Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Menning Kristbjörg Kjeld leikari: Túlkun á Ranévskaju I Kirsuberjagarðinum sem Frú Emilía færði upp I Héðins- húsinu. Dómnefnd um leiklist hefur skilaö fimm tfinefningum til Menningar- verðlauna DV sem afhent verða á fimmtudaginn. Nefndin hefur ákveð- ið að tilnefna leikarana Hilmi Snæ Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörgu Kjeld, leikritið Snæ- drottninguna og Viðar Eggertsson, leikstjóra og leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Menningarverðlaun DV eru veitt fyrir markverða atburði eða sérstakt framtak í sjö listgreinum á árinu 1994; leiklist, tónhst, myndlist, bók- menntum, Usthönnun, kvikmyndum og byggingarUst. Verðlaunin verða afhent við málsverð í Þingholti, Hót- el Holti, í hádeginu á fimmtudagmn. í dómnefnd um leiklist eiga sæti þau Auður Eydal, leikUstargagnrýn- andi DV, Þorgeir Þorgeirson, rithöf- undur og leikUstargagnrýnandi, og Kristján Jóhann Jónsson, rithöfund- ur og leikUstargagnrýnandi. Hér á eftir fara tilnefningar nefndarinnar og rökstuðningur: Hilmir Snær Guðnason leikari er tfinefndur fyrir glæsfiega frammi- stöðu í hlutverki Myshkins fursta í Fávitanum, sýningu Þjóðleikhúss- ins. Þar sýnir hann ótvíræðan styrk og hefur svo sterka návist á sviðinu aö það bókstaflega lýsir af persón- unni í túlkun hans. Hilmir er ungur að árum en hefur eigi að síður sýnt óvenjulega hæfileika og gott vald á þessu trausti og sýnt að þau geta hlustað á erfiðan texta. Það er nostr- að við þessa fallegu sýningu í stóru sem smáu, ævintýrið fær að blómstra og inntakið skilar sér vel í lifandi og spennandi sýningu. Viðar Eggertsson er tilnefndur fyr- ir leikgerð og leikstjóm á frásagnale- iknum Sönnum sögum af sálarlífi systra sem unninn var upp úr Tanga- sögum Guðbergs Bergssonar. Áhorf- andinn var í þessari sýningu leiddur inn í hugarheim sagna sem ekki hafa þótt sérstaklega aðgengilegar tfi þessa. Það er alltaf vandaverk að yf- irfæra texta bókar til leiksviðs og góð handrit ekki á hverju strái. Viðar leysti þetta verkefni afburðavel og með fullkomnum trúnaði við efniviö- inn tókst að gera sýninguna aö merkilegri og uppörvandi leikhús- reynslu. Þar lagðist allt á eitt, rík til- finning fyrir möguleikum leikhúss- ins, góður leikur og örugg yfirsýn yfir verkefniö í heild. Ingvar E. Sigurðsson leikari: hlut- verk Orms í Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson og störf hans á árinu. Hilmir Snær Guðnason leikari: hlutverk Myshkins fursta í Fávitanum, sýn- ingu Þjóðleikhússins. listinni eins og sést best á þeim ólíku hlutverkum sem hann hefur tekist á við á árinu með eftirminnilegum hætti. Ekki er ofmælt að hann hafi slegiö í gegn í Hárinu og í Snædrottn- ingunni heillar hann jafnt börn sem fullorðna í hlutverki sögumanns. Ingvar E. Sigurðsson leikari er tfi- nefndur fyrir leik sinn í hiutverki gaigopans Orms í Gauragangi eftir ,Ólaf Hauk Símonarson og auk þess fyrir starf ársins. Hann hefur endan- lega sýnt það og sannað að hann er fágætur hæfileikamaður sem hefur ótvírætt vald á list sinni. Með honum hefur íslenskt leikhús eignast stór- leikara sem sífellt kemur á óvart. í hlutverki erkiunglingsins Orms Óð- inssonar, sem er misskilið séní í tfi- vistarkreppu, reyndi tfi hins ýtrasta á túlkunarkraft og fimi Ingvars í eld- fjörugri og nútímalegri sýningu. En hann sýndi einnig á sér aðrar hliðar og ólikar í hlutverkum Lopakhíns kaupmanns í Kirsuberiagarðinum og elskhugans, Leonardos, í Blóðbrull- aupi. Kristbjörg Kjeld leikari hefur að undanfömu átt stórkostleg ár í leik- húsinu og er aö þessu sinni tfinefnd fyrir túlkun sína á Ranévskaju í Kirsuberiagarðinum sem Frú Emilia færði upp í Héðinshúsinu. Auk þess er minnt á tvöfalda framgöngu henn- ar í Sönnum sögum af sálarlífi systra þar sem hún kemur enn á óvart í hlutverkum Sínu og Tobbu. í Kirsu- beriagarðinum vinnur Kristbjörg ákaflega fallega, heila og trúverðuga mynd úr persónulýsingu, þar sem tilfinningaskalinn er