Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Á síðasta áratug hafa aðferðirnar við að þagga niður í konum orðið harkalegri. varpsáhorfendur upp stór augu. Áhorfendurnir aö leik í heims- meistarakeppninni í fótbolta voru nefnilega kappklæddir eins og há- vetur væri. Sjónvarpsmenn höföu skeytt saman fótboltaleiknum, sem fram fór um sumar, og myndum af áhorfendum sem horföu á vetr- arleik. Þetta var gert til þess að íranir sæju ekki bert hold á áhorf- endum sem auðvitaö voru létt- klæddir í hitanum. Þeir sem ætla að auglýsa í lönd- unum viö Persaflóa þurfa aö gæta sín sérstaklega. í tímaritum má ekki ræöa um kvenlíkama nema þegar fjallaö er um læknisfræði og sjúkdóma. Það má skrifa um snyr- tivörur og birta myndir af þeim en ekki sundföt né fleginn fatnað. Vandræðagangur vegna faðmlags í Egyptalandi hafa yfirvöld verið nokkuð frjálsleg þar til áhrifa heit- trúaöra múslíma fór aö gæta meira. Kossar mega ekki sjást í sjónvarpi. Nýlega varö vandræðagangur út af kvikmynd þar sem faðir faömaði dóttur sína á flugvelli. Konur eru núna í hlutverkum mæöra og trúrra eiginkvenna. Þær eru sýnd- ar sterkar innan veggja heimilisins en veikgeðja og háöar öðrum utan heimilisins. Þær mega undir eng- um kringumstæöum sjást einar meö ókunnugum karlmanni. Fá fyrirmæli um „heppilegt'' efni Yfirvöld í Sádi-Arabíu sendu ný- lega egypskum rithöfundum og kvikmyndaframleiðendum fyrir- mæli um hvað væri „heppilegt" umfjöllunarefni. Ekki mátti fjalla um áfengi né sambönd ógiftra. Ef karl og kona fá sér sæti saman verður þaö aö vera í sófa en ekki í rúmi. Þaö má heldur ekki gagn- rýna trúarleg efni og trúaöa menn. Hár má sjást í sjampóauglýsingum en ekki andlit. Ef svitalyktareyöir er auglýstur má ekki sýna handar- krika samtímis. Þaggað niður í konum Sífellt fleiri ríkisstjómir þagga niöur í konum. Aöferðirnar hafa orðið harkalegri. Konur hafa verið bannfærðar, verk þeirra gerð upp- tæk og þær reknar í útlegð en nú gerist þaö í síauknum mæli aö kon- umar eru beittar ofbeldi og jafnvel drepnar. í breska tímaritinu Marie Claire fullyrðir greinarhöfundurinn Ca- roline Moorehead aö hvergi hafi konur veriö hugrakkari en í Tyrk- landi. Þar hafa einkum blaðamenn orðiö skotspónn yfirvalda sem ekki vilja láta fjalla um stríðið við að- skilnaðarsinna Kúrda í suðaustur- hluta landsins. Tugir starfsmanna blaðsins Özgur Gtindem, sem studdi mál- stað Kúrda og nú er hætt að koma út, vom fangelsaðir. Að minnsta kosti tólf þeirra vom drepnir. Fyrr- um ritstjóri blaðsins, Gurbetelh Erroz, sem er um þrítugt, var margsinnis handtekin vegna meintra tengsla hennar við Kúr- díska verkamannaflokkinn sem er bannaður. Gefið rafmagnslost og hótað nauðgun Eitt sinn var henni haldið nak- inni í yfirheyrslu í fimmtán daga. Henni var misþyrmt hvað eftir annað. Hún var bundin upp á hand- leggjunum og gefiö rafmagnslost. Það var ekki fyrr en Gurbetelh var hótað að henni yrði nauðgað sem hún samþykkti að skrifa undir ,játningu“. Margar fleiri konur hafa greint frá því að þær hafi orðið