Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Spumingin Borðar þú mikið sælgæti? Karl Kári Másson: Já, ég myndi segja það. Lilja Vignisdóttir: Nei, ég borða bara sælgæti á laugardögum. Harpa Rún Ólafsdóttir: Já, ég borða örugglega tvö eða þrjú súkkulaði- stykki á viku. Anna Kristín Óskarsdóttir: Ég borða ekkert voðalega mikið sælgæti, kannski tvö til þrjú súkkulaðistykki á viku. Auður Leifsdóttir kennari: Nei, helst ekki. Húnbogi Þorkelsson ellilífeyrisþegi: Nei, ég borða ekki mikið sælgæti en einstöku sinnum. Lesendur Krafan er grunn kaupshækkun Baldvin Ringsted framhaldsskóla- kennari skrifar: í kennaraverkfalli hafa margir fundið sig knúna til að tjá sig um frekju og yfirgang kennara í ræðu og riti. Vissulega er skiljanlegt að gremja geri vart við sig hjá fólki þeg- ar dagleg rútína þess fer úr skorðum en ekki- hafa allir sett sig inn í þau mál sem þeir tjá sig um. Mig langar til að taka nokkur dæmi. í lesendabréfi í DV í síðustu viku fer Gunnbjörn nokkur háðulegum orðum um nemendur, segir þá heimska að taka afstöðu með kenn- urum. Það skyldi þó ekki vera að nemendur væru betur inni í málefn- um kennara en téður Gunnbjörn og að heimskan liggi hans megin? Einn- ig hringdi Sigrún nokkur í DV og lagði til að aðrir væru fengnir til að kenna, nóg væri til af fólki. Hún hef- ur greinilega ekki mikið álit á mennt- un kennara ef henni finnst að hver sem er geti gengið í störf þeirra. Hún biður kannski bifvélavirkjann sinn að draga úr sér endajaxl þar sem hann er ódýrari en tannlæknirinn? Jón Helgason skrifar bréf til DV 2. mars þar sem hann segir meðal ann- ars að það sé skoðun þeirra sem til þekkja að undirbúningsvinna kenn- ara sé minni en þeir vilja láta vera. Ég skora hér með á Jón að benda mér og öðrum kennurum á hveijir þeir eru sem til þekkja, ég hélt að það væru kennararnir sjálfir. Kennari sem kennir 26 tíma á viku. Greinarhöfundur segir það vera mjög krefjandi starf að vera kennari. þarf aö undirbúa hvern einasta tíma, og ef nemendur eru 25 í hverjum hópi og hver skilar einu blaði á viku þarf kennarinn að yfirfara u.þ.b. 150 blöð á viku. Jón þessi gæti kannski í leiðinni bent mér og öðrum ungum kennurum á hvernig hægt er að koma sér upp húsnæði, greiða af námslánum og sjá fyrir fjölskyldu þegar í boði eru 70 til 80 þúsund á mánuði. Eitt af því sem Jón og fleiri taka fram er að kennarar vinni þægilegt starf. Ég hef unnið við ýmis störf um ævina, t.d. vörubílaviðgerðir og full- yrði að kennslan er það mest krefj- andi starf sem ég hef tekið mér fyrir hendur en um leið það sem gefur mest. Eitt er það sem ýtir undir slík skrif en það er fréttaflutningur fjölmiðla. Þar er víöa verið að tala um að ríkið bjóði 700 milljónir í launahækkun en málið er ekki svo einfalt. Fyrir þess- ar milljónir er ætlast til stóraukins vinnuframlags en krafa kennara er grunnkaupshækkun. Það væri fróðlegt að vita hvað þeir hafa í laun sem sífellt eru að hnýta í kennara og hversu núkill hluti launa þeirra fer í afborganir náms- lána. Dómarar verði atvinnumenn Guðjón Magnússon skrifar: Um fátt hefur verið meira talað í íþróttaheiminum að undanfórnu en úrslitakeppnina í handbolta sem nú stendur yfir. Mönnum hefur þó ekki oröið tíðrætt um glæsileg tilþrif, sem þó vissulega hafa verið til staðar, heldur eru það þeir svartklæddu, blessaðir dómararnir, sem hafa verið til umræðu hjá fólki. Þetta er vel skiljanlegt enda eiga félögin mikið undlr því að komast alla leið í úrslitaleikina. Hafa verður samt í huga að ekki þýðir að fara fram með látum. Menn geta ekki leyft sér að vera ómálefnalegir. Þannig leysast ekki vandamálin. Sjálfur hef ég ekki haldbæra lausn á þessu „vandamáli" en eitt er það atriði sem vel mætti taka til skoðun- ar. Það er hreinlega að gera dómar- ana að atvinnumönnum. Hvemig slíkt væri hægt að útfæra nákvæm- lega veit ég ekki. Þarna þyrftu auðvitað að koma til auknir peningar og ef félögin eru til- búin að borga brúsann gæti þetta orðið að veruleika. Til reynslu mætti ráða t.d. 2 dómarapör sem gerðu ekk- ert annað allan veturinn en að stunda dómgæslu.'" Með þessu móti ættu þeir svartklæddu að geta veriö í jafngóðu ef ekki betra formi heldur en leikmennirnir. Um hvað skal kjósa? Jón Helgason skrifar: Sagt er að íslendinga setji jafnan hljóða þegar komist er að kjarna málsins og hætt er að þrasa um auka- atriði. Þetta má til sanns vegar færa og er í því sambandi nærtækt að líta til kosningabaráttunnar sem ágerist nú með degi hveijum. Hvemig væri að koma sér aö kjarn- anum í hvelli og krefja stjórnmála- menn um svör við grundvallar- spumingum í stað þess að velta sér upp úr hisminu? Landbúnaðarmál beinlínis verða að skipa stóran sess í kosningunum. Hagkvæmt kerfi í stað hítar sómdi sér vel sem slagorð fyrir menn eins og Þorvald Gylfason sem bera gæfu til að sjá að við óbreytt kerfi verður ekki búið. Það er sorg- legt en satt að nátengt vandanum í landbúnaði er ófremdarástandið í ríkisíjármálunum. Það er krafa að lagðar verði fram raunhæfar tillögur um úrbætur, s.s. með aukinni skatt- heimtu eða hagræðingu, t.d. í land- búnaði, m.