Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON ífréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Góðir norrænir gestir Norðurlandaráðsþing stendur yfir í Reykjavík þessa vikuna. Hingað eru komin hundruð norrænna stjóm- málamanna og embættismanna, auk blaðamanna sem fylgjast með gangi mála. Hér hafa verið í heimsókn for- sætisráðherrar hinna Norðurlandanna og fyrrverandi forsætisráðherrar. Allt era þetta auðfúsugestir og ein- mitt í heimsóknum sem þessum hggur gildi norræns samstarfs. Norrænir vinir okkar og áhrifamenn sækja okkur heim, tala saman sem jafningjar og finna til skyld- leika og sameiginlegra hagsmuna. Samstarfið innan Norðurlandaráðs er til endurskoð- unar og er það raunar ekki í fyrsta skipti. Samstarfið hefur stundum átt í erfiðleikum með að finna sér tilgang og farveg í einhverjum málatilbúnaði því þingmenn hafa öðru hvoru játað það fyrir sér og öðrum að norrænt sam- starf væri mest í málæði og skriffinnsku. Þingin hafa verið innihaldslítil og meira í ætt við málfundi heldur en þungamiðju.'Allt tilstandið í kringum Norðurlanda- ráðsþingin, fjöldi þátttakenda og tillögugerð um „selv- fölgehgheder“ er í htlu samræmi við útkomu og árang- ur. Úr þessu öhu mætti draga að skaðlausu. En þá er það aftur sem áréttað skal að norrænt sam- starf er fólgið í hinum nánu kynnum og þeim góða anda sem svífur yfir vötnunum. Það hlutverk ráðsins skal ekki vanmetið. Né heldur sú þýðing sem það hefur fyrir íslendinga að eiga þar aðUd og þátttöku. Norðurlöndin eru hluti af þeim heimi sem mestrar virðingar nýtur og er heimur út af fyrir sig. Þar eru mannréttindi virt, þar er veherð og samhjálp í hávegum höfð og þar eru stjóm- arhættir ahajafna til fyrirmyndar. Á Norðurlöndunum býr fólk með svipaðan hugsunarhátt og líkan lífsstíl og í raun og veru eru Norðurlandabúar ein stór fjölskylda. Það er íslendingum styrkur að tUheyra þessari Qöl- skyldu og við eigum ekki að stugga við því samstarfi sem hefur þróast tU margra áratuga og við höfum haft marvís- legt gagn af. Vissulega beinast sjónir manna tU annarra átta í seinni tíð og sérstaklega á það við um Evrópusam- bandið og aðUd þriggja Norðurlandaþjóða af því. Þess vegna er það fagnaðarefhi þegar lögð er fram skýrsla endurskoðunamefndar sem mælir með áframhaldandi samstarfi á vegum Norðurlandaráðs með það fyrir aug- um að Norðurlöndin öU geti staðið saman gagnvart Evr- ópusambamhnu og byggt brýr á milli þess og norrænna hagsmuna. íslendingar geta aðeins haft gott af þeirri stefnu. Meðan við gerumst ekki aðUar að Evrópusam- bandinu getum við heldur ekki virt það að vettugi. í þeim efnum eins og í Norðurlandasamstarfinu á íslenska þjóð- in flest undir því að eiga aðgang og skilning meðal ann- arra þjóða. Það er öUum ljóst að aðUd Danmerkur og nú síðast Finnlands-og Svíþjóðar að ESB á eftir að hafa mikU áhrif og jafnvel hafa menn óttast að norrænt samstarf væri fyrir bí. Svo er ekki ef marka má thlögur og málflutning á þinginu hér í Reykjavík heldur er miklu fremur verið að tala um að aðlaga norræna samstarfið þessum breyttu aðstæðum. AUt er þetta mögulegt og framkvæmanlegt enda þótt Norðurlöndin vUji og þurfi að draga úr því bákni sem Norðurlandaráð er með öUum sínum undirstofnunum. Samstarf af því tagi þarf ekki að felast í bruðh og bram- bolti og jafhhhða þeirri áherslu sem lögð verður á sameig- inlega hagsmuni Norðurlanda út á við þarf Norðurlanda- ráð að draga markvisst úr þeim yfirþyrmandi kostnaði og skrifræði sem einkennt hefur norrænt samstarf. Svíar hafa riðið á vaðið og aðrir hljóta að gera hið sama. EUert B. Schram „Tregða við að auka framleiðni í landbúnaði er likiega enn meiri en i sjávarútvegi," segir Snjólfur m.a. í grein sinni. Framleiðni og atvinnuleysi Nokkur brögð eru að því að menn berjist gegn aukinni fram- leiðni af ótta við aukið atvinnu- leysi. Þegar framleiðni er mæld sem verðmætasköpun á hvern vin- nutíma og framleiðslumagn er óbreytt þá fer það saman að fram- leiðni eykst og þörf á vinnuafLi minnkar. Nýlegt dæmi um þetta eru vélar í rækjuvinnslu sem leystu nokkra tugi manna af hólmi. Með því að halda sjónarhorninu nægjanlega þröngu má nota þetta sem rök gegn aukinni framleiðni en Utla víösýni þarf til að sjá að þessi rök standast ekki nánari