
þrjú hundrð ár í Japan, en hópur
visindamanna haföi óvart vakið
hann og hleypt honum aftur af stað
og nú er það skylda Connors, sem
hefur komið sér fyrir með fjölskyldu,
að sjá til þess að að Kane verði stöðv-
aður.
Christopher Lambert, sem er
franskur, varð fyrst þekktur þegar
hann lék í kvikmynd Luc Bessons,
Subway. Frammistaða hans þar
leiddi til þess að hann hóf að leika í
enskumælandi kvikmyndum og hef-
ur hann að mestu haldið sig vestan-
hafs og býr í New York. í dag er hann
þekktastur fyrir leik sinn í Highland-
er-myndunum þremur, sem allar
hafa notið töluverðra vinsælda.
Leikstjóri myndarinnar, Andy
Morahan, er þekktur leikstjóri tón-
listarmyndbanda en Highlander III
er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd
sem hann leikstýrir. Morahan hefur
fengið mörg verðlaun fyrir tónlistar-
myndbönd sem hafa verið með ekki
ómerkari mönnum en Paul McCartn-
ey, Guns ’N’ Roses, Tina Turner,
George Michael, Elton John, Bryan
Ferry og Robert Palmer, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Corrina, Corrina í Laugarásbíói:
Afbragðs ráðskona
Laugarásbíó hefur hafið sýningar
á myndinni Corrina, Corrina, nýrri
gamanmynd sem naut talsverðra
vinsælda í Bandaríkjunum á síðasta
ári. Myndin segir frá Manny Singer
(Ray Liotta), sem er að jafna sig eftir
andlát eiginkonu sinnar. Molly dóttir
hans, sem er sex ára, hefur tekið
móðurmissinum illa og hefur ekki
sagt orð síðan móðir hennar dó og
er Manny alveg ráðalaus. Hann aug-
lýsir eftir ráðskonu og ræður fyrst
Millie Jones (Joan Cusack) sem að
eigin sögn er frábær ráðskona og
segist gera allt sem eiginkonan gerir
og hún meinar það bókstaflega en
Manny hafði ekki hugsað sér að deila
rúmi með henni og lætur hana því
fara.
Manny er sem sagt aftur á byrjun-
arreitnum og aftur ræður hann ráðs-
konu og þá dettur hann heldur betur
í lukkupottinn því Corrina (Whoopi
Goldberg) hefur allt það til aö bera
sem prýðir góða ráöskonu, auk þess
sem hún er vel menntuð. Molly hrífst
af henni og er ákveðin í að koma föð-
ur sínu og Corrinu saman.
Whoopi Goldberg hafa verið nokk-
uð mislagðar hendur að undanfomu,
en í Corrinu, Corrinu þykir hún
standa sig vel og lífgar upp á mynd-
ina með skemmtilegum húmor.
Whoopi Goldberg leikur hina lifs-
glöðu ráðskonu i myndinni Corrina,
Corrina.
20% AFSLATTU
af öllum amerískum bókum í búðinni GEGN
FRAMVISUN þessarar auglýsingar til 1. mars.
Spennandi bækur um bíla,
flugvélar, byssur, matreiðslu.
Amerískar metsölubækur
í vasabroti.
IBOKAH USIÐskeiSn 8
Við hliðina á Málaranum & Vouge
i, Sími 568^-6780 - NÆG BÍLASTÆÐI^
1AWлB»MKI
I S L A N D S
N-A-M-A-N
Landsbanki íslands auglýsir nú sjötta árið í röð eftir
umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir.
g Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
J2[ Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars
1995 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs.
JgJ Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur.
Þeir verða afhentir í apríl 1995 og veittir NÁMU-félögum
skv. eftirfarandi flokkun:
2 styrkir til háskólanáms á íslandi,
2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis,
2 styrkir tii framhaldsnáms erlendis,
1 styrkur til listnáms.
J4J Umsóknum er tilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi
og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi
síðar en 15. mars næstkomandi.
Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið
b.t. Berglindar Þórhallsdóttur
Bankastræti 7, 155 Reykjavík
I
L
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
Festu ekki fé þitt
Viltu 0 bestu ávöxtun á sparifé þitt? ^ ^
óathuguðu máli
* geta gripið tii sparifjár þíns hvenær sem er?
* dreifa sparifé þínu á mismunandi form?
* hafa yfirsýn yfir úrvalið á einum stað?
* nýta þér þjónustu viðurkenndra sérfræðinga Landsbankans og Landsbréfa sem leita
bestu ávöxtunar fyrir þig og vaka yfir nýjum möguleikum og enn betri kjörum þér til handa?
Komdu eða hafðu samband í næsta útibú okkar og við leitum bestu leiða til
ávöxtunar fyrir sparifé þitt og innleysum spariskírteini þér að kostnaðarlausu.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
%
|
i