Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Neytendur Fyrirtæki fremur en einstaklingar -fá símareikninga sundurliðaða hjá Pósti og síma „Allir sem eru með stafræn síma- númer geta beðið um sundurliðun símareikninga og hafa getað það í nokkur ár. Það eru hins vegar ekki margir sem notfæra sér þetta. Fólk prófar þetta kannski í þrjá mánuði. Þá sér það hvernig kostnaðurinn skiptist og hættir að nýta sér þjón- ustuna sem kostar náttúrlega eitt- hvað. Síðan erum við nýfarin að bjóða sundurliðun á símatorginu sem DV og fleiri aðilar bjóða upp á. Veltan á símatorginu er orðin mikil og þjónustan talsvert notuð,“ sagði Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsingafull- trúi Pósts og síma, í sarntah við DV. Stofngjald við að fá sundurliðun símareiknings er 625 krónur. Við bætist 225 króna ársfjórðungsgjald og 1,30 krónur á hvert sundurhðað símtal. Aðeins eru sundurliðuð dýr- ari símtöl, þ.e. öll nema innanbæjar- símtöl. Að sögn Hrefnu eru það eink- um fyrirtæki og stofnanir sem biðja um sundurliðun en einstaklingar prófa hana í skamman tíma. Sund- urliðun þarf samþykki beggja aðila ef t.d. um hjón eða sambúðarfólk er að ræða þannig að ekki er hægt að „njósna" um símnotkun makans! Með því að fá stafrænt símnúmer bjóðast ýmsir fleiri möguleikar en að fá símreikningana sundurhðaða. Má þar nefna sérþjónustu Pósts og síma sem ekki er rukkað aukalega fyrir. Tekjurnar fær Póstur og sími í aukirtni símnotkun. Upphaflega var Póstur og sími með-678 króna stofn- gjald fyrir sérþjónustuna en það var lagt niður í öllum tilvikum nema fyr- ir læsingu símanúmers. Bein lína fyrir aldraða Af sérþjónustunni má nefna Vakn- ingu eða áminningu, Þriggja manna tal, Símtal bíður og Símtalsflutning. Þá er tíl þjónusta sem nefnist Bein hna sem Hrefna segir að ætti t.d. að koma öldruðu fólki og aðstandend- um þess vel. Svo dæmi sé tekið um afa gamla sem býr einn og neitar að fara á elli- heimhi. Ættingjar hans eru hræddir um hann og vhja vera í sambandi við hann. Þá er hægt að stimpla inn á símann hans þannig að þegar hann lyftir tólinu af, ef ekkert annað núm- er er valið, þá hringir sjálfkrafa hjá nánasta ættingja eða umsjónar- manni. Sundurliðun símareikninga er ekki svo mikið notuð af einstaklingum, sam kvæmt upplýsingum frá Pósti og síma. Símnotendur eru núna óðum að fá númerin sín stafræn. Að sögn Hrefnu voru 85% símnotenda í land- inu tengd stafrænni símstöð um ára- mótin. Eftir er að tengja nokkur þús- und númer á Akureyri og í Reykja- vík og á því verki að vera lokið á þessu ári. Spurt og svarað um nýju lögin um fjöleignarhús og húsaleigu: Engin frávik frá sameigin- legum kostnaði við viðhald Engin frávik eru frá sameiginlegum kostnaði ibúða við viðhald utanhúss á fjöleignarhúsum. Hér koma svör frá Húseigendafé- laginu varðandi nýju lögin um fjöl- eignarhús og húscheigu. Þeim lesend- um sem hafa spurningar í þessu sam- bandi er bent á að hringja í síma 99 1500 og velja 2 fyrir neytendur. Svör- in birtast hér á síðunni næstu föstu- daga og þriðjudaga. 1. Hefur eitthvað breyst í lögunum í sambandi við skiptingu kostnaðar í varasjóð i húsfélögum? I hverju felst þá breytingin? Fjöleignarhúsalögin hafa ekki að geyma neinar verulegar breytingar í þessu efni. Gjöld í hússjóð skulu ákveöin og þeim skipt samkvæmt reglum laganna um skiptingu sam- eiginlegs kostnaðar. Þær reglur eru hins vegar að nokkru leyti aðrar en áður gilti, þ.e.a.s. þeim kostnaðarlið- um er fjölgað sem skipt er að jöfnu. 2. Er það rétt að leigusali geti haft allt að 300 þúsund króna leigutekjur á ári án þess að greiða af þeim tekju- skatt? Ef svo er, miðast upphæðin við nettó eða brúttó og miðast hún við eina húseign eða allar til samans? Hér er um óljóst atriði að ræða sem er til athugunar hjá skattayfirvöld- um. Nánara svar verður því að bíða. 3. Á að greiða hlutfallslega eða jafnt fyrir viðgerð á fjölbýlishúsum? Nú stendur til að einangra og klæða gafl- inn sem kemur hinum ibúðunum í húsinu ekki til góða en lækkar hins vegar hitunarkostnað í íbúðunum við gaflinn. Eiga hinir samt að greiða líka? Kostnaður við viðgerðir á fjölbýlis- húsi að utan, s.s. einangrun og klæðning á gafli, er sameiginlegur og skiptist á allar íbúðir hússins eftir hlutfallstölum þeirra. Meginregla laganna um hlutfallslega skiptingu gildir samkvæmt því um slíkan kostnað. Hér koma engin frávik til álita vegna þeirra atriða eða sjón- armiða, sem í fyrirspurninni getur. 