skoðun. Að sjálfsögðu er því ekki haldið fram hér að allar aðgerðir til að auka framleiðni eigi rétt á sér. Misskilin atvinnusköpun Oft heyrast þær raddir að smá- bátar séu æskilegri en togarar vegna þess að hvert tonn, sem veitt er með trillu, skapi fleiri störf en hvert tonn sem veitt er með togara. Þessi fullyrðing felur í sér að æski- legt sé að framleiðni vinnuafls sé litil. Þótt slíkt sé að sjálfsögðu fjar- stæða er ef til vill skiljanlegt að talsmenn smábátaeigenda færi þau rök fram í hagsmunabaráttu sinni. Hins vegar er það sorglegt og mikið áhyggjuefni þegar þingmenn og ráðherrar láta slíkar skoðanir í ljós. Við skulum vona að það sé senn liðin tíð. Tregða viö að auka framleiðni í landbúnaði er líklega enn meiri en í sjávarútvegi. Bændum hefur fækkað mikið á síðustu áratugum og sú fækkun mun halda áfram en því miður reyna margir að hamla gegn þessari þróun með því að hamla gegn framleiðniaukningu. Mun farsælla væri að líta með já- kvæðari augum á þróunina og KjaUarinn Snjólfur Ólafsson dósent í Háskóla íslands leggja meiri áherslu á að skapa ný atvinnutækifæri, meðal annars með framleiðniaukningu. Má í þessu sambandi benda á athyglis- verða grein - Skipulögð fátækt - í Morgunblaðinu 11. febrúar síðast- hðinn, eftir búendur á Daðastöð- um. Með aukinni framleiðni má fækka störfum í sumum geirum atvinnulífsins, t.d. þorskveiðum og hefðbundnum landbúnaði. Hins vegar er nauðsynlegt að störfum fjölgi á mörgum sviðum, svo sem við vöruþróun, markaðsöflun, kennslu, umönnun og þjónustu. Ný störf Mörg fyrirtæki eru í beinni eða óbeinni samkeppni við erlend fyr- irtæki. Oftast er talað um útflutn- ingsiðnað og svokallaðan „sam- keppnisiðnað", en honum tilheyra þau fyrirtæki sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við innfluttar vörur. Með aukinni framleiðni geta fyrirtæki lækkað verð á vörum sín- um og þjónustu og þar með aukið markaðshlutdeild sína, bæði hér- lendis og erlendis. Við það eykst framleiðslan og fjölga þarf starfs- mönnum. Aukinni framleiðni fylg- ir svo í ofanálag tækifæri til að bæta kjör fólks. Þótt nú sé nokkurt atvinnuleysi á íslandi, og meira en flestir geta sætt sig viö, þá er engin ástæða til að ætla að það sé varanlegt ástand. Það er enginn hörgull á verkefnum sem þarf að vinna í þjóðfélaginu og engin hætta á að framleiðni auk- ist það mikið að svo verði. Eitt af verkefnum stjómmálamanna, for- ystumanna launþega og annarra ráðamanna er að þróa þannig þjóð- félag að atvinnuleysi verði að stað- aldri lítið sem ekkert. Snjólfur Ólafsson „Með aukinni framleiðni geta fyrirtæki lækkað verð á vörum sínum og þjón- ustu og þar með aukið markaðshlut- deild sína, bæði hérlendis og erlendis. Við það eykst framleiðslan og íjölga þarf starfsmönnum.“ Skoðanir annarra Yffirvarp ffyrir aðstöðu „Röksemdin um sjávarútvegsstefnu ESB er skjól, sem margir andstæðingar ESB-aðildar hlaupa í til þess að þurfa ekki að ræða aörar hliöar á málinu. Hún er þægileg efnahagsleg röksemd, um að lífsaf- komu þjóðarinnar sé í hættu stefnt meö aðild að ESB - eða jafnvel bara með því aö sækja um aðild. ... En hún er að mínu mati oft og tíöum yfirvarp fyrir afstöðu, sem er byggð á tilfinningum, sem menn eiga erfitt með að rökstyöja, og sem er viðkvæm fyrir rökrænni og heimspekilegri gagnrýni." Ólafur Þ. Stephensen í lesbókarrabbi Mbl. Þykístuleikur Alþýðubandalagsins „Þessi þykistuleikur er auðvitað hlálegur. Alþýöu- bandalagið er söfnuður horfinna hugsjóna, hann getur aldrei orðið hinn íslenski krataflokkur. Hann getur kannski verið fámennur sértrúarhópur til vinstri við frjálslynda jafnaðarstefnu, eða einhvers konar útibú Framsóknarfiokksins. Það er satt best að segja fátt sem Alþýðubandalagið á sameiginlegt með evrópskum kröturn." Birgir Hermannsson, aðstm. umhvr., i Alþýðublaðinu. Hindrunarlaust nám „Á Norðurlöndum hefur um langa hríð veriö í gangi „innri markaöur“ í ýmsum réttindamálum fólks. Nám og önnur réttindi hafa verið hindrunar- laus milh landanna. Þetta er árangur af löngu og mjög víðtæku samstarfl innan Norðurlandaráðs. Okkur íslendingum er umhugað um aö þetta geti haldist viö breyttar aðstæður, þvi viö höfum notið mjög góðs af þessari samvinnu.“ Leiðari Timans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.