Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Fréttir ____________________________________________________ Togarinn fékk ekkert þar sem bátamir mokfiskuðu: Sýnir að togararall er ekki mælikvarði - segir Stefán Einarsson, skipstjóri á Aðalbjörgu RE „Þetta styður það sem ég og fleiri höfum haldið fram. Togararallið get- ur aldrei orðið mælikvarði á fiski- gengd. Togarinn kom og kastaði klukkan átta í gærmorgun, hann dró hérna innan um bátana. Aflinn hjá honum var aðeins nokkrir fiskar. Það er mokveiði á nákvæmlega sömu slóð, bæði í snurvoð og net. Ég geri ráð fyrir að afli togarans verði lagður til grundvallar ráðgjöf flskifræð- inga,“ segir Stefán Einarsson, skip- stjóri á Aðalbjörgu RE, þar sem hann var á miðunum grunnt út af Reykja- nesi. Stefán vitnar þama til togarans Vestmannaeyjar VE sem nú tekur þátt í árlegu togararalli. Niðurstööur úr togararallinu verða m.a. notaðar til að ákvarða þorskkvóta næsta fisk- veiðiárs. Stefán segir að hann og fleiri skip- stjórnarmenn hafi gagnrýnt þennan þátt í ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar þar sem afli togara gefi ekki raun- hæfa mynd af því hvort fiskur sé á veiðislóð eða ekki. Dæmin sýni það í gegnum tíðina. „Þetta er mjög sláandi, það er grjót- nógur fiskur á slóðinni en hann næst ekki í troll, það er svo einfalt. Þetta eru þær rannsóknir sem ráða miklu um þorskveiðar hér við land og þaö er tími til kominn að menn fari ofan í það hversu marktækt þetta er. Þetta era ískaldar staðreyndir; það eru all- ir hér á flótta undan þorski. Það virð- ist sama hvað sjómenn segja og afla- brögð sýna; það virðist vera fyrir- fram ákyeðið að skera niður afl- ann,“ segir Stefán. „Það er tímabært að fiskifræðingar fari að ná áttum, þeir gætu kannski farið út á sjó og reynt að fmna eitt- hvað annað en loðnu sem skilar sér venjulega sjálf á réttum tíma. Það er meiri þorskur á ferð hér en mörg undanfarin ár. Ég vil að fiskifræðing- ar upplýsi hvaðan þessi fiskur kemur og hvert hann fer eftir hrygningu. Þegar þeir geta svarað því þá skal ég taka mark á þeim,“ segir Stefán. Hjá Sandgerðishöfn fengust þær upplýsingar að landburður hefði ver- ið þar af stórþorski að undanfórnu. Hrefna Björg Óskarsdóttir hafnar- vörður segir að dæmi séu um að bát- ar hafi tvíhlaðið sig sama daginn. -rt Flugleiðir: Afkoman sú besta í sex ár Heildarhagnaður af rekstri Flug- leiða á síðasta ári var 624 milljónir króna og hefur afkoman ekki verið betri síðan árið 1988. Undanfarin tvö ár hefur verið tap á starfseminni og var heildartap Flugleiða árið 1993 um 190 milljónir. Uppsveifian milli ára er því 823 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir vexti og skatta var um 1.200 milljónir en áriö 1993 var hann um 700 milljónir. Rekstrartekjur síðasta árs voru rúmlega 14,7 milljarðar og jukust um 10% frá 1993. Rekstrar- gjöldin vora 13,5 milljarðar. Vaxta- gjöld lækkuðu milli ára um 6% og námu 944 milljónum. Ein Boeing-véi var seld á síðasta ári og nam sölu- hagnaður rúmum 300 milljónum. Skuldir Flugleiða lækkuðu um 3 miUjarða milU ára og námu 17,5 miUjöröum í árslok 1994. Eiginfjár- hlutfaUið sama tíma var 21% en var 16% í árslok 1993. Arðsemi eigin fjár var 15,8%. Stígamótakonur efndu til göngu og útifundar í gær til ao minna a barattuna gegn kynferðislegu ofbeldi. Að fundin- um loknum var fulltrúa ríkisstjórnarinnar afhent ályktun. Nánar segir frá starfsemi Stígamóta á bls. 5. DV-mynd BG Stuttar fréttir i>v Þrjú aðildarfélög ASÍ hafa fellt nýgerða kjarasamninga. Um er að ræða verslunardeUd Jökuls á Höfn, Verkalýðsfélagiö á Reyðar- firði og Sveinafélag málmiðnað- armanna á Akranesi. 1,1 milljarður af fiskeldi HeUdai-verðmæti seldra fisk- eldisafurða var um 1.150 miUjónir króna á síðasta ári, þar af um 850 mUljónir af útflutningi. Verð- mætið hefur aldrei verið meira. Sighvati stefnt? Sérffæöilæknar íhuga að stefna Sighvati Björgvinssym heUbrigð- isráöherra vegna tilvísanakerfis- ins sem þeir telja að standist ekki Sardínuveiðar í Mexíkó íslendingar eru að hefja sard- ínuveiðar og -vinnslu í Mexíkó innan skamms. RÚV greindi frá þessu. Utanferðirlækkaekki Utanlandsferðir munu ekki lækka í verði þrátt fyrir lækkun gjaldmiðla síöustu daga. Þetta kom fram á Stöö 2. Visitaianeysluverðs Vísitaia neysluverðs, sem tók við af framfærsluvísitölu, hefur verið reiknuð út í fyrsta sinn. Hún lækkaði um 0,2% í febrúar og er 172 stig. LHIarbreytingar Litlar breytingar urðu á fylgi flokkanna í könnun Félagsvis- indastofnunar