Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
Fréttir
Snjóflóð féll úr Eminum við Bolungarvík:
Drap f imm hross og
skemmdi hesthúsið
Fimm hross drápust og þrjú hest-
hús urðu fyrir verulegum skemmd-
um þegar snjóflóð féll úr austanverð-
um Erninum viö Bolungarvík um
níuleytið í gærmorgun. Fjórða hest-
húsið slapp að mestu við skemmdir
en húsin Uggja öll meðfram fjalls-
hlíðinni.
„Fremsta húsið er tvískipt 1 eigu
tveggja manna. Flóðið lagði gaflinn
niður og æddi inn í efri helminginn.
Krafturinn vai' svo rosalegur að þak-
ið lyftist og það var eins og steypu
hefði- verið dælt inn. Þama voru
fimm hross sem öll drápust. Flóöið
stöövaðist hins vegar á steyptum
núlhvegg þannig að hross í neöri
helmingi hússins sluppu," sagöi Jó-
hann Bragason á Bolungarvík en
hann átti eitt húsanna sem skemmd-
ust í flóðinu.
Jóhann segir aö ofan við næsta hús
hafi eigandinn steypt skítþrær síð-
astliðið sumar. Járnabindingin í
þeim hafi verið það rammgerð að
flóðið stoppaði á þrónum og húsið
slapp í heilu lagi.
„En húsið sem ég á við annan mann
er tvískipt, með hlöðu í efri hlutan-
um. Stórar hlöðudymar splundruð-
ust undan flóðinu sem æddi að milli-
vegg og lagði hann niður til hálfs.
Fjögur hross stóðu undir veggnum
og sluppu þau öll. Eitt stökk yfir jöt-
una og losnaði en það hefði annars
drepist. Annar hestur náði að
stökkva upp á jötuna án þess þó að
losna meðan tveir gátu slitið sig
lausa og komist fram í ganginn sem
liggur út úr húsinu. Fleiri hestar
voru í húsinu en alls sluppu 12 hross
í okkar húsi,“ sagði Jóhann.
Efri hurð á fjórða húsinu sprakk
inn þannig að metradjúpur snjór var
um aUt inni. Hrossin í því húsi sak-
aði hins vegar ekki og var handmok-
að út.
Jóhann segist ekki muna eftir snjó-
flóðum á þessum stað.
„Það hafa komið spýjur af og til en
þær hafa ekki einu sinni náð að girð-
ingu sem er 30 metrum ofan við hús-
in. Það var harðfenni og í gær snjó-
aði töluvert. Þessi lausi snjór virðist
ekki hafa tollað og því fór flóðið af
stað,“ sagöi Jóhann.
Þú getur svaraO þessari
spurningu meö því aO
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
r ö d d
FOLKSINS
99-16-00
Ertu fylgjandi eða andvígur nýju
kjarasamningunum?
Alllr I ttafræna kerllnu m«6 tðnvalsilma g»ta n»tt th þeg»» þ)6nu»tu.
Agústa Gunnarsdóttir, sálfræðingur
hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur,
tekur son sinn, Gunnar Sturlu, 6 ára,
með sér i vinnuna vegna kennara-
verkfallsins. Gunnari Sturlu þykir
mest gaman þegar hann fær að
hjálpa mömmu við Ijósritunina.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ágústa er í hópi fjölda foreldra sem
lenda í vandræðum með böm sín í
kennaraverkfallinu. Hún er einstæð
móðir og hefur ekki önnur ráð en að
taka sex ára son sinn, Gunnar Sturlu,
með í vinnuna.
í hádeginu sendir Ágústa hann með
Tvö hrossanna sem drápust f snjóflóðinu í Bolungarvik í gær.
DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson, ísafirði
Tekur sex ára son sinn með í vinnuna í kennaraverkfallinu:
Stuttar fréttir
Verð að leita annarra
úrræða eftir helgina
- segir Ágústa Gunnarsdóttir sálfræðingur
strætisvagni í Laugarnesskólann þar
sem hann er nemandi. Þar dvelur
Gunnar Sturla í Laugarseli, heils
dags skóla Reykjavíkurborgar eftir
heföbundinn skóla, uns hann er sótt-
ur.
• „Ég er svolítið uggandi vegna ör-
yggis Gunnars Sturlu á leiöinni inn
í Laugarnesskóla. Ef eitthvað kemur
fyrir hann veit ég ekki neitt. En hann
hringir um leið og hann er kominn
inn eftir.“
- Hver eru viöbrögð vinnuveitenda
þinna við að hafa strákinn í vinn-
unni?
„Ég hef mætt skilningi enda hef ég
mjög umburðarlynda vinnuveitend-
ur. Svo truflar hann ekki aöra þar
sem ég er með sér skrifstofu. En ég
held að ég geti ekki haft þetta svona
nema þessa viku. Efdr helgi verð ég
aö leita annarra úrræða, jafnvel
kosta pössun fyrir hann.“
Ágústa á systkini og aldraða for-
eldra en óar við því róti sem eilífir
flutningar hafa í fór með sér.
„Þetta verður þá eilífur þeytingur.
Kosturinn við aö taka hann með í
vinnuna er að ég losna við þennan
þeyting. En það em takmörk fyrir
hvað ég get haft hann hér lengi,"
sagði Ágústa.
„Ég hef ekki önnur ráð en að taka
strákinn með mér í vinnuna. Hann
situr hjá mér inni á skrifstofunni og
ég læt hann lesa, skrifa og reikna.
Honum leiðist náttúrlega að vera
héma og lifnar helst yfir honum þeg-
ar hann fær að hjálpá mér viö að ljós-
rita. Ég er með sér skrifstofu svo að
þetta truflar ekki vinnufélaga mína
en það truflar vinnutilhögun mína.
