Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Síða 51
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 5! Afrnæli HjörturE. Kjerúlf Sigurdur Þ. Jónsson Sigurður Þorsteinn Jónsson bíl- stjóri, Austurgötu 30, Hafnarfirði, verður fertugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann starf- aði hjá Bifreiðaverkstæði Hafnar- íjarðar, Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og hjá Vöru- bílastöð Hafnarfjarðar auk ýmissa almenna starfa og símavörslu. Fjölskylda Systkini Sigurðar eru Guðmund- ur Halldór Jónsson, f. 18.11.1951, búsettur í Hafnarfirði; Svavar Gunnar Jónsson, f. 30.11.1953, bú- settur i Kópavogi; Erla Hildur Jónsdóttir, f. 27.11.1959, búsettur í Ytri-Njarðvík; Kristólína Gerður Jónsdóttir, f. 28.12.1961, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar: Jón Kristinn Halldórsson, f. 9.12.1925, d. 9.7. 1978, vélstjóri í Hafnarfirði, og k. h„ ArnfríðurMathiesen, f. 12.7. 1931,húsmóðir. Sigurður Þorsteinn Jónsson. Sviðsljós Formenn félagsins frá byrjun fengu fána félagsins. Ungmennafélagar í Grindavík heiðraðir Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi og oddviti á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdals- hreppi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hjörtur fæddist á Hrafnkelsstöð- um og ólst þar upp og í Vallholti. Hann stundaði ýmis almenn störf á sínum yngri árum, var eina vertíð til sjós, var í vegavinnu og var flán- ingsmaður í sláturhúsum tíu haust. Hann hefur verið bóndi á Hrafnkels- stöðum frá 1970. Hjörtur er eftirlitsmaður með hreindýrum, hreindýraskytta, hef- ur verið rjúpnaskytta um árabil og verið refaskytta frá sextán ára aldri. Hjörtur hefur verið oddviti Fljóts- dalshrepps frá 1982. Hann var for- maður Ungmennafélags og Búnað- arfélags Fljótsdalshrepps um nokk- urra ára skeið, hefur verið formað- ur byggingarnefndar iþróttahúss og sundlaugar á Hallormsstað frá 1991 og situr í hreindýraráði. Fjölskylda Hjörtur var í sambúð á árunum 1970-86 með Málfríði Benediktsdótt- ur, f. 21.8.1953, húsfreyju. Hún er dóttir Benedikts Sigurbjömssonar og Lilju Skúladóttur. Börn Hjartar og Málfríðar eru Lilja, f. 11.8.1971, í sambúð með Guðjóni Þorsteinssyni og er sonur þeirra Kristófer Elí Guðjónsson, f. 4.9.1994; Eiríkur Rúnar, f. 4.1.1974; Sólrún Júlía, f. 30.5.1979; Benedikt Logi,f. 28.11.1981. Systkini Hjartar eru Reynir, f. 6.5. 1950, verslunarmaður á Egilsstöð- um; Sigurður, f. 30.12.1951, vélvirki á Egilsstöðum; Elísabet Sigríður, f. 8.12.1957, tannfræðingur í Reykja- vík; Rúnar Metúsalem, f. 3.2.1956, d.31.7.1958. Foreldrar Hjartar: Eiríkur M. Kjerúlf, f. 30.10.1915, d. 11.5.1991, bóndi í Vallholti, og k.h., Droplaug J. Kjerúlf, f. 29.7.1917, nú búsett i Reykjavík. Ætt Eiríkur er sonur Metúsalems, bróður Sigríöar, ömmu Herdísar Þorgeirsdóttur, fyrrv. ritstjóra Heimsmyndar, Eiríks Jónssonai- dagskrárgerðarmanns og Ólínu Þorvarðardóttur, fyrrv. borgarfull- trúa. Metúsalem var sonur Jóns Kjerúlfs, b. á Melum í Fljótsdal, Andréssonar, b. á Melum, Jörgens- sonar, læknis á Brekku í Fljótsdal, en sá kom til íslands frá Danmörku árið 1819, föðurbróðir norska tón- skáldsins Hálfdánar Kjerúlfs. Móðir Jóns Kjerúlfs var Anna Jónsdóttir, b. á Melum, Þorsteinssonar, b. á Melum, Jónssonar, ættföður Mela- ættarinnar. Móðir Metúsalems var Aðalbjörg, systir