Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgéfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLADAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Þeir þora ekki í Evrópu Flest bendir til, að torsótt verði að fá Evrópusamband- ið til að fallast á, að ísland haldi tollakjörum Fríverzlun- arsamtakanna í Svíþjóð og Finnlandi eftir að löndin fóru úr Fríverzlunarsamtökunum í Evrópusambandið. Það þýðir, að saltsíldarvinnsla er vonlítil hér á landi. Þetta er hluti af margs konar kostnaði okkar af að standa utan Evrópusambandsins. í þessu máh sem ýms- um öðrum er greinilegt, að sambandið stendur oft afar fast á sínu í samskiptum við utanaðkomandi aðila og lík- ist fremur tollmúrasambandi en tollfrelsissambandi. Hins vegar komast aðildarríki Evrópusambandsins upp með margvíslega sérhagsmunagæzlu innan þess. Sum ríki taka mikilvæg mál herskildi til að fá sérmálum framgengt. Þannig haga Spánverjar sér í öflun fiskveiði- réttinda og Grikkir í Kýpurdeilunni við Tyrki. Mótast hefur viðskiptaleg ofbeldisstefna Evrópusam- bandsins gagnvart umhverfi sínu. Sú stefna kom skýrt fram í samningaþjarki Evrópu, Bandaríkjanna og Japans um stofnun Alþjóðlegu viðskiptastofnunarinnar. Þessi stefna getur valdið okkur ýmsum viöskiptavandræðum. Til þess að hindra, að skálkurinn skaði okkur, þurfum við að vera aðilar. í stað þess að þurfa að verjast hremm- ingum af hálfu bandalagsins í sérmálum okkur mundum við geta notað bandalagið til að efla sérhagsmuni okkar. Við getum það aðeins með aðild að bandalaginu. íslenzkir stjórnmálamenn hafa ekki kjark til að leiða okkur inn í Evrópu. Þeir reyna að telja okkur trú um, að með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu höfum við fengið flest það, sem við þurfum, án þess að kosta miklu til. Þeir virðast telja', að svæðið sé varanlegt. Sú er ekki skoðun manna í umheiminum. Til dæmis eru alþjóðlegir íjárfestar sannfærðir um, að svæðið sé tímabundið fyrirbæri. Þeir fjárfesta því frekar í Svíþjóð en í Noregi, ef þeir vilja vera á evrópska markaðinum. Þeir telja betra að vera í stofunni en í forstofunni. Stundum verður vart við draumóra um, að Japanir eða Bandaríkjamenn vilji komast með fótinn inn fyrir dyr Evrópu með fjárfestingum á íslandi. Þetta er út í hött. Þeir vilja ekki einu sinni kaupa jarðir á íslandi, þótt þeir eigi þess kost. Við erum úti í kuldanum. í ljós er að koma, að Evrópska efnahagssvæðið er lítið annað en stofnun til að taka við lögum, reglum og tilskip- unum Evrópusambandsins og koma þeim í framkvæmd í Noregi og á íslandi. Evrópusambandið stjómar okkur óbeint, þótt við séum ekki aðilar að stjóm þess. Smáríki hafa áhrif í Evrópusambandinu, svo sem Lúx- emborg sannar. Þau hafa meiri áhrif en sem nemur íbúa- fjölda þeirra. Ef við hefðum farið inn með Svíum og Finn- um, hefðum við svipaða stöðu og Lúxemborgarar. Við hefðum fengið aðild að framkvæmdastjóminni sjálfri. Við eigum á hættu, að þetta breytist. Stóm ríkin í Evrópusambandinu eru ósátt við vaxandi hlutdeild smá- ríkja 1 sambandinu og vilja minnka hlut þeirra smáríkja, sem enn eiga eftir að sækja um aðild. Þannig rýrna smám saman möguleikar okkar á að hafa áhrif í sambandinu. Samt munum við fyrr eða síðar neyðast til að ganga í Evrópusambandið. Spumingin hefur verið, hvort við stefnum strax að því og komumst inn fyrir aldamót á umdeilanlegum kjörum eða hvort við látum það dragast fram yfir aldamót og sætum þá enn lakari kjörum. Samkomulag flestra íslenzkra stjómmálaflokka um að fresta sem lengst ákvörðun um Evrópuaðild er hug- laus afstaða, sem skaðar framtíðarhagsmuni okkar. Jónas Kristjánsson „Samtök sem hafa áorkað jafn miklu og Kvennalistinn á tólf ára valdaleysisferli eru líkleg til stórræða í valdastöðu." Kvennalistann til áhrifa Enn hefur Kvennalistanum ekki verið hleypt að stjórn þessa lands. Ósveigjanleiki fjórflokksins hefur komið í veg fyrir að Kvennalistinn gæti tekið þátt í stjórnarmyndun fram að þessu. Og þó er krafa Kvennalistans bæði einföld og sanngjörn, við erum reiðubúnar í ríkisstjórn sem beitir sér fyrir því að gert verði myndarlegt átak gegn því ömurlega launamisrétti sem nú ríkir milli karla og kvenna. Ef Kvennalistinn fær verulega sterka stöðu eftir kosningar verður erfitt að hrekja hann frá stjórnartaum- unum einu sinni enn og aðeins með þátttöku hans í ríkisstjórn er hægt að vænta einhverra breytinga í kjaramálum kvenna. Virk stjórnarandstaða Samtök sem hafa áorkað jafn miklu og Kvennalistinn á tólf ára valdaleysisferli eru líkleg til stór- ræða