breiður og fit- brigðin mörg. Þetta er óskahlutverk hverrar leikkonu en aðeins hinir bestu ná að túlka það eins vel og Kristbjörg gerði hér. Snædrottningin, sýning Þjóðleik- hússins í leikstjórn Andrésar Sigur- vinssonar, er tilnefnd fyrir hug- myndaríka og vandaöa vinnu við uppfærsluna þar sem hvergi er slegið af kröfum um listrænt leikhús. Böm- unum sem áhorfendum er sýnd virð- ing og þau metin sem fullveðja leik- húsgestir. Þau hafa líka staöið undir Snædrottningin, sýning Þjóðleik- hússins í leikstjórn Andrésar Sigur- vinssonar. Viöar Eggertsson: leikgerð og leik- stjórn á frásagnaleiknum Sönnum sögum af sálarlífi systra sem unninn var upp úr Tangasögum Guðbergs Bergssonar. Einar Már og Sjón: Lesa úr verkum sínum í Swansea Rithöfundarnir Einar Már Guð- mundsson og Sjón munu lesa úr verkum sínum á norrænni bók- menntahátíð í Swansea á Englandi á sunnudagskvöld. Þar stendur yfir mikfi bókmenntahátíð, UK Year of Literature, sem er mesti bók- menntaviöburður í Englandi á ár- inu. Stendur hátíðin allt áriö og nær yfir öll svið bókmenntanna en næsta vika er reyndar tfieinkuð norrænum bókmenntum. Heiðursforseti hátíöarinnar er Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, en meðal vemdara hennar eru rithöfundarnir Salman Rush- die og Gunther Grass og söngvar- arnir Björk Guðmundsdóttir og Bono úr hljómsveitinni U2. KaflBleikhúsiö: Framhjáhald Tíunda verk leikársins í Hlað- varpanum er Sápa tvö: feluleikur á þremur boröum eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Ósk- arsdóttur. Efniviðurinn er sóttur í eina af þjóðaríþróttum íslendinga, fram- hjáhaid. Segir frá einni klukku- stund í lífi þriggja hjóna sem iðka framhjáhald af kappi. Reynt er að sjá spaugilegu hliðina á fyrir- bærinu, tvöfeldnina, vandræða- ganginn, blekkingamar og felu- leikinn. Leikendur em Bessi Bjamason, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Margrét Ákadóttir, Margrét Guömundsdóttir og Val- geir Skagfjörð. Leiksfjóri er Sig- ríður Margrét Guðmundsdóttir. Menningarverölaun DV: Fimm tilnef ningar í leiklist Menningarverölaun DV: THnefning* um lokið Dómnefndir um Menningar- verðlaun DV hafa nú allar skilaö tilnefningum sínum. Hér tfi hfið- ar er gerð grein fyrir tilnefning- um í leiklist en til upprifjunar fylgja tilnefningar i hinum fist- greinunum sex sem þegar hefur verið skýrt frá i DV. Tónlist Atli Heimir Sveinsson: Stór- virkið Timinn og vatnið. Elín Ósk Óskarsdóttir: Frammistaöa í óperunni Á valdi örlaganna. Caput-hópurinn: Flutningur ís- lenskrar og erlendrar samtíma- tónlistar innanlands og utan. Haukur Tómasson: Tónsmíðar undanfarinna ára sem skipa hon- um í hóp athyglisverðustu yngri höfunda okkar. Sinfóníuhljómsveit íslands: Æ metnaðarfyllri og vandaðri starf- semi. Listhönnun Jan Davidsson: Hönnun úti- fatnaðar fyrir Sjóklæðagerðina hf. Gunnlaugur S.E. Briem: Ítalíu- skriftin BiremScript. Þórdís Zoe...ga: Stólarnir Tjaldui og Stelkur. Sigurjón Pálsson: Stakir stólar og sófi. Gisli B. Bjömsson: Hönnun á bókinni Gersemar og þarfaþing og merkjum fyrirtækja og félaga. Myndlist Steina Vasulka: Hljóðlistaverk á sýningunni Borealis í Listasafni íslands. Magnús Kjartansson: Tfibrigði um trúarleg stef að Kjarvalsstöö- um. _ Sigurður Árni Sigurðsson: Áhrifamikfi og persónuleg mynd- sýn að Kjarvalsstöðum. Ragnheiður Jónsdóttir: Mikil- fenglegar teikningar að Kjarvals- stöðum. Anna Líndal: Installasjón og margvíslega samsett þrívíddar- verk í Nýlistasafnínu og að Kjarvalsstöðum. Bókmenntir Jakobína Sigurðardóttir: í bamdómi. Sjón: Augu þín sáu mig. Vigdis Grímsdóttir: Grandaveg- ur 7. Baldur Óskarsson: Rauðhjallar. Hallgrimur Helgason: Þetta er allt að koma. Byggingarlist Margrét Harðardóttir og Steve Christer: Eva, Company, við- bygging. Elísabet Gunnarsdóttir: Sorp- brennslustöðin á ísafirði. Dr. Maggi Jónsson: Fjölbrauta- skólí Suðurlands. Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson: Hofsstaðaskóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.