Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995
61
Leynimelur 13 er sprellfjörugur
gamanleikur.
Leynimelur 13
Borgarleikhúsiö sýnir í kvöld
leikritið Leynimel 13 en þaö er
eftir Indriöa Waage, Harald Á.
Sigurðsson og Emil Thoroddsen
en þeir þrír kölluöu sig gjarnan
Þrídrang.
„Leikritiö var sýnt hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur 1968. Ég hef
komist aö því að Leynimelur 13
er nokkurs konar mýta meö þjóð-
inni þar sem svo mörg áhugaleik-
félög hafa gert leikritiö vinsælt.
Ég vona að þetta fólk gleðjist yfir
Leikhús
þvi sem það sér hjá okkur,“ sagði
Ásdís Skúladóttir leikstjóri fyrir
frumsýninguna.
Hugmyndin aö verkinu er sótt
í þá staðreynd aö á þessum árum
var gífurlegur húsnæðisskortur í
Reykjavík og Alþingi setti lög þar
sem meðal annars var bannað að
taka íbúðarherbergi til annarra
nota en íbúðar. Sú saga komst á
kreik að húsaleigunefndir myndu
fá heimild til að leigja ónotuð
herbergi í íbúðum fólks.
K.K. Madsen klæðskerameist-
ari er nýfluttur í villu sína að
Leynimel 13 þegar Alþingi setur
þessi neyðarlög, húsið hans er
tekið eignarnámi og afhent skríl
af götunni. Áöur en varir er hús-
ið fullt af vægast sagt skrautleg-
um persónum.
í helstu hlutverkum eru Þröst-
ur Leó Gunnarsson, Guðlaug E.
Óiafsdóttir, Guðmundur Ólafs-
son, Guðrún Ásmundsdóttir,
Hanna María Karlsdóttir, Jakob
Þór Einarsson, Jón Hjartarson,
Karl Guðmundsson, Katrín Þor-
kelsdóttir og fleiri.
Toppslagur í
handboltanum
Stórleikur helgarinnar í hand-
boltanum er viðureign Víkings
og Vals í Víkinni annaö kvöld.
Eins og jafnan þegar þessi stór-
veldi mætast má búast viö hörku-
leik en Valsmenn hafa þrjú stig
umfram Víkinga þegar tvær um-
feröir eru eftir af deildarkeppn-
inni. Hlíðarendapiltarnir hafa 32
stig en Víkingar 29. Stjaman, sem
er í öðru sæti með 30 stig, fær HK
í heimsókn, KR-ingar taka á móti
Selfyssingum, ÍH og ÍR mætast i
Hafnarfiröi, Haukar fara í Mos-
fellsbæinn og leika við Aftureld-
inu og loks sælga KA-menn FH-
inga heim. Allir þessir leikir fara
fram á sunnudagskvöldiö og heíj-
ast kl. 20.00
Á morgun fer einnig fram inn-
anhússmeistaramót Reykjavíkur
í sundi og er það haldiö í Sund-
höll Reykjavíkur. Keppni hefst
kl. 13 og verður keppt í flokkum
hnokka, hnáta, meyja, sveina,
telpna og drengja og í karla- og
kvennaflokki.
Þá má ekki gleyma stjörnuleik
KKÍ í Laugardalshöllinni í dag en
þar mætast úrvalslið A- og B-
riðlanna. Fimleikafólk er líka á
fleygiferð um helgina en bikar-
mótið verður haldið í Kaplakrika
um helgina.
OO
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri léttskýjaö -12
Akurnes skýjaö -6
Bergsstaðir léttskýjað -14
Bolungarvik léttskýjað -5
Kefla víkurflugvöllur skýjað -1
Kirkjubæjarklaustur komsnjór -3
Raufarhöfh snjókoma -9
Reykjavik skýjað -2
Stórhöfði úrk.í grennd 1
Bergen léttskýjað -2
Helsinki skýjað 1
Kaupmarwahöfn léttskýjað 3
Stokkhólmur heiðskírt -2
Þórshöfn skýjaö -3
Amsterdam rigning 2
Berlín skýjað 2
Frankfurt alskýjað 2
Glasgow rign. á síð. klst. 3
Hamborg skýjað 3
London skýjað 12
LosAngeles léttskýjað 10
Lúxemborg þokumóða 2
Mallorca skýjað 17
Montreal heiðskirt -15
New York skýjað -1
Nice skýjað 14
Orlando lágþoku- blettir 4
París rigning 9
Róm léttskýjaö 15
Vín skýjað 2
Washington skýjað -3
Wirmipeg alskýjað -23
Þrándheimur snjóél -1
í dag verður austanhvassviðri eða
stormur og rigning syðst á landinu,
norðaustanstinningskaldi eða all-
hvasst norðvestanlands en heldur
Veðrið í dag
hægari norðaustan til. É1 verða með
norðurströndinni.