fyrir lík- amlegu ofbeldi í tyrkneskum fang- elsum. Algengt er aö kannaö sé hvort konumar em hreinar meyj- ar. Neiti konurnar að gangast und- ir rannsóknina hótar fangelsis- læknirinn þeim því að annars komi lögreglumenn og aðstoði hann. Gurbetelli óttast um líf sitt en hún er ein margra tyrkneskra kvenna sem halda áfram starfi sínu þó að þær eigi jafnvel á hættu að verða líflátnar. Bannaðað skrifa um kynlíf Það er víða sem konur mega ekki íjalla um frelsi og ástarlíf. Fyrir rúmu ári birti Lindsey Collen, rit- höfundur frá Máritfus, smásögu sem fjallaði um nauðgara sem átti í baráttu, annars vegar vegna löng- unar sinnar til að eyðileggja konur og hins vegar vegna tilrauna sinna til að beija niður þessa löngun. Fimm dögum eftir að sagan birtist gaf forsætisráðherra landsins út yfirlýsingu á þingi eftir að heittrú- aðir hindúar höföu haft samband við hann. Forsætisráðherrann kvaö upp þann úrskurð að bókin væri guðlast og var hún bönnuð. Krafa um líflát Nokkru seinna var rithöfundur- inn Taslima Nasreen frá Bangla- desh sökuð um samsæri gegn ísl- am. Hún haföi skrifað bók um fjöl- skyldu sem var hindúatrúar. í bók- inni verður fjölskyldan fyrir aðk- asti heittrúaðra múslíma. Öfgahóp- ar í Bangladesh kröföust þess að Taslima yrði líflátin vegna guðlasts en henni tókst aö flýja land. Ritskoðunin tekur á sig ýmsar myndir. í fyrra ráku íranskir sjón- Pilsfaldar síkkaðir Það er ekki bara í arabalöndum sem verk kvenna og ýmislegt sem snertir þær er ritskoðað. í Chile eru pilsfaldar síkkaðir á tímaritsmynd- um af stjömum heimamanna. í Grikklandi var ritstjóri tímarits lesbía dæmd í fimm mánaða fang- elsi fyrir að ófrægja karlmenn. Hún haföi birt beiðni þess efnis að gagn- kynhneigöir karlmenn hættu að svara einkamálaauglýsingum í tímariti hennar. Ábannlista í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum em ýmsir kvenrithöfundar bannaöir. Bækur Mayu Angelou eru bannaðar í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Bækur metsöluhöfundarins Judy Blume, sem skrifar bækur fyrir unglinga, era víöa bannaðar í Bandaríkjunum þar sem hún þykir lýsa kynlífi of nákvæmlega. í Indi- ana hafa komið fram óskir um að Hrói höttur verði bönnuö á þeim forsendum að í bókinni sé að finna tengsl við kommúnisma. í Pennsyl- vaniu er The Color Purple eftir Ahce Walker bönnuð þar sem htið er hana sem klám. Og í Suður- Dakota er bókin Litla húsið á slétt- unni eftir Lauru Ingahs Whder bönnuö þvi hún er áhtin niðrandi fyrir boma og bamfædda Banda- ríkjamenn. Endursagt úr Marie Claire. ímAjhugl ýsmivgá Föstudaeurinn 11. februar Reynir Hjörleifsson, Smiðjuvegi 4,200 Kóp. (ABC hraðsuðukanna) Szymon Kuran, Laufásvegi 5,101R. (ZODIAC takkasími) Bjarni Þór Björnsson, Sporðagrunni 16,104 R. (PANASONIC útvarpsvckjaraklukka) Lárus Guðjónsson, Hjallabraut 37, 220 Haf. (Úttekt í Óm.M. búðinni) Ásta Sigvaldadóttir, Suðurlandsbraut 52,108 R. (TEFLAN matvinnsluvél) Vinningar verða sendir til vinningshafa auglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.