ö.o. ítarlegra verkáætlana er þörf. Með því er ekki átt við hina rýra slagorðabók Alþýðubandalags- ins sem þó má segja til hróss að kom- ist næst því að geyma einhveijar til- lögur, öfugt við það sem segja má um aðra stjórnmálaflokka. Afar brýnt er að fjárfestingar hér á landi margfaldist til að stuðla að óbreyttu atvinnustigi og hagvexti. Skemmst er frá því að segja að á þessu stigi máls hafa engar tillögur birst frá sexflokkunum í áttina að þessu. Liður í þessu máli er aðild að ESB en samkvæmt skýrslum Há- skólans er margt sem bendir til auk- inna fjárfestinga í kjölfar aðildar. Öllum stjórnmálaflokkum ber hreinlega skylda til að leggja fram vandaöa og skýra stefnu í þessum málum, taka afstöðu og reiða til höggs til lausnar vanda þjóðarinnar. Hvernig væri að láta kosningarnar einu sinni snúast um það hvernig eigi að baka vandaða köku öllum til góða og sniðganga þá sem hafa enga uppskrift en þykjast þó vita allra manna best hvernig á að éta hana. Bréfritari leggur til að stjórnmálamenn séu krafðir svara við grundvallar- spurningum. BJ i ■■ ■ ■ neytendur allan vjI^AÖeins 39,90 mínútan Hverjireiga Þjóðvaka? Ámi Jónsson skrifar: Fyrir fáum áram fór vigdjarfur stjóramálaforingi um landið til fundahalda og spurði: Hverjir eiga ísland? Nú hefur komist á legg hreyfmg sem foringinn, Jóhanna Sigurð- ardóttir, hefur talið sig eiga. Ekki virðist þó lengur vera þar um einkaeign að ræða því að þeir Ágúst Einarsson og Mörður Árnason telja sig eiga þar ríflegan „kvóta". Þetta hefur ra.a. komið fram í því að annar þeirra hefur þver- brotið samþykktir um málsmeð- ferð á fundum en hinn skipað fólk í stjórnir að því forspurðu. Þá er einnig farið aö ráðskast með röðun á framboöslista hér og þar á landsbyggðinni. Eigi er aö undra þótt hreyfmg þessi sé nú þegar á fallanda fæti. Ánægjulegfrétt Reykvíkingur skrifar: Iðulega hefur mér þótt sem fjölmiðlar þessa lands geri full- mikið að því að flytja fólkinu slæmar og neikvæðar fréttir. I sjálfu sér er ekki hægt við þá að sakast enda svo margt sem hefur farið á verri veg að undanfömu. Hitt ætti stjórnendum fjölmiðla þó að vera ljóst að nauðsyn þess að koma jákvæðum hlutum að er lika mikil. Þess vegna var ég afskaplega glaður þegar ég sá fréttina um manninn sem rétti stúlkunni ut- an af landi hjálparhönd. Sú hafði verið rænd aleigunni á göngu hér í höfuðborginni. Það var ánægju- legt að heyra að enn er til fólk sem stendur ekki á sama. Nýttframboð Sigurður Guðmundsson skrifar: Eg fagna að komnir séu fram menn og konur með nýjar hug- myndir í stjómmálum. Þaö hefur sýnt sig aftur og aftur að tillögur gömlu flokkanna era til litis gagns. Það sem þarf er fólk með nýjar hugmyndir, fólk sem þorir að taka af skarið. Hér er ég auðvit- að að tala um þetta nýja iramboð sem, eftir þvi sem ég best veit, gengur að hluta til út á íhugun. Þeir hjá Náttúrulagaflokknum hafa göfug markmið á borð við þau að lækka skatta en það er vissulega atriöi sem allir geta verið sammála. Hvort aðferðir þeirra að settu marki séu líklegri til að ná árangri en annarra tel ég svo vera. Að minnsta kosti er löngu komínn timi á að prófa eitt- hvaö nýtt. Ég er einfaldlega orð- inn þreyttur á að láta þessu gömlu flokka vera sifellt að svikja mig. Enski boltinn frábær Kristján Gunnarsson skrifar: Ég vil mótmæla harölega því sem Andri hélt fram í DV en þar sagði hann að knattspyma á Spáni og í öðrum suðrænum löndum væri miklu skeramtilegri heldur en í Englandi. Hann ætti bara að prófa að horfa á Andy Cole og Alan Shearer. Þá kæmist Andri örugglega á aðra skoöun. Langskemmtilegasti og fjörugasti boltinn er spilaður í Englandi. Það er staðreynd. Sakna Hallgríms Kristin hringdi: Mér finnst Bylgjunni hafa farið mikið aftur nú þegar Hallgrímur Thorsteinsson er ekki lengur við hljóðnemann á virkum dögum. Þáttagerðarmennirnir, sem hafa komið í staöinn, era sumir hveij- ir ágætir en það fer nú ekki hver sem er í skóna hans Hallgríms. Eiríkur Jónsson og Stefán Jón Hafstein standa honum t.d. nokk- uö að baki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.