Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 37 Tónleikar í Háskólabíói: Wayne Marshall leikur Gershwin Margrét Birgisdóttir og eitt verk- anna. Hill- ingar Wayne nokkur Marshall heldur tónleíka í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er aðallega efni eftir George Gershwin sem í samvinnu Tónleikar við bróður sinn Ira samdi mörg af gullkomum „dægurtóniistarinnar" á fyrri hluta aldarinnar. Wayne Marshall er sérlega fjölhæf- ur tónlistarmaður, þekktastur er hann sem orgelleikari, en hann hefur haldið einleikstónleika í frægustu kirkjum Englands, á meginlandi Evrópu, í Bandaríkunum og í Asíu. Marshall er breskur og stundaði hann nám í Royal College of Music í Manchester. Hann tók þátt í þekkt- ustu uppfærslu í Bretlandi á óperu Gershwins, Porgy og Bess, á Glyndebourne tónhstarhátíðinni en þar söng hann hlutverk Jasbo Brown. I dag opnar Margrét Birgisdótt- ir sýningu á myndverkum í Gall- erí Úmbru, Amtmannsstíg 1. Á sýningunni eru grafíkmynd- ir; einþrykk og þrykk unnin með blandaðri tækni. Þetta eru ljóö- rænar myndir og ber sýningin Sýningar yfirskriftina „Hilhngar". Margrét Birgisdóttir lauk prófi úr grafíkdeild Myndhsta- og handíðaskólans árið 1985. Þetta er þriðja einkasýning Margrétar, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 29. mars og verður opin þriðjudaga th laugardaga frá ki. 13 til 18 og sunnudaga frá kl. 14 th 18. A mánudögum er lokað. Aðalfundur Fé- lags íslenskra stórkaupmanna Félag ís- lenskra stór- kaupmanna heldur aðal- fund sínn kl. 14 í dag i Átlhaga- sal Hótel Sögu. Dagskrá verður samkvæmt fé- lagslögum og Davíð Oddsson ávarpar fundinn. Kynningarfundur OA-sam- takanna OA-samtökin, Overeaters An- onymous, sem eru samtök fólks með ofátsvandamál, standa fyrir kynningarfundi i Gerðubergi í kvöld kl. 20. Fyrirlestur á vegum Líf- fræóifélagsins Konráð Þórisson og Jóhannes Sturluson iljtja fyrirlestur á veg um Lífi'ræðiíélagsins í stofu 101 í Odda kl. 20.30 í kvöld. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og íjallar um vistfræði laxaseiða í sjó. Félag eldri borgara Bridgekeppni Félags eldri borg- ara í Reykjavik og nágrenni i dag. Tvímenningur i Risinu kl. 13 í dag. Sýningar i Risinu á loik- ritinu Reimleikar í Risinu ílmmtudag, laugardag, sunnudag og þriðjudag. Samkirkjuleg samkoma i Herkastalanum í kvöld kl. 20.30 verður sérstök samkoma í Herkastalanum þar sem fuhtrúar frá hinum ýmsu kirkjum og söfnuðum raunu taka þátt með ritningarlestri, bæn, söng og predikun. íslandsmót í þolfimi íslandsmót í þolfimi verður iiald- ið á Hótel íslandi í kvöld kl. 21. Dead Sea Apple, hljómsveitin með skrýtna nafniö, leikur fyrir gesti veitingastaðarins Tveggja vina í kvöld. Þetta eru fyrstu tón- ,leikar hljómsveitarinnar á þessu ári og munu meðlimir kynna nýtt efni. Hljómsveitin sphar fjölbreytilega rokktónhst og allt efnið er frum- samið. Hljómsveitina skipaþeir Steinarr Logi söngvari, Haraldur Vignir gít- arleikari, Carl Johan gílarleikari, Arnþór bassaleikari og Hannes Heimir trommuleikari. Tónieikamir heflast kl. 11 og það er frítt inn. Flestirvegir færir Á Snæfehsnesi er fært um norðan- vert nesið og Heydal en ófært um Fróðárheiði og Kerlingarskarð. Fært er um Klofningsveg fyrir Gilsfjörð í Reykhólasveit. Á Vestfjörðum er fært frá Patreksfirði th Bíldudals. Færöávegmn Fært er frá Þingeyri th Flateyrar. Jeppafært er frá Brú th Hólmavíkur. Norðurleiðin er fær th