Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Fréttir Þriðja ránið framið á tæpri viku: Líkleg fjármögnun á vímuef naneyslu - segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá RLR „Þaö er hópur ungs fólks í Reykja- vík sem þvælist um í auðnuleysi og vímu. Þetta fólk vinnur ekki, hVort sem það er atvinnu að fá eða ekki. Þetta fólk hefur til þessa fjámagnað neysluna' með auðgunarbrotum, til dæmis innbrotum, búðarhnuph og tékkafalsi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að búið er að þrengja verulega að þeim hvað varðar tékka- falsið. Úr því hefur verulega dregið. Þetta fólk er samt til áfram og þörf þess ennþá fyrir hendi og þá liggur beinast við að segja að fólk gerir eitt- hvað annað,“ segir Hörður Jóhann- esson, yfirlögregluþjónn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Á tæpri viku hafa þrjú rán verið framin á höfuðborgarsvæðinu, þar af tvö vopnuð. Á þriðjudagskvöld réðust tveir menn, sem huldu andlit sitt, inn í sölutum í Kópavogi rétt fyrir lokun og hafði annar mann- anna nokkur þúsund krónur á brott með sér. Annar piltanna var hand- tekinn á vettvangi en hinn náðist daginn eftir. Báðum var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Á miðviku- dagskvöld réðust síðan tveir grímu- klæddir piltar, vopnaðir hnífum, inn í söluturn í Breiðholti og höfðu á brott með sér tugi þúsunda króna. Þeir vom báðir handteknir í kjölfar- ið, annar úrskurðaður í gæsluvarð- hald en hinum sleppt að loknum yfir- heyrslum. í fyrrakvöld réöst síðan maður, sem huldi andlit sitt, vopnaður odd- hvassri þjöl, inn í sölutum við Ás- garð í Reykjavík. Hann hafði 16 þús- und krónur á brott með sér og var enn leitað þegar þetta var skrifað. I tveimur tilvikanna vom ungar stúlkur einar viö afgreiöslustörf en í einu tilvikanna var ung stúlka við afgreiðslu og unnusti hennar, 17 ára, í heimsókn í sjoppunni. - Má búast við að atburðir sem þess- ir verði algengari í framtíöinni? „Það þarf aö taka hart á þessu. Sem betur fer tókst að upplýsa fyrstu tvö máhn og vonandi tekst að upplýsa þetta síðasta, þannig að mönnum lærist að þeir komast ekki upp með þetta," segir Hörður. -PP RániðíÁskjöri: HéHfyrstað þetta væri grín - segir ísabella Markan, 19 ára afgreiðslustúlka „Ég var að gera upp þegar nokkrir strákar úr hverfinu komu og ég ákvað að afgreiöa þá. Þegar ég er búin að því þá kom hettuklæddur maður inn með hnif á lofti og heimt- aði peningana. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvert grín en hann varö eitt- hvað pirraður og greip í mig og otaði hníf að mér. Síöan hrifsaði hann hluta af uppgjörinu úr höndunum á mér, 16 þúsund krónur, og hljóp út,“ segir ísabella Markan, 19 ára af- greiðslustúlka í Áskjöri. Lögreglan leitar nú manns sem raddist vopnaður inn í Áskjör í fyrra- kvöld og hafði á brott með sér hluta af uppgjörinu eftir að hafa ógnað ísa- bellu með hníf. Piltarnir sem voru í versluninni hlupu út skelkaðir, enda einungis 11 til 12 ára. Þeir fóru heim til ísabellu sem býr í næsta nágrenni og létu vita af ráninu. ísabella, sem starfað hefur í tvö ár í Áskjöri, segir að sú venja hafi skap- ast í versluninni að peningar séu fiarlægöir úr kassanum með reglu- legu millibili þannig að óverulegar fiárhæðir séu í honum hverju sinni. Lögreglan leitaði í nágrenni vett- vangs mannsins sem rændi verslun- ina en án árangurs. Rannsóknarlög- regla ríkisins fer nú með rannsókn málsins. -pp Þjófurinn náði einungis að hiaupa á brott með 16 þúsund krónur enda sú vinnuregla viðhöfð í Áskjöri að starfsfólk fjarlægi söluna reglulega úr sjóð- vélinni. Þannig er reynt að hafa verslunina sem minnst aðlaðandi fyrir þjófa og ræningja. DV-mynd.Sveinn ÓmarSmári: Kaupmenn komipen- ingunum ískjól „í ljósi þessa og miðað við þaðsemviðget- um átt von á er full ástæða fyr- ir eigendur söluturna að skoöa það sér- staklega hvort ekki sé þörf á að hafa fúllorðið fólk við afgreiðslu á þeim tíma sem mest hætta er á atburðum sem þessum," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn Ifiá lögregiunni í Reykjavík. Funda með kaupmönnum Ómar segir aö lögreglan muni væntanlega kalla til fúndar með Kaupmannasamtökunum og hlutaðeigandi aðiljum. Þegar hafi verið haft samband viö nokkra eigendur söluturna. „Við þurfum að upplýsa með hvaða hætti er hægt að draga úr líkum á svona löguðu og hvemig á að bregðast við. í kjölfar tveggja fyrstu ránanna beindum við þeim tilmælum til forsvarsmanna sölutuma að afgreiöslufólk geymdi ekki sölu dagsins í sjóð- vélunum heldur kæmi peningun- um í skjól þannig að erfitt væri að komast