Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 56
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIDSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995. Sjóðþurrð: Greiddi til baka f imm - milljónir oghætti Upp hefur komist veruleg sjóð- þurrö hjá Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Sindra á Eskifiröi. Sam- kvæmt greinargerð löggilts endur- skoöanda, sem fór yflr bókhald fé- lagsins, gerði stjórn félagsins sam- komulag viö fyrrverandi starfsmann þess um að hann greiddi félaginu fimm milljónir króna sem fullnaðar- uppgjör. í greinargerðinni kemur jafnframt fram aö við endurskoðun á bókhaldi félagsins fyrir árin 1992 og 1993 hafi —; -komið í ljós að 3,6 milljónir vantaði í sjóði félagsins. Þegar tekjur þessara ára voru bornar saman við tekjur áranna á undan var ljóst að þar vant- aði einnig fé. Ljóst er að bókhalds- gögn fyrrí ára eru glötuð og því ókleift að færa bókhald áranna, segir ennfremur í greinargerðinni. Formaður félagsins, Sturlaugur Stefánsson, vildi ekkert tjá sig um málið við DV umfram það að sam- komulag hefði verið gert við starfs- mann sjóðsins í júní síðastliðnum ___Aum að hann greiddi ákveðna fjárhæð " og hætti störfum. Atvikið var ekki kært til lögreglu. -pp íslenskt fyrirtæki: Sýnir áhuga á norskum lax- eldisstöðvum Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: Norskt dótturfyrirtæki íslensks laxeldisfyrirtækis hefur lýst áhuga á að kaupa meirihlutaeign í tuttugu laxeldisstöðvum sem kaupfélagiö í "''-'AÞrándheimi hefur ákveðið að selja. Laxeldisstjóri kaupfélagsins segir að 35 fyrirtæki hafi þegar lýst áhuga á kaupunum og þar á meðal íslenska fyrirtækið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn hugsanlegra kaupenda. Kaupfélagið hefur ákveðið að hætta öllu laxeldi og því eru stöðv- arnar til sölu. Seljist þær er um aö ræða mestu viðskipti á þessu sviöi hingað til í Noregi. DV er ekki kunnugt um önnur norsk-íslensk fyrirtæki en Norræna sjóeldið hf. sem keypti Miklalax á sínum tíma. Stjórnarformaður þess er Jim Roger Nordiy sem nýlega var dæmdur í Noregi fyrir að standa ekki skil á gjöldum tfi norska ríkisins. Ekkitókstaðnáí JimRoger. -rt Það er mikill hiti inni í mér - segir biskupinn sem lagði 15 milljónir á borðið fyrir einbýlishús Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég kann vel viö mig hér þótt það sé kalt. mér líður reyndar vel í kulda því það er mikifi hiti inni í mér,“ segir Michael Micari, banda- rískur, katólskur biskup sem hefur tekið sig upp á sextugsaldri og flutt búferlum til íslands, nánar tiltekiö til Akureyrar, og er sestur þar að. Hann segist m.a. hafa þjónað í munkaklaustri í Bandaríkjunum og hingað sé hann m.a. kominn til að feta í fótspor írskra munka sem hafi dvahð hér fyrr á öldum. Micari tflheyrir katólskri kirkju sem ber enska heitið „Church of Antioche" og hefur höfuðstöðvar í San José í Kaliforníu. Hann hefur eins konar „leyfisbréf', sem hann sýndi DV, og ber þar titilinn og nafnið „The most reverend father P. Michael Micari (Yogi Satchakr- ananda)“. Hann segir að tildrög þess að hann flutti til íslands megi rekja 30 ár aftur í tímann en þá kynntist hann íslenskum náms- manni í Bandaríkjunum sem sagði honum að hann skyldi heimsækja ísland þegar hann heíði peninga og tíma til þess. „Já, nú hef ég hvort tveggja," seg- Biskupinn í fullum skrúða. Micari biskup fyrir framan hús sitt við Eyrarlandsveg á Akureyri með myndir af Jesú og einhverjum ónafn- greindum jóga í fanginu. DV-mynd gk ir biskupinn og bætir viö að Akur- eyri sé frábær staður, fólkið svo saklaust og innilegt og svo mikill friður yfir öllu. Ekki var annað að heyra á honum en á Akureyri við Eyjafjörð væri himnaríki á jörðu. Þegar biskupinn hugðist fjárfesta fyrir norðan hafði hann í fyrstu áhuga á að kaupa sér jörð úti í sveit, en þeir sem hann ræddi við um slíkt settu upp himinháar upp- hæðir þegar þeir komust að því að þar fór maður með alla vasa fulla af peningum. Samningar náðust því ekki og úr varð að biskupinn keypti sér hús við Eyrarlandsveg á Akureyri sem hann staðgreiddi 15 mfiljónir króna fyrir. Þá opnaði hann bankareikning á Akureyri og snaraði inn á hann 18 milljónum króna til að byrja með, og gaf í skyn að það væri meira tfi. Um þessi peningamál segir hann: „Ég fékk nýlega arf eftir fóður minn en ég er einkasonur hans. Faðir minn var verðbréfasah og það skýrir þetta. Annars er mér illa við að afla peninga, ég vil þjóna og veita fólki ráðgjöf.“ Biskupinn flutti með sér ráðs- konu til landsins sem mun sjá um húshaldið í stóra einbýlishúsinu við Eyrarlandsveginn. Á honum sjálfum var að skilja að í einbýlis- húsinu vfidi hann geta oröið þeirr- ar ánægju aðnjótandi að veita ráð- gjöf og láta gott af sér leiða. LOKI Þessa dagana vilja bara allir komasttil Akureyrar! Veðrið á sunnudag ogmánudag: Víða strekkingur Austanátt verður og víða strekkingur á sunnudag en hæg- ari á mánudag. Um sunnan- og austanvert landið verður rigning eða slydda og 2ja tfi 5 stiga hiti en vægt frost og smáél norðan- lands. Veðrið í dag er á bls. 61

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.