Veður fer talsvert hlýnandi og má
búast við 1-4 stiga hita sunnan- og
vestanlands en enn þá verður frost á
bihnu 0-6 stig i öðrum landshlutum.
Sólarlag í Reykjavík: 17.48
Sólarupprás á morgun: 9.34
Siðdegisflóð í Reykjavík: 16.18
Árdegisflóð á morgun: 4.40
Heimild: Almanak Háskólans
Austanhvassviðri
Tveirvinir:
Langi Seli og
Skuggamir
Liðsmenn hljómsveitarinnar
Langa Sela og Skugganna verða í
sviðsljósinu á tónleikum á Tveimur
vinum í kvöld. Vafalaust verður
þar góð stemningenda eru meðlim-
ir Langa Sela og Skugganna engir
aukvisar og hafa spilað lengi sam-
an.
Hljómsveitin verður þó ekki ein
á ferð því meðlimir Silfurtóna ætla
Skemmtanir
einnig aö mæta á staðinn og troða
þar upp. Silfurtónar er gamalreynd
hljómsveit og má öruggt telja að
góöur rómur verður einnig gerður
að leik þeirra. Ekki spillir heldur
fyrir að hljómsveitin teflir fram
hinum geðþekka leikara, Magnúsi
Jónssyni, í fremstu víglínu.
Langl Seli og Skuggarnir verða í eldlínunni i kvöld.
Myndgátan
Er allur á nálum
Leikstjórinn, Friðrik Þór Friöriks-
son.
Á köldum
klaka
Nýjasta kvikmynd Friörik Þórs
Friðrikssonar, A köldum klaka,
var frumsýnd í Stjörnubíói í gær-
kvöldi.
Söguþráður myndarinnar er
ævintýri ungs Japana í íslensku
vetrarríki. Myndin er gamansöm
ferðasaga með ívafi spennu og
dularfullra atburða en fjallar um
leið um það sem sameinar mann-
eskjurnar, hvaðan sem þær
Kvikmyndir
koma, þrátt fyrir ólíka menningu,
viðhorf og hefðir.
Framleiðandi og meðhöfundur
handrits ásamt Friðriki er Jim
Stark, sem meðal annars hefur
framleitt nokkrar mynda hins
kunna leikstjóra Jims Jarmusch.
Aðalhlutverkið leikur Masatos-
hi Nagse sem er einn vinsælasti
leikari og rokkstjarna í Japan.
Aðrir erlendir leikarar eru Lih
Taylor, Fisher Stevens og Laura
Hughes. íslenskir leikarar eru
meðal annars Gísli Halldórsson,
Magnús Ólafsson, Rúrik Haralds-
son, Flosi Ólafsson og Bríet Héð-
insdóttir.
Nýjar myndir
Háskólabió: Seiðkarlinn
Laugarásbió: Corrina, Corrina
Saga-bíó: Wyatt Earp
Bíóhöllin: Leon
Stjörnubíó: Á köldum klaka
Bíóborgin: Leon
Regnboginn: Litbrigði næturinnar
Gengiö
Almenn gengisskráning LÍ nr. 38.
10. febrúar 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 67,110 67,310 67,440
Pund 104.290 104,610 107,140
Kan. dollar 47,870 48,060 47,750
Dönsk kr. 11,1460 11,1900 11,2820
Norsk kr. 10,0310 10,0710 10,1710
Sænsk kr. 9,0140 9,0500 9,0710
Fi. mark 14.2340 14,2910 14,2810
Fra. franki 12,6830 12.7340 12,8370
Belg.franki 2,1329 2,1415 2,1614
Sviss. franki 51,9200 52,1200 52,9100
Holl. gyllini 39,1700 39,3300 39,7700
Þýskt mark 43,9100 44,0500 44,5500
ít. líra 0,04141 0,04161 0,04218
Aust. sch. 6,2340 6,2650 6,3370
Port. escudo 0,4255 0,4277 0,4311
Spá. peseti 0,5093 0,5119 0,5129
Jap. yen 0,67810 0.68020 0,68240
irskt pund 103,970 104.490 105.960
SDR 98,37000 98.86000 99,49000
ECU 82,8200 83,1500 84,1700
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Ferð til Gaza og
Vesturbakkans
Aðalfundur félagsins ísland-
Palestina verður haldinn í Lækj-
arbrekku við Bankastræti á
morgun, sunnudaginn 12. febrúar
kl. 15.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa mun Þröstur Ólafsson, að-
stoðarmaður utanríkisráðherra,
Fundir
segja frá ferð sem hann fór nýver-
ið til Gaza og Vesturbakkans.
Fundarmönnum gefst kostur á
að bera fram fyrirspumir th
Þrastar.