Ég verð að fresta öllum viðtölum og
fundum þar til eftir hádegi," sagði
Ágústa Gunnarsdóttir, sálfræðingur
hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur,
við DV.
Böraútilokuð
Böm innan 12 ára fá ekki leng-
ur aö koma í heimsókn á fæðing-
ar- og sængurkvennadeild
Landspítalans eða Fæðingar-
heimilíð í Reykjavík. Tilgangur-
inn er að draga úr hættu á aö
komaböm smitist af svokallaöri
RS-veira. Sjónvarpið greindi frá.
Wng Norðuriandaráðs
Þing Norðurlandaráðs hefst í
Reykjavík á mánudaginn og
stendur yfir fram á fimmtudag.
Skv. Tímanum verður kostnaður
Alþingis um 20 milljónir. Von er
á 780 erlendum gestum á þingið.
Ódýrari fóiksbllar
Meðalstórir bílar lækka í verði
um allt að 5% samkvæmt fhun-
varpi fjármálaráðherra um
breytingar á vörugjöldum. RÚV
greindi frá þessu.
Verðmætiíloðnunni
Eftir er að veiöa um 515 þúsund
tonn af loðnu á þeim sjö vikum
sem eftir eru af vertíðinni. Skv.
Mbl. era vertíöarverðmætin
áætluö um 9 milljaröar.
Drjúg búbót sérfræðinga
Tryggingastofhun greiddi sér-
fræöingura ríflega 1,1 milljarð
fyrir læknisverk þeirra á síðasta
ári. Skv. Tímanum fékk hver
læknir að meðaltali um 3 milljón-
ir í slíkar greiöslur. Flestir lækn-
anna eru einnig á launum á spít-
ölum auk þess sem þeir fá greiðsl-
ur beint frá sjúklingum.
Ófaglærðirsenija
Þjónustusamband íslands,
samtök ófaglærðs starfsfólks á
hótelum og veitingahúsum, und-
irritaöikjarasamning S síðdegis í
gær. RÚV greindi frá þessu.
-kaa
ydduðum
tannbursta
Síbrotapiltur á átjánda ári
stakk Steingrím Njálsson marg-
sinnis með tannbursta, sem odd-
ur hafði verið sorfinn á, í Síðum-
úlafangelsinu þar sem þeir vora
báðir í haldi, Steingrímur í af-
plántm en pilturinn í gæsluvarð-
haldi. Fangavörður yfirbugaöi
árásarmanninn. Þriðji fanginn,
afplánunarfangi sem er í haldi
fyrir hnifstunguárás, réðst þá á
fangavörðinn og reyndi að koraa
í veg fyrir að hann skakkaði leik-
inn.
Atburöurinn átti sér stað á svo-
kölluðum lausagangi og var
Steingrímur fluttur á slysadeild.
Hann hlaut áverka í andliti og á
líkama. Gert var að sárum hans,
sem reyndust ekki alvarleg, og
þaöan var hann fluttur aftur i
Síöumúlafangelsið. -pp
Togaraskýrsla LÍÚ:
Baldvin Þor-
steinsson EA
hæstur
Baldvin Þorsteinsson EA er
langhæstur frystitogaranna á ár-
inu 1995. Þetta kemur fram í tog-
araskýrslu LÍIJ. Baldvin er með
fúmlega 7.600 tonna afla að verð-
mæti 578 milljónir króna. Næst-
mesta verðmætið var hjá Vigra
RE sem var með 539 milljónir
króna. Afli hans var rúmlega 5600
tonn. í þriðja ssæti var Höfrung-
ur Ifi frá Akranesi með 524 millj-
ónir króna eða 5800 tonn.
Mestan afla ísfisktogara bar
Ásbjörn RE að landi eða 5779 tonn
að verðmæti 232 milljónir. Mest
verðmæti ísfisktogara var hjá
Gullveri NS, 272 milljónir króna.
Afli skipsins var 3126 tonn. Með-
alafli ísfisktogaranna dróst sam-
an um tæp 5 prósent á meöan
frystitogararnir juku afla sinn að
meðaltali um 16 prósent. -rt
Súðavlk:
Landsbanki
eftirlét
sumarhús
Landsbanki íslands eftirlét
Súðvíkingum sumarhús sem
voru komin á grann í Selvík við
Alftavatn.
Að sögn Jóns Gauta Jónssonar,
sveitarstjóra í Súöavík, hafði
hann samband við Sverri Her-
mannsson bankastjóra til að fal-
ast eftir húsunum þar sem hörg-
ull var á húsum sem fullnægðu
kröfum. Sverrir tók málinu vel
og veitti leyfi sitt strax.
Jón Gauti segir vonir standa til
aö fyrstu Súðvikingarnir- flytji
inníhússínívikunni. -rt
Kjarvalsstaðir:
Gunnarráðinn
Borgarráð hefur samþykkt að
ráða Gunnar Kvaran listfræöing
í starf forstöðumanns Kjarvals-
staða. Gunnar verður ráðinn til
fjögurra ára, í stað sex ára áður.
Ráöningin tekur gildi 1. mars.
Áannaðþús-
undstöðvaðir
Lögreglan i Reykjavík stöðvaði
á síöasta sólarhring vel á annað
þúsund biifeiðar og kannaði
ástand þeirra og ökumanna. Það
reyndist almennt gott.
Hér er um að ræða lið í átaki
lögreglu á Suður- og Suðvestur-
landi þar sem áhersla er lögð á
ástandökutækja. -pp