að þeim. Það hafði ein- mitt verið gert í Ásbúö við Ásgarð þar sem ránið var framið á sunnudagskvöld enda komst ræninginn ekki undan með nema um 16 þúsund krónur," segir Ómar Smári. Ekki táragas Með þessu segir hann að hægt verði að draga úr líkum á sjoppu- ránum. Aðspurður hvort lögregl- an hvefii starfsfólk sölutuma til að hafa táragas eða önnur verk- færi til vamar við höndina segir Ómar Smári umræðuna ekki komna á það stig en fariö verði yfir málin með hlutaðeigandi að- iljum. -pp I dag mælir Dagfari Háskóhnn hefur verið að tækni- væða sig eins og háskólar eiga að gera ef þeir ætla að standa undir nafni. Eitt af því sem Háskólinn hefur lagt í er að koma sér upp Intemeti þar sem aðgengilegar em margvíslegar upplýsingar um landsins gagn og nauösynjar fyrir háskólakennara og nemendur og hefur Háskóh íslands verið afar stoltur af þessu neti sínu eins og vera ber. Svo gerist það um daginn að ein- hver alvömmaðurinn kjaftar frá því að á netinu sjáist klámmyndir. Þetta var auðvitað á aUra vitorði og hafði einmitt gert Intemetið eft- irsóknarvert. Hins vegar höföu menn haft vit á því að halda klám- myndunum í þagnargildi og há- skólayfirvöld höfðu sett kíkinn fyr- ir bhnda augað svo ekki þyrfti að hafast að gegn þessari óvæntu en nýstárlegu menntun sem fólgin er í kláminu. Ef að Ukum lætur mátti sjá í þessum myndum margvísleg- ar útfærslur á kynlífi mannskepn- unnar og ekki veitir háskólamönn- um af, svo afskiptir sem þeir em og fiarri þeim tíöaranda sem fylgir frelsinu utan veggja Háskólans. Auðvitað neyddist háskólaráð til að taka máUð fyrir þegar einhver Klám á Interneti hálfviti fór að kjafta frá þessum klámmyndum og segir svo frá í DV á laugardaginn að „miklar umræð- ur hafi farið fram í ráöinu um hina meintu misnotkun á kerfinú*. Ekki er greint 1 smáatriðum frá innihaldi umræðunnar en hugsan- legt er að ráðsmenn hafi horft á nokkrar spólur til að kynna sér efni og innihald og síðan hafi menn rætt það í þaula hvort ástæða væri til að banna útsendingamar. Það sýnir auðvitað frjálslyndið í Há- skóla íslands að útsendingin skyldi ekki stöðvuð samstundis, enda em akademískir borgarar útverðir fijálsrar fiáningar, frjálsrar um- ræðu og frjálsra ásta. Útverðir fijálsræðisins hafa þeim skyldum að gegna að ræða og útkljá slík mál með lýðræðislegum og fordóma- lausum hætti. í raun og vera má endalaust um það defia hvort klám og kynlíf falU ekki undir þau einkunnarorð Há- skólans að vísindin efli aUa dáö, enda getur varla nokkur maður borið brigður á að fiölbreytni í kyn- lífi og klámfengnar myndir séu innlegg í margbrotnara og auðugra lif. Ætlar HáskóU íslands að ganga fram fyrir skjöldu og banna ber- söglar myndir af lífinu eins og það kemur fyrir í hnotskum? Ætla Háskólans menn að skerða frelsið og ætla þeir að nota Intemetið tíl að mata námsmenn og aðra þá sem hafa aðganga aö netinu tU aö skerða þau sjálfsögðu mannrétt- indi að fólk fái sjálft að velja og hafna? Intemetið er einmitt sett upp tU að opna hug og heim fagidíóta og einangraðra fræðimanna fyrir fiöl- breytileika hins mannlega lífs, efla upplýsingastreymi og gefa notend- um kerfisins kost á því að kynnast öUum hliðum og áður óþekktum stærðum. Hvað er þá ljótt við það þótt einhverjir framúrstefnumenn í Háskólanum hafi taUð það eðUlegt að klámmyndir birtust á Intemet- inu í bland? Ekki síst ef það örvar útbreiðslu þess og vinsældir! Nú er háskólaráð hins vegar ekki háleitara og hnarreistara en svo aö þaö fer undan í flæmingi og kennir einhveijum óþekktum mönnum úti í bæ um að klámmyndirnar séu á Intemetinu. Þeir hafa ekki einu snrni dug í sér til að viðurkenna að hafa sjálfir keypt spólurnar til að spfia þær! Er enginn manndóm- ur lengur í Háskólanum? Þurfa menn að fara á flótta undan smni eigin tæknivæðingu, bara af því einhveijir siöapostular hafa ekki smekk fyrir kynlífi eins og það ger- ir fiölskrúðugast? Það á að fara að kenna tilteknum námsmanni um klámið. Og náms- maðurinn fer líka á undan á flótta og segir að einhver hafi stolist inn á kerfið í sínu nafni tíl að koma kláminu inn. Þessi viðbrögð valda vonbrigð- um. Nær hefði verið að námsmað- urinn hefði viðurkennt að hann hafi fengið viðurkenningu frá stjóm Intemetsins um klámið og sfióm Intemetsins viðurkenni að hún hafi fengið viðurkenningu hjá háskólaráði um birtingu klám- myndanna. Þá hefði Háskóli ís- lands risið undir nafni og loksins verið tU einhvers brúks. Þá hefði þjóðin borið virðingu fyrir kennslugögnum og skUið þýðingu Intemetsins til fuUs. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.