Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Síða 32
562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSU 06 ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KLS-SLAUÖAflDAQS-OQMAMUDAQSMOtMMA Frjalst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRUAR 1995. Fjármálaráðherra: Eykur líkur á samnmgum viðaðra Kona á sextugsaldri: Stal vörum fyr- ír 107 þúsund Kona á sextugsaldri var nöppuö fyrir búðahnupl í Kringlunni um hádegisbilið í gær. Við leit á henni fundust vörur að andvirði 38 þúsund krónur. Þá fundust töskur í bíl henn- ar sem hún hafði einnig hnuplað og var verðmæti þeirra 34 þúsund. Að auki fundust í bíl hennar vörur að andvirði 35 þúsund krónur sem hún hafði að sögn lögreglu stolið í verslun í Skeifunni fyrr um daginn. Samanlagt var því andvirði hins stolna!07þúsundkrónur. -pp Staðaneróbreytt - segir formaður HÍK „Við höfum engin viðbrögð á þess- ari stundu. Við munum að sjálfsögðu kynna okkur samninginn en staðan hefur ekkert breyst í viðræðum við okkar viðsemjendur. Það kemur í ljós á næstu dögum hvaða stefnu þau mál taka,“ sagði Elna Katrín Jóns- dóttir, formaður HÍK, við DV um kjarasamningana sem náðust í nótt á almenna vinnumarkaðinum. Pilturhandtekinn Átján ára piltur er nú í haldi Rann- sóknarlögreglu grunaður um rán í versluninni Áskjöri á sunnudags- kvöld. Pilturinn hefur oft komið áöur við sögu í auðgunarmálum. Það var lögreglan í Reykjavík sem handtók hann á heimili hans í efra Breiðholtiínótt. -pp LOKI Þetta fellur eiginlega undir stóriðjuhugsun í búðahnupli! „Það er ánægjulegt að þessir samn- ingar skuli hafa tekist. Það eykur lík- ur á því að innan tíðar takist samn- ingar við aðra, til dæmis opinbera starfsmenn enda hefur ríkisvaldið lofað aðgerðum í skattamálum og fleiru sem kemur öllum til góða. Og væntanlega munu þessir samningar skapa ró á peningamarkaðinum og auka líkur á áframhaldandi stöðug- leika,“ segir Friðrik Sophusson íjár- málaráðherra. „Það er auðvitað gott að kjara- samningar hafi náðst. Og það litla skref sem tekið er til kjarajöfnunar er jákvætt. Á hinn bóginn finnst manni sú tala sem þar er á ferðinni heldur lág. Þá varpar það nokkrum skugga á þessa samninga að ekki var reynt að semja við oþinbera starfs- menn og leysa verkfall kennara," segir Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaðurAlþýðubandalagsins. -kaa Komst út úr snjó f lóðinu á syllu / jy / < / „Það losnaði stór fleki um 20 metra fyrir ofan Snorre. Hann var þá í miðju gilinu en ég var í því vestanverðu. Þegar snjóflóðið fór af stað náði ég að komast út úr því á syllu sem var þama en Snorre barst með því. Ég reyndi að fylgja honum með augunum en missti sjónar á honum þar sem gilið sveigði," segir Eldar Heide, 28 ára Norðmaður. Hann slapp naumlega undan spjóflóði í Draumadalsgili í Bláíjöllum en það varð vini hans að bana. Eldar er við nám í Háskóla Is- lanös en félagi hans sem lést hét Snorre Sanner og var 26 ára. Hann var staddur hérlendis vegiia þings norrænna laganema. Þinginu lauk á föstudag og þá ákváðu þeir félag- ar að fara í útilegu, en þeir eru báðir vanir fjallamenn og hafa far- ið mikið saman á flöll í Noregi. „Við lögðum af stað á laugardeg- inum á ferðaskiðum. Við grófum okkur snjóhelli í Draumadalsgili og létum fyrirberast þar um nótt- ina. Við tókum það rólega daginn eftir og sváfum fram að hádegi. Þegar við komum úr hellinum ákváðura við að halda í átt til Reykjavíkur en breyttum þieim áformum okkar og ákváðum að fara upp í gilið til að njóta útsýnis- ins. Þegar við vorum komnir upp renndum við okkur svo niður. SnoiTe var þá 10 metrum á undan mér,“ segir segir Eldar. Hann segir að þá hafi ekki órað fyrir því að þiað væri snjóflóða- hætta þar sem verið hafði mikið frost og litil ofankoma. Það sé Ijóst að flóðið hafi farið af stað vegna ferða þeirra um gilið. „Þegar Snorre hvarf í beygjunni : renndi ég mér niður á eftrá honum en fann hann ekki þrátt fyrir að ég færi niður fyrír flóöiö. Ég skíð- aði því út á veg og stöðvaði þar bíl sem var meö farsíma og hann hringdi í skíöaskálann til að fá að- stoð. Ég fór svo til baka og fljótlega komu tveir menn á vélsleðum. Við reyndum að leita í flóðinu en höfð- um ekkert nema skíðastafma svo þetta var árangurslaust. Um klukkustundu eftir að snjóflóöið féll kom svo björgunarsveitin og þá fann hundurinn Snorre látinn,“ segirEldar. -rt Þak húss' ins fauk af í gíf urlegri sprengmgu Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi: Feðgarnir Ellert Guðmundsson og Bogi Theódór horfa upp úr þaklausri húsatóftinni. Þakið sviptist af i heilu lagi og flaug yfir sjónvarpsloftnet og fánastöng, sem sést á innfelldu myndinni, og lenti á húsi handan götunn- ar í um 40 metra fjarlægð. DV-myndir Magnús Ólafsson Veðriðámorgun: Víða hvasst Á morgun verður norðlæg átt, víða nokkuð hvöss. Éljagangur verður norðaustan- og austan- lands en að mestu þurrt norðvest- an til. Um landið sunnanvert veröur víða léttskýjað. Þýtt verð- ur allra austast en annars vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 28 l.ANDSSAMBAND ÍSI.. UAIA KUK I AKA alltaf á Miðvikudögum „Eg var stödd upp á lofti þegar ég heyrði mikinn dynk. Kalli kom upp til að vita hvað væri um að vera, en við rukum strax niður aftur því við héldum að húsið væri allt að fara. í sama mund varð gífurleg spreng- ing og heyi og spýtnabraki rigndi yfir okkur. Þá vorum við fljót að koma okkur út. Vorum við skít- hrædd og hugsuðum um það eitt að forða okkur og það var mesta mildi að enginn meiddist." Þannig lýsir Helga Jónína Andrés- dóttir lífsreynslu sinni og sambýlis- manns síns, Guðmundar Karls Ell- ertssonar, þegar þakið sviptist af húsi þeirra að Brekkubyggð 2 Blönduósi í fyrrakvöld. Foreldrar Guðmundar og bróðir voru nýfarin frá þeim. Húsið á 2 hæðum var byggt árið 1912. Þakiö einangrað með heyi og það lenti á næsta húsi. Helga og Guð- mundur Karl keyptu þetta hús fyrir tveimur árum og hafa verið að gera það upp. Sú vinna er nú öll eyðilögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.