Ragnhildar, móð- ur Metúsalems búnaðarmálastjóra og Halldórs alþm., föður Ragnars, fyrrv. stjórnarformanns íslenkaál- félagsins. Aðalbjörg var dóttir Metúsalems sterka, b. í Möðrudal, Jónssonar og k.h., Kristbjargar Þórðardóttur, ættföður Kjarnaætt- arinnar, Pálssonar. Guðrún, móðir Eiríks, var dóttir Jóns, b. á Felli í Suðursveit, Vigfús- sonar, b. á Felli og Reynivöllum, Jónssonar. Móðir Vigfúsar var Guö- rún Þorsteinsdóttir. Móðir Guðrún- ar Jónsdóttur var Guðrún Margrét Daviðsdóttir frá Rauðabergi í Fljóts- hverfi. Droplaug er dóttir Jörgens Kjer- úlfs frá Húsum í Fljótsdal, Eiríks- sonar, hreppstjóra frá Ormsstöðum í Fellum, bróður Jóns á Melum. Móðir Jörgens var Sigríður Sigfús- Hjörtur E. Kjerúlf. dóttir, prests á Valþjófsstað, Árna- sonar. Móðir Droplaugar var Elísa- bet Jónsdóttir, hreppstjóra og dbrm. í Brekkugerði i Fljótsdal, Jónssonar, ættföður Vefaraættarinnar. Móðir Elísabetar var Margrét Sveinsdóttir frá Bessastöðum í Fljótsdal. Hjörtur tekur á móti gestum í Fé- lagsheimilinu Végarði frá kl. 16.00. Til hamingju með afmælið 12. febrúar 80 ára Sigriður Jónsdóttir, Hringbraut 35, Hafnarfirði. Eiginmaður hennarer Ein- arSigurðsson múrarameist- ari.ítilefniaf- mælisins taka þau hjónin á móti gestum á afmælisdaginn, 12. febrúar, a veitingahúsinu Gafl-Inn viö Reykjanesbraut eftir kl. 15.00 Konráð Guðmundsson, Holtagerði 42, Kópavogi. Guðrún Finnsdóttor, Hlaðbrekku 16, Kópavogi. Klara Benediktsdóttir, Jaðri, Vallahreppi. Bragi Bjarnason bifreiðastjóri, Goðheimum 14, Reykjavík. Kona hans er Herdís Pálsdóttir rit- arí. Þau verða að heiman á afmæl- isdaginn. Guðmundur IngvarKristó- fersson, Réttarbakka 9, Reykjavík. Kona hans er ÓskDavíðs- dóttir. Guð- mundur er að heiman á afmælisdaginn. Fjöldi fólks kom saman í félags- lags Grindavíkur 3. febrúar. Þar heimilinu Festi í Grindavík til að voru margir afreksmenn í sögu fé- fagna 60 ára afmæli Ungmennafé- lagsins. Konur í félaginu bökuðu Ólafur Þór Jóhannsson, Ægir Águstsson og Gunnar Vilbergsson fengu viðurkenningu frá Grindavíkurbæ fyrir gott iþrótta- og æskulýðsstarf. DV-myndir Ægir Már Kárason, Suðurnesjum. ekta grindvískar tertur eins og þeim er lagið. Tómas Þorvaldsson og Erlendur Gíslason byrjuðu á afmælistert- unni. Þeir voru stofnfélagar að iþróttafélagi Grindavikur. 70 ára Pálína M. Stefánsdóttir, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. 60 ára Gunnar Jóhannsson, Álfhólsvegi 75, Kópavogi. Guðrún Þórarinsdóttir, Tjarnarstíg26, Seltjamamesi. Guðjón Gísli Hannesson, Vogagerði20, Vogum. Eygló Guðjónsdóttir, Bugðulæk 14, Reykjavík, Ólafur Þorsteinsson, Heiöarhrauni 30c, Grindavik. Soffia Ágústsdóttir, Birkigrund 38, Kópavogi. SOára Guðmundur Valdimar Þorkels- son, Reykjafold 16, Reykjavík. 40 ára Kristján Þ. Sigurðsson, Spóahólum 8, Reykjavík, Guðjón Engilbertsson, Bollagörðum 10, Seltjamamesi. Guðmundur Bjarni Daníelsson, Sjávargötu 25, Njarðvfk. Methúsalem Einarsson, Skálanesgötu 13, Vopnafirði. Einar Magnússon, Suðurgötu 106, Haíharfirði. JónKristinn Friðgeirsson, brytiávarð- skipinuóðni, Ránargötu24, Reykjavík. Guðný Kristin Harðardóttir, Gnípuheiði 2, Kópavogi. Sigrún Sigurjónsdóttir, Austurbrún 2, Reykjavik. Hildur Friðþjófsdóttir, Ásbraut 13, Kópavogi. Á hvaða ta'ma sem er! ^ggtfs • ?n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.