Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Utlönd Yfimiaður í frönsku lög- reglunni hefur í;sagt::;^|;:ilr:;;ÍEIíí að Eduard Balladur, l'or- saitisráöhcrra Frakklands, dró tíl baka fyrri ununæli sín um síinahleran- ir sem vtíðast ætla aö hafa mjög neikvæð áhrif á kosningabaráttu hans fyrir komandi forsetakosn- ingar, Yfirmaðurinn hætti eftir að Balladur dró skyndilega til baka stuöning sinn við lögregl- una og hætti við að samþykkja reglur sem leyfa áttu lögreglunni aö hlera síma, án dómssamþykkt- ar, í neyðartiifellum. Balladur hafði áður lýst yfir stuðningi við aðgerðir lögreglunnar í hlerunar- máli sem tengdist stjómmála- manni. Skoðanakannanir sýna að Balladur er enn tíklegastur til að taka víð af Mitterand sem for- seti þó dregið hafi úr stuðningi við hann. Líkamsleifar konufínnastvíða Einn eða fieiri morðingjar viit- ust vilja að lögreglan í E1 Paso í Texas fyndu lík konu einnar sem þeir myrtu. Líkamspartar kon- uimar hafa verið að finnast á al- mannafæri síðust daga og hafa þeir oft verið málaöir í ýmsum litum. Sl. föstudag fundust fót- og handleggur og svo höfuð og fing- ur um helgina þangað til lögregl- an fann afganginn í gær. Þegar líkið fannst var það málað gulllit- að ög vafið inn í teppi sem var málað silfurlitað og grænt. - Heuter - Sjö ára drengur og bamfóstra hans stungin til bana á Englandi: Blóðslettur voru um allt svef nherberqið Sjö ára drengur og fimmtán ára barnfóstra hans voru myrt á hroða- legan hátt í Little Horton í Bradford á Englandi á laugardagskvöld og hef- ur ódæðismaðurinn ekki enn fund- ist. Móðir drengsins og systur fundu líkin þegar þær komu heim úr veislu skömmu eftir miðnætti og sagði lög- reglan að blóðslettur hefðu verið um allt svefnherbergið þar sem hin látnu fundust. Lögreglan lýsti verksummerkjum þannig að svo virtist sem ódæðis- maðurinn heíði gengið berserksgang og stungið fórnarlömbin, Jonathan Copley og Rachel Rooney, hvaö eftir annað með hníf með fimmtán sentí- metra löngu og rúmlega sentímetra breiðu blaði. Morðvopnið hefur ekki fundist. Ekki voru nein merki þess að brot- ist hefði verið inn í húsið. Lögreglan telur að morðinginn eða morðingj- arnir hafi annaðhvort platað börnin til að hleypa sér inn eða að hann eða þeir hafi þekkt annað eða bæði fórn- arlömbin. Malcolm Mawson varðstjóri, sem stjómar rannsókninni, sagði að fjöldi manns hefði verið yfirheyrður og yfirheyrslum yrði haldið áfram. Lögregla á Englandi leitar enn morðingja þeirra Jonathans Copleys, 7 ára, og barnfóstrunnar Rachel Rooney, 15 ára. símamyndir Reuter Mawson óskaði eftir aðstoð almenn- ings og hafði sérstakan áhuga á að heyra af ferðum ungs manns á skelli- nöðru sem sást fyrir utan húsið laust eftir klukkan hálfellefu á laugar- dagskvöld. „Það bendir ekkert til þess að kyn- ferðisglæpur hafi verið framinn og ekki er vitað til þess að neinu hafi verið stolið,“ sagði Mawson. Nágrannar fjölskyldunnar vissu ekki sitt rjúkandi ráð og lýstu frú Copley, móður Jonathans, og börn- um hennar sem „indælisfiölskyldu sem enginn ætti að vilja vinna mein“. Rodney Beck, 47 ára granni fiöskyld- unnar, sagði að Elisabeth, fimmtán ára systir Jonathans, hefði venjulega gætt bróður síns en henni hefði verið boðið í veisluna í þetta sinn og því hefði hún beðið Rachel um að hlaupa í skarðið fyrir sig. „Við komum heim klukkan eitt og þá var allt morandi í lögregluþjón- um. Þetta er hrikalegur harmleik- ur,“ sagði Beck. Bílaskemman hf., Vellir, Ölfusi, 801 Selfoss (YOKO ferðaútvarpstæki með segulbandi) Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, Akurgerði, 801 Selfoss (Fataúttekt í Blu di BIu) Helgi Pétursson, Hlíðarbyggð 28, 210 Garðabæ (Armbandsúr) , Guðjón Jónsson, Helgalandi 3, 270 Mosfellsbæ (ABC hraðsuðukanna) Páll Kári Pálsson, Vallarbraut 7,170 Seltjarnarnes (AIWA vasadiskó með útvarpi) —< Vinningar verða sendir til vinningshafa auglýsingar - skila árangrí! Tsjetsjensk flóttakona hvilir sig fyrir utan rústirnar af íbúðarblokkinni þar sem hún áður bjó í höfuðborginni Grosní. Rússar lögðu borgina nánast í rúst með sprengjuárásum sinum og núna vilja þeir að Tsjetsjenar afhendi vopn uppreisnarmanna. Símamynd Reuter Mánudagur 20. februar Ása Dóra Ragnarsdóttir, Skeljagranda 6, 107 R. (SEVERIN Espresso kaffivél) Steinþór Skúlason, Efstalundi 13, 210 Garðabæ (TELEFUNKEN útvarpsvekjaraklukka) Örvar Árnason, Kambahrauni 52, 810 Hueragerði (Fataúttekt í LEVTS búðinni) Jóhannes Norðfjörð, Kópavogsbraut 95,200 Kóp. (TEFAL matvinnsluvél) Aðalsteinn Þ. Jónsson, Ásbúð 43,210 Garðabæ (SCORPION bakpoki) Vinningar verða sendir til vinningshafa AUGLYSINGAR - skila árangrí! Deilan um færeyska bankamálið er enn í hnút: Poul Nyrup býður Færeying- unum að koma á sáttafund Færeyingar og Danir eru enn við sama heygarðshornið í deilu sinni um bankamálið. Færeyska lands- stjómin ítrekaði í gær ósk sína um að fram færi dómsrannsókn. Blaðið Berlingske Tidende segir aftur á móti að Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, ætli að reyna enn einu sinni að telja Færey- inga á að láta nefnd sérfræðinga rannsaka það þegar Den Danske Bank lét hlutabréf í Færeyjabanka í skiptum um fyrir hlut í Sjóvinnu- bankanum árið 1993. í nýju bréfi sem Poul Nyrup hefur skrifað er Edmund Joensen, lög- manni Færeyja, boðiö að koma til sáttafundar í Danmörku. Um leið slær Nyrup því fostu að ekki verði látin fara fram dómsrannsókn. Stjórnmálamenn í Færeyjum vildu ekkert tjá sig um málið í morgun, heldur vildu bíða niðurstöðu fundar dönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Poul Nyrup varði mestum parti gærdagsins í að sefia niður tillögur að lausn deilunnar með embættis- mönnum sínum. Blaðið Jyllands- Posten sagði að Færeyingar væru reiðubúnir að falla frá kröfu sinni um dómsrannsókn ef hæstiréttur væri spurður og svaraði neitandi. Heimildarmenn í danska stjómkerf- inu vísa því hins vegar á bug að leit- að verði til hæstaréttar. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.