Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 28
’T7mr FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995. TriUa strandaði: bjargað Trillusjómaður á sjötugsaldri bjargaðist þegar 6 til 7 tonna trilla sem hann var á tók niðri á milli Straumsvíkur og Hvaleyrar í Hafn- arfirði í morgun. Maðurinn hafði samband við Reykjavíkur radíó og Tilkynningarskyldu sem kallaði út björgunarsveitina Fiskaklett mann- inum til aðstoðar. Björgunarbátur og bíll voru sendir á vettvang. „Skömmu áður en við komum á staðinn misstum við samband við bátinn og settum allt á fullt. Þegar við komum á staðinn sigldum við upp að bátnum og sáum að maður- inn, sem hafði verið einn um borð, var kominn í björgunarbát og ekkert amaði að honum. Hann virðist hafa tekið niðri þama á heimsiglingu og gat komið á bátinn. Það gekk mjög vel að ná honum um borð í okkar bát enda sléttur sjór. Trillan maraði svo í hálfu kafi þegar við héldum að landi," sagði Bjöm Bjarnason, björg- unarmaður hjá Fiskakletti. Siglt var með manninn, sem slapp ómeiddur, til Straumsvíkur. -pp SeyöisQöröur: .... Fimm snjóflóð Jóhann Jóhannssan, DV, Seyðisfiröi: Síöari hluta nætur og í gærmorgun féllu 5 snjóílóð í norðanverðum Seyð- isfirði. TVö þeirra féllu neðan Sand- hólatindsins ofan við Vestdalseyrina og stöðvuðust á klettahjalla neðar- lega í hlíðinni. Þrjú hafa fallið í Vestdalnum úr íjallinu Bjólfi. Snjóa- lög eru ekki mikil miðað við það sem oftast hefur verið á snjóavetrum. Eí veöur skipast ekki til verri vegar þarf varla að óttast skaða af völdum ofanfalla. Berdreyminn bóndi: - Heklugosímaí „Mig dreymdi fyrir gosi í Heklu bæði árið 1980 og 1991. í draumnum sá ég fyrir mér svartan vegg með eldi í. Einmitt þannig sá ég sjálf gos- in þegar þau komu. Þessi draumur birtist mér aftur um síðustu áramót. Því verður væntanlega gos í Heklu á árinu," segir Daníel Magnússon, bóndi á Akbraut á Rangárvöllum. Daníel segir sinn draum ekki segja til um hvenær á árinu Heklugos verði. Hins vegar hafi berdreymna frænku hans dreymt að klukkan væri hálftíu. í sameiningu hafi þau komist að því að það merkti fimm, helminginn af tíu, sem gæti bent til __...þess aö gosið yrði í maí. Þann draum megi einnig túlka þannig að gos yrði um miöjan september. -kaa Sameiningu slit- ið eða sveitarfé- lagið í gjörgæslu „Hér er megn og kraumandi rift. Til vara krefjast Bílddælingar tækið, Sæfrost hf„ hefur ekki verið óánægjameðhvernigmálhafaþró- þess að félagsmálaráðuneytið taki með starfsemi síðan í fyrravor. ast eftir sameiningu. Þjónusta hef- Vesturbyggð til sín í gjörgæslu. Fasteignaverð á staðnum er niður ur verið dregin frá okkur og verið Alls eru rúmlega 200 manns á kjör- undir núlli. Fólkinu á staönum er að fækka störfum hér og fara skrá á Bíldudal. finnst ekki á bætandi að verið sé með þau til Patreksfjarðar. Það var Innan Vesturbyggðar eru fjögur að færa frá þeim þjónustu og fækka á sínum tima þröngvað hér í gegn fyrrverandi sveitarfélög; Bildu- störfum ofan í þetta ástand. sameiningu af þáverandi félags- dalur, Patreksfjörður, Rauða- Húnbogi Þorsteinsson, skrif- málaráðherra, Jóhönnu Sigurðar- sandshreppur og Barðastrandar- stofustjóri í félagsmálaráðuneyt- dóttur, ýmist með loforðum, sem hreppur. Sigurður segir að óánægj- inu, segir aö ráðuneytið hafi staðið öll hafa verið svikin, eða hótun- an sé ekki eingöngu bundin við við allt sitt