Akureyrar. Eins og er er fært th Siglufjarðar. Fært er th Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Fyrir austan Akureyri er fært th Húsavíkur. Fyrir austan Húsavík er skafrenningur og má búast við að þar séu vegir lokaðir. Fært er um Mý- vatns- og Möðrudalsöræfi. O Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir LokaðrSt°ÖU ® Þungfært (j?) Fært fjailabílum W Astand vega Ari Tómas er mættur Þessi htli sæti strákur er sonur Tómas.Hannfæddistþann25.febr- þeirra Ingu Láru Birgisdóttur og úar á fæðingardeild Landspítalans Viðars Jenssonar, Þau hafa þegar kl. 18.44. Hann vó 3926 grömm við ákveðiö að hann skuh heita Ari fæðingu og var 54 sentímetra lang- -------------------- ur. Ari Tómas á einn bróður; sá Bam dagsins heitir Oddur Þorri, 9 ára gamall. Matur, drykkur, maður, kona verður frumsýnd á morgun. Lystaukandi gamanmynd Taívanska kvikmyndm Matur, drykkur, maður og kona (Eat, Drink, Man, Woman) verður frumsýnd í Stjörnubíói annað kvöld. Hér er um að ræða gaman- mynd sem er útnefnd til óskars- verðlaunanna í ár sem besta er- lenda myndin. Leikstjóri er Ang Lee en hann gerði m.a. Brúð- kaupsveisluna eða „The Wedding Kvikmyndir Banquet" sem sýnd var í Há- skólabíói fyrir nokkrum misser- um. Matur, drykkur, maður og kona var frumsýnd á kvikmyndahátíö- inni í Berhn árið 1993 og vann þar Gullbjörninn og var einnig útnefnd th Golden Globe verð- launanna sem besta erlenda myndin. Myndin segir frá herra Chú sem er frægasti matreiðslumeist- ari Tapei. Hann á þrjár gjafvaxta og uppreisnargjarnar dætur. Eig- inkona hans er látin fyrir nokkr- um árum þegar í næsta hús flyst nöldursöm ekkja, Liang. Dæturn- ar sjá um leið fyrir sér að faðir þeirra muni senn elda sinn fræga sælkeramat fyrir nýja kærustu og líf allra málsaðila tekur nýja stefnu. Nýjar myndir Háskólabíó: Nell Laugarásbíó: Milk Money Saga-bíó: Leon Bíóhöllin: Gettu betur Stjörnubíó: Á köldum klaka Bíóborgin: Afhjúpun Regnboginn: I beinni Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 61. 09. mars 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,200 64,400 65,940 Pund 102,970 103,280 104,260 Kan. dollar 45,600 45,780 47,440 Dönsk kr. 11,3770 11,4230 11,3320 Norsk kr. 10,2510 10,2920 10,1730 Saensk kr. 8,9520 8,9880 8,9490 Fi. mark 14,7390 14,7980 14,5400 Fra. franki 12,8420 12,8930 12,7910 Belg. franki 2,2079 2,2167 2,1871 Sviss. franki 54,6000 54,7200 53,1300 Holl. gyllini 40,6300 40,7900 40,1600 Þýskt mark 45,6000 45,7400 45,0200 it. líra 0,03872 0,03892 0,03929 Aust. sch. 6,4720 6,5040 6,4020 Port. escudo 0,4348 0,4370 0,4339 Spá. peseti 0,4985 0,5009 0,5129 Jap. yen 0,69910 0,70120 0,68110 írskt pund 102,510 103,020 103,950 SDR 98,16000 98,65000 98,52000 ECU 83,5800 83,9200 83,7300 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 1 T~ r~ T~ l» 7- 10 ll 1 >2 vT ;ít /Á iS /<7 2b Lárétt: 1 skop, 6 hús, 8 fjall, 9 tindi, 10 stuttu, 12 held, 13 væta, 14 velgja, 16 tób- ak, 19 geislabaugur, 20 skrín. Lóðrétt: 1 hraukar, 2 klaki, 3 snjór, 4 lærði, 5 lykta, 6 krukka, 7 órólegir, 11 kaffæri, 13 labb, 15 róti, 17 mynni, 19 sting. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 klökk, 6 sá, 8 ver, 9 latt, 10 orma, 11 rek, 13 skaupi, 14 sig, 15 fokk, 17 láns, 19 fen, 21 sakni. Lóðrétt: 1 kvos, 2 lerki, 3 örmagna, 4 klaufsk, 5 karp, 6 steik, 7 át, 12 kikna, 14 slá, 16 ofn, 18 Ás, 20 ei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.