í valdastöðu. Kvennalistinn hefur fengið ótal tillögur og frum- vörp samþykkt á Alþingi og nægir þar að nefna mál er varða: Úrbætur i meðferð nauðgunarmála, að heimilisstörf séu metin til starfs- reynslu, úrbætur í ferðaþjónustu, bann við ofbeldiskvikmyndum, endurvinnslu á einnota umbúðum, eflingu kjararannsókna, átak gegn einelti, eflingu íþróttaiðkunar kvenna og styttingu vinnutíma. Fjölgun þingkvenna í kjölfar Kvennalista Tilvera Kvennalistans hefur einnig skapað gífurlegan þrýsting á fjórflokkinn að hleypa konum að. Gfeymum því ekki að þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram til Alþingis höfðu aldrei verið kjörnar fleiri en þrjár konur á Alþingi í einu, á móti 57 karlmönnum! Ekk- ert náði að breyta þessari stað- reynd, hvorki Rauðsokkahreyfing- in, kvennafrídagurinn eða önnur kvennabarátta, fyrr en Kvennalist- KjaHarinn Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans inn kom, sá og sigraði. Nú eru sext- án konur á þingi og prósentutalan hefur fimmfaldast. En gleymum því heldur ekki að ef Kennalistinn hyrfi af þingi þá hryndi ísland úr 6. efsta sæti í 26. sæti yfir þau lönd sem hafa flestar konur á þjóðþing- um. Kvennalistinn rauf kyrrstöðuna Innan Alþingis hefur Kvennalist- inn breytt umræðunni og skapað þrýsting sem ekki verður litið fram hjá. Rætt hafði verið um lengingu fæðingarorlofs í áraraðir án þess að nokkuð gerðist fyrr en Kvenna- listinn lagðist í víking fyrir málinu á fyrsta kjörtímabilinu og fyrir þann þrýsting var fæðingarorlof lengt úr þremur mánuðum í sex. Nú vilja kvennalistakonur lengja fæðingarorlofið í níu mánuöi en ekki er hægt að tryggja það nema að veita Kvennalistanum gott brautargengi í næstu kosningum. Umræður um umhverfismál voru vægast sagt skammt á veg komnar 1 þegar Kvennalistinn kom á þing og flutti fjölda tillagna og fyrirspurna um umhverfismál, m.a. um um- hverfisfræðslu og einnota umbúð- ir. Umhverfismál skipa nú stærri sess í umræðunni en fyrr en betur má ef duga skal. Baráttan gegn of- beldi í garð kvenna og barna er eitt helsta baráttumál Kvennalist- ans og straumhvörf urðu í þeirri umræðu með skýrslu nauðgunar- málanefndar sem skipuð var eftir samþykkt tillögu Kvennalistans. Kvennalistakonur hafa líka dregiö fram í dagsljósið ógnvekjandi tölur um niöurfellingu mála sem varða ofbeldi gagnvart konum og börn- um. Þessu öllu hefur Kvennalistinn áorkað við erfið skilyrði utan ríkis- stjórnar. Hvernig 'vaéri að hleypa honum að og umbylta samfélaginu öllum í hag? Anna Ólafsdóttir Björnsson „Ef Kvennalistinn fær verulega sterka stööu eftir kosningar verður erfitt aö hrekja hann frá stjórnartaumunum einu sinni enn og aðeins með þátttöku hans í ríkisstjórn er hægt að vænta einhverra breytinga 1 kjaramálum kvenna.“ Skoðanir aimarra Launajafnrétti „Nýlega gekkst Jafnréttisráð fyrir könnun á launa- jafnrétti karla og kvenna í þjóðfélaginu. Lög kveða á um að konur og karlar eigi að hafa sömu laun fyr- ir sömu vinnu. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að það er langur vegur frá að konur hafi sömu laun og karlar. Það, sem athyglisverðara er, þá vex þessi mismunur eftjr því sem menntun eykst. Sömuleiðis eykst hann þar sem um stjórnunarstörf er að ræða. Þar sem gerðir eru sérsamningar við starfsstéttir er launamunurinn verulegur.“ Leiðari Tímans 8. mars. Evrópumálin „Afstaða annarra en Alþýðuflokksins til Evrópu- málanna er bæöi ábyrgðarlaus og lítt hugsuð. For- maöur Framsóknarflokksins þorir ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu - af því hann er sann- færður um að viö náum ekki nógu góöum samn- ingi. Það er ekki stórt hjartaö í maddömu Fram- sókn, og sannarlega ber þessi afstaða ekki vott um pólitíska dirfsku eða framtíðarsýn. Formaður Sjálf- stæðisflokksins heldur því til streitu að málið sé ekki á dagskrá, þótt helmingur kjósenda flokksins vilji sækja um aðild.“ Leiðari Alþýðublaðsins 8. mars. Vinnumarkaðurinn „Til þess eins að viðhalda óbreyttri stöðu á vinnu- markaði, og þá er gert ráð fyrir a.m.k. 4% atvinnu- leysi, þurfum við að búa til a.m.k. 1.000 ný störf á ári hverju. Þá er búið að taka tillit til þeirra sem hætta á vinnumarkaði. Ef við ætlum að draga úr atvinnuleysinu, þarf að búa til að meðaltali 2.000 ný störf á ári næstu 5 árin. Þetta er varlega áætlað. Milljónaaustur til skammtíma átaksverkefna flokk- ast ekki undir framtíðaratvinnumálastefnu - það er plástur en ekki lækning.“ Hansína B. Einarsd. kvennalistakona í Mbl. 8. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.