í tengslum viö samein- um,“ segir Sigurður Guömunds- Bíldudal heldur eigi þaö viö um inguna. son, stöðvarstjóri Pósts og síma á alla hreppana og hreppsnefnd „Ráðuneytið hefur staðið við sin Bíldudal. Rauðasandshrepps hafi þegar gert loforð. Þetta hlýtur aö vera vanda- Hann er einn forsvarsmanna alvarlegar athugasemdir vegna mál sem er heima fyrir. Við höfum þeirra 117 Bílddælinga sem hafa hennar. ekki séð þessa áskorun þannig að krafist þess að sameiningu hrepp- Á Bíldudal er mjög alvarlegt at- ég get ekki frekar tjáö mig um anna fjögurra í Vesturbyggð verði vinnuástand þar sem stærsta fyrir- máliö,“ segir Húnbogi. -rt Wemer Rasmusson: Viðskipta- vinir Deigl- unnar eru f ullorðið fólk - en ekki unglingar „Stóryrtum ásökunum Valdimars Jóhannessonar, þar sem hann sakar mig meðal annars um aö vera megin orsakavald unghngadrykkju á ís- landi, svara ég þannig að viðskipta- vinir Ámunnar eru ekki unglingar heldur fullorðið fólk. Enn fremur selur Áman ekki-tæki, efni né ílát til stórfelldrar landagerðar. Þær upplýsingar sem hægt hefur verið að nálgast í Deiglunni um hvemig framleiða megi vín er hægt að finna í öllum bókasöfnum lands- ins. Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til að tjá mig um ásakanir Valdi- mars,“ segir Werner Ivan Rasmus- son, stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Deiglunnar, um ásak- anir Valdimars Jóhannessonar, framkvæmdastjóra átaksins Stöðv- um unglingadrykkju, sem fram koma í yfirheyrslu í DV í dag. -pp -sjáeinnigbls.2 Lögreglumenn í Kópavogi bera tækin úr bilskúr húss i vesturbæ Kópavogs inn i lögreglubtl síódegis i gær. DV-mynd Sveinn Tveim bruggverk- smiðjum lokað Lögreglan í Kópavogi lokaði í gær- dag bruggverksmiöju í bílskúr húss í vesturbæ Kópavogs. Einn maður var handtekinn og að sögn Magnúsar Einarssonar yfirlögregluþjóns játaði maðurinn að eiga og hafa framleitt landa í verksmiðjunni. Hald var lagt á tæki og landa og hellt niður gambra. Málið var unnið í samvinnu við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík Þá lokaði fíkniefnadeild lögregl- unnar einnig lítilli bruggverksmiðju í nágrenni aöalstöðvar lögreglunnar. Hald var lagt á tæki og landa og hellt niður gambra. Enn á ný virðist kominn skriður á baráttu lögreglunnar við bruggara en þessa dagana býður átakið Stöðv- um unglingadrykkju peningaverð- laun sem leiða til upprætingar bruggstarfsemi. Lögreglan vinnur nú úr þeim um 50 ábendingum sem boristhafaátakinu. -pp Akureyri: Vörubflar slasa tvennt Maður fótbrotnaði á Oddeyrar- bryggju á Akureyri laust fyrir hádegi í gær þegar hann klemmdist á milli lyftara og vörubíls. Þá slapp kona lítið meidd þegar hún varð undir vörubíl í Hamars- stræti, einnig á Akureyri, síðdegis í gær. Verið var að moka snjó á vöru- bílinn þegar konan gekk með hliö hans. Þegar hún ætlaði að ganga fram fyrir hann ók bíllinn af stað án þess að ökumaðurinn yrði konunnar var og lenti hún á milli hjóla bílsins. -PP LOKI Ansi er gott að vita af þessu Heklugosi með svona góðum fyrirvara! Veöriðámorgun: Hæg norð* austan- og austanátt Á morgun verður fremur hæg norðaustan- og austanátt á land- inu. Dálítil él verða norðan- og austanlands en að mestu úr-. komulaust annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 36 NSK kúlulegur Poulsen SuAurtandsbraut 10. 8. 686489.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.