fyrir Morgunblaö- ið miðað við síðustu könnun í febrúar. SvarhiutfalUð var um 71 prósent. Hálf milljón i andlitsleir Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að styrkja markaðs- setningu á andlitsleir fyrir hálfa miUjón króna. Samkvæmt Tím- anum er leirinn m.a. gagnlegur við unglingabólum. Mokstinrsfé að klárast Peningar til snjómoksturs era að klárast víðast hvar á landinu vegna fannfergis í vetur. í dag mælir Dagfari Aðför að réttarríkinu Miklar og alvarlegar deUur hafa blossað upp í Lögmannafélagi ís- lands. í því félagi eru þeir meðUm- ir sem hafa útskrifast sem lögfræð- ingar frá Háskóla íslands og stunda lögmannsstörf. Félagar í Lög- mannafélaginu eru með öðrum orðum þeir menn í þjóðfélaginu sem hafa mest vit á lögum og rétti og era ráðgjafar almennings og stofnana, þegar kemur að lögfræði- legum álitsgerðum. Þeir eiga að kunna skil á því hvað er rétt og rangt og hvað séu lög og hvað séu ólög. Sameiginlega era þeir skuld- bundnir til að virða stjórnarskrána og lög landsins og alhr hafa þeir þá hugsjón og þaö starf með hönd- um að standa vörð um réttarríkið. Þetta höfum við sakleysingjarnir að minnsta kosti haldið. En nú hafa átta fyrrverandi formenn Lög- mannafélagsins skrifað undir til- lögu sem borin verður upp á aöal- fundi félagsins á morgun þar sem hvatt er til þess að Lögmannafélag- ið hætti að skipta sér af lögum og stjómskipun og hafi ekki lengur neinar skoðanir á því hvað sé rétt og hvað sé rangt. Lögmenn eigi sem sagt ekki að skipta sér af lagasetn- ingu eða breytingum á stjórnar- skránni, heldur einbeiti sér að því að túlka lögin eins og þau koma fyrir, án tiUits tU þess hvort þau séu röng eða rétt. Auk þess vUja þessir sömu menn að Lögmannafélagið hætti að hafa afskipti af mannréttindamálum og segi sig úr lögum við Mannrétt- indaskrifstofuna. Mannréttindi eiga að vera lögmönnum óviðkom- andi. Formaður Lögmannafélagsins segir að þessi tillaga sé aðfor aö réttarríkinu. Hann óttast upplausn í röðum lögmanna og sér ekki fyrir endann á því ef óbreyttur almenn- ingur verður látinn komast upp með það að ráða lagasetningunni. Hann er enn svo gamaldags að vUja að lögmenn hafi skoðanir á mann- réttindamálum! Hinir átta fyrrverandi formenn félagsins segja að afskipti Lög- mannafélagsins og ótímabærar skoöanir þess á stjórnarskránni séu í andstöðu við réttarríkið og skUning þeirra á því, hvað lög- mönnum komi við hvaöa laga- ramma réttarríkinu er búinn. Þeir vUji engan þátt eiga í því að mynda sér skoðanir á lögfræðinni. Það er aðför að réttarríkinu. Hér er vissulega mikið og alvar- legt mál á ferðinni og ljóst að hvernig sem tiUagan verður af- greidd mun það hafa aðfgerandi áhrif á réttarríkið og stöðu lög- manna í því. Það sem verra er, sýnist þó hitt að lögmenn eru vísvitandi að grafa undan réttarríkinu, annaöhvort með því að láta það afskiptalaust eins og fyrrverandi formenn vilja, eUegar þá að hafa skoðanir á því, eins og núverandi formaður vUl. Hvorutveggja leiðir tU lögfræðUegs og réttarlegs öngþveitis og skapar ringulreið í túlkun á lögum sem gUda í réttarríki á borð við okkar. Maður hefði átt von á því að glæpahyski hefði viljaö lögin norð- ur og niöur og maður hefði haldið að sauðsvartur almúginn stæði fyr- ir aðfór að réttarríkinu með ótíma- bærum og órökstuddum afskipt- um. En að sjálf lögmannastéttin standi fyrir slíkri upplausn og beiti þekkingu sinni til að hafa skoðan- ir, nær auðvitaö ekki nokkurri átt. Skoðanir lögmanna era í eðli sínu umdeilanlegar. Þær geta verið rétt- ar en þær geta líka verið rangar og jafnvel þótt þær séu réttar getur enginn sagt um þaö með vissu hvort þær séu réttar ef til eru lög- menn sem segja að þær séu rang- ar. Hvernig á almenningur að vita hvort skoðanir á lögum og stjórn- arskrá séu réttar ef lögmenn sjálfir vita það ekki? Út af fyrir sig er það heiðarlegt af lögmönnum að viðurkenna að lög geti verið góð og gild ef lögfræð- ingar koma þar hvergi nærri. Eins er það virðingarvert þegar lög- menn játa að afskipti þeirra af laga- setningu geti verið til skaða. Þeir era í rauninni að segja að lögmenn eigi að láta aðra um að setja lög til að geta véfengt þessi sömu lög, til að þeir hafi eitthvað að gera við að túlka lög, sem aðrir hafa sett. Það sýnir sig í þessari deUu að það er ekki tekið út með sældinni að vera lögmaður, sérstaklega ef maður er lögmaður sem telur sig geta haft afskipti af lögunum. Það er aðfór að réttarríkinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.