4. íbúi býr í fjöleignarhúsi sem eru tvö samtengd hús með tengibyggingu á milli. í stærra húsinu eru 30 íbúðir en í því minna 9. íbúar í minna hús- inu eru ósáttir við þann kostnað sem þeir þurfa að leggja út fyrir stóra húsið, viðhald og annað. Er hægt að gera úr þessu tvö húsfélög? Það eru líkur á því að hér sé um eitt fjöleignarhús aö ræða þar sem sameiginlegt húsfélag allra skuh fara með sameiginleg málefni, s.s. utan- hússviðhald og málefni lóðarinnar. Húsfélagsdeildir geta þá verið í hvoru húsinu sem annast innri mál- efni þeirra. Annars skortir hér frek- ari upplýsingar og forsendur, t.d. varðandi lóðarréttindi, byggingar- sögu og skiptasamninga, tn að unnt sé að leggja mat á það hvort hér geti verið um tvö sjálfstæö fjöleignarhús að ræöa og þá tvö húsfélög. Gefnir hafa verið út fjórir bækl- ingar um gæðamat á nauta-, svína-, hrossa- og lambakjöti í heilum skrokkum. í bæklingun- um eru greinargóðar lýsingar í máli og myndum á gæðaflokkum hverrar kjöttegundar. Meðal þess sem tekið er tillit til við gæða- flokkun á heilum skrokkum má nefna þyngd, holdfyllingu, fitu, aldur, kyn, og heilbrigði. Bæklingarnir eru seldir á kostnaðarverði saman í pakka. Þeir fást hjá Yfirkjötmati ríkisins í landbúnaðarráðuneytinu. greiðslu- afslátt á ný í mótmælaskyni viö ákvörðun heilbrigðisráðherra um að lækka álagningu á lyfjum um 5% lækk- aði Laugavegsapótek um síðustu mánaðamót staögreiðsluaflátt á öllum vörum úr 10% niður í 5%. Þetta mætti það mikihi andstöðu viðskiptavina apóteksins að af- slátturinn var aukinn í 10% á ný. Apótekið var á sínum tíma það fyrsta til að bjóða staðgreiðsluaf- slátt á öllum vörum. Þetta mætti andstöðu annarra apóteka en síð- an hafa þau mörg hver boðið staðgreíðsluafslátt hka. í eftirrétt Hér birtum við górasæta upp- skrift að eftirrétti, svona til að kæta bragðlaukana í upphafi góu; 1 pk. möndlumakrónukökur (100 ómsk.sérrí ogávaxtasafi ávaxtamauk eða niðursoðnir ávextir 2egg 3/4 dl sykur 5 matarlímsblöð 1/2 dl sjóðandi heitt vatn 1 dl ávaxtasafi l/2dl sérrí safiúrl/2sítrónu 2-21/2 dl rjómi Látið makrónukökurnai- í skál en takið nokkrar frá til skrey ting- ar. Bleytið kökumar með víni sem ágætt er að blanda meö ávaxtasafa. Látið gott mauk eða ávexti yfir kökurnar, t.d. peru- báta og bláberjasultu. Búið til búðing og helhð yfir kökurnar í skálinni. Kælið og skreytið með rjóma, sem tekinn hefur verið frá, makrónukökum og ávöxtum, ef þeir eru í ábætinum. vm. ipg ’r1 Z—i' r1' r* t -J —s —i —s > Lambakjöt" 1 kg lambakjöt með beini, t.d. framhryggur eða bógur Vatn 1- 2 tsk salt hvítur eða svartur pipar úr kvöm 2- 3 negulnaglar (má sleppa) 1 laukur, saxaður gróft Sósa: 1 1/2 msk smjörlíki 1-2 tsk karrí 2 1/2-3 msk hveiti 5 dl af soði im. Vatni er hellt á svo ndlega ofan af. Kjötið rétt aðeins laust f Kjötið er snyrt og sett í pott ásamt kryddinu og la að fljóti yfir. Suðan er látin koma upp og froðan vi er soðið í 30-45 mínútur eða þar til það er beinunum. Kjötið er fært upp og skorið í bita en beinin tekin burt. Smjörlíkið er brætt í potti og karríið látið krauma í því i 1-2 mínútur. Hveitið er síðan hrært saman við. Þá er heitu soðinu hellt út í smám saman og hrært vel á milli. Sósan er látin sjóða í nokkrar mínútur og kjötið sett út í. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og einnig er gott að hafa með honum gulrætur sem eru þá soðnar með kjötinu. Annar réttur fæst með því að sleppa karríinu og krydda sósuna í staðinn með 3 msk af söxuðu nýju dilli (eöa 2 tsk af þurrkuðu), 1-2 msk af sítrónusafa og, ef þurfa þykir, 1